Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 54

Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 ©1967 Untvf—I Pfwa Syndkaf „ Fylgdu ba.ru effir bláu llnunn'i pUr tit þu -Pínnur bygyirvjask:ýrt*unib pitt. Nú hlýtur að vera komið að mér? Með morgunkaffimi AHtaf svo gaman að fara á kreik og skoða lífið i kringum sig? HÖGNI HREKKVÍSI Um áróðursherferð tryggingarfélaganna Til Velvakanda. Bifreiðareigandi skrifar: Hún var meira en tímabær hug- vekja Víkverja í Mbl. sunnudaginn 3. þ.m. um áróðursherferð trygg- ingafélaganna, sem þau hófu fyrir áramótin. Þessi „áróðursherferð" tryggingafélaganna hefur sem sé dottið upp fyrir að mestu. Maður gæti ætlað, að áróðurs- herferðin hjá þeim hafí verið skipulögð með það fyrir augum að réttlæta hina gífurlegu hækkun iðgjalda bifreiðatrygginga, sem dundi yfir nú hinn 1. mars sl. Það hefur nefnilega verið árviss atburður, að deilur hafa risið vegna hækkaðra iðgjalda ár hvert og tryggingafélögin átt í vök að vetj- ast fyrir gagnrýni almennings og FIB. Nú bar svo við hins vegar, að engin eða mjög dauf mótmæli voru höfð í frammi. Ekki er það þó vegna þess, að fólki hafi ekki blöskrað hækkanir þær sem tryggingafélögin til- kynntu, heldur vegna þess, að það er borin von að mótmæli af slíku tagi beri einhvem árangur. Tryggingafélögin hafa hins veg- ar viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og byijuðu áróður sinn fyrir „auk- inni umferðarmenningu" með góðum fyrirvara og héldu honum, þar til hækkanir höfðu verið til- kynntar. Þá datt allt niður. Bifreiðaeigendur eru í raun und- ir smásjá stóra bróður, trygginga- félags síns, og sá sem lætur í ljós vanþóknun á þessum ofurgjöldum á tryggingum er ekki vel séður á eftir. Tryggingafélögin státa svo af því, að þau „bjóði" viðskiptavinum góð greiðslukjör, þeir geti fengið að skipta greiðslum í tvennt eða jafnvel þrennt, svo að trygginga- takar taka fremur þann kostinn að þegja. Þeir eiga ekki í nein hús að venda með sínar tryggingar, nema til næsta félags, sem býður ná- kvæmlega sömu kjör og öll önnur! Raunar eru flestir þjónustuaðilar í landinu með þessa taktik, að sam- ræma verð á þjónustu sinni, svo að enginn sker sig úr lengur. Er þetta þá öll frjálsa samkeppnin? — Hvernig verka nú aftur þessi lög um óréttmæta viðskiptahætti, sem svo mikið var látið af og áttu að leiðrétta allt óréttlæti, sem almenn- ingur sætir í viðskiptum hér á landi? Það er orðið algengt og raunar regla að sjá tilkynningar áberandi fyrir viðskiptavini sem þurfa á þjónustu að halda, að hér sé svo- kallað „minnsta gjald“ fyrir þetta eða hitt. Jafnvel skósmiðurinn hef- ur tekið þetta upp, og svo er um flesta aðila í þjónustugreinum. Auðvitað er það svo, að hinn almenni neytandi á fárra kosta völ í þjónustu hérlendis, því hinarýmsu greinar hafa tekið saman höndum um að samræma gjöld sín svo kyrfí- lega, að það hefur enga þýðingu lengur að leita langt yfír skammt til að kanna verð eða greiðslukjör. Tryggingafélögin hafa þar gengið á undan með góðu fordæmi eða hitt þó heldur. — Til dæmis að taka er það orðin regla hjá þessum fyrir- tækjum, að tjónþoli, sem missir bifreið sína vegna ákeyrslu t.d., verður að sæta því að þiggja (auð- vitað er það þó aldrei boðið að fyrra bragði) bílaleigubíl með því skilyrði að hann (tjónþolinn) borgi sjálfur kílómetragjald fyrir ekna vega- lengd! — Því ætti tjónþoli að þurfa að gera það? Tryggingafélögin auglýsa ekki þessi réttindi, sem tjónþolar eiga aðgang að hjá tryggingafélögun- um, og fæstir vita af þeim eða veigra sér við að krefjast eins eða neins af tryggingafélögum tjón- valds. Ef maður neitar að gangast und- ir þá kvöð að greiða kílómetragjald af bifreið sem látin er í té af trygg- ingafélagi til tjónþola er manni boðin greiðsla sem á að heita dag- peningar og þá samræmd milli