Morgunblaðið - 04.06.1987, Page 33
MoWjUNBLAÐIÐ, FIMMTODAGUR‘ 4. JUNÍ" 'í987
Fundur um launamál kvenna:
Þarf kvenf ólk að
auka sjálfstraust sitt
á vinnumarkaðmum?
Hring’iirinn
gefur til
sumar-
dvalar-
heimilisins
í Reykjadal
Á AÐALFUNDI Kvenfélagsins
Hringsins þann 6. maí sl. var
samþykkt að gefa Kvennadeild
Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra í Reykjavík peningagjöf
að upphæð ein milljón króna.
Fjárhæð þessi rennur til sum-
ardvalarheimilis fyrir fötluð
börn í Reykjadal í Mosfells-
sveit, en þar er í undirbúningi
að koma upp sundlaug og bað-
aðstöðu fyrir börnin.
FRAMKVÆMDANEFND um
launamál kvenna hélt sl. þriðju-
dag opin fund með formönnum
stjórnmálaflokkanna og forystu-
mönnum aðila vinnumarkaðarins
undir yfirskriftinni „Launamun-
ur kynja - hvað er til úrbóta“._
Fundarformið var með nokkru
öðru sniði en menn eiga að venj-
ast. Engar framsögur voru
fluttar en í stað þess byijað beint
á spurningum utan úr sal.
Á fundinn mættu Ásmundur Stef-
ánsson, forseti ASÍ, Gunnar Frið-
riksson, formaður VSÍ, Kristján
Thorlacius, formaður BSRB, Hjört-
ur Eiríksson, Vinnumáladeild
Sambandsins, Friðrik Sophusson,
Sjálfstæðisflokki, Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir, Borgaraflokki,
Svavar Gestsson Alþýðubandalagi,
Alexander Stefánsson, Framsókn-
arflokki, Karl Steinar Guðnason,
Alþýðuflokki og Þórhildur Þorleifs-
dóttir, Kvennalista.
Nokkrar umræður urðu á fundin-
um um það hvort alvarlega hefði
komið til tals að breyta hlutföllum
yfirvinnuálags og dagvinnutaxta og
einnig um afstöðu manna til lög-
bindingu lægstu launa.
Ásmundur Stefánsson sagðist
persónulega vera þeirrar skoðunar
að lækka ætti hlutfall yfirvinnu-
álagsins en sagði að í verkalýðs-
hreyfingunni væru uppi sterkar
kröfur um að hækka álagið. Lög-
bindingu lágmarkslauna sagði
Ásmundur geta haft tilhneygingu
til þess að taka aldrei enda, í stað
þess yrði að byggja upp lægstu
launin í samningum og benti á að
kaupmáttur lægstu launa hefði
hækkað um þriðjung í síðustu
samningum.
Kristján Thorlacius sagði það
vera eina mestu meinsemdina í
þjóðfélaginu í dag hvérsu hátt hlut-
fall yfirvinnuálagið væri og það
væri mikið kappsmál að hækka
dagvinnulaun þannig að dregið yrði
úr mikilvægi yfirvinnu fyrir launa-
fólk. Kristján taldi óraunhæft að
lögbinda lágmarkslaun þó æskilegt
væri. Menn yrðu að fínna önnur ráð
og benti hann á starfsmat. Ekki
væri nóg að hækka bara lágmarks-
laun heldur þyrfti einnig að hækka
miðlungslaun. Margir kvenmenn í
miðjum launastiganum byggju við
það hörmuleg kjör að þær gætu
ekki lifað af þeim. Há laun ætti
aftur á móti að skerða með sköttum.
Gunnar Friðriksson sagði vinnu-
veitendur vera þeirrar skoðunar að
álagið ætti að vera það lítið að
ekki væri mikill hvati til yfirvinnu.
Það hefði sýnt sig að yfirvinna yki
ekki afköst í svo miklu mæii. Gunn-
ar sagðist ekki vilja viðurkenna það
að atvinnurekendur mismunuðu
starfsmönnum vegna kynferðis.
