Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 21

Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 21 Mál er að linni eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur „Hvað eru kennarar að kvarta — með 70—80 þús. kr. meðallaun á mánuði?" Er furða þótt fólk, sem ekki þekkir hér til mála, spyiji á þessa leið eftir allar þær tölur í himin- hæðum, sem fjölmiðlar hafa flagg- að framan í almenning að undanfomu um laun kennara? „Og víðar er svara vant og skýringa. Hvaða 250 menn eru það í kenn- arastétt, sem vinna fyrir 80-120 þús. kr. mánaðarlaunum, og fyrir hvaða vinnu eru þau greidd?“ lagi — skortur á kennurum, sem leiðir til þess, að óhæfílega margir kennslutímar umfram kennslu- skyldu hlaðast á kennara nauðuga viljuga. í þriðja lagi — kennarar freistast til að drýgja launin með því að seilast í ýmis aukastörf innan eða utan skólans, oft á yfirvinnu- taxta, þ.e. snöggtum betur launuð en kennslan sjálf. Meðallaunin fundin Þessi laglegu meðallaun fram- haldsskólakennarans, 70—80 þús. kr. á mánuði, eru svo fundin með því að steypa allri súpunni í einn pott og deila svo í, þegar búið er að blanda öllu vel saman: yfirvinnu og aukagetum, kvöldkennslu í öld- ungadeildum, launum rektora og skólameistara með allmiklu hærri laun en almennir kennarar — og öðru því, sem til fellur. En eftir stendur sú staðreynd, að ungi kennarinn, sem er að hefja kennslu — með sitt háskólapróf og kennsluréttindi og með hundruð þúsunda, ef ekki milljóna skulda- bagga á bakinu, fær innan við 35 þús. kr. í mánaðarlaun fyrir fulla kennsluskyldu (26 tíma á viku). Kennari með doktorsgráðu, sem kominn er í efsta þrep launastiga framhaldsskólakennara fær 52—53 þús. kr. Báðir fá svo þessir kennar- ar auðvitað jólaglaðninginn í desember, sem fyrr getur. Horfir til vandræða — Hvemig skyldi svo standa á því, að æ erfiðara reynist að fá fólk til kennslustarfa svo að horfir til vandræða, þrátt fyrir upplýsing- ar frá fjármálaráðuneyti um 70—80 þús. meðallaun framhaldsskóla- kennara — samkvæmt súpuregl- unni? Sigurlaug Bjarnadóttir Það tekur því ekki að endurtaka hér enn einu sinni þau rök og ábend- ingar, sem komið hafa fram á undanfömum ámm um að launa- svelti kennara stefni íslensku skóla- og menntakerfi í algert óefni. Hveijum heilvita manni hlýtur að vera ljóst, að það snertir ekki bara kenriarastéttina heldur fyrst og fremst æskufólkið okkar, sem skól- BÍLVELTA varð við Elliðavog, rétt inn við Skeiðarvog, laust fyrir 22.00 s.l. fimmtudagskvöld. Þrennt var flutt á slysadeild en meiðsl voru ekki talin alvarleg. Harður árekstur varð á Nýbýla- vegi við Dalbrekku um kl. 17.00 á fimmtudag og úr því óhappi var einnig þrennt flutt á slysadeild, þó ekki alvarlega slasað. Þá náðist ungur piltur á fimmtu- unum er ætlað að búa undir lífíð í nútímaþjóðfélagi, sem gerir æ strangari kröfur um menntun og þekkingu. Það er hörmulegt, að nemendur skuli hvað eftir annað þurfa að líða fyrir kjarabaráttu kennara sinna, sem virðist ganga bæði seint og illa að koma ríkisvald- inu í skilning um, hve mikið er hér í húfi. Verkfall kennara hefir nú staðið í hálfan mánuð og mál er að linni eigi að afstýra skipbroti fjölmargra nemenda á námsferli þeirra. Báðir samningaaðilar verða að gefa eftir, koma til móts hvor við annan af sanngirni og raunsæi. Kennarar verða að láta sér nægja gott skref fram á við, þó ekki náist fulll