Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 70

Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 HSV og Bayern í dag • Scott Mackie frá Skotlandi verður meðal keppenda á fimleikamót- inu í Höllinni um helgina. Frá ióhannl Inga Gunnaraaynl I Veatur-Þýakalandl. LEIKUR tveggja efstu liða 1. deildarinnar í knattspyrnu hór í Þýskalandi verður aðal leikur helgarinnar. Það eru Bayern MUnchen og Hamburger Sport Verein sem leika f Hamborg og eru menn á einu máli um að þar verði hart barist. Bayern hefur ekki tapað leik á útivelli það sem af er keppnistíma- bilinu og HSV hefur ekki enn tapað leik heima og ef bæði liðin eru Golf- námskeið Á mánudaginn hefjast ný byrj- endanámskeið f golfi hjá John Drummond golfkennara og verð- ur kennslan í golfskóla hans að Tangarhöfða. Drummond mun kenna fólki að meðhöndla kylfurnar og kúnstina við að koma boltanum í holuna í sem fæstum höggum. Hægt er einnig að fá einkatíma og notast hann þá meðal annars við mynd- band þannig fólk getur séð sjálft sig leika golf. Þeir sem hug hafa á að rifja upp sveifiuna eða að læra hana í fyrsta sinn geta haft samband við golf- skólann en síminn þar er 689183. íþróttir helgarinnar: Mikið fimleikamót í Laugardalshöll FIMLEIKAFÓLK okkar stendur í ströngu nú um helgina því f Laug- ardalshöllinni verður haldið mikið mót þar sem fimlefkafólk frá átta þjóðum, auk íslands, reyna með sér. Mótið hefst í dag og verður fram haidið á morgun. Margir þekktir fimleikamenn verða með í mótinu en erlendir keppendur er 53 og er þetta stærsti hópur erlendra fimleika- manna sem hingað hefur komið. Noröurlandameistari unglinga, Stefan Eiriksson frá Svíþjóð, verð- ur meðal keppenda og einnig ung og bráðefnileg sænsk stúlka að nafni Jessika Lundgreen. Frá Sviss og Belgíu koma mjög sterkir piltar og stúlkur koma frá Luxemborg og frlandi en frá Nor- egi, Grikklandi og Skotlandi koma fullskipuð lið. íslenska liðið er þannig skipað: Guðjón Guðmundsson, Jóhannes Niels Sigurðsson, Axel Bragason, Linda Steinunn Pétursdóttir, Fjóla Ólafsdóttir og Eva Úlla Hilmars- dóttir. Talsvert er um meiðsli hjá okkar sterkustu stúlkum og geta þær því ekki veriö með en ekki er að efa að þær sem taka stööur þeirra standa sig vel. Körfubolti Keflvíkingar taka á móti Vals- mönnum í Keflavík í dag klukkan 16 og er þetta þriðji leikur liðanna um réttinn til að leika við Njarðvík- inga í úrslitum íslandsmótsins. Valur vann síðast í Keflavík en Keflvíkingar síðan í Seljaskóla og voru báðir leikirnir þrælskemmti- legir og spennandi og verður svo eflaust einnig í dag. Handbolti Nú er lítið eftir orðið af íslandsmót- inu í handbolta. Haukar leika viö KA fyrir norðan í dag klukkan 13.30 og er það mikilvægur leikur fyrir Hauka sem enn eiga mörugleika á að halda sér í deildinni. Á morgun leika Fram og Víkingur í Höllinni klukkan 20.15 og Ármann leikur síðan við FH strax á eftir. Á undan þessum leikjum, eða klukkan 19, leika Fram og Víkingur í 1. deild kvenna. í dag eru tveir leikir í 1. deild kvenna. Stjarnan og Valur leika í Digranesi klukkan 16.30 og í Eyjum leika ÍBV og FH klukkan 13.30. Fótbolti Einn leikur verður í Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu á morgun. KR og Leiknir leika og hefst leikur- inn klukkan 20.30 á gervigrasvell- inum í Laugardal. Keila Landsliðið okkar í keilu verður með sýningu í keilusalnum í Frjálsar íþróttir: Heimsmet ógilt EAMONN Cochlan, írlandi, setti heimsmet f 1500 m hlaupi innan- húss 1981, en það var tekið af honum f gær vegna ónákvæmni við tfmatöku og Jose Luis Gonzal- es, Spáni, var skráður heimsmet- hafi f greininni. Fyrir rúmum sex árum hljóp Cochlan míluna á 3.50,60, en tími hans eftir 1500 m vartekinn á einni klukkunni og reyndist vera 3.35,6. Met, sett fyrir síðustu áramót, hafa verið í endurskoðun og í ijós kom að tími Cochlans var aðeins mældur á einni klukku, en þrjár þarf til að met fáist staðfest. Gonzales hljóp á 3.36,03 í fyrra og fékk þann tíma staðfestan sem heimsmet í gær. Öskjuhlíð í dag og hefst hún klukk- an 14.30. Hver veit nema landslið- ið kenni fólki líka kúnstina með hvítu keilurnar og stóru kúluna auk þess aðs sýna. staðráðin í að viðhalda þessu ætti að geta oröið fjör. Hvorugt þarf þó að missa met sín því ef jafn- tefli verður breytist ekkert. Víst er um að hart verður barist á miðj- unni því þar liggur styrkur beggja. Uerdingen leikur á útivelli gegn Dortmund og verður það erfiður leikur fyrir okkar menn því Dort- mund eru erfiðir heim að sækja. Atli mun vera í byrjunarliðinu og Lárus er á bekknum og