Aftur á móti teldi hann að karl-
menn sæktu oft fastar fram en
kvenmenn, þeir væru metnaðar-
gjarnari og hefðu meira sjálf-
straust. Kannski væri það helst
sjálfstraustið sem konur þyrftu að
byggja upp.
Friðrik Sophusson sagði að í þeim
stjórnarmyndunarviðræðum sem nú
væru í gangj væri lögð áhersla á
það, að til þess að hægt væri að
ná fram breytingum á hlutföllum
hæstu og lægstu launa þyrfti að
ríkja sæmilegt jafnvægi í þjóðfélag-
inu. Til þess að ná þessu markmiði
mætti í fyrsta lagi gera það að
kröfu ríkisins í næstu samningum
að tiltekinn hluti hækkunar launa
færi til þess að lækka tekjulægstu
hópanna. í öðru lagi ætti að stytta
raunverulegan vinnutíma, m.a. með
því að auka framleiðni og í þriðja
lagi mætti endurskoða ýmsar til-
færslur í samneyslunni og sjá til
þess að aukinn hluti þeirra færi til
hinna verst settu. Ymislegt hefði
þó verið gert að undanfömu til þess
að minnka hlutfall hæstu og lægstu
launa, sagði Friðrik, og nefndi í því
sambandi síðustu kjarasamninga.
Kristján Thorlacius sagði það
ekki vera lausn að leysa vandamál
hluta starfsmanna en skilja hina
eftir. Því væri ekki hægt að fallast
á það, að í næstu samningum yrði
áherslan lögð á þá lægst launuðu.
Alexander Stefánsson sagði það
vera skoðun Framsóknarflokksins
að samningar ættu að vera í hönd-
um aðila vinnumarkaðarins og því
varasamt áð lögbinda lægstu laun-
in. Launamunur væri þó of mikill
og gera yrði ráðstafanir til þess að
Á fundinn mættu fulltrúar aðila vinnumarkaðarins og stjórnmála-
flokka. Talið frá vinstri: Friðrik Sopuhusson, Svavar Gestsson,
Hjörtur Eiríksson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Gunnar Friðriksson,
Karl Steinar Guðnason, Alexander Stefánsson, Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir og Ásmundur Stefánsson.
Morgunblaðið/Bjami
All góð mæting var á fundinum um launamál kvenna sem haldinn var i Sóknarhúsinu við Skipholt. í
ræðustól er Lára V. Júlíusdóttir.
minnka hann. Ríkisvaldið ætti að
ganga á undan og gera þetta að
meginmáli.
Svavar Gestsson sagðist ekki
hafa séð neina leið sem gerði það
að verkum að hækkun lægstu launa
með lögbindingu yrði einungis
hækkun lægstu launa, án þess að
fara út um allt þjóðfélagið, valda
verðbólgu, og eyðileggja þannig
allan ávinning fyrir þá lægstlaun-
uðu. Svavar vildi í stað lögbindingar
styðjast við tryggingaratriði þess
efnis, að laun mættu ekki fara yfir
visst stig, víðtækar félagslegar að-
gerðir og styttingu vinnutíma.
Karl Steinar Guðnason sagðist
beinlínis vera andsnúinn lögbind-
ingu. Reynsla hans sýndi að þeir
lægstlaunuðu sætu alltaf eftir. Kon-
ur sagði hann þurfa að þrýsta á
sjálfar í ríkara mæli, pólítískur vilji
væri það sem skipti öllu máli. Al-
þýðuflokksmenn sagði hann vilja
stofna sérstakt tímabundið ráðu-
neyti sem myndi sérhæfa sig í
launamálum kvenna. Þórhildur
Þorleifsdóttir sagði Kvennalistann
ekki kunna nein töfraráð til þess
að hindra að lögbinding lægstu laun
færi upp allan launastigann, en
nauðsynlegt væri að reka mikinn
áróður fyrir slíkum aðgerðum og
reyna að fá sem víðtækastan stuðn-
ing allrar þjóðarinnar.
VMMRM9TI
'l/ítfavi
Laugavegi 45 - Sími 11388
Ný frábær sending af
fatnaði fyrir hvítasunnuna komin