Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Tveir íslenskir piltar slösuðust mikið á Spáni TVEIR íslenskir piltar slösuðust mikið þegar þeir urðu fyrir bif- reið á Benidorm á Spáni síðdegis á þriðjudag. Piltarnir voru sóttir með þotu í nótt og koma síðdeg- is í dag i sjúkrahús i Reykjavík. Piltarnir tveir eru 18 og 20 ára gamlir. Þeir voru með fjölskyldu sinni í sumarfn'i á Benidorm og áttu aðeins um klukkustund eftir af dvölinni þegar slysið varð. Öku- maður bifreiðar missti stjórn á henni og ók upp á gangstétt, þar sem piltamir tveir voru og urðu þeir fýrir bifreiðinni. Þeir slösuðust báðir verulega, annar skarst illa en hinn hlaut beinbrot. Þeir eru nú úr lífshættu og líður vel eftir atvikum. Piltamir hafa notið góðrar aðhlynn- ingar á sjúkrahúsi í Benidorm, en í nótt fór þota frá Þotuflugi til Spánar að sækja þá og verða þeir fluttir í sjúkrahús í Reykjavík. Flugvirkjar og flug- vélstjórar sömdu FLUGVIRKJAR og flugvélstjór- ar sömdu við Flugleiðir i gær. Bændur kærð- ir fyrir versl- un með kindur Að sögn Odds Ármanns Pálsson- ar formanns Flugvirkjafélags íslands, sem fer með mál beggja hópanna, eru samningamir í aðalat- riðum í anda þeirra sem áður hafa verið gerðir. Ekki vildi hann tjá sig um innihald þeirra að öðm leyti, en sameiginlegur fundur verður hjá flugvirkjum og flugvélstjórum um efni samninganna í kvöld. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Veiðifélagarnir með 121 lax úr Vatnsdalsá Blönduósi. GÓÐ veiði hefur verið í austur- húnvetnskum ám frá þvi lax- veiðar hófust. Að líkindum hafa laxveiðimenn sem voru við veið- ar í Vatnsdalsá tvo daga fyrir þjóðhátíð slegið öll byijunar- veiðimet f ánni. Á hádegi 17. júní voru þessir metveiðimenn búnir að landa 121 laxi eftir tvo og hálfan dag. Þyngsti laxinn vó 23 pund en sá léttasti var 10 pund. Hér má sjá hinn heppna hóp veiðimanna með laxana sína 121 fyrir framan Flóðvang, veiðihús Vatnsdalsár. Talið frá vinstri: Árni Kristinsson, Arni Gestsson, Ásta Jónsdóttir, Mark- ús Guðmundsson, Hallfríður Brynjólfsdóttir, Jónina Ama- dóttir, Sylvia Haralz, Jónas Haralz, _ Judith Hamtshiere, Gestur Ámason, Börkur Áma- son, Brynjólfur Markússon og Moritz Sigurðsson. Fullvirðisréttur gengur kaupum og sölum: Lítriim „í kúnni“ kostar 6 krónur Sýslumaður S-Múlasýslu rannsakar mál tveggja bænda í Breiðdal, sem voru kærðir fyrir verslun með sauðfé sín á milli. Sauðfjárveikivamir óskuðu eftir rannsókn þar sem annar bóndinn hefði selt hinum um 20 kindur. Forsagan er sú að kaupandi kind- anna gerði samning um fímm ára fjárleysi og bætur vegna riðuveiki. Honum var ekki heimilt að hefla fjárbúskap að nýju fyrr en haustið 1987 og þá aðeins að hann væri búinn að hreinsa fjárhús og hlöðu og fá samþykki Sauðfjársjúkdóma- nefndar, en þau skilyrði mun hann ekki hafa uppfyllt. Seljandinn gerði slíkan samning um þriggja ára §ár- leysi og bætur haustið 1986. TILLAGA fimm borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að af- greiðslutími verslana í Reykjavík verði gefinn fijáls kom til um- ræðu í borgarstjóm í gær. Umræður stóðu fram á nótt, en meirihluti virtist vera fyrir til- lögunni. Bjami P. Magnússon, borgarfull- trúi Alþýðuflokksins, lýsti sig samþykkan tillögunni en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kvennaframboði EFNAHAGS- og framfarastofn- unin í París (OECD) telur brýnt að íslensk stjórnvöld fylgi að- haldssamri stefnu í ríkisfjármál- um og peningamálum. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunar- innar um íslensk efnahagsmál 1986-1987 sem birt var í París í gær. I skýrslunni er bent á að alþjóð- legar aðstæður hafi verið íslending- um hagstæðar undanfarin tvö ár, en ekki sé ráðlegt að reikna með því að þær verði það áfram með sama hætti. Þótt nokkuð hafí áunn- Fullvirðisréttur er i auknum mæli farinn að ganga kaupum lýsti sig andvíga henni. Sigrún Magnúsdóttir Framsóknarflokki sagðist ætla sitja hjá við afgreiðsl- una. Vitað er að Siguijón Pétursson og ef til vill fleiri fulltrúar Alþýðu- bandalagsins eru fylgjandi fíjálsum afgreiðslutíma. Magnús L. Sveins- son, forseti borgarstjómar, sem jafnframt er formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, lýsti sig andvígan tillögunni