Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 18
GRÆNA GÁTTIN 104 18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 N Ý J U N G A R Nýtt og öðruvísi GOÐA gómsæti. Þú opnar umbúðirnar, skellir frosnu innihaldinu á pönnuna og á örfáum mínútum verður til dýrindis máltíð! HP og ósvífni Morgunblaðsins í Reylcjavíkurbréfí Morgnn- blaðsins sl. sunnudag er farið með rangt mál og ósvífíð. Þar er fjallað um bandarískar skýrsl- ur, sem hafa verið gerðar opin- berar og fjalla m.a. um samningsgerð Islendinga og Bandaríkjamanna um bandaríska herstöð á íslandi. í vetur var leyndarstimpli af- létt af hluta bandarísku skýrsln- anna frá árunum 1950 og 1951. Helgarpósturinn birti fyrst blaða efni þessara skýrslna með ítar- legum og hlutlægum hætti. í nefndu Reykjavíkurbréfí leyf- ir höfundur sér hins vegar að halda því fram um grein HP, að „greinilega var ætlunin að gera afstöðu Islendinga í málinu sem tortryggilegasta eins og er vani þeirra, sem eru andvígir aðild Islands að NATO og vilja að Bandaríkjamenn hverfí héðan með varnarliðið." í framhaldi af þessari setningu eru Helgarpósturinn og Þjóðvilj- inn spyrtir saman og látið líta svo út, að afstaða HP sé sú hin sama og Þjóðviljans í herstöðvarmál- inu! Höfundi þessa Reykjavíkur- bréfs skal bent á, að Helgarpóst- urinn er óháð fréttablað, sem hefur ekki blandað sér í tilgans- laust, pólitískt eilífðarþras Morgunblaðsins og Þjóðviljans um herstöðvarmálið. A Helgar- póstinum er hlutlægni í heiðri höfð. Blaðið tekur afstöðu í for- ystugreinum en leiðir hjá sér klassískt argaþras pólitískra mál- gagna eins og Morgunblaðsins og Þjóðviljans. Hér með er skorað á höfund nefnds Reykjavíkurbréfs að fínna orðum sínum stað, því í grein hans er ekki ein einasta röksemd sem styður þá túlkun, sem hann las út úr greinum okkar um bandarísku „leyniskýrslumar" frá 1950 og 1951. Þar var ekki tekin afstaða með eða á móti herstöðinni við Keflavík. I grein HP voru í heiðri höfð lögmál heið- arlegrar og upplýsandi frétta- mennsku. Þjóðviljinn og Morgunblaðið eru á allt öðru menningarstigi en Helgarpósturinn. Við erum nútímamenn. Við erum í fréttamennsku en ekki á pólitískum burtreiðum. Halldór Halldórsson ritstjóri HP (Fyrirsögn er mín, HH) VÖRN GEGN VEÐRUN Það er misskilningur að járn þurfi að veðrast. Alltof lengi hafa menn trúaö því að galvaníserað járn eigi að veðrast áður en það er málað. Þannig hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á skemmast og afleiðingin er ótímabær ryðmyndun. Með rétfum HEMPELS grunni má mála strax og lengja þannig iífdaga bárujárns verulega. HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn og hefur frábært veðrunarþol. íslenskt veðurfar gerir meiri kröfur til utanhússefna en veðurfar flestra annara landa. Ef steinn er óvarinn við þessar aðstæður grotnar hann niður á skömmum tíma, aðallega vegna frostþíðuskemmda og áhrifa slagveðurs við útskolun fylliefna steinsteypunnar. Steinsílan gefur virka vörn gegn þess konar áhrifum. Opin veggjamálning, grunnur jafnt og yfirefni á stein, múr- stein og eldri málningu. Hefur afbragðs þekju og mikið veðr- unarþol. Fjöldi lita sem halda skerpu sinni lengi án þess að dofna. SILPPFEIAGIÐ Dugguvogi4 104 ReyKjavík 91-842 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.