Morgunblaðið - 28.03.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987
53
Menningarfjandskapur
Hrafns og Davíðs Oddssonar
eftir Hilmar Jónsson
Hrafn Gunnlaugsson hefur skrif-
að lélega grein um frelsi og fjöl-
miðla stílaða á Eið Guðnason
alþingismann. Mig langar til að
gera athugasemdir við hana.
í sumar sat ég í veislu til borðs
með amerískri konu. Hún spurði
mig upp úr þurru: Hvað margir eru
ólæsir í landi þínu? Ég hváði við
og taldi þá fáa. Hún spurði: Veistu
hvað margir eru ólæsir í Banda-
ríkjunum. Ég treysti mér ekki til
að svara því. Þá, sagði hún, ætla
ég að láta þig vita, að þeir skipta
milljónum.
Hvemig má það vera í helsta
landi íjölmiðlunar og háskóla-
menntunar? Eru þetta ekki atvinnu-
leysingjar mestan part?
Vafalítið er meiri hlutinn meðal
lágstéttanna, svaraði konan, en
staðreynd er að ólæsa einstaklinga
er líka að finna meðal háskólastúd-
enta. Þetta eru athyglisverðar
fullyrðingar, sem því miður byggj-
ast á staðreyndum. Fijáls fjölmiðl-
un, þar sem gróðasjónarmið
eingöngu hafa ráðið ferðinni hafa
ekki skapað menningu heldur þvert
á móti lágkúru og ólæsi.
Frelsi í fjölmiðlum er vandmeð-
farið. Ríkisútvarpið hefur í áraraðir
haft þátt, sem nefnist Um daginn
og veginn og hefur hann notið
óskiptrar athygli. Þar eru á dag-
skrá dægurmál jafnt sem viðkvæm
pólitísk deilumál. Mörg dagblöðin
hafa breytt um svip og leyfa nú
birtingu skoðana sem ganga þvert
á yfirlýsta stefnu eigendanna. En
ríkissjónvarpið og hið nýja sjónvarp,
Stöð 2, hafa ekki orðið samferða
þessari þróun. Þar ríkir ritskoðun
og þröng kunningjasjónarmið:
Dæmi: í tilefni af ári heilbrigðis og
bindindis 1986 fór ég þess á leit
við fréttastjóra sjónvarpsins að sá
fjölmiðill hefði viðtal við læknana
Tómas Helgason, Jóhannes Berg-
sveinsson, Guðstein Þengilsson og
Ólaf Ólafsson landlækni. Frétta-
stjórinn svaraði um hæl: Nei. Ég
spurði: Er þetta framlag sjónvarps-
ins til árs heilbrigðis og bindindis?
Fréttastjórinn svaraði: Við erum
alltaf að ræða þessi mál. A morgun
verða menn frá SÁÁ hjá okkur.
Ég: Eru þeir á föstum samningi
hjá ykkur?
Fréttastjórinn: Nei, nei, sjón-
varpið er opið fyrir alla.
Ég: Ég hefi orðið var við það.
Þegar bindindismenn héldu alþjóð-
legt þing í Reykjavík 1984 og fóru
kröfugöngu um götur Reykjavíkur
neitaði sjónvarpið að taka myndir.
Þegar stúkumenn skoruðu á bjórer-
indreka í kappræður í sjónvarpi
svaraði útvarpsráð þeirri málaleitan
með skætingi. Þegar við sendum
frá okkur ávarp um ár heilbrigðis
og bindindis var það að sjálfsögðu
ekki lesið í sjónvarpi. Jafnvel bind-
indismóti um verslunarmannahelg-
ina má helst ekki segja frá eða
mynda.
Fréttastjórinn: Þið eruð nú lands-
frægir nöldrarar.
Eg: Má ég segja það mína skoð-
un að eitt vel heppnað bindindismót
sé þýðingarmeira fyrir þjóðina en
meðferðarstofnanir.
Fréttastjórinn: Þú ert nú einn um
þá skoðun.
Ég: Ein setning um almætti
meðferðarstofnana. Á mjög fjöl-
mennum fundi Landssambandsins
gegn áfengisbölinu nú fyrir
skemmstu svaraði Tómas Helgason
spumingu um hvort meðferðar-
stofnanir hefðu ekki haft áhrif á
áfengisneysluna í landinu. Svar
Tómasar var, og hann tvítók svar-
ið: Ég veit það ekki.
Fréttastjórinn: Hann hefur ekk-
ert vit á þessu, blessaður maðurinn.
Ég: Auðvitað hafa allir rétt á að
hafa sínar persónulegu skoðanir.
En maður sem gegnir þeirri ábyrgð-
arstöðu að vera fréttastjóri áhrifa-
mesta fjölmiðils landsins getur
I hvorki né má tala eins og götustrák-
ur. Þegar hér var komið sögu
ákváðum við Ingvi Hrafn að slíta
okkar tali í fullri vinsemd. Hér
speglast viðhorf sjónvarpsins til
áfengismála. Mjög svipað er hægt
að segja um Hrafn Gunnlaugsson.
