Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 53 Menningarfjandskapur Hrafns og Davíðs Oddssonar eftir Hilmar Jónsson Hrafn Gunnlaugsson hefur skrif- að lélega grein um frelsi og fjöl- miðla stílaða á Eið Guðnason alþingismann. Mig langar til að gera athugasemdir við hana. í sumar sat ég í veislu til borðs með amerískri konu. Hún spurði mig upp úr þurru: Hvað margir eru ólæsir í landi þínu? Ég hváði við og taldi þá fáa. Hún spurði: Veistu hvað margir eru ólæsir í Banda- ríkjunum. Ég treysti mér ekki til að svara því. Þá, sagði hún, ætla ég að láta þig vita, að þeir skipta milljónum. Hvemig má það vera í helsta landi íjölmiðlunar og háskóla- menntunar? Eru þetta ekki atvinnu- leysingjar mestan part? Vafalítið er meiri hlutinn meðal lágstéttanna, svaraði konan, en staðreynd er að ólæsa einstaklinga er líka að finna meðal háskólastúd- enta. Þetta eru athyglisverðar fullyrðingar, sem því miður byggj- ast á staðreyndum. Fijáls fjölmiðl- un, þar sem gróðasjónarmið eingöngu hafa ráðið ferðinni hafa ekki skapað menningu heldur þvert á móti lágkúru og ólæsi. Frelsi í fjölmiðlum er vandmeð- farið. Ríkisútvarpið hefur í áraraðir haft þátt, sem nefnist Um daginn og veginn og hefur hann notið óskiptrar athygli. Þar eru á dag- skrá dægurmál jafnt sem viðkvæm pólitísk deilumál. Mörg dagblöðin hafa breytt um svip og leyfa nú birtingu skoðana sem ganga þvert á yfirlýsta stefnu eigendanna. En ríkissjónvarpið og hið nýja sjónvarp, Stöð 2, hafa ekki orðið samferða þessari þróun. Þar ríkir ritskoðun og þröng kunningjasjónarmið: Dæmi: í tilefni af ári heilbrigðis og bindindis 1986 fór ég þess á leit við fréttastjóra sjónvarpsins að sá fjölmiðill hefði viðtal við læknana Tómas Helgason, Jóhannes Berg- sveinsson, Guðstein Þengilsson og Ólaf Ólafsson landlækni. Frétta- stjórinn svaraði um hæl: Nei. Ég spurði: Er þetta framlag sjónvarps- ins til árs heilbrigðis og bindindis? Fréttastjórinn svaraði: Við erum alltaf að ræða þessi mál. A morgun verða menn frá SÁÁ hjá okkur. Ég: Eru þeir á föstum samningi hjá ykkur? Fréttastjórinn: Nei, nei, sjón- varpið er opið fyrir alla. Ég: Ég hefi orðið var við það. Þegar bindindismenn héldu alþjóð- legt þing í Reykjavík 1984 og fóru kröfugöngu um götur Reykjavíkur neitaði sjónvarpið að taka myndir. Þegar stúkumenn skoruðu á bjórer- indreka í kappræður í sjónvarpi svaraði útvarpsráð þeirri málaleitan með skætingi. Þegar við sendum frá okkur ávarp um ár heilbrigðis og bindindis var það að sjálfsögðu ekki lesið í sjónvarpi. Jafnvel bind- indismóti um verslunarmannahelg- ina má helst ekki segja frá eða mynda. Fréttastjórinn: Þið eruð nú lands- frægir nöldrarar. Eg: Má ég segja það mína skoð- un að eitt vel heppnað bindindismót sé þýðingarmeira fyrir þjóðina en meðferðarstofnanir. Fréttastjórinn: Þú ert nú einn um þá skoðun. Ég: Ein setning um almætti meðferðarstofnana. Á mjög fjöl- mennum fundi Landssambandsins gegn áfengisbölinu nú fyrir skemmstu svaraði Tómas Helgason spumingu um hvort meðferðar- stofnanir hefðu ekki haft áhrif á áfengisneysluna í landinu. Svar Tómasar var, og hann tvítók svar- ið: Ég veit það ekki. Fréttastjórinn: Hann hefur ekk- ert vit á þessu, blessaður maðurinn. Ég: Auðvitað hafa allir rétt á að hafa sínar persónulegu skoðanir. En maður sem gegnir þeirri ábyrgð- arstöðu að vera fréttastjóri áhrifa- mesta fjölmiðils landsins getur I hvorki né má tala eins og götustrák- ur. Þegar hér var komið sögu ákváðum við Ingvi Hrafn að slíta okkar tali í fullri