og sagði hana tvímælalaust leiða til lengri vinn- utíma afgreiðslufólks í verslunum. ist í því að efla nýjar undirstöðu- greinar sé atvinnulíf hér á landi fremur fábreytilegt og svigrúm til að renna fleiri stoðum undir það takmarkað. Af þessum sökum sé íslensku efnahagslífí nokkur hætta búin af ytri áföllum. Frekara geng- isfall dollarans, lækkun fískverðs, aflabrestur, lítill hagvöxtur í heim- inum eða hækkun alþjóðlegra vaxta gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagvöxt og viðskiptajöfnuð íslendinga. Þetta gæti orðið til þess að erlendar skuldir í heild, sem nú nema um 50% af þjóðarframleiðslu, og sölum á milli bænda. Dæmi er um að fullvirðisréttur til mjólkurframleiðslu hafi verið leigður í sex og hálft ár fyrir 2,9 milljónir króna, eða sex krón- ur á hvern mjólkurlítra. Að þeim tíma loknum eignast kaupandinn helming fullvirðisréttarins og er kvöð þess efnis þinglýst á jörð seljandans. Báðir bændurnir eru búsettir í Mýrasýslu. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins hafa einstakir bændur gert samninga sín á milli um leigu á fullvirðisrétti. Hann sagðist hafa fengið fáa slíka samn- inga í hendumar en vissi að nokkrir væru í bígerð. Hann taldi erfítt að segja til um hversu algengt þetta væri orðið. Ríkið hefur gert samninga við nokkra bændur um að framleiða ekki mjólk á þessu ári og greitt þeim 15 krónur fyrir lítrann, en færu úr böndunum. Því sé biýnt að stefnumörkun í efnahagsmálum miði að sem mesum stöðugleika. Þá segir í skýrslu OECD að hin nýju viðhorf til stefnumörkunar í efnahagsmálum, sem rutt hafí sér til rúms síðan 1983, og hinar viðtæku endurbætur, sem gerðar hafi verið á hagkerfínu á síðustu árum, hafí átt stóran þátt í hag- stæðari efnahagsframvindu á íslandi undanfarin ár. En hagstæð ytri skilyrði hafi einnig valdið miklu. Bætt skipan peningamála, aukin áhersla á stöðugt gengi, bætt físk- Gunnar taldi að bændur seldu rétt- inn fyrir mun lægra verð, en eflaust væri verðið breytilegt. „í mörgum tilfellum er einnig um að ræða skipti á fullvirðisrétti, þannig að annar lætur af hendi rétt til að framleiða kindakjöt og fær í staðinn rétt til að framleiða mjólk, eða öfugt,“ sagði Gunnar. Samkvæmt heimild í reglugerð geta bændur leigt eða selt fullvirðis- rétt sinn til eins árs með samþykki viðkomandi búnaðarfélags og land- búnaðarráðuneytisins. Sagði Gunnar að í flestum tilfellum væri gefið leyfi fyrir samningum ef menn hefðu þegar komið sér saman um innihald hans. Hann sagðist vita til þess að samningur hefði verið gerð- ur til lengri tíma. Það væri auðvitað hægt, en væri þó háð því að fullvirð- isréttur einstakra jarða er til eins árs og um samninginn verði að fjalla sérstaklega hjá viðkomandi búnaðarfélagi ár hvert. veiðistjómun og aukin áhersla á að leyfa markaðsöflunum að njóta sín hafi skapað skilyrði til betra jafn- vægis í efnahagsmálum til fram- búðar en verið hafí. Hingað til hafí markmiðið um efnahagslegan stöð- ugleika þó ekki alltaf haft þann forgang sem æskilegur væri og þess vegna hafi framkvæmd nýrrar efnahagsstefnu ekki verið sem skyldi. Frekari aðgerða sé því þörf ef takast eigi að stuðla að áfram- haldandi hagvexti samtímis því sem dregið sé úr verðbólgu. Sjá lokakafla skýrslu bls. 22. Ragnar Jóhann Alfreðsson Sjómanns- ins enn saknað Grindavík. ENN hefur leit að unga sjómann- inum frá Grindavík engan árangur borið, en bátur hans fannst á reki fyrir viku. Sjómað- urinn heitir Ragnar Jóhann Alfreðsson, til heimilis að Efsta- hrauni 16 í Grindavik. Ragnar Jóhann er 33 ára gamall og hefur stundað sjómennsku frá fermingu. Síðastliðinn vetur var hann skipstjóri á Hafliða GK 140. Sambýliskona hans er Sigríður Sig- urðardóttir og eiga þau tvo syni, 11 og 6 ára gamla. Kr.Ben. Lést eftir vinnuslys Maðurinn, sem féll af vinnu- pöllum við Boðagranda i síðustu viku, er látinn. Hann hét Ársæll Gunnarsson og var þrítugur að aldri. Ársæll heitinn lætur eftir sig eig- inkonu, Erlu Ingu Skarphéðins- dóttur, og tvö böm, sjö og fímm ára. Hann var til heimilis á Holts- götu 19 í Reykjavík. Borgarsijórn: Meirihluti er fyrir frjálsum opnunartíma OECD um íslensk efnahagsmál: Brýn þörf á aðhaldsstefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.