Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987
29
500 tonn af kindakjöti
og 600 tonn af nautakjöti
hakkað í loðdýrafóður
STJÓRN Framleiðnisjóðs land-
búnaðarins hefur ákveðið að
setja í loðdýrafóður það kjöt sem
Framleiðnisjóður keypi af bænd-
um síðastUðið haust vegna
fækkunar á sauðfé landsmanna.
Er þetta kjöt af um 25 þúsund
kindum eða um 500 tonn. Reynt
hefur verið að flytja þetta kjöt
út, en ekki gengið. Framleiðni-
sjóður tekur einnig þátt í því að
setja allt að 600 tonn af gömlu
nautakjöti í loðdýrafóður.
Við samninga við bændur á
síðasta ári skuldbatt Framleiðni-
sjóður sig til að setja það kjöt sem
til félli vegna niðurskurðarins ekki
á almennan markað hér innanlands,
til að skemma ekki fyrir sölu á
dilkakjöti. Gerðar voru tilraunir til
að selja kjötið víða um heim. Meðal
annars var búið að gera samning
við danska milligöngumenn um að
selja það til Egyptalands. Einnig
voru um tíma bundnar vonir við að
hægt yrði að selja kjötið til Sov-
étríkjanna. Þessar útflutningstil-
raunir og aðrar runnu út í sandinn.
í framhaldi af því ákvað stjóm
Framleiðnisjóðs að selja kindakjötið
í loðdýrafóður og standa samningar
nú yfir um verð. Búist er við að um
5 krónur fáist fyrir hvert kíló.
Sömu leið fara allt að 600 tonn
af óseljanlegu nautakjöti sem slát-
urleyfíshafar liggja með í birgðum.
Nú eru 1.500—1.600 af nautgripa-
kjöti til í landinu, sumt orðið nokkuð
gamalt, en mikið féll til af kýrkjöti
á árinu 1985 þegar kúabændur
fækkuðu gripum vegna mjólkur-
kvótans. Framleiðnisjóður, slátur-
leyfíshafar og bændur hafa bundist
samtökum um að taka 600 tonn
af kjötinu út af markaðnum og setja
í loðdýrafóður. Kostar það alls um
100 milljónir kr. Framleiðnisjóður
leggur fram 50 milljónir, sláturleyf-
ishafar um 12 milljónir og kosta
flutning að fóðurstöð og 35—40
milljónir eru greiddar af kjamfóður-
gjöldum bænda. Fóðurstöðvamar
greiða 5 krónur fyrir hvert kíló.
Ráðstefna um
ferðamál á höfuð-
borgarsvæðinu
Atvinnumálanefnd Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu gengst fyrir ráðstefnu
um ferðamál á höfuðborgar-
svæðinu föstudaginn 5. júní nk.
Á ráðstefnunni er fyrirhugað að
ræða stöðu ferðamála á svæðinu,
framtíðarmöguleika og drög að
sameiginlegri stefnumörkun þeirra
aðila sem tengjast þessum málum.
Ráðstefnan, sem haldin verður
að Hótel Loftleiðum, hefst kl. 13
með setningarávarpi Jónu Gróu
Sig-
urðardóttir, formanni atvinnumála-
nefndar Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðisins, og ávarpi
Ólafs Steins Valdimarssonar ráðu-
neytisstjóra í samgönguráðuneyt-
inu. Ráðstefnustjórar verða þeir
Heimir Pálsson, formaður bæjar-
ráðs Kópavogs og Hilmar Guð-
iaugsson, varaformaður SSH.
Ætlar þú að mála
úti eða inni?
Málning og
lökk o.f 1.
Allir litir og áferðir á veggi, gólf,
glugga, vinnuvélar og skip.
Hitaþolinn lakkúði, margir litir.
Blakkfernis.
RYOEVDW — RYOVORN
Málningaráhöld
Rúllur, penslar, málningarbakkar og sköfur — og allt annað sem
til þarf m.a. áltröppur og stigar, margar stærðir.
Fyllingarefni - Kítti
Polyfilla fyllingarefni og uppleysir.
Linolin — Silicon — Seal one — Kítti.
Fúavarnarefni
margar gerðir.
Ananaustum, Grandagaröi 2, sími 28855.
Gódan daginn!
...þú mátt til með að prófa það!