leið- rétting í þessari atrennu. Pjármála- valdið, viðsemjandi þeirra, verður fyrir sitt leyti að íáta af óbilgimi sinni og blekkingaleik með tölur. Samtöðu nemenda og skilning á kröfum kennara ber að þakka. Von- andi er nú stutt í, að þessu tauga- stríði ljúki og skólamir taki til starfa á ný af tvöföldum krafti. Höfundur er menntaskólakennari. dagskvöldi er hann var að skemma stöðumæli á Laugavegi, en að und- anförnu hafa hundruðir stöðumæla verið skemmdir, að sögn lögreglu. Nokkrir unglingar skemmtu sér jafnframt við það á fímmtudags- kvöldi að henda gijóthnullungum í rúðu á íbúðablokk í Vesturbergi í Breiðholti, með þeim afleiðingum að rúðan brotnaði. Lögreglan náði einnig til þeirra. Vissu ekki hvaðan áþástóð veðrið Kennara sjálfa rak í rogastans,' vissu ekki, hvaðan á þá stóð veðrið. Þeir áttuðu sig engan veginn á, hvemig þeim var svo óvænt skipað í hóp hálaunamanna í þjóðfélaginu. Það stangaðist hastarlega á við tölumar á launaseðlum hins al- menna kennara. En þessar tölur voru komnar frá sjálfu hinu háa fjármálaráðuneyti. Varla gat svo virðulegur málsaðili leyft sér að fara með fleiprur eitt. En til er sú list að nota tölur, þótt réttar séu, í blekkingarskyni einum í hag en öðrum í óhag. Þann- ig sló það margan kennaramn illa, þegar formaður samninganefndar ríkisins staðhæfði í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu, að meðallaun fram- haldsskólakennara í sl. desember hefðu verið 76 þús. kr. þann mánuð — og þann eina mánuð á árinu fá kennarar sem aðrir ríkisstarfsmenn sérstaka persónuuppbót og þar að auki greiðslu fyrir heimavinnu á liðinni kennsluönn. Sú greiðsla er nokkuð misjöfn eftir námsgreinum en gerir samt, ásamt persónuupp- bótinni í desember að sannkölluðum hátíðarmánuði. En jólin eru aðeins einu sinni á ári. Það veit samninga- nefndarformaðurinn sjálfsagt jafn vel og við hin, þótt honum hinsveg- ar láðist að gefa eðlilega skýringu á hinum vel útilátnu desemberlaun- um. Gífurleg yfirvinna — bitnar á kennslunni Og víðar er svara vant og skýr- inga. Hvaða 250 menn eru það í kennarastétt, sem vinna fyrir 80—120 þús. kr. mánaðarlaunum, og fyrir hvað vinnu eru þau greidd? Kennarar vita það fullvel, þótt al- menningi sé það ekki ljóst, að þar kemur til gífurleg yfirvinna við alls- konar störf önnur en kennslu, sem launuð eru af ríkinu, svo sem próf- dæmingarstörf, stjómun, töflugerð og ýmiss konar eftirlitsstörf. Enginn sá er nokkuð þekkir til kennslu fer heldur í grafgötur um, að þegar kennarar taka að sér allt að tvöfalda kennsluskyldu, þá kem- ur það fram í ófullnægjandi og — í versta falli — hörmulega van- ræktri kennslu. En hvers vegna þá öll þessi yfir- vinna með því óhæfílega álagi, sem henni fylgir? Á því era auðvitað ýmsar skýringar: 1 fyrsta lagi óviðunandi laun fyr- ir eðlilega dagvinnukennslu. I öðra Sex manns flutt á slysadeild - eftir bílveltu og árekstur NIS5AN SUNNY Sannkallað listaverk 1957-1987>)i NISSAN SUNNY Bíl ársins 1987 Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14-17 Tónsnillingurinn Jónas Þórir leikur ýmis Eurovision lög fyrri ára og íslenska verðlaunalagið 1987 „Hægt og hljótt". Jónas Þórir Dagbjartsson fiðluleikari kemur í kaffiheim- sókn á sunnudaginn og þeir feðgar taka lagið. Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn / Raudogerði, simi 33560.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.