Morgunblaðið - 04.06.1987, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987
Hún Margrét Borgarsdóttir fékk óuœnta
launauppbót um mánaðamótin.
Sextán þúsund krónur, skattfrjálsar.
Það þekkja flestir söguna um hana
Margréti Borgarsdóttur. Hún fór eft-
ir ráðleggingum þeirra hjá Fjárfest-
ingarfélaginu, sem aðstoðuðu hana
við kaup á verðbréfum. Ráðgjafinn
hennar áætlaði um síðustu áramót
að hún fengi um 42.000 krónur á
mánuði í verðtryggðar tekjur á
næstu mánuðum.
En hún Margrét fékk gott betur.
Margrét fór eftir persónulegri ráð-
gjöf þeirra hjá Fjárfestingarfélaginu.
Hún á nú rúmlega fjórar milljónir
bundnar í Tekjubréfum. Þau hafa
skilað 17.7% ársvöxtum umfram
verðtryggingu síðastliðna 3 mán-
uði. Þess vegna fékk Margrét 58.000
krónur í mánaðarlaun fyrstu þrjá
mánuði ársins. Það er 16.000 króna
launauppbót.
Fjárfestingarfélagið sendi Margréti
launin sín alla leið til Spánar. Hún
ætlar að búa þar í sumar. Margrét
? var hálfpartinn að vonast til þess að
Haraldur, frændi hennar, kæmi í
heimsókn í vikutíma eða svo. En
Haraldur sem nú er farinn að klóra
sér í skallanum, hefur ekki svarað
bréfunum hennar. Hann sást síðast
í biðröð fyrir framan ferðaskrifstofu
um hánótt.
TlL UMHUGSUNAR:
1. Huernig getur venjulegt fólk, sem
ekki telur sig vera fjármálaspek-
inga, ávaxtað fé sitt í tryggum
verðbréfum?
2. Hvers vegna eru Tekjubréfin
heppileg fyrir þá sem eru að
komast á eftirlaunaaldur?
3. Hvaða fyrirtœki býður þér per-
sónulega ráðgjöf í sambandi við
sérfrœðilegt val á traustum verð-
bréfum?
Sendið rétt svar til Fjárfestingarfé-
lagsins, Hafnarstrœti 7, Reykjavík,
merkt Haraldur frœndi.
Besta svarið i viku hverri, allan
þennan mánuð fœr eintak af bók-
inni góðu FJÁRMÁUN ÞÍN í verð-
laun.
<n>
FJÁRFESTINGARFÉIACIÐ
Hafnarstræti 7 101 Reykjavík O (91) 28566
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
/ okkar viskubrunni „íslenskum
orðskviðum “ segir:
„Af iangviðrum og lagaleysi mun
land vort eyðast.“
Þetta eru viðvaranir byggðar á
reynslu liðinna kynslóða. Ef ðvinur
landsmanna var ekki illviðrið, þá var
hann þeirra eigið laga- og agaleysi.
Við lærum seint.
Fiskur gæti þó læknað landlægan
„sauðþráa" á meðan síðasti þorskur-
inn hefur ekki verið fluttur út — í
gámi.
Þessum gullkomum er hér fylgt
úr hlaði með megrandi en hjarta-
styrkjandi fiskrétti:
Fiskur hinna
vandlátu
1 kg fískur
1—:l/2 tsk. salt
1 stór laukur saxaður
1 stórt hvítlauksrif pressað
*/2 græn paprika söxuð
1 matsk. steinselja
3 matsk. matarolía
1 dós tómatar niðursoðnir
(1 lítil dós tómatsósa)
*/4 tsk. oregano
V4 tsk. basil
1. Fiskurinn (ýsa eða hvaða þéttur
hvítholda fiskur sem er) er flakaður
og skorinn í 3 cm stóra bita.
2. Matarolían er hituð í pönnu og
er saxaður laukurinn (minnst 1
bolli), pressað hvítlauksrif og niður-
skorinn paprikan látin krauma í
heitri feitinni þar til laukurinn hefur
brúnast örlítið.
3. Léttbrúnaður laukurinn og
grænmetið er sett í pott. Niðursoðn-
um tómötum með safa er bætt í
pottinn með grænmetinu ásamt tóm-
atsósu, oregano, basil og salti (og
pipar ef vill). Niðursoðnir tómatamir
em losaðir í sundur með sleif og
öllu síðan blandað vel saman. Lok
er sett á pottinn og er grænmetið
látið krauma í u.þ.b. 10 mínútur til
að jafna bragðið.
