Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 58

Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 Tískusýning í kvöld kl. 21.30 Módelsamtökin sýna fatnað frá verzluninni Líneik. Islenzki ilmurinn „MONTS BLUES“ kynntur. Jólastemmning á Skálafelli í kvöld. Kasko skemmtir til kl. 1. HLAÐBORÐ Nú bjóðum vjð í hádeginu glæsilegt jólahlaðborð með úrvals- hráefni frá Kjötmiðstööinni fyrir virkilega gott verð. Aðeins kr. 595,- Skinkusúpa, jöklasalat, grafsilungur, reyktur lax, fiski- paté, 4 tegundir af sild, köld salöt, grisakæfa, svína- sulta, grisarúllupylsa, fiskréttur „au gratin", sjávarréttir í sítrónuhlaupi, saltfiskur, skata og hamsar. Jólabrauð, svartpönnubrauð, munkabrauð, 3ja korna brauðhleifar, rúgbrauð. Reyktur og saltaður grísakambur, léttsaitað grísalæri og skankar, Bæjonnesskinka, kokteilpylsur, hangikjöt, heitar og kaldar sósur, 6 tegundir af meðlæti. Heitur réttur dagsins Súr-sæt grisarif með hrísgrjónum. Uppskrift fylgir. Allar þessar kræsingar eins og þú getur í þig látiö fyrir aðeins kr. 595.- Wilhelm og Jacob Grimm Þýzk orðabók Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Jacob Grimm und Wilhelm Grímm: Deutsches Wörterbuch. I-XVI. Leipzig 1854-1961. Deutscher Taschenbuch Verlag 1-33. 1984. Jacob og Wilhelm Grimm eru víðkunnastir fyrir þjóðsagna- og ævintýrasöfn sín „Kinder und Hausmárchen" 1812—14 og „Deutsche Sagen" 1816—18. Þeir bræður lögðu grunninn að þýskum málvísindum og rannsóknum ger- manskra fræða með „Deutsche Grammatik" og „Deutsche Mytho- logie" (verk Jacobs) „Deutsche Heldensage" (verk Wilhelms). Jacob setti saman „Geschichte der deutschen Sprache" í tveim bindum, 1848. Auk þessara verka liggur eftir þá magn ritgerða og verka er snerta hliðstæð efni. Kveilgan að ritstörfum þeirra bræðra var róm- antíska stefnan. Þeir bræður störfuðu við háskól- ann í Göttingen frá 1830 þar til þeir voru sviptir stöðum sínum af pólitískum ástæðum. Þeir héldu þá til Kassel og 1841 var þeim boðið til Berlínar, þar sem þeir urðu með- limir Prússnesku Vísindaakademí- unnar. Það var í Kassel sem þeir hófu undirbúning að viðamesta við- fangsefni sínu, samantekt orðabók- ar, sem þeir héldu síðan áfram eftir að þeir settust að í Berlín, „þar sem þeir nutu náðar Prússakonungs, sem veitti þeim skjól og frelsi til þess að sinna rannsóknum sínum ...“ (lausl. umskrifað úr formála Jacobs Grimm að fyrsta bindi orðabókarinnar 1854). Orðabækur Adelungs og Campes sem þar til voru helstu þýsku orðabækumar, voru unnar í anda upplýsingarstefnunnar. „Versuch eines vollstándigen grammatisch- kritischen Wörterbuch der hoch- deutschen Mundart" kom út í fímm bindum á árunum 1774—86, var á sfnum tíma viðamikið verk, sem heldur ennþá gildi sínu varðandi þýsku 18. aldar. „Wörterbuch der deutschen Sprache" eftir Campe var mótuð af uppbyggingarstefnu skynsemishyggjunnar enn frekar en bók Adelungs. (Sálarfræði og siðalærdómur eftir Campe voru þýddar á íslensku og geftiar út í Leirárgörðum 1799 og 1800). Báðar þessar orðabækur voru fjarri þeim kröfum sem rómantíker- ar og málvísindamenn á borð við Grimmsbræður gátu talið fullnægj- andi. Jacob Grimm segir í bréfí frá 28.8. 