Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 15
r>oo r ot fTTTrr a tt<t a tttt a t rrrci a tctt/t t; tctttaa MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 isr 15 Smekkleg ársmappa Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson í síðasta þætti var íslenzka póststjómin gagnrýnd nokkuð fyrir allt of mikið seinlæti við að tilkynna frímerkjaútgáfur næsta árs. Ég hlýt eins og aðrir að von- ast til þess, að hún sjái að sér í þessum efnum og komi hér á sömu reglu og tíðkast með flestum póst- stjómum, sem láta sér m.a. annt um að selja þessa „vöru“ til áhugasamra safnara. Ég reisi von mína á því, að hér verði brátt breyting á innan veggja póststjómarinnar á þessu sviði, að jákvæð þróun hefur orðið í frímerkjamálum hennar í öðrum greinum. Um langt árabil þóttu tilkynningar íslenzku póststjóm- arinnar um ný frímerki heldur óásjálegar og tæplega eftirsókn- arverðar nema til fræðslu um væntanlegar útgáfur. A þessu varð breyting fyrir örfáum árum og svo mikil, að menn glöddust yfir. Hygg ég, að menn haldi þess- um tilkynningum fremur til haga eftir þá andlitslyftingu, enda em myndir væntanlegra frímerkja lit- prentaðar framan á. Við það verður hver tilkynning um leið verðugur safngripur. Póst- og símamálastofnunin hefur gefið út sérstakar ársmöpp- ur, sem svo em nefndar, síðan árið 1974. Em þar í öll frímerki liðins árs. Hafa þessar möppur verið eftirsóttar af söfnumm og eins öðmm viðskiptavinum til gjafa og sem minjagripir. Hafa margar póststjómir lagt í veruleg- an kostnað við að gera þessar möppur sem bezt úr garði og þannig sem eftirtektarverðastar um útlit og myndefni. Eins fylgja oft með útskýringar á hverri út- gáfu og jafnvel ýmislegt annað, sem varðar land og lýð. Við þurf- um ekki annað en fara til frænda okkar, Færeyinga, til þess að ganga úr skugga um þetta. Hvað gerði íslenzka póststjóm- in í þessum efnum? Því miður varð hún hér sem annars staðar heldur aftarlega á merinni. Hins vegar hlutu forráðamenn hennar að sjá, hvað gerðist í kringum okkur og hvem árangur það bar. Og viti menn! Nú rétt fyrir jólin kom út mappa með íslenzkum frímerkjum ársins 1986 og það í glæsilegum búningi miðað við fyrri ár. Ekki ætla ég að lýsa ÍSLENSK FRÍMERKÍ 1986 IGEiANÐIC STAMPS þessari möppu nákvæmlega, en birti hér einungis framhlið henn- ar. Ekki er þvi að neita, að hún ber verulegan keim af frænku sinni í Færeyjum, en það lasta ég sízt, enda segir máltækið, að margt sé líkt með skyldum. Fær- eyingar standa hér samt enn feti framar en við, en þeir hafa líka meiri reynslu á þessu sviði og hafa verið einkar duglegir sölu- menn — e.t.v. um of að mínum dómi. Ekki efa ég, að ýmsir geta fundið eitthvað að þessari nýju ársmöppu. Ég veit, að sumum fínnst kápan öll heldur drungaleg og ekki beint aðlaðandi, enda hef- ur mynd hennar fengið heitið: Rain in the mountains, svo að útlendingar megi a.m.k. skilja. Svo er enn fremur tekið fram á ensku, að myndin sé frá suður- ströndinni og sjái til Mýrdals- jökuls. Ekki get ég svo neitað því sem Sunnlendingur, að þar er oft vætusamt! íslenzka póststjómin verður hér sízt sökuð um það að villa um fyrir útlendingum með sérstakri glansmynd frá íslandi. Sjálfum fínnst mér mikil dulúð hvíla yfír myndinni og hún einkar þekkileg. Ég er sannfærður um, að þessi ársmappa póststjómarinnar þykir áhugaverð, enda var mér sagt af póstmönnum, að hún hefði verið keypt mikið nú fyrir jólin og auð- sæilega til gjafa. Sjálfur get ég vel sagt, að ég hef þegar notað hana til landkynninga til nokkurra vina erlendis. Ég óska Póst- og símamálastofnuninni til hamingju með þetta framtak og vænti jafn- vel enn skemmtilegri möppu að ári liðnu. Hvert er falleg- asta íslenzka frímerkið 1986? Þá vil ég enn hæla íslenzku póststjóminni fyrir nýtt og skemmtilegt framtak. Hún hefur sent frá sér litprentaðan Qórblöð- ung með myndum af öllum frímerkjum liðins árs. Um leið býður hún mönnum upp á að greiða atkvæði um þau og til- greina þijú frímerki, sem þeim þykja fallegust. Með þátttöku sinni geta menn unnið til verð- launa, því að dregin verða út 25 nöfn þátttakenda. Fá þeir heppnu ókeypis ársáskrift 1987 að íslenzkum frímerlqum, þ.e. eitt fyrstadagsumslag og svo óstimpl- aða fjórblokk. Vil ég eindregið hvetja lesendur til þess að taka þátt í þessari könnun póststjóm- arinnar og láta á þann hátt í ljós álit sitt á íslenzkum frímerkjum. Atkvæðaseðill mun hafa verið sendur öllum föstum áskrifendum að íslenzkum frímerkjum, inn- lendum sem erlendum. Auðvitað geta svo allir aðrir áhugamenn fengið slíkan seðil, ef þeir vilja tjá sig um þau frímerki, sem eru feg- urst að þeirra dómi. Vafalaust hleypir íslenzka póst- stjómin þessarí skoðanakönnun af stað til þess að geta dregið lærdóm af viðbrögðum manna. Ekki er þetta síður forvitnilegt í ljósi þess, að frímérki ársins 1986 hafa vakið verulega athygli og það svo, að þau hafa fengið lof- lega dóma í erlendum frímerlga- blöðum. Einkum hefur smáörkin frá Degi frímerkisins vakið hrifn- ingu meðal safnara. Er þetta vissulega mikið ánægjuefni fyrir útgáfunefnd póststjómarinnar. Segja má, að einungis ein útgáfa hafí fengið allharðan dóm sumra, en það em jólafrímerkin. Virðist vera mjög erfítt og vandasamt að fullnægja kröfum safnara um myndefni jólafrímerkja. í frímerkjaþætti 8. nóv. sl. ræddi ég um þessa útgáfu og eins al- mennt um jólafrímerki póststjóm- arinnar. Vísa ég lesendum á það, sem þar segir. Hins vegar mun ég að gefnu tilefni fara enn nokkr- um orðum um þessa útgáfu í næsta þætti. eru augljósir! Ársávöxtun hækkaðMM. janúar og er nú 18,68%. Hafðu KASKÓ að leiðarljósi. VeRZLUNRRÐRNKINN -vúmcvi með fi&i!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.