Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 Sandgerði: Minning-- arathöfn í Hvalsnes- kirkju Grindavík. MINNINGARATHÖFN um skip- verjana sem fórust með vélbátn- um Amari ÍS 125 frá Sandgerði fer fram frá Hvalsneskirkju í dag, laugardaginn 17. janúar, kl. 14.00. Þeir sem fórust voru Jón Eðvaldsson til heimilis að Suður- götu 28, Sandgerði, og Jóhannes Pálsson til heimilis að Suðurgötu 16, Sandgerði. Báturinn fórst þann 23. nóvember við Selatanga og hef- ur leit að mönnunum engan árangur borið. — Kr.Ben. Sex skákir af sjö unnust í umferðinni HELGI Ólafsson stórmeistari vann fyrstu skák sina á skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi, sem hófst i gær. Helgi tefldi við stórmeist- arann Gutman frá ísrael og vann í 43 leikjum. Fjórtán skákmenn, þar af 12 stórmeistarar, taka þátt í mótinu og athygli vakti að sex skákir af sjö unnust í fyrstu umferðinni. Úrslitin í fyrstu umferð mótsins, sem er í 13. styrkleikaflokki, urðu þau að Short frá Bretlandi vann Viktor Kortsnoi, Flear frá Bretlandi vann van der Wiel frá Hollandi, Nogueras frá Kúbu vann Hulak frá Júgóslavíu, van der Sterren frá Hollandi vann Ljubojevic frá Júgó- slavíu, Zapata frá Cólombíu vann Miles frá Bretlandi, Helgi vann Gutman og Anderson frá Svíþjóð og Sosonko frá Hollandi gerðu jafn- tefli. Allir þátttakendumir em stórmeistarar í skák nema Flear og van der Sterren. í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Helgi, sem stjómaði hvítu mönnunum í skákinni, hafa unnið Gutman nokkuð örugglega, þótt skákin hafí dregist á langinn. Hann sagði að mótið legðist vel í sig, þótt hann hefði tekið sér hlé frá skákinni eftir að Ólympíumótinu í Dubai lauk. Það vakti athygli að hrein úrslit fengust í sex skákanna og sagði Helgi að flestir þátttakendanna væru ekki hræddir við að tefla til vinnings. Til samanburðar nefndi hann að nýlokið er sterku stórmeist- áramóti á Spáni, þar sem sigurveg- arinn, Ribli, fékk 6,5 vinninga af 11 mögulegum og vann aðeins tvær skákir en gerði 9 jafntefli. Fjórir skákmenn, þar á meðal Boris Spassky, urðu jafnir í 2. sæti með 6 vinninga, og allir unnu þeir að- eins eina skák en gerðu 9 jafritefli. Önnur umferð mótsins í Wijk aan Zee verður tefld í dag og þá teflir Helgi við Anthony Miles frá Bret- Iandi og hefur svart. rammi kaupir Þórleif Jóns- son SI ÞORMÓÐUR rammi á Siglufirði hefur fest kaup á frystitogaran- um Þórleifi Jónssyni SI 80. Skipið verður skráð undir nafn- inu Stapavík SI 5 og fer á rækjuveiðar á næstunni. Að sögn Runólfs Birgissonar skrifstofu- stjóra er ekki hægt að gefa verðið upp að svo stöddu. Runólfur sagði að kaupin hefði borið brátt að. Eigandi togarans var Þorleifur Bjömsson og var togarinn skráður á Höfn í Homafirði þar til í fyrra er hann var fluttur til Siglu- íjarðar. Skipið er 385 lestir að stærð. Stapavík verður þriðja skipið í eigu Þormóðs ramma, hin eru Stálvík SI 1 og Sigluvík SI 2. Einn- ig hefur Sveinborgin lagt upp hjá fiskvinnslustöðinni að undanfömu. Morgunblaðið/Einar Falur Atkvæðin talin ATKVÆÐI í allsheijaratkvæðagreiðslu um sjómannasamning- ana voru talin á skrifstofu ríkissáttasemjara síðdegis i gær. Myndin var tekin þegar unnið var við talningu á atkvæðum yfirmanna. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari og einn úr samninganefnd Farmanna- og fiskimannasambandsins hella úr kjörkössum. Guðmundur Vignir Jósefsson fylgist með. AIDA FRUMSYND Morgunblaðið/Þorkell ÓPERAN Aida eftir Verdi var frumsýnd hjá íslenzku óperunni í gærkvöldi. Á myndinni slaka leikarar á í hléi eftir fyrsta þátt. Sigríður Ella, sem syngur hlutverk Amneris, fær sér hressingu, en félagar hennar klappa hressilega. Áhorfendur kunnu vel að meta sýninguna og fögnuðu innilega í leikslok. Verkfall farmanna: Mörg kaupskípanna stöðvast á næstunni Pilturinn sem fórst í Star- dalshnúki PILTURINN, sem lést af völdum áverka sem hann hlaut eftir fall úr klettum í Stardalshnúki í Mosfellssveit í fyrradag, hét Guðmundur Jökull Jensson, nemi, til heimilis að Fálkagötu 5 í Reylgavík. ' Guðmundur Jökull var 17 ára, fæddur 6. febrúar 1969. Hann bjó í foreldrahúsum. Unnið er að rannsókn slyssins á vegum Rannsóknarlögreglu ríkisins og liggja niðurstöður ekki fyrir. Astæður slyssins eru þó kunnar. Festing sigbúnaðar piltanna, svo- kölluð hneta, brast. LÍK sjómannanna þriggja frá Grænhöfðaeyjum, sem fórust með tankskipinu Syneta, verða jarðsett í Fossvogskirkjugarði næsta miðvikudag. Að sögn Davíðs Osvaldssonar hjá Líkkistuvinnustofu Eyvindar Ama- sonar, barst um þetta beiðni frá KAUPFÖR Skipadeildar Sam- bandsins verða flest stöðvuð í innanríkisráðuneytinu á Græn- höfðaeyjum, með milligöngu full- trúa útgerðarfélags Syneta í London. Davíð sagði að jarðarför sjó- mannanna færi að öllum líkindum fram í Fossvogskirkjugarði klukkan 10.30 n.k. miðvikudag. Reykjavíkurhöfn um næstu helgi standi verkfall farmanna enn. Fossar Eimskipafélagsins verða í förum fram eftir mánuðinum, en um þessa helgi stöðvast Eyr- arfoss og Reykjafoss. Forráða- menn skipafélaganna segjast viðbúnir langri vinnudeilu. Ríkisskip hefur ekki haft neitt skip í siglingum frá því á fyrstu dögum verkfallsins. Eimskipafélag- ið hefur haldið úti sínum skipum að Ljósafossi undanskildum sem varð innlyksa þegar verkfallið hófst. Að sögn Þórðar Sverrissonar munu skip félagsins halda áfram sigling- um fram í fyrstu viku febrúar, en tvö leiguskip með erlendum áhöfn- um eru í förum fyrir það. Af Sambandsskipum eru Stapafell og Hvassafellið nú í höfn, Skaftafellið er væntanlegt á morgun og Jökul- fell, Amarfell og Dísarfell í næstu viku. Talsmenn skipafélaganna voru vondaufír um að lausn verkfallsins væri í nánd. Mikið bæri enn í milli og þyrfti margt að gerast til að saman gengi á næstunni. Að sögn Birgis Björgvinssonar hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, hafa fáar beiðnir um undanþágur borist það sem af er verkfallinu. Sagði hann að þar sem færð væri góð á vegum hefðu fáir lent í vandræðum með aðdrætti. Þeim beiðnum sem borist hafa hefur öllum verið hafnað. Þormóður Skákmótið í Wijk aan zee: Helgi vann Gutman í fyrstu umferð Sjómennirnir frá Grænhöfðaeyjum: Líkin verða jarðsett hér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.