1838, „við höfum tekið að okkur verkefni... gerð fullkom- innar þýskrar orðabókar frá Lúther til Goethes ... og verk allra þýskra höfunda þar á milli munu orðtekn- ir“._ Ári síðar skrifar Jacob Grimm, að „við höfum reist okkur hurðarás um öxl, með því að taka að okkur þetta verk“. Þótt verkið virtist þeim bræðrum fljótlega yfírþyrmandi þá héldu þeir því áfram ótrauðir og mótuðu form þess og gerð. Orðið er fyrst þýtt á latínu, merk- ing þess gefín með hliðstæðu iatnesku orði eða hugtaki. Síðan er uppruninn rakinn. Þróun orðsins og merking rakin úr fomu máli til miðháþýsku og síðan rakin þróun þess, form og merking í nýháþýsku með dæmum úr verkum Qölmargra höfunda. Hugmynd Grimmsbræðra var að bók þeirra yrði öllum sæmi- lega læsum mönnum aðgengileg og nytsamleg. Þótt það væri ætlun þeirra, þá var verkið of viðamikið til þess að svo yrði og enda dróst útgáfan. Fyrst í stað unnu Grimmsbræður einir að því, en fljótlega eða 1839 höfðu þeir þijátíu aðstoðarmenn til- tæka. Fyrstu heftin tóku að koma út 1852 og 1854 var fyrsta bindið fullprentað. Jacob og Wilhelm unnu saman að verkinu til 1859, en það ár lést Wilhelm. Jacob lést 1863 og þá voru komin út fjögur bindi. Verkið hefur verið gagnrýnt frá ýmsum hliðum, efnismagnið yfír- þyrmandi, skýringar ófullnægjandi og upprunafræðin oft hæpin. Þrátt fyrir þessa annmarka er þetta verk ómetanleg náma allra þeirra sem stunda þýska tungu og bókmenntir, tilvísanimar em í rauninni bók- menntasaga þýskra bókmennta í hundmð ára. Eftir fráfall Jacobs Grimm urðu áhersluatriðin lítillega frábmgðin því sem áður hafði verið og reynt var að takmarka og velja úr heimildamagninu. 1908 tók nefnd á vegum Prússnesku Vísinda- akademíunnar að sér yfímmsjón verksins. Loks lauk útgáfunni eftir rúm hundrað ár 1961. Verkið ber þess merki hversu langan tima tók að gefa það út. Ýmis orð sem em nú algeng, vant- ar, og þá fyrst og fremst þau sem byija á fyrri stöfum stafrófsins og einnig em hugtök og orð sem em horfín úr mæltu máli. En þetta stafar af tímalengdinni, notkun orða og hugtaka breytist oft á skemmri tíma en 100 ámm. Þessi útgáfa dtv er meðal veiga- mestu verka sem dtv hefur gefíð út, alls 33 bindi um 30.000 blaðsíð- ur tveggja dálka, svo að verkið losar 70.000 blaðsíður í stóm broti, sé miðað við leturflöt. Útgáfa dtv 1984 seldist mjög vel, sé miðað við stærð og verð. Fyrsta prentun seldist upp, alls 10.000 eintök á tveimur mánuðum. Næstu 8.000 eintökin vom uppseld eftir sex vikur. Alft áðurnefnt hráefni færð þú í KJötmið- stððlnnl. ART1ARHÓLL Á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Borðapantanir í sima 18833. Árlégur basar hjá KFUK FYRSTA laugardag i desember ár hvert, heldur KFUK basar sinn í húsi félagsins að Amtmannsstíg 2b. í ár verður hann laugardaginn 6. desember og hefst hann kl. 14.00. Að venju verður þar margt eigu- legra muna hentugum til jólagjafa. Á meðan basarinn er opinn verður selt kaffi og meðlæti. Sunnudaginn 7. desember verður samkoma á sama stað og hefst hún kl. 20.30. Þar verður happdrætti og margt fleira. Hugleiðinguna hefur Ásta Jónsdóttir. (Fréttatilkynninp)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.