fær því ef til vill tækifæri til að sýna forráða- mönnum liðsins að hann ertilbúinn í slaginn. Dormund á sjö leikmenn í lands- liðum sem leikið hafa í vikunni og hafa þeir ekkert getað æft með liðinu fyrir þennan leik. Stuttgart sækir Schalke heim og er það mikilvægur leikur fyrir Ásgeir og félaga. Gengi Schalke fer mikið eftir því hvernig Thon Roch með berkla MARKVÖRÐUR Grosswallstadt, Sigfried Roch, kom heim til sín af æfingu í fyrradag og var eitt- hvað slappur. Hann ákvað að fara til læknis og eftir skoðun var honum tjáð að hann væri með berkla. Hinn 27 ára gamli markvörður hafði aldrei fundið fyrir neinu óeðli- legu fyrr en þarna og hafa bæði forráðamenn félagsins og lands- liðsins brugðist harkalega við. Leikmenn verða allir sendir í rann- sóknir vegna þessa því talsverð hætta er talin á smitun. Roch hefur leikið 36 landsleiki fyrir Vestur-Þýskaland og fimm sinnum hefur hann orðið meistari þar í landi og þrívegis Evrópu- meistari. Morgunblaðiö/Sigurður Jónsson • Gunnar B. Guðmundsson kaupmaður og Stefán Garðarsson form- aður knattspyrnudeildarinnar innsigla samninginn með handabandi. Með þeim á myndinni eru knattspyrnumennirnir Páll Guðmundsson, Hilmar Hólmgeirsson og Þórarinn Ingólfsson. Selfossllðlð í nýjum búnlngum Selfoui. SELFOSSLIÐIÐ í knattspyrnu mun klæðast nýjum búnlngum næsta keppnistfmabil. Knatt- spyrnudeildin gerði tveggja ára auglýsingasamning við verslun- ina Hornið á Selfossi um auglýs- ingar á búningana. Aðalbúningurinn er vínrauður með hvítum röndum á öxlum og varabúningurinn hvítur með vínrauðum röndum á öxlum. Bún- ingarmr Henson. eru framleiddir hjá Sig.Jóns. gengur en hann er þeirra aðalmað- ur. Klinsmann sagði í gær að leikmenn Stuttgart ættu góðar minningar frá Schalke frá því í fyrra og ætluðu að halda þeim við. Lið Stuttgart hefur ekki leikið fallega knattspyrnu að undanförnu en engu að síður mjög árang- ursríka. Steinar gerði 6 Frá Bjama Jóhannssyni f Noregi. STEINAR Birgisson varð marka- hæstur í liði Kristjansand þegar þeir unnu Stavanger í öðrum leik undnaúrslitanna um norska meistaratitilinn í handknattleik á fimmtudaginn. Steinar skoraði sex mörk í leikn- um sem Kristjansand vann 21:16 og því þurfa liðin að leika þriðja sinni um helgina til að fá úr því skorið hvort þeirra leikur úrslita- leikinn. í hinum undanúrslitaleiknum áttust við Urædd og Bækkelaget og sigraði það síðar nefnda með 30 mörkum gegn 28 og leika liðinn þriöja leikinn um helgina um sæti í úrslitum. Jón japanskt met JÓN Páll Sigmarsson, handhafi titilsins „sterkasti maður heims“ skaut sterkustu mönnum Japans ref fyrir rass þegar hann sigraði í borðburði, hefðbundinni jap- anskri íþrótt um aldaraðir. Jón Páll bar borð með rísköku sem vóg 236 kíló eina 30 metra, en næstur honum kom hollending- urinn Abe Woiders, sem komst 10 metra og þriðji var bretinn Geoff Capes. Þeir þrír tóku í vikunni þátt í aflraunamóti í Jap- an, þar sem heimamenn tefldu fram sínum sterkustu köppum og buðu sterkustu mönnum vest- urlanda til keppni. Borðburðurinn dugði þó Jóni Páli ekki til sigurs í mótinu, sem nú var haldið í fyrsta sinn á vegum Fuji fyrirtækisins. Sigurvegarinn var Geoff Capes, en hann var en- fremur fenginn af Japönunum til að skipuleggja mótið og ráðleggja um keppnisgreinar. Var m.a. keppt í kasti með þunga hluti, bílveltum og grein þar sem tveir menn ýta hver á annan með digrum bambus- bol. Kom frammistaða Jóns Páls á óvart í þeirri grein, þar sem líkams- þyngdin skiptir miklu máli og Jón Páll var með léttustu keppendum. Hann vegur 120 kíló, eða um 50 kílóum minna en þeir þyngstu. Þyngd hans og líkamsstærð kom hins vegar að góðum notum í fyrr- nefndum borðburði, þar sem Jón Páll átti í litlum erfíðleikum með að ná góðu taki. Segir sagan að Japanir hafi þar með misst lands- metið í þessari aldagömlu íþrótta- grein í hendur íslendingsins. Mótið stóð yfir í tvo daga, þann fyrri rétt fyrir utan Tókíó og þann síðari þar í borginni. Ráðgera Jap- anir að halda samskonar mót árlega héðan í frá, jafnvel oftar á ári en einu sinni. Jón Páll er væntanlegur heim í næstu viku, en hann er þessa dagana að undirbúa sig fyrir Há- landaleikana í Skotlandi, sem heíjast í maí. Meistaramótið nálgast MEISTARAMÓT íslands f bad- greinum karla og kvenna, ef næg minton verður haldið í Laugar- þátttaka verður, en þátttökutil- dalshöll 4.-5. apríl. keppt verður kynningar skulu berast BSÍ fyrir f meistaraflokki, a-flokki, öðlinga- þriðjudaginn 31. mars. flokki og æðsta flokki f öllum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.