Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 49 sinnar á Þingvöllum áttu þau böm í Ljósafossskóla. Fljótlega var sr. Eiríkur skipaður prófdómari við skólann og hélt því starfí áfram að ósk minni eftir að menntamálaráðuneytið lagði þá skipan af. Fannst mér mikill styrk- ur í því að hafa svo reyndan skólamann við það vandaverk sem próf og einkunnir eru. í mati sínu á úrlausnum nemenda leitaði hann fyrst og síðast að því er jákvætt var þótt framsetningu væri e.t.v. ábótavant. Sr. Eiríkur var ákaflega skemmtilegur í þessari samvinnu og hafði gaman af að bregða á leik. Það vildi stundum verða togstreita milli okkar kennaranna um sr. Eirík þegar verið var að gera prófverk- efni eða meta úrlausnir. Eitt sinn þóttist ég afskiptur og tók að leita sr. Eiríks. Sátu þá að honum tvær kennslukonur og höfðu gert lengi að því er mér fannst. Kvörtun minni svaraði sr. Eiríkur því einu, að það væri eins með sig og asnann, sem settur var á milli tveggja heysátna en gat aldrei ákveðið í hvora hann skyldi narta og drapst svo úr hungri! Árið 1968 var sr. Eiríkur skipað- ur formaður skólanefndar og gegndi því starfí til 1974. Fyrir kom, að okkur greindi á um fram- kvæmd mála, en aldrei um skóla- stefnuna og það sem varðaði heill bamanna. Sr. Eiríkur var frábær ræðumað- ur og einstaklega snjall, hvert sem ræðuefnið var og hverjir sem áheyr- endur voru, að „lyfta hug til hæða“ í hinum víðasta skilningi. Voru þær ófáar ræðumar sem hann flutti við skólaslit og á öðmm hátíðastundum skólans. Skólamál voru sr. Eiríki alltaf hugleikin og hann kennari af guðs náð. Nú að leiðarlokum vil ég þakka hjartanlega allt samstarf okkar í Ljóafossskóla í röska tvo áratugi og ómetanlega vináttu. Sr. Eiríkur var mikili gæfumaður í einkalífí sínu. Hann eignaðist frábæra konu og átti miklu barnaláni að fagna. Við Svava vottum Kristínu og bömunum innilega samúð og biðj- um þeim Guðs blessunar. Böðvar Stefánsson Dauðinn og sr. Eiríkur voru and- stæður í huga mínum. Frá því fyrst ég man eftir honum og til hins síðasta, var hann boðberi lífsins og gróandans, boðberi hugsjóna, menningarlífs og mannræktar. Hann var hinn gamansami og skemmtilegi félagi, sem ætíð miðl- aði öðmm af þekingu sinni og visku. Hann var þjóðkunnur maður af störfum sínum og andlegu atgervi. Hvort sem hann var skólastjóri og prestur á Núpi eða þjóðgarðsvörður og prestur á Þingvöllum og síðar prófastur í Ámessýslu. í 31 ár var hann sambandsstjóri UMFÍ og allan þann tíma flutti hann guðsþjónustu á hveiju einasta landsmóti IJMFÍ hvar sem þau voru haldin á landinu. Magnþmngnar ræður sr. Eiríks vom eitt af eftir- minnilegustu atriðum landsmót- anna, ásamt setningarræðum hans oft á tíðum. Hann hafði sterka rödd, sem naut sín vel á útisamkomum og mikilvægan boðskap að flytja, sem settur var fram með þeim hætti að eftir var tekið og lengi munað. Hann var alla sína starfstíð eftirsóttur ræðumaður og löngu þjóðkunnur fyrir þá hæfileika sína. Hann átti stóran hóp vina og aðdá- enda víðsvegar um landið. Nemend- ur hans frá Núpsskóla