Morgunblaðið - 04.06.1987, Side 1
í 124. tbl. 75. árg.
Osló:
10.000
bændur
mótmæla
Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara
Morgunblaðsins.
TÍU ÞÚSUND norskir bændur
fóru í mótmælagöngu um mið-
borg Oslóar í gærkvöldi til að
mótmæla landbúnaðarstefnu
stjórnarinnar. Talið er að deilan
kunni að valda stjórnarkreppu.
Samtök bænda slitu nýverið
samningaviðræðum við fulltrúa
ríkisstjórnarinnar þegar ekki var
orðið við kröfum þeirra um að
tveimur milljörðum norskra króna
yrði varið í niðurgreiðslur á land-
búnaðarvörum á þessu ári.
Stjórnvöld telja sig ekki geta
varið nema milljarði, eða helmingi
lægri upphæð en bændurnir vilja,
í niðurgreiðslur. Norska þingið sam-
þykkti á sínum tíma að bændur
skyldu hafa samskonar tekjur og
faglært iðnverkafólk. Fulltrúar
bænda sögðu í gær p.ð tilboð stjóm-
arinnar jafngilti launalækkun.
Borgaralegu flokkamir eru sagðir
hafa ákveðið að greiða atkvæði
gegn niðurgreiðslufrumvarpi
stjómarinnar í næstu viku og er
því talið að stjóm Verkamanna-
flokksins falli fyrir sumarfrí
þingmanna.
Bændur hvaðanæva úr Noregi
tóku þátt í mótmælagöngunni og
sagði leiðtogi þeirra, Nils Valla, að
mótmælin minntu á uppreisn bænda
gegn höfðingjakúgun á víkinga-
tímanum.
76 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Stórtap á heimavelli
Morgunblaðið/RAX
íslendingar steinlágu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi;
töpuðu 6:0 fyrir Austur-Þjóðveijum í 3. riðli Evrópu-
keppninnar í knattspyrnu. Hér er það Atli Eðvaldsson,
fyrirliði íslenska liðsins, sem sækir að einum Austur-
Þjóðveijanum.
Sjá nánar á bls. 74 og 75.
Alnæmi:
Bóluefni í
sjónmáli?
Washington, Reuter.
FRANSKI visindamaðurinn
Daniel Zagury, sem sprautaði
sjálfan sig með mótefni gegn
alnæmi, vonast til að geta haf-
ið tilraunabólusetningar gegn
sjúkdómnum á sjálfboðaliðum
í Zaire fljótlega.
Zagury kynnti tilraunir sínar
fyrir 7.000 mönnum úr heilbrigð-
isstétt, sem sátu þriðju alþjóð-
legu ráðstefnuna sem haldin er
um alnæmi. „Þótt við séum bjart-
sýn viljum við ekki vekja tálvonir
hjá fólki,“ sagði Zagury eftir
fyrirlestur sinn. Ef af tilraunum
hans verður, þá verða þær hinar
fyrstu sinnar tegundar. í kjölfar
þeirra má eiga von á tilrauna-
bólusetningu lítils hóps í Banda-
ríkjunum.
Dr. Samuel Broder hjá banda-
rísku krabbameinsstofnuninni
sagði að allt benti til að efni sem
kallast AZT geti gert einkenni
alnæmis vægari og lengt líf
sjúklinganna. „Þótt lyfið lækni
engan, finnst mér ekki hæfa að
segja að ekkert sé hægt að gera
við alnæmi."
Zagury sprautaði sjálfan sig á
síðasta ári með efni því sem
hann er að þróa. Það þykir góðs
viti að engar eiturverkanir hafa
komið í ljós af bólusetningunni
og að honum tókst að ná fram
ónæmissvörun gegn alnæmi, Daniel Zagury
sem er nauðsynlegt til að hægt
sé að mynda bóluefni.
Reuter
Ný skoðanakönnun BBC: ^
Meirihluti íhalds-
flokksins miiinkar
Kosningabaráttan hófst fyrir I hluti hans minnki frá því sem nú
hálfum mánuði í Bretlandi. Tugir er. Samkvæmt könnununum hefur
skoðanakannana hafa verið gerðar Verkamannaflokkurinn sótt í sig
í millitíðinni og benda þær allar til veðrið. Virðist það vera á kostnað
sigurs íhaldsflokksins, en að meiri- | Bandalagsins.
Þjóðernisdeil-
nr í Moldavíu
London, Reuter.
BREZKI Verkamannaflokkurinn
vinnur á íhaldsflokkinn, sam-
kvæmt nýrri skoðanakönnun
brezka ríkisútvarpsins, BBC.
Benda niðurstöður hennar til
þess að meirihluti íhaldsflokks-
ins í neðri málstofunni verði
aðeins 22 sæti eftir kosningarnar
í næstu viku, miðað við 144 nú.
BBC kannaði afstöðu kjósenda í
kjördæmum, þar sem úrslit kosn-
inganna er talin geta ráðist.
Samkvæmt könnuninni nýtur
íhaldsflokkurinn fylgis 40% kjós-
enda, Verkamannaflokkurinn 35%
og Bandalag Fijálslynda flokksins
og Jafnaðarmannaflokksins 23%.
Könnunin var gerð í kjördæmum
þar sem þingsæti unnust með litlum
mun í kosningunum 1983. Niður-
stöðurnar hjá BBC voru allt aðrar
en í samskonar könnun MORI-
stofnunarinnar í sömu kjördæmum.
Niðurstöður hennar voru birtar um
helgina og þær bentu til þess að
Ihaldsflokkurinn fengi 140 þing-
sæta meirihluta í kosningunum.
Moskvu, Reuter.
Varaformaður Kommúnista-
flokksins í Moldavíu, Viktor
Smirnov, segir að þar hafi borið
á þjóðernisdeilum af svipuðum
toga og brutust út í Kasakstan í
desember.
Smirnov sagði þetta í ræðu á
fundi ungkommúnista í Moldavíu
og er ræðan rakin í flokksblaðinu
Sovietskaya Moldavia. Nýlega var
einnig skýrt frá ókyrrð í sovétlýð-
veldinu Kirgisíu í Mið-Asíu.
Meirihluti rúmlega fjögurra millj-
óna íbúa lýðveldisins er náskyldur
Rúmenum en landsvæðið var hluti
Rúmeníu til 1940 er Sovétmenn
innlimuðu það.
Smirnov, sem sjálfur er Rússi,
sagði m.a. að „borið hefði á þröng-
sýni, tilhneigingu til þjóðernislegrar
einangrunarstefnu og rembings og
komið til atburða sem minntu á
óeirðirnar í Alma-Ata (höfuðborg
Kasakstans)".