Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Magnús Hreggviðsson, slj órnarf ormaður Fijáls Framtaks: íhugar málssókn á hendur höf- undum burðarþolsskýrslunnar „VIÐ sölu hluta fasteignarinnar að Skipholti 50c fullvissaði ég kaupendurna um að byggingin uppfyllti allar kröfur. Burðar- þolsskýrslan gerði mig ómerkan orða minna og niðurstaða hennar gat þýtt nokkuð fjárhagstjón fyr- ir mig. Nokkru síðar er allt dregið til baka, en þá má segja að skaðinn hafi þegar orðið. Eg hlýt þvi alvarlega að íhuga máls- höfðun á hendur höfundum skýrslunnar fyrir slík forkastan- leg vinnubrögð," sagði Magnús Hreggviðsson stjórnarformaður Fijáls Framtaks í samtali við Morgunblaðið, en Frjálst Fram- tak lét byggja eitt þeirra húsa, sem fjallað var um í burðarþols- skýrslunni. „Forsaga þessa máls er, að á árinu 1983 tókum við ákvörðun um að byggja hús undir starfsemi fyrir- tækisins. Við völdum úrvalsverk- fræðing, Stanley Pálsson, til þess að sjá um eftirlit og val á hönnuð- um, sem skyldu vera þeir bestu, hver á sínu sviði. Eftir að upplýs- inga hafði verið aflað, var samið við trausta verkfræðinga og sá að- ili, sem var valinn til að sjá um burðarþolshönnun var Verkfræði- stofan Ferill hf. Annar eiganda hennar, Snæbjöm Kristjánsson, tók síðan málið að sér, en hann er í stétt verkfræðinga talinn með þeim allra hæfustu á þessu sviði. Síðan létum við vinna nákvæm og ýtarleg útboðsgögn. Fjöldi tilboða barst, en við völdum ekki það lægsta, heldur næstlægsta. Fyrir valinu varð I__114120-20424 Sýnishorn úr söluskrá? Flyðrugrandi Vonim að fá í sölu mjög góða og skemmtil. 2ja-3ja herb. íb. ca 70 fm |nettó) á þessum eftirsótta stað. Parket á gólfum. Ákv. sala. Miðbær — stór glæsilegt Einstaklega glæsileg ca 90 fm íb. með mjög vönduðum og smekk- legum innr. Góðar suðursv. Frábært útsýni. Laus fljótlega. Ákv. sala. Eskiholt — Gb. Vorum að fá í sölu glæsi- legt ca 260 fm einbýlishús auk tvöf. 60 fm bílsk. Frá- bær staður. — Stórkostlegt útsýni. Hafnarfjörður — sérhæð Vantar snyrtilega og góða sérhæð t Hafnarfirði. Góðar greiðslur fyrir rétta eign. Sumarbústaður — Selvatn Frábær staðsetning. — Stutt frá Reykjavík. — Einn og hálfur hektari eignarland. Upplýsingar og lyklar á skrifst. HEIMASÍMAR: — 20499 — 622825 — 667030 Álftarós, sem hefur mjög gott orð á sér fyrir áreiðanleika og vönduð vinnubrögð. Gæðaeftirlit var síðan áfram í höndum Stanleys Pálsson- ar. Hönnuður og verktakar stóðu 100% við sitt og var hússins lokið í maí 1986. Síðan varð það úr, að við ákváð- um að flytja ekki starfsemi okkar, heldur seldum við tæpan þriðjung hússins og leigðum hinn hlutann. Þrátt fyrir þess ákvörðun, var ekk- ert slegið af kröfum um frágang húss og lóðar." Magnús víkur síðan að skýrslu Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins (RB): „Að beiðni félags- málaráðherra gerði RB úttekt á burðarþoli stórra húseigna á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Hafsteini Pálssyni var falið það verkefni og fékk hann til liðs við sig eftirtalda verkfræðinga: Gunnar Torfason, Pálma Lárusson, Niels Indriðason, Vífil Oddsson, Úlfar Haraldsson, og Þór Aðalsteinsson, sem allir eru starfandi verkfræðingar. Þeir vinna síðan eftir úrtaki Hafsteins við at- hugun á burðaþoli þessara og skiluðu síðan niðurstöðum sínum til Hafsteins. Hafsteinn setti svo sam- an skýrsluna makalausu, sem síðan vakti svo mikla athygli. Ragnar Sigurbjömsson, forstöðumaður Verkfræðistofnunar Háskólans kemst síðan að þeirri athyglisverðu niðurstöðu, að skýrslan sé verk- fræðingum til skammar og ekki minna fúsk, en hún átti að afhjúpa. Mjög er talið mismunandi hvemig burðarþoli viðkomandi