í 25 ár. Sóknarböm í Dýrafirði og á Ingj- aldssandi. Gestir sem komu til Þingvalla í meir en 20 ár og nutu frásagnarsnilldar hans. Flestir Ár- nesingar og eldri ungmennafélagar um land allt. Hver sá sem einu sinni komst í kynni við sr. Eirík gleymdi honum ekki. Þeir sem nær honum stóðu minnast tryggðar hans og vináttu, sem aldrei brást. Ævistarf hans var margþætt og unnið með sérstökum ágætum, svo sem öllum er kunnugt er notið hafa. Margir munu minnast þess í dag. Ég kýs því að hverfa til æskuáranna. Við ólumst báðir upp í útjaðri Eyrarbakka, sem þá var umsvifa- mikill verslunarstaður. Náið vin- áttusamband var á milli 'nov tc tran9Í 5e .snlon 6j; tinvl æskuheimila okkar. Við vorum leik- félagar að svo miklu leyti, sem Eiríkur tók þátt í leikjum. Hann var fremur hlédrægur og fáskiptinn. Snemma hneigðist hann að bókum og lestri þeirra. Þegar við hin böm- in lásum bamabækur þess tíma, las Eiríkur íslendingasögumar, Fom- aldarsögur Norðurlanda og aðrar slíkar bókmenntir. Hann lifði sig inn í þessar bækur sem bam og undi hag sínum vel með þeim. Ungmennafélag Eyrarbakka stofnaði yngri deild 1921 fyrir böm á aldrinum 10—14 ára. Kennarar bamaskólans höfðu umsjón með henni. Eiríkur gerðist þar fljótlega félagi. Ekki hafði hann sig mikið í frammi í ræðumennsku, en skrifaði greinar í blað félagsins, sem Stjama nefndist og lesið var upp á fundum. Vöktu greinar hans verulega at- hygli. í janúar 1928, er Eiríkur var 16 ára, flutti hann á útbreiðslu- fundi Ungmennafélags Eyrarbakka langan fyrirlestur um Snorra Sturluson, sem þótti mjög snjall. Minnisstæðust er mér þó blaðaút- gáfa, sem við 5 félagar stóðum að á bamaskólaárum okkar á Eyrar- bakka 1923—’26. Blaðið var skírt veglegu nafni, handskrifað og lesið upp á fundum, sem við héldum ýmist á heimilum okkar eða í kofum hér og þar. Eiríkur var lengi lífíð og sálin í blaðaútgáfu þessari. Þar skrifaði hann m.a. ritdóma um höf- unda, sem voru að kveða sér hljóðs, eins og Halldór Laxness og bók hans Undir Helgahnjúk og Guð- mund Hagalín, sem á þeim áram frá sér bókin Veður öll válynd. Höfundum þessum spáði hann góð- um frama og vitnaði í ritdóma, sem birst höfðu um þá í blöðum. Áhugi Eiríks á sögu og bókmenntum kom snemma í ljós og töldum við félagar hans fullvíst að hann færi í nor- rænunám við háskólann. Okkur kom því á óvart er hann valdi guð- fræðina. Hann átti auðvelt með að gera vísur og birtust nokkrar þeirra í fyrmefndu blaði. Það mun hafa verið í janúar 1924 að mikil sjávar- flóð urðu á Eyrarbakka og ollu talsverðum skemmdum. Um atburð þennan birti Eiríkur svofellda vísu í blaðinu: Aldan reið með kalda kinn kastar hún sér á hauðrið inn, boðar neyð og bágindin, brýtur skarð á sjógarðinn. Ekki er mér kunnugt um að Eiríkur legði yrkingar fyrir sig, þótt hann hefði átt hægt með það. I umræddum drengjahóp var Leifur Haraldsson, sem síðar varð þjóð- kunnur hagyrðingur. Hann var þá rétt að byrja. Eftir ferminguna tók Aðalsteinn Sigmundsson skólastjóri Eirík upp á sína arma og kenndi honum und- ir gagnfræðapróf, sem