Morgunblaðið - 04.12.1986, Side 66

Morgunblaðið - 04.12.1986, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 Sundköppum fagnað við heimkomuna fsaflrði. AM* TB*htiNAL IMoriuiuMnMit fcirnmiini Morgunbiaðlð/Úlfar • Sunddeild Vestra á (safirði var vel fagnað af bæjarbúum þegar líðsmenn komu heim eftir sigurför á Bikarmót Sundsambands ís- lands. Kristján Jónasson, forseti bæjarstjórnar ísafjarðar, færði sundköppunum rósir og veitti Birgir Orn Birgisson, fyrirliði, þeim móttöku. • Sundkapparnir ísfirsku og fylgdarlið þeirra voru glaðbeittir við heimkomuna. Fyrirliðinn, Birgir Örn Birgisson, hampar hór sigurlaununum á Bikarmóti Sund- sambandsins. svífandi yfir vötnunum svo menn munu lengi minnast. Úlfar adidas = SNYRTIVÖRUR SPORTMANNSINS Fást í helstu snyrtivöruverslunum BIKARMEISTARAR sund- deildar Vestra komu heim eftir frækilegan sigur á Bikarmeistaramóti Sund- sambands íslands á þriðju- daginn. ' ■*’ Fjöldi manna tók á móti lið- inu á flugvellinum. Formaður sunddeildarinnar, Guðný Ágústsdóttir, flutti ávarp og sagði sigurinn eftirminnilegan og glæsilegan árangur af miklu starfi. Kristján Jónasson, for- seti bæjarstjórnar, flutti einnig ávarp, hann sagði að þetta væri besti árangur sem ísfirskt íþróttafólk hefði náð og mjög óvíst að betur verði gert í náinni framtíð. Síðan afhentu þau Guðný og Kristján liðs- “Víkingur—FH íkvöld TVEIR leikir verða í 1. deild karla í handknattfeik í kvöld. Báðir fara þeir fram f Laugardalshöll. Fyrst leika Valur og Ármann kl. 20.15 og síðan Víkingur og FH kl. 21.30 Valur og Víkingur leika í 1. deilU kvenna á undan þessum leikj- um, kl. 19.00. mönnunum rauðar rósir en bæjarstjórn bauð að því loknu til veislu á Hótel ísafjörður. Þar fluttu ávörp Halldór Guðmundsson, bæjarráðs- maður, sem afhenti sunddeild- inni 50 þúsund krónur frá bæjarstjórn. Guðný Ágúst- dóttir þakkaði gjöfina og gat þess jafnframt að þau mundu berjast fyrir nýrri sundlaug, en laugin á ísafirði, sem er frá árinu 1945, er aðeins 16,7 metrar og því ekki nothæf sem keppnislaug og orðið mjög þröng fyrir æfingar þessa þróttmikla liðs. Birgir Örn Birg- isson, fyrirliði, og Björn Helgason, íþrótta- og æsku- lýðsfulltrúi ísafjarðar, fluttu stutt ávörp en að lokum sagði FylkirÁgústsson, einn úrfarar- stjórninni og gamalreyndur ísfirskur sundmaður og þjálf- ari, frá stemmningunni sem varð í lok keppninnar, þegar sundmenn HSK, aðalkeppi- nautarnir, sneru baráttusöng sínum upp í fagnaðaróð til Vestramanna og sungu fullum hálsi.á meðan Ægismenn gengu á röðina og óskuðu hverjum einstökum til ham- ingju með árangurinn. Þarna var hinn sanni íþróttaandi Mundir þú eftir jjF C-vítamíninu í morgun?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.