tryggingafélaga, þannig að líka þar er engin samkeppni. Það er meira en tími til kominn að fólk fari að átta sig á áróðri tryggingafélaga, einkum rétt fyrir gjalddaga á nýju tryggingaári bif- reiða. Enn þetra væri, að hið opinbera, sem á samkvæmt lögum að hafa eftirlit með framkvæmd laga um óréttmæta viðskiptahætti, tæki á þeim vanda sem almenning- ur á við að etja, varðandi samtrygg- ing^u sem viðgengst í viðskiptalífinu hér á landi, og er talinn blettur á viðskiptum siðaðra þjóða. Yíkverji skrifar Víkveiji fór fyrir skömmu með Flugleiðavél frá Reykjavík til Akureyrar og til baka daginn eftir. Hvorttveggja flugið gekk með ágætum, en það vakti athygli Víkveija að föst regla virðist engin vera um það, hvort flugstjóri eða aðstoðarmaður hans tali til farþega á leiðinni. I bæði skiptin bauð flugfreyja farþega velkomna um borð. Reynd- ar var það gert í þann mund sem hreyflar voru ræstir, þannig að illa heyrðist til flugfreyjunnar og hefði Víkveija vegna mátt bíða með hreyflana þar til flugfreyjan lauk máli sínu. En hitt var, að meira var ekki rætt við farþegana á norður- leiðinni, þar til flugfreyjan bjó okkur undir lendinguna á Akur- eyri. A suðurleiðinni talaði flugmað- urinn til farþeganna einu sinni og það bæði á íslenzku og ensku. Víkveiji hefði gjaman viljað heyra meira úr flugstjórnarklefan- um á þessu ferðalagi og þá meðal annars upplýsingar um það sem fyrir augu bar á jörðu niðri. Þess skal þó getið, að flugfreyja á suður- leið brá við skjótt og aflaði svara við spurningu um það, hvar vélin væri nákvæmlega stödd í það skipt- ið. XXX Inýju kosningalögunum er réttur kjósandans til að hafa áhrif með útstrikunum skertur verulega frá því sem áður var og var hann þó lítilvægur fyrir. Víkveija er þó ómögulegt að skilja á hvaða forsendum kjörstjórn- in í Reykjavík neitaði um upplýsing- ar um útstrikanir og vísaði spurningum þar um til stjórnmála- flokkanna. Aðrar kjörstjórnir gerðu þetta ekki. Það er eins gott, að kjós- endur eigi það ekki undir stjóm- málaflokkunum að kosningaúrslitin sjálf fáist birt. x x x • • Oðru hveiju skjóta upp kollinum sögur, sem ganga manna í millum og staðfesta kenningu H.C. Andersen um fjölmiðlunarferil fjaðrarinnar. Víkveiji er áhugamað- ur um alla fjölmiðlun og því skal hér sögð furðusagan um spánsku fjaljarottuna í Reykjavík. Ólyginn segir, að íslenskir ferða- langar hafí haft með sér ókennilegt dýr frá Mallorka. Þessir ferðalang- ar, íslensk hjón, urðu vör við sérkennilegan hund á Miðjarðar- hafseyjunni og hændu hann að sér. Leið nú og beið og var hundur þessi orðinn gæludýr hjónanna. Þá rann upp brottfarardagurinn og gátu hjónin ekki hugsað sér að skilja við hundinn. Því brugðu þau á það ráð að smygla honum til íslands, þrátt fyrir að mjög stranglega sé tekið á slíkum innflutningi. Ferðin til Islands gekk eins og í sögfu og var hundurinn í miklu uppáhaldi á heimili hjónanna í Reykjavík. Einn góðan veðurdag brugðu hjónin sér af bæ og skildu hundinn eftir heima, ásamt ketti nokkrum, sem var á heimilinu fyr- ir. Þegar hjónin komu heim aftur, blasti við þeim ófögur sjón. Hundin- um hafði greinilega lent saman við köttinn, ráðist á lappir hans og var lítið eftir. Fór hjónin að gruna að ekki væri allt með felldu og leituðu til sérfróðra til að fá úr því skorið hverrar tegundar hundur þessi væri. Reyndist þá um að ræða ein- hvers konar spánska fjallarottu og voru hjónin ekki sein á sér að losa sig við gæludýrið. Víkveiji hefur auðvitað reynt að fá sögu þessa staðfesta, en þrátt fyrir Ijölmargar tilraunir tekst það ekki. Starfsmenn Dýraspítalans höfðu að vísu heyrt svipaða sögu, en töldu með ólíkindum að hún væri sönn. Og nú vantár Víkveija ekkert í fjölmiðlunarferil þessarar sögu, nema upphaflegu fjöðrina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.