hann tók utan skóla. Naut hann fleiri kenn- ara á Eyrarbakka í þeim efnum. Hann var því aðeins í efri bekkjum Menntaskólans í Reykjavík. Eiríkur mat þetta drengskaparbragð Aðal- steins mikið og lét fyrsta bam sitt, sem fætt er 1940, bera nafn hans. Þegar Eiríkur var 15 ára þýddi hann danska bók um upphaf skáta- hreyfingarinnar í Danmörku, sem heitir: Eg lofa... Aðalsteinn Sig- mundsson gaf bókina út 1927. Hann segir í formála að tilgangur- inn með útgáfunni sé tvíþættur: Að vekja athygli á skátahreyfíng- unni og styrkja þýðandann fjár- hagslega. Síðan segir Aðalsteinn um þýðandann: „Hann stundar gagnfræða- skólanám á eigin spýtur, heima fyrir, við fátækt og óvenju slæma aðstöðu á marga lund. En frá- leitt kann ég mann að sjá, ef ekki er ósvikinn efniviður í stráknum.“ Aðalsteinn reyndist sannspár fyr- ir 60 árum: Það var ósvikinn efniviður í stráknum. Það er líka rétt að allar aðstæður hans til náms vora slæmar. Hann var einkasonur einstæðrar móður — Hildar Guðmundsdóttur. Faðir hans — Eiríkur Magnússon, trésmiður frá Litlalandi í Olfusi — fór til Ameríku um það leyti sem Eiríkur fæddist og kom aldrei til íslands meir. Hildur bjó með for- eldram sínum á Eyrarbakka, þeim Guðmundi Guðmundssyni og Jónínu rnoH tBHiéfaiabriYdl jbuídI .taii Jónsdóttur, sem fram eftir ævi bjuggu í Biskupstungum og síðast á Iðu. Þaðan fluttu þau niður á Eyrarbakka rétt eftir aldamótin, ásamt 7 börnum sínum — 4 dætram og 3 sonum. Nokkra síðar varð Guðmundur blindur á féinum vik- um, aðeins 53 gamall og óvinnufær eftir það. Var þetta reiðarslag fyrir fjölskylduna. Börnin dreifðust og stofnuðu sín eigin heimili, en Hildur varð ein eftir. Vann hún löngum fjarri heimili sínu. Jónína móðir hennar vann öll störfin heima — jafnt inni sem úti — en hún var hinn mesti dugnaðarforkur til allra verka og skilað jafnan tvöföldu dagsverki. Þau höfðu lengi smá búskap og garðrækt, svo að í mörgu var að snúast. Þá var móðir hennar á heimilinu mjög við aldur og óvinnufær. Eiríkur var því raunveralega al- inn upp af móðurforeldram sínum við hinar erfíðustu aðstæður, eins og lýst er hér að framan. Hann leit jafnan á þau sem foreldra sína, enda þótt móðir hans sýndi honum jafnan hina fyllstu ástúð og um- hyggju. Mér er gömlu hjónin mjög minnisstæð. Þau létu baslið ekki smækka sig. Guðmundur sat á rúmi sínu steinblindur og sýslaði við tó- vinnu, þegar svo bar undir. Hann var skrafhreifínn, fróður og glað- sinna. Spjallaði við gesti og gangandi. Aldrei heyrðist hann kvarta yfír örlögum sínum. Bæði vora hjónin greind og vel metin af samtíðarfólki sínu. Kristján sonur þeirra var ætíð búsettur á Eyrar- bakka. Farsæll verkalýðsforingi og eftirminnilegur mannkostamaður. Hann var kunnur leikari, en sú náðargáfa hefur einkennt margt af þessu fólki og fór Eiríkur ekki var- hluta af því. Það leiddi af sjálfu sér að fátækt ríkti, þar sem húsbóndinn sat blind- ur á rúmi sínu í 25 ár, áður en nokkrar tryggingar vora lögleiddar á Islandi. En drengurinn hlaut ástúð hjá afa og ömmu, nam af þeim sögur, ljóð og