vinsemd. Hér speglast viðhorf sjónvarpsins til áfengismála. Mjög svipað er hægt að segja um Hrafn Gunnlaugsson. Hann er fyrst og fremst fulltrúi lágkúru og sölumennsku fyrir sjálf- an sig og sína vildarvini. Eftir að Hrafn Gunnlaugsson tók við áhrifa- stöðu hjá sjónvarpinu hefur sá íjölmiðill aðallega talað við popp- listamenn, aðrir listamenn og aðrir þjóðfélagshópar hafa verið settir út í horn. í stað þess að lyfta und- ir íslenska list hefur verið lagt út í ævintýri eins og dægurlagakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Dæmi um Stöð 2: Áhrifamaður á Stöð 2, Jón Óttar Ragnarsson, tók upp á því að gefa einkunnir fyrir bækur og leikrit. í vetur hafa „Eftir að Hrafn Gunn- laugsson tók við áhrifa- stöðu hjá sjónvarpinu hefur sá fjölmiðill aðal- lega talað við popp- listamenn, aðrir listamenn og aðrir þjóð- félagshópar hafa verið settir út í horn.“ verið á boðstólum margar leiksýn- ingar. Ein þeirra ber af hvað varðar efni og raunar flutning líka. Þar er fjallað um örlög einmana manns, sem engum hlýddi nema eigin sam- visku. Þessarar leiksýningar hefí ég ekki séð getið á Stöð 2 né getið í einkunnatöflu Jóns Óttars. Þetta Hilmar Jónsson er leikrit Guðrúnar Ásmundsdóttur um danska prestinn og skáldið Kaj Munk. Það er athyglisvert að þrátt fyrir þtjú atvinnuleikhús er Kaj Munk-sýninguna ekki að fínna þar. Skyldi vera að .einmana rödd sann- leikans ætti þar fáa talsmenn? Sem kunnugt er fékk Hrafn Gunnlaugsson nokkra málaliða úr Alþýðubandalaginu til að kjósa Davíð Oddsson í síðustu' borgar- stjómarkosningum í Reykjavík. Þann stuðning hafa þeir kumpánar vissulega endurgoldið: Hrafn með sýningum og verkefnum í sjónvarpi og Davíð með fjáraustri úr borgar- sjóði. En Davíð hefur fundið sig knúinn til meiri velvildar í garð sinna rósrauðu félaga. Nýlega gekk hann í Rithöfundasamband rauðliða undir stjóm Sigurðar Pálssonar. Og það virðist ekki hafa skaðað þá Sigurð og félaga. Við síðustu út- hlutun úr launasjóði rithöfunda voru frjálsir rithöfundar, fyrrum félagar Davíðs, fullkomlega hunds- aðir. Lengi lifí frelsið og fijáls fjölmiðlun. Höfundur er bóka vörður í Kefla vík og stórtemplari. Ef þú flýgur til Suður-Anieríku í viðskiptaerindum, er gott að vita að KLM flýgur til 17 borga í þeim heimshluta. Þar á meðal eru Rio de Janeiro, Buenos Aires, Santiago og Caracas. Allt í beinu flugi frá Schiphol flugvelli í Amsterdam. Schiphol er vinsælasti tengiflugvöllur í heimi, enda er þar allt undir einu þaki svo það er einstaklega flj.ótlegt og auðvelt að skipta um vél. Ef þú til dæmis ferð með Arnarflugi frá Keflavík á mánu- dagsmorgni ertu kominn á Schiphol á hádegi. Þá er nógur tími til að ná í breiðþotu KLM til Rio de Janeiro kl. 13.05. í bakaleiðinni ættir þú að gefa þér aðeins méiri tíma, svo þú getir skoðað eitthvað af þeim 50.000 vörutegundum sem fríhöfnin á Schiphol býður uppá. Hvert sem þú ert að fara, fljúgðu þá um Schiphol í Amsterdam, vinsælasta tengivöll í heimi, og taktu tengiflug KLM til einhverrar af þeim 127 borgum í 76 löndum, sem við fljúgum til. Nánari upplýsingar hjá Arnarflugi ferðaskrifstofunum. síma 84477 og hjá Áætlun ARNARFLUGS til Amsterdam Brottför Kcflavík l.cnding Amsterdam Brottför Amsterdam Lcnding Kcflavík Máiiudaga 08:00 12:05 12:55 17:05 Þriðjudaga 08:00 12:05 18:00 20:15 Fiinmtudaga 08:00 12:05 12:55 17:05 Föstudaga 08:00 12:05 18:00 20:15 Laugardaga 08:00 12:05 18:00 20:15 Traust KLM Royal Dutch Airlines
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.