Morgunblaðið - 17.01.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
Kamerún
Harmleikurinn
við Nios-vatnið
vofir enn yfir
Wum, Kamerún. Reuter.
DAUÐASKÝIÐ, sem lagði
að velli hátt á annað þús-
und íbúa svæðisins í
kringum Nios-vatn í Norð-
vestur-Kamerún fyrir
fimm mánuðum, er löngu
horfið.
En harmleikurinn vofir enn
yfir þeim u.þ.b. 5000 íbúum, sem
eftir lifðu og voru fluttir á brott
til bráðabirgða-dvalarstaða. Þeir
verða um ófyrirséðan tíma að
láta sér nægja drauminn um að
flytjast aftur heim.
Eiturgasið lagði upp af botni
Nios-vatnsins og flæddi yfir ná-
grennið. Vísindamenn fjöl-
menntu á staðinn næstu
vikurnar á eftir, en þeim ber
hvorki saman um orsakir gaslek-
ans né framtíðarhorfur byggðar-
innar.
íbúamir vilja hverfa heim til
blómlegra og ftjósamra hæð-
anna í kringum Nios-vatn, en
stjórnvöld eru treg til að leyfa
þeim það nema hafa vissu fyrir,
að harmleikurinn endurtaki sig
ekki.
Vísindamenn greinir á um,
hvort óhætt sé að sitja þetta
svæði á nýjan leik. Einn fremsti
eldfjallafræðingur Frakka,
Haroun Tazieff, segir, að svipað-
ur gasleki geti endurtekið sig
þar og ómögulegt sé að spá fyr-
ir um hann. Felix Tchoua,
yfirmaður eldfjalladeildar Yao-
unde-háskóla í Kamerún, er á
Nios-vatn í Kamerún.
öðm máli: „Það er öldungis
óhætt að leyfa fólkinu að snúa
heim, og mér þykir mjög ólík-
legt, að hætta sé á, að atburður-
inn endurtaki sig.“
Samkvæmt skoðun Tchoua
stafaði gaslekinn ekki af eld-
virkni. Hann segir, að klettabelti
í vatninu hefðu molast sundur,
ef um eldvirkni hefði verið að
ræða. Þar að auki standi eld-
virkni yfirleitt í nokkrar vikur,
en lekinn hafi varað mjög stutt.
En jafnvel þótt vísindamenn
væm sammála um, að öllu væri
óhætt, er ólíklegt, að af heim-
ferð fólksins geti orðið í bráð.
Nægir þar að nefna eina ástæðu
- óskaplega mengun í Nios-
vatni, einkum af völdum mikils
fjölda dýrahræja, sem ekki vom
urðuð eftir náttúmhamfarimar.
3Í
Sovétríkin:
Hyggjast
sýna um-
deildan
myndaflokk
Moskvu, AP.
SOVÉTSTJÓRNIN hefur leitað
eftir kaupum á myndaflokknum
„Amerika“, og hyggst sýna hann
í ríkissjónvarpinu, að því er
Gennady Gerasimov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagði í gær.
Myndaflokkur þessi fjallar um
innrás Sovétmanna í Bandaríkin og
líf manna þar undir oki kommún-
ismans. „Amerika“ hefur vakið
mikla reiði meðal ráðamanna
eystra. Gerasimov sagði að leitað
hefði verið til AfiC-sjónvarpsstöðv-
arinnar bandarísku um kaup á
þættinum en þeirri fyrirspurn hefði
enn ekki verið svarað.
Aðspurður kvað Gerasimov Sov-
étstjórnina vilja sýna almenningi
hvaða hugmyndir Bandaríkjamenn
hefðu um Ráðstjómarríkin. Sov-
éskir ráðamenn hafa sagt mynda-
flokkinn vera lið í ófrægingarher-
ferð Bandaríkjamanna. Upphaflega
stóð til að heíja sýnirgar á mynda-
flokknum í Bandaríkjunum á
síðasta ári en þeim hefur verið sleg-
ið á frest vegna mótmæla Sovét-
manna.
Qtrúleg^
Ijós rwagn
■lectro-fsn
gfrnagnsviftan
iparar eldsneyth
orku og billinn
fyrr. Fáan/eg
bifreiða og vori
priflokur
furir flestor g©r(
Ihjólodrifsbilo
h HII
*****
11118®;
íí-S’oV
0jafnanie&
i Suzuki
tdcruiser o
Idjólbarðar
og
rafmagn^r
fyr«„
Aðeins 15% útborgun.
Eftirstöðvar á 4 — 6 mánuðum
Fyrsta afborgun í MARS.
Vafffnagöröuml4
Sími 83188