ævintýri, þótt verald- argæðin væra af skomum skammti. Það reyndist honum gott veganesti út í lífíð. Eftir að Eiríkur fór á skóla í Reykjavík bjó hann hjá tveimur föðursystram sínum, sem reyndust honum með afbrigðum vel. Á sumr- in stundaði hann almenna vinnu, einkum í vegagerð. Á Eyrarbakka átti hann heimili sitt, þar til hann lauk embættis- prófí í guðfræði 1935 og gerðist kennari á Núpi í Dýrafírði. Hann hafði alltaf samband við æskustöðv- ar sínar, enda bjó móðir hans þar til æviloka. Þar kaus hann að leggj- ast til hvíldar eftir vegferð langa í sandinum milda, þar sem brimið kveður sitt þunga lag, ár og síð. Ég held að Eyrbekkingar hafí verið stoltir af honum og þakklátir fyrir þá ræktarsemi og tryggð, sem hann ávallt sýndi æskustöðvunum. Leiðir okkar Eiríks áttu eftir að liggja oftar saman á lífsleiðinni. Veturinn 1936—’37, er hann fór í framhaldsnám til Sviss, fékk hann mig til að hlaupa í skarðið fyrir sig á Núpi, en ég var þá nýkominn úr kennaraskólanum. Hafði ég mikla ánægju af því starfí. Á sambandsþingi UMFÍ 12. júní 1938 var Eiríkur kjörinn sambands- stjóri UMFÍ og því starfí gegndi hann til 1969 eða í 31 ár — við almennar vinsældir og traust. Mér finnst að í hugum margra hafí hann fram undir þetta verið einskonar samnefnari fyrir ungmennafélögin á íslandi. Með kjöri hans 1938 hófst 20 ára samvinna okkar innan stjórnar UMFÍ en ég hafði verið kjörinn þar ritari 1933. Margar og dýrmætar minningar á ég frá þessu samstarfi, eins og aðrir sem vora í stjóm UMFÍ á þessum áram. Okkur þótti hann sterkur forystumaður bæði inn á við og ekki síður út á við, þegar hann beitti því. Ræðu- sniíld hans setti svip á landsmótin og sambandsþingin. Risi ágreining- ur um einhver mál veittist honum létt að jafna hann með sínum að- ferðum og koma öllum í gott skap. Mér fannst hann einatt hlaða full- trúana orku og bjartsýni með ræðum sínum og baráttuvilja. Ungmennafélögin voru honum hugsjón. Þjóðemis- og sjálfstæðis- barátta þjóðarinnar fyrr og síðar, .líjðfi iio On •tD 'iBð tinoá saga hennar og menningararfleifð var rík í vitund hans og óþijótandi ræðuefni. Kjörorð ungmennafélag- anna, íslandi allt, átti hug hans allan. Hann lagði mikla áherslu á hið andlega ræktunarstarf í anda Grandtvigs og norrænu lýðháskól- anna. Niðurlagið í hinu fagra kvæði Guðmundar Guðmundssonar, Vor- menn íslands, vora sem töluð frá hjarta hans: Notið, vinir, vorsins stundir, veijið tíma og kröftum rétt, búið sólskært sumar undir sérhvem hug og gróðrarblett. Ungmennafélögin eiga sr. Eiríki mikið að þakka, enda löngu viður- kennt af öllum forastumönnum þeirra síðan. En það era margir aðrir sem hafa margt að þakka nú að leiðarlokum og munu gera það. Mér er nær að halda að allir þeir, sem með honum störfuðu og hann vann fyrir, telji sig eiga honum þakkir að gjalda. í 70 ára afmælis- hófi hans á Þingvöllum 22. júlí 1981 kom það skýrt í ljós frá ung- mennafélögunum, íþróttahreyfíng- unni, prestastéttinni, sóknarböm- um, Þingvallanefnd, ráðherram o.fl. Mikill áhugamaður um náttúru- vemd og lengi