Hann er fyrst og fremst fulltrúi
lágkúru og sölumennsku fyrir sjálf-
an sig og sína vildarvini. Eftir að
Hrafn Gunnlaugsson tók við áhrifa-
stöðu hjá sjónvarpinu hefur sá
íjölmiðill aðallega talað við popp-
listamenn, aðrir listamenn og aðrir
þjóðfélagshópar hafa verið settir
út í horn. í stað þess að lyfta und-
ir íslenska list hefur verið lagt út
í ævintýri eins og dægurlagakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva.
Dæmi um Stöð 2: Áhrifamaður
á Stöð 2, Jón Óttar Ragnarsson,
tók upp á því að gefa einkunnir
fyrir bækur og leikrit. í vetur hafa
„Eftir að Hrafn Gunn-
laugsson tók við áhrifa-
stöðu hjá sjónvarpinu
hefur sá fjölmiðill aðal-
lega talað við popp-
listamenn, aðrir
listamenn og aðrir þjóð-
félagshópar hafa verið
settir út í horn.“
verið á boðstólum margar leiksýn-
ingar. Ein þeirra ber af hvað varðar
efni og raunar flutning líka. Þar
er fjallað um örlög einmana manns,
sem engum hlýddi nema eigin sam-
visku. Þessarar leiksýningar hefí
ég ekki séð getið á Stöð 2 né getið
í einkunnatöflu Jóns Óttars. Þetta
Hilmar Jónsson
er leikrit Guðrúnar Ásmundsdóttur
um danska prestinn og skáldið Kaj
Munk. Það er athyglisvert að þrátt
fyrir þtjú atvinnuleikhús er Kaj
Munk-sýninguna ekki að fínna þar.
Skyldi vera að .einmana rödd sann-
leikans ætti þar fáa talsmenn?
Sem kunnugt er fékk Hrafn
Gunnlaugsson nokkra málaliða úr
Alþýðubandalaginu til að kjósa
Davíð Oddsson í síðustu' borgar-
stjómarkosningum í Reykjavík.
Þann stuðning hafa þeir kumpánar
vissulega endurgoldið: Hrafn með
sýningum og verkefnum í sjónvarpi
og Davíð með fjáraustri úr borgar-
sjóði. En Davíð hefur fundið sig
knúinn til meiri velvildar í garð
sinna rósrauðu félaga. Nýlega gekk
hann í Rithöfundasamband rauðliða
undir stjóm Sigurðar Pálssonar.
Og það virðist ekki hafa skaðað þá
Sigurð og félaga. Við síðustu út-
hlutun úr launasjóði rithöfunda
voru frjálsir rithöfundar, fyrrum
félagar Davíðs, fullkomlega hunds-
aðir. Lengi lifí frelsið og fijáls
fjölmiðlun.
Höfundur er bóka vörður í
Kefla vík og stórtemplari.
Ef þú flýgur til Suður-Anieríku í viðskiptaerindum, er
gott að vita að KLM flýgur til 17 borga í þeim heimshluta.
Þar á meðal eru Rio de Janeiro, Buenos Aires, Santiago og
Caracas. Allt í beinu flugi frá Schiphol flugvelli í Amsterdam.
Schiphol er vinsælasti tengiflugvöllur í heimi, enda er
þar allt undir einu þaki svo það er einstaklega flj.ótlegt og
auðvelt að skipta um vél.
Ef þú til dæmis ferð með Arnarflugi frá Keflavík á mánu-
dagsmorgni ertu kominn á Schiphol á hádegi. Þá er nógur
tími til að ná í breiðþotu KLM til Rio de Janeiro kl. 13.05.
í bakaleiðinni ættir þú að gefa þér aðeins méiri tíma, svo
þú getir skoðað eitthvað af þeim 50.000 vörutegundum sem
fríhöfnin á Schiphol býður uppá.
Hvert sem þú ert að fara, fljúgðu þá um Schiphol í
Amsterdam, vinsælasta tengivöll í heimi, og taktu tengiflug
KLM til einhverrar af þeim 127 borgum í 76 löndum, sem við
fljúgum til.
Nánari upplýsingar hjá Arnarflugi
ferðaskrifstofunum.
síma 84477 og hjá
Áætlun ARNARFLUGS til Amsterdam
Brottför Kcflavík l.cnding Amsterdam Brottför Amsterdam Lcnding Kcflavík
Máiiudaga 08:00 12:05 12:55 17:05
Þriðjudaga 08:00 12:05 18:00 20:15
Fiinmtudaga 08:00 12:05 12:55 17:05
Föstudaga 08:00 12:05 18:00 20:15
Laugardaga 08:00 12:05 18:00 20:15
Traust
KLM
Royal Dutch Airlines