Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 64

Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 fclk í fréttum Hver vill gista í bæli J.R.? Islenskir sjónvarpsáhorfendur kannast við Dallas-borg í Texas og næsta nágrenni sem væri annað heimili þeirra, en þar valda hinir alkunnu sjónvarpsþættir Dallas. Fyrir þá sem vilja kjmnast um- hverfínu áþreifanlegar er ekki um neitt annað að gera en að halda til Texas og skoða sig um. Dallas-borg er að sjálfsögðu öllum opin, en eflaust er það ekki á allra vitorði að hægt er að fara á Southford- búgarð og virða herlegheitin nánar fyrir sér en flesta óraði fyrir. Búgarðinn á Terry nokkur Tripp- et, Texani í húð og hár. Hafa nágrannar hans jafnvel á orði að hann sé alls ekki ósvipaður J.R. í ýmsum háttum, sé illmennskan undanskilin. Líkt og J.R. hefur hann viðskiptavit í lagi og svífst einskis þegar miklir peningar eru í húfi. Vegna þess hefur han m.a. opnað heimili sitt fyrir gestum og leyfír þeim að skyggnast um ganga og stofur, en aðgangseyririnn er sex Bandaríkjadalir, sem mun sam- svara um 240 íslenskum krónum. Hafí maður hins vegar meira en venjulegan áhuga getur maður fengið að gista í svefnherbergi J.R., en nóttin þar kostar litla 2.500 dali eða um hundrað þúsund krón- ur. Dýr nótt það! Southfork-búgarður. Terry Trippet, eigandí Southfork. Hann felur ekki rikidæmið: geng- ' ur f kúrekastígvélum úr strútsleðri og umhverfis hattinn er gjörð úr 18 karata gulli. Sagt er að Trippet vasist í ýmiskonar „bisness", en þó viidi hann ekki selja Southfork, þegar honum buðust 40 millj- ónir dala (1,6 milljarður ísl. króna) fyrir. Ávallt viðbúnir Sjóskátar í Firðinum Innan Hjálparsveitar skáta í Hafn- arfírði er starfandi öflugur sjó- flokkur, sem ávallt er við því búinn að takast á hendur erfíð björgunar- störf við hverskonar aðstæður. Undirstaða þess er að sjálfsögðu kunnátta og ströng þjálfun, en því sinnir sveitin svo sannarlega því reglulegar æfíngar eru tvisvar til þrisvar í viku. Þessa dagana er þjálf- unin þó enn strangari en ella, því nú búa þeir sig undir að taka þátt í köfunar- og björgunamámskeiðum á vegum Landsambands hjálparsveita skáta í sumar. Sjóflokkur Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði er, eins og aðrar hjálpar- sveitir, ávallt í viðbragðsstöðu til þess að geta sinnt útiköllum, en þau gera sjaldan boð á undan sér. Kafar flokksins eru tveir, þeir Stefán Axels- son og Ágúst Helgason. Hefur Stefán sótt námskeið í björgunarköfun á Bretlandi og í sumar fer hann við annan mann til Bandaríkjanna í framhaldsþjálfun, en að henni lokinni verður hann með alþjóðleg kennslu- réttindi í björgunarköfun. Þeir félagar hafa einmitt lagt á það áherslu að menn geri skýran mun á björgunarköfun og sportköfun; hann er slikur að slys geta hæglega hlot- ist af leggi óvanir menn út í björgun- arköfun, sem eðli síns vegna er viðsjárverð. Til þess að auka enn á viðbragðs- flýtinn er bátur flokksins ávallt tilbúinn á þartilgerðri kerru og allir fylgihlutir eru á sínum stað. Menn- imir í bátnum, Andri Þorsteinsson og Vilhjálmur Jónsson þjálfa náið með köfurunum, en samvinna þeirra verður vitaskuld að vera alger. Ör- yggi kafaranna byggist m.a. á því að mennimir uppi á yfírborðinum þekki vel til köfunar og kunni að bregðast við fari eitthvað útskeiðis. Meðfylgjandi myndir voru teknar við æfingu á Hafnarfírði, en það er einmitt með sleitulausri þjálfun sem menn verða ávallt viðbúnir — æfíng- in skapar meistarann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.