formaður Þingvalla- nefndar — Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra — skrifaði sr. Éiríki bréf, er hann lét af for- mennsku nefndarinnar. Mér fínnst bréf þetta trúverðugur samnefnari fyrir allt það, sem sagt er hér að framan. Hluti af bréfínu er birtur í endurminningum Eysteins, III. bindi, 1985. Þar segir m.a.: „Þar með er lokið samvinnu okkar um stjórn Þingvallamála. Mun ég ætíð minnast hennar með gleði og raunar fögnuði. Og ekki bara ég, heldur öll mín stóra fjöl- skylda, því við urðum öll með tölu heimagangar þjá ykkur með þeim hætti, sem aldrei gleymist. Þið Kristín eigi skilið þakkir al- þjóðar fyrir störf ykkar á Þingvöllum. Og kynni min og fjölskyldu minnar af ykkur og heimili ykkar og störfunum þar, munu ætíð verða meðal björtustu minninga okkar.“ Ég veit að þeir era margir sem nú taka undir þessi fögra og hlýju orð Eysteins Jónssonar, þegar leiðir skilja. Þeir era svo margir, sem notið hafa starfa sr. Eiríks og vin- áttu þeirra hjóna. Þó árin í lífi sr. Eiríks hafí verið orðin 75, fannst mér endilega að hann ætti einum kafla ólokið — fræðimennskunni. Þar hefði hann notið sín vel og haft til þess mikla hæfíleika. Hann komst aldrei til þess meðan sólin var hátt á lofti. Hann var alltaf önnum kafinn og raunar undravert, hvað hann komst yfír mörg verkefni samtímis, því áhugamálin vora mörg. Sr. Eiríkur var sterkur persónu- leiki í lífínu, sem margir löðuðust að og vildu eiga samleið með. Ég held hann verði ekki síður litríkur í minningu þeirrar kynslóðar, sem með honum hefur lifað og starfað. Ég kveð dýrmætan æskuvin og félaga með virðingu og þakklæti, en sárum söknuði. Ég votta Kristínu, bömunum níu og vanda- mönnum öllum, einlæga samúð mína og konu minnar. Hann var okkur báðum jafn kær. Deyr fé deyja frændr, deyr sjalfr it sama, en orfetírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Daníel Ágústinusson Á vetram þegar ég var lítil og var að væflast um á hlaðinu heima hjá mér í Mosfellsdalnum fór ég oft í þann leik að heimkenna alla þá bíla sem óku fram hjá. Það var nokkuð langdreginn leikur, bílarnir fáir sem áttu leið um Mosfellsheið- ina. Það var einn bíll sem ég gat aldrei fundið út hvaðan var, ljósblár Willis-jeppi og sat sat undir stýri dökkklæddur maður með barðastór- an hatt, alvarlegur á svip, með yfírbragð sem vakti forvitni mína. Svo var það að ég var send í sveit að bænum Úlfljótsvatni í Grímsnesi, en þar stendur kirkja neðan við bæinn. Ég vakna við það einn morg- uoHiínaiýHriM .<1 mvblnft un að bóndinn á bænum er að tala við mann fyrir neðan gluggann minn. Röddin í þessum manni var há og hvell, hann talaði hægt og svo fallegt mál og elskulegt að ég vissi ekki fyrr til en ég var komin út á hlað að hlusta og góna. í bak- sýn var blái Willis-jeppinn. Forvitni minni var svalað og ég gat rannsak- að þennan fína mann. Hann tók í höndina á mér og kreisti hana fast, horfði beint í augun á mér, þannig að mér fannst hann horfa langt innfyrir þau líka. Bóndinn kynnti mig fyrir séra Eiríki á Þingvöllum. Ég spurði: „Býrðu þá á Þingvalla- bænum?