Morgunblaðið - 04.06.1987, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987
Gegn hvalveiðum:
Friðun hvala —
friður við útlönd
Sex hópar sameinast
Mynd af nokkrum hvalategnndum. Fíllinn neðst til hægri er til stærð-
arsamanburðar.
eftírÞór
Jakobsson
Um þessar mundir stendur yfir
stofnun Hvalavinafélags Íslands, en
framhaldsstofnfundur verður að
Hallveigarstöðum fimmtudaginn 4.
júní. Lög félagsins eru í mótun og
er nafn félagsins jafnvel enn til
umræðu. Vilja sumir kalla félagið
Hvalvemdarfélag og aðrir hafa
stungið upp á „Fisksöluvemdarfé-
lagi Islands"!
Félaginu er nefnilega ætlað að
efla til samstarfs ólíkra hópa sem
eru mótfallnir eða hafa áhyggjur
af hvalveiðistefnu íslenskra stjóm-
valda.
Þótt allmargir hafi látið ljós sitt
skína í blöðum undanfarin ár út frá
ólíkum forsendum var aðdragandi
að stofnun Hvalavinafélagsins
skammur og nokkuð óskipulegur.
Olli því að nokkm geysilegur áhugi
fólks þegar af stað var farið og
ólíkar ástæður og rök gegn hval-
veiðunum. Viðbrögð manna,
upphringingar hvaðanæva af
landinu og álit ungra og gamalla á
fömum vegi bám vitni um þörf
fyrir stofnun félagsins.
Ólík sjónarmið —
sama niðurstaða
Félagið er auðvitað alíslenzkt og
er ætlað að fræða íslendinga um
réttmæti þeirrar skoðunar að ís-
lendingar ættu að hætta hval-
veiðum þegar i stað.
Skal nú í sttu máli greint frá
hinum ólíku sjónarmiðum, sem
leggjast þó á sömu sveif í þessu
„Hvalavinir vilja hlífa
tignarlegustu skepnum
jarðríkis. Þeir telja
jafnframt Islendinga
geta haft af því nokkra
skemmtan að fræðast
um dýrin og kynnast
atferli þeirra í skoðun-
arferðum á „heimaslóð-
ir“ hvalanna.“
máli. Hverjir em í Hvalavinafélagi
íslands? Það era áhugamenn um
eftirfarandi málefni:
1. Náttúmvemdar- og hvalastofn-
vemdarmenn.
2. Hvalavinir. Dýravinir. Fólk sem
hefur áhyggjur af almennings-
áliti erlendis, en það gæti haft
tvennt illt í för með sér.
3. Skömm á íslandi. Ferðamenn
kvarta undan þessu.
4. Minnkandi sölu á íslenskum
sjávarafurðum.
5. Fólk sem telur að stjómvöldum
væri nær að einbeita sér að sölu
á offramleiðslu í landbúnaði —
kindakjöti.
6. Fólk sem hefur ímugust á orð-
skrýpinu „vísindaveiðar" sem
ber vitni um yfirskin.
Viðvíkjandi lið 4 hafa sjómenn
komið að máli við Hvalavinafélagið,
bændur hafa bent á atriði nr. 5 og
„vísindaveiðamar" fara í taugamar
á náttúmvíndamönnum.
Hvað sem hver segir em skiptar
skoðanir um lið nr. 1 og em líffræð-
ingar ekki á einu máli. Kenningin
um að friðaðir hvalir muni éta
manninn út á gaddinn þykir mörg-
um líffræðingum spaugileg fásinna.
Hvalavinir vilja hlífa tignarleg-
ustu skepnum jarðríkis. Þeir telja
jafnframt íslendinga geta haft af
því nokkra skemmtan að fræðast
um dýrin og kynnast atferli þeirra
í skoðunarferðum á „heimaslóðir“
hvalanna. Vísindalegar rannsóknir
án veiða ber auðvitað að styðja með
ráðum og dáð.
Hvert og eitt ofangreindra atriða
er efni í heila ritgerð. Upptalningin
ásamt þessum fáu orðum mínum
verður þó látin nægja. En ljóst má
vera að margra dómi að Hvalavina-
félag íslands á erindi við þjóðina.
Að lokum: Bandarískt almenn-
ingsálit er ekkert lamb að leika sér
við. Vitni var ég að því er ég bjó
vestanhafs er það stöðvaði Víet-
Nam-stríð sinna eigin voldugu
stjómvalda. Því yrði ekki skota-
skuld úr því að knésetja íslendinga
með viðskiptaþvingunum. Lítið
legðist fyrir góða þjóð, að hvaladráp
leiddi hana í ógöngur.
Með stofnun Hvalavinafélagsins
er komið í ljós að það kyija ekki
allir sama sönginn í þessum efnum
hér á landi frekar en annars stað-
ar. Sumir sannir íslendingar em
meiri vinir hvalanna en Hvals hf.,
og aðrir telja óþarft að sverta landið
í augum þjóða beggja vegna Atl-
antshafs. Enn aðrir telja það
glæfralega áhættu að styggja
lífsnauðsynlega viðskiptavini sem
kynnu að hafa álíka viðbjóð á hval-
veiðum við ísland og apartheid í
Suður-Afríku.
Mál er að líta á málin með still-
ingu og gætni og taka sönsum.
P.s. Þar sem ég er á fömm í
þriggja vikna hópferð á söguslóðir
í Grikklandi verður mér hugsað til
Demosþenesar er hann varaði
Aþenubúa árangurslaust við Filip-
usi Makedóníukonungi og skoraði á
þá að fylkja liði. Nú leyfi ég mér
að vara landa mína við almennings-
álitinu erlendis, og skora á þá að
semja frið áður en í harðbakka slær.
Ánægjulegt er til þess að vita
að sá friður fæst með því að fylkja
liði um sjónarmið hmna mislitu hópa
í Hvalavinafélagi íslands: Að láta
beri hvalina í friði. j j,^nj jgg^
Höfundur er veðurfræðingur og
einn 80 stofnenda Hvalavinafélags
íslands.