húsa er far- ið, en í allri umfjölluninni virðist sem öll húsin hafi verið sett undir sama hatt sem meingölluð. Eitt þessara húsa var Skipholt 50c, sem er í eigu Fijáls Framtaks og var það valið með tilliti til þess, að burðarþol þess virtist vera í full- komnu lagi. Ég fullyrði, að mjög vel hafi ver- ið staðið að frágangi og hönnun hússins, enda kom síðan í ljós, að dregin voru til baka ummæli um að burðarþoli væri áfátt í húsinu. Þá er búið að vega mjög alvarlega f mikilli umfjöllun og slæmum mis- tökum að heiðri fyrirtækisins og jafnframt hugsanlega valda því fjárhagstjóni. Þessu vil ég ekki una og eftir að hafa kynnt mér nákvæm- lega öll efnisatriði fæ ég ekki séð annað, en staðfestingu þess, að burðaþol og önnur hönnun sé langt umfram þær kröfur, sem gerðar eru til burðarþols á Stór-Reykajvíkur- svæðinu. Vegna alvöru málsins og mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum, hefur Verkfræðistofnun Haskóia íslands verið falið að yfirfara öll gögn og skýrslu RB og mun hún, að því er mér skilst skila sínu áliti innan þriggja mánaða. í máli þessu hafa átt sér stað alvarleg mistök af hálfu RB og íhuga ég málssókn á hendur höf- undum skýrslunnar fyrir forkastan- leg vinnubrögð, að minnsta kosti ef leiðrétting verður ekki staðfest. Ég hef ávallt lagt mig fram um það að gera allt sem best og standa við mín orð. Ég sagði þeim, sem keyptu af mér húsið að það uppfyllti allar kröfur. Skýrslan og öll fjölmiðlaum- fjöllunin á eftir gerir mig ómerkan orða minna, en á eftir fylgir síðan örlítil leiðrétting, þar sem sagt er að húsið fullnægi burðarþolskröfum og gerð hafi verið mistök við gerð skýrslunnar, þar eð notaður hafi verið rangur staðall. Sú leiðrétting, sem ætlað var að hvítþvo umrædda fasteign hlaut hins vegar mun minni umfjöllun en fyrri úrskurður, þann- ig að segja má að skaðinn hafi þegar orðið." Þá má bæta því við, að það eyk- ur ekki traust skýrslunnar né höfunda hennar, að þeir hafa færst undan því að leggja fram útreikn- inga sína. Hönnuðimir, sem þeir hafa verið að gagnrýna hafa ekki getað fengið að sjá útreikninga nefndarmanna, sem ætti þó að vera lágmarkskrafa," sagði Magnús Hreggviðsson að lokum. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0ROARS0N HDL Bjóöum fjölmörg hagkvæm eignaskipti m.a.: 4ra-5 herb. góö Ib. óskast tll kaups miösvæöis I borginni. Sklpti möguleg á rúm- góöu einbýli meö 5-6 svefnherb. á úrvalsstaö í borginni. Nánari upplýsingar aöeins á skrifstofunni. 160-180 fm einbýlishús eða raðhús óskast til kaups t.d. í Breiðholtshverfi. Margskonar eignaskipti mögu- leg m.a. á 3ja herb. úrvalsíb. meö bilskúr. 2ja-5 herb. íbúðir óskast til kaups í Vesturborginni. Margskonar hagkvæm eignaskipti. Helst í Vesturborginni eða nágrenni óskast til kaups rúmgóö húseign meö 5-6 svefnherb. Skipti möguleg á 5 herb. úrvalsíb. í Vesturborginni. Nokkur mjög góð raðhús til sölu f borginni bæöi í byggingu og fullgerö. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofunni. Opið nk. laugardag. Minnum á auglýsingu í Mbl. þann dag. ALMENNA FASTEI6NASAUM LAUGAVEG118 SÍIMAR 21150 - 21370 Sumarbústaðalóðir Til sölu sumarbústaðalóðir á mjög fallegum stað við Þjórsá. Vatn leitt að hverri lóð og vegur lagður. Tilvalið fyrir fólagasamtök. Upplýsingar í síma 99-5946. Morgunblaðið/Hannes Nýkjörinn sóknarprestur, sr. Flosi Magnússon, skirði tvö börn í kirkj- unni, þar sem hvert sæti var skipað. Fjölmenni viðstatt afhjúpun minnsivarð- ans um Þormóðsslysið BQdudal BÍLDDÆLINGAR minntust á sjómannadaginn Þormóðsslyss- ins og allra Amfirðinga sem farist hafa á sjó, með því að af- hjúpa minnisvarða við Bíldudals- kirkju að aflokinni messu, þar sem nýkjörinn sóknarprestur, sr. Flosi Magnússon, var settur inn í embætti. Aldrei hefur kirkjubekkurinn í Bfldudalskirkju verið jafn þétt set- inn og urðu margir að láta sér lynda að standa fyrir utan meðan messað var. Það kom þó ekki að sök því skömmu áður en messan hófst braust sólin út úr skýjaþykkninu og skein glatt það sem eftir lifði dagsins. Páll Ægir Pétursson afhjúpaði síðan minnisvarðann, og við það tækifæri flutti stutt ávarp Jón Kr. ísfeld, hvatamaður að gerð hans, og sr. Þórarinn Þór, prófastur, fór með bæn. Að þessu loknu var kaff- isamsæti fyrir viðstadda í félags- heimilinu, og var þar húsfyllir. Þar flutti Pétur Bjamason stutt þakk- arávarp fyrir hönd þeirra sem Útversmálið í Hæstarétti: misstu aðstandendur árið 1943 í Þormóðsslysinu. Bflddælingar voru ákaflega án- ægðir með þennan dag og er óhætt að fullyrða að hann verði lengi hafð- ur í minnum. -Fréttaritari Blómsveigar voru lagðir að minnismerkinu eftir að það hafði verið afhjúpað. Ríkissjóður þarf ekki að endurgreiða 1 V2 milljarð króna DÓMUR Hæstaréttar í máli Út- vers hf. gegn sjávarútvegsráð- herra og fjármálaráðherra, hefur það í för með sér að rikis- sjóður þarf ekki að endurgreiða gengismun, sem nam á sínum tíma um 650 milljónum króna. Ef Hæstiréttur hefði staðfest dóm undirréttar í málinu hefði ríkissjóður þurft að endurgreiða fyrirtækjum í sjávarútvegi um 1 V2 milljarð króna á núvirði. Málið fjallaði um töku gengis- munar vegna útfluttra sjávaraf- urða. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 1983 voru gerð- ar ýmsar efnahagsráðstafanir. Meðal annars var gengið fellt og þannig fengu útflytjendur sjávaraf- urða meira fyrir framleiðslu sína í krónutölu en áður. Lög voru sett sem kváðu á um að útflytjendur sjávarafurða skyldu fá greiddan þann gjaldeyri sem þeir skiluðu til banka á kaupgengi sem í gildi var þegar útflutningsskjöl voru af- greidd í banka við gjaldeyrisskil, en að frádregnum 10% gengismun. Þessi gengismunur nam þá um 650 milljónum króna, sem í dag væri líklega um 1 V2 milljarður króna. Útver hf. á Bakkafírði höfðaði mál á hendur sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og hélt því fram að taka gengismunarins væri ólögmæt. Sú fullyrðing var meðal annars studd þeim rökum að lögin gætu ekki samrýmst stjómarskránni, þar sem löggjafarvaldið væm með þeim að framselja vald sitt í hendur fram- kvæmdavaldi. Héraðsdómur féllst á rök Útversmanna og komst að þeirri niðurstöðu að _ ríkissjóði bæri að endurgreiða Útveri hf. þennan gengismun, sem í því tilviki nam um 345 þúsund krónum. Hæstirétt- ur hefur nú hnekkt þessu og hefur dómur hans fordæmisgildi gagnvart öðmm fyrirtækjum í sjávarútvegi. „Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu," segir Ámi Kolbeins- son, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu. „Þessi dómur hefur mikil áhrif varðandi það hvað þarf að skilgreina nákvæmlega í lögum og að hve miklu leyti löggjafínn má framselja vald til framkvæmda- valdsins. Hæstiréttur hefur staðfest að valdframsalið var innan marka ákvæða stjómarskrárinnar." Kristinn Pétursson, fram- kvæmdastjóri Útvers hf., sagði að sér virtist sem Hæstiréttur hefði ekki haft kjark til að dæma fyrir- tækinu í hag í þessu máli. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum, en ef farið er út í málarekstur verður að kunna að tapa,“ sagði Kristinn. „Þessi dómur er áfall fyrir þjóðina, því hann gefur stjómmálamönnum umboð til að sukka með fjármuni að eigin vild. Fyrir leikmann eins og mig í lögum virtist aldrei leika vafí á að dómur félli okkur í vil.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.