“ „Það er ekki til neitt sem heitir Þingvallabær, góða mín, bær- inn heitir Þingvellir," svaraði hann og hélt áfram að kreista á mér höndina. Seinna þegar ég var orðin menntaskólanemi með hippaveikina rankaði ég við mér dag einn: ég hafði ekkert lært; kunni ekkert. Nú var um tvennt að velja: Að gef- ast upp eða að ná á milli bekkja. Upp í hugann kom augnaráðið og handabandið í Grímsnesinu 10 áram áður og ég hringi í Eirík. Það símtal varð til þess að ég gat ekki slitið mig frá því heimili í mörg ár og get það varla enn. Sá sem kynnist heimili og hugsana- gangi eins og Eiríks og Kristínar konu hans, hann breytist. Annað er ekki hægt. Fyrir utan þá bestu kímnigáfu sem völ er á, var Eiríkur mikill mannþekkjari. En hann gerði sér aldrei mannamun. Gæfa hans var sú að hann fann aldrei neitt vont í neinum manni og talaði við alla sem jafningja. Þetta fann fólk og það leitaði til hans. Á dögum alls konar ráðgjafa eru það forréttindi að hafa kynnst presti sem bjó yfír jafnmikilli gæsku og Eiríkur; sem var sjálfsagður ráð- gjafi þeirra sem til hans þekktu, en vandaði aldrei um fyrir neinum. Þegar ég var búin að festa ráð mitt og eignast bam og hús, var ég ekki í rónni með þetta góss mitt fyrr en Eiríkur hafði lagt blessun sína yfir ráðahaginn; gift okkur héma í stofunni og skírt bamið. Nú er Eiríkur farinn og enginn eftir sem kann að kreista svona rétt hendur og hann gerði. Ég minnist Eiríks með söknuði og þakklæti fyrir altt. Ég samhryggist þér, elsku Kristín mín, og bömum ykkar öll- um. Duna Kveðja frá Prestafjelagi íslands Með síra Eiríki J. Eiríkssyni er fallinn frá mikill öndvegismaður íslenzkrar kristni og þjóðmenning- ar. Vitsmunir hans og lærdómur ásamt yfírburða þekkingu á sögu og arfí lands og þjóðar, skipaði honum í fylkingarbijóst þar sem hann fór og þegar við bættist sú gáfa hans, að hann var afar næmur á manneðlið og samtíð sína, gat það engum leynzt, sem með honum vora, að þar fór afburðamaður. Síra Eiríkur var kennimaður mik- ill; orðsnillingur og skörangur á stóli. Þar fór saman lærdómur og þekking og boðunin gegnsýrð þjóð- legri reynzlu. Því var hann alþýð- legur kennimaður í bezta máta og gagnaðist vel, þótt hann miðlaði af djúpri vizku og háleitum sannind- um. Síra Eiríkur var gleðimaður þótt ekki væri hann glaummaður. Hann var allra manna fyndnastur, þegar því var að skipta, og samræðulistin var honum svo töm, að þá var hann oft áhrifaríkastur, þótt fáir væra hans jafningjar af stólnum. Hjá honum fór enda saman mikil víðsýni og góðsemi, svo hann var þeim þarfur, sem hlýða kunnu og hafa vildu not hans. Þegar hann fann að, var það með þeim hætti gjört, að ekki sámaði, nje heldur var hægt að fyrtast við ábendingunum. Fyrir því var hann friðarmaður, án þess hann keypti friðinn við óijettvísi. Gæfumaður var síra Eiríkur, og átti þar ekki minnstan hlut að kona hans, Kristín Jónsdóttir. Þau vora hvort öðra samboðin, því Kristín iliciií goiiii > Ui 6tm ítöíafiun m9<i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.