4. Því næst em fískbitamir settir
út í grænmetið og em þeir soðnir
með því í 5—8 mínútur eða þar til
fiskurinn er rétt soðinn í gegn.
Hrærið ekki í pottinum á meðan físk-
urinn er að sjóða, því hætta er á að
fiskurinn losni í sundur. Hristið pott-
inn fremur ef þörf er á að blanda
grænmetið betur fískinum.
Með þessum einfalda og létta físk-
rétti er sérdeilis gott að hafa
hvítlauksbrauð. Það má útbúa á ein-
faldan hátt með því að smyija
brauðsneiðar með smjörlíki eða
smjöri og strá síðan yfír smjörið
rausnarlega með hvítlauksdufti.
Nota má aðferð sem þykir fínni
en hún er að skera heilt brauð í
sneiðar, en þó ekki nema að3/4.
Bræddur er síðan */2 bolli af smjöri
eða smjörlíki og pressuðu hvítlauks-
rifí stóm er bætt út í feitina ásamt
örlitlu salti og allt hrært vel saman.
Brauðsneiðamar em síðan aðskildar
lítillega og feitinni hellt jafnt yfír
sneiðamar, þær em lagðar saman
aftur. Yfír brauðið er settur ál-
pappír og það hitað í ofni í 15—20
mín. eða þar til það hefur fengið
léttbrúna skorpu.
Setjið brauðið heitt á borðið og
leyfið hveijum fjölskyldumeðlim að
bijóta af því fyrir sig.
Verð á hráefni
lkg-ýsa .......... kr. 205,00
1 dós tómatar .. kr. 54,60
1 laukur ........ kr. 7,00
kr. 265,60
Metsölublaó á hverjum degi!
Stj órnarfundur
UMFÍ:
Göngudag-
urinnákveð-
inn 21. júní
Stykkishólml.
Stjórnarfundur UMFÍ, Ung-
mennafélags íslands, var
haldinn í Stykkishólmi föstu-
daginn 22._ og laugardaginn
23. maí. Á fundinum voru
mættir 10 fulltrúar, þ.e. stjórn
og varastjórn. Fundurinn var
haldinn í grunnskólanum og
er þetta í fyrsta sinni sem
hann er á Snæfellsnesi.
Mörg mál vom til umræðu og
umfjöllunar, en aðalmálið var
Landsmót UMFÍ, sem nú verður
háð á Húsavík um miðjan júlí í
sumar. Tók þetta mál og undir-
búningur mikinn hluta fundarins,
enda ekki langur tími til stefnu.
Þá var rætt um Göngudag fjöl-
skyldunnar, sem hefír verið
árviss um langt skeið, en hann
er til þess að örva unga sem
gamla til hollrar hreyfíngar. Nú
var ákveðið að hafa göngudaginn
um allt land hinn 21. júní nk.
Þá fór mikill tími í að ræða
framtíðarmálefnin, þar á meðal
um hús félagsins sem það hefír
keypt á Öldugötu 14 í Reykjavík.
Þar verður miðstöð starfseminn-
ar og er þegar búið að gera húsið
starfhæft. Þar er meðal annars
gert ráð fyrir að ungmennafélag-
ar utan af landi geti dvalið í
húsinu þegar þeir eiga erindi til
Reykjavíkur. Er pláss fyrir allt
að 50 næturgesti og er þjónusta
þessi ókeygis fyrir félaga sam-
bandsins. Ýms önnur mál, svo
sem æskulýðsmál og menningar-
mál, voru til umræðu. í lok
fundarins þótti fundarmönnum
tilvalið að bregða sér í sjóferð
um eyjasund með skemmtiferða-
bátnum Brimirnu og var það
mikil uppbót á stranga fundar-
setu.
Formaður UMFÍ er Pálmi
Gíslason, en í stjóm af hálfu HSH
er Magndís Alexandersdóttir.
— Árni
FÆRIBANDA-
MÓT0RAR
• Lokaðir,olíu-
kældir
og sjálfsmyrj-
andi
• Vatnsþétting-
IP 66
• Fyllsta gang-
öryggi,
lítið viðhald
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER