Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 63 Frjálsar íþróttir: Gott hjá Vésteini VÉSTEINN Hafsteinsson tók þátt í kastmóti á Selfossi í gærkvöldi og náði sinni bestu kastseríu í kringlukasti frá upphafi. Vésteinn kastaði kringlunni 59,72 m, 62,50 m, 62,52 m, 61,70 m, 59,44 m og 62,84 m, en ís- landsmet hans frá 1983 er 65,60 m. Þá náði hann sínu besta í kúlu- varpi, 17,65 m, en hafði áður varpað kúlunni lengst 17,34 m. Vésteinn er greinilega í góðri æfingu, en hann er nýkominn frá móti í Svíþjóð, þar sem hann bætti sig í sleggjukasti, þeytti sleggjunni 49,58 m, og lóði kastaði hann 18,87 m, sem er lengsta kast ís- lendings í mörg ár. Knattspyrna: Howard Kendall til Bilbao? Frá Bob Hennessy á Englandi. ATLETICO Bilbao á Spáni hefur boðið Howard Kendall, fram- kvæmdastjóra Everton, tveggja ára samning, og er talið Ifklegt að Kendall taki boðinu í dag. Kendall sagði í gærkvöldi að við- ræður hefðu staðið yfir undanfarna daga og hann væri þegar búinn að taka ákvörðun, en frá henni verður greint í dag. Formaður Bilbao staðfesti hins vegar að framkvaemdastjóri Englands- meistaranna kæmi til Spánar. Kendall tók við stjórninni hjá Everton 1981 af Gordon Lee, nú- verandi þjálfara KR. Everton hefur tvisvar orðið Englandsmeistari undir hans stjórn, einu sinni bikar- meistari og Evrópumeistari bikar- hafa. Arie Haan til Stuttgart ARIE Haan, hin hollenski þjálfari Anderlecht, tekur við stjórninni hjá Stuttgart næsta tímabil. Haan, sem er 38 ára, hefur ekki náð samkomulagi við stjórn Belgíumeistara Anderlecht, en hann tekur við af Egon Coordes hjá Stuttgart, sem hafnaði í 12. sæti í þýsku bundesligunni. Haan var áður leikmaður Ajax og einn besti leikmaður hollenska landsliðsins. Handbolti: Fyrsti landsleikurinn íkvöld ÍSLAND og Danmörk elgast við í handknattleikslandsleik f íþrótta- hölllnni á Akureyri í kvöld og hefst leikurinn kl. 18.30. Þetta er fyrsti leikur af þremur 1 þessarl heim- sókn Dananna. Annar leikurinn fer fram á morgun í nýja fþrótta- húsinu á Húsavfk og þriðji leikur- inn verður svo f Laugardalshöll á sunnudagskvöld. Jónsmessumót í kvöld fer fram hið árlega Jóns- messumót f golfi á vegum GR. Leikin verður parakeppni. Safn- ast verður saman í Grafarholti milli kl. 20 og 21 í kvöld. Á sunnudaginn verður hjóna- og parakeppnin og hefst hún kl. 13.30. Morgunblaöið/Bjarni Eiríksson. • Björn Rafnsson átti frábæran leik f gærkvöidi og skoraði tvö góð mörk. Á myndinni er hann að skora fyrsta mark leiksins eftir góða sendingu frá Rúnari Kristinssyni. Góður leikur, gott spil og fimm glæsileg mörk KR Þriðji mesti skellur Þórs í 1. deild frá upphafi LEIKURINN í gærkvöldi var opinn og skemmtilegur. Jafnræði var með liðunum f fyrri hálfleik, en eftir annað mark KR gáfust Þórs- arar upp; heimamenn tvíefldust og skoruðu hvert markið öðru glæsilegra. Þórsarar léku einn sinn besta RÚMLEGA 430 þúsund krónur söfnuðust á fjáröflunarleik á 17. júnf á Laugardalsvellinum. Þar gerðu „Heimavarnarliðið" og „Útlendingahersvaltin" jafntefii, 7:7, f fjörugum leik. Fjöldi fólks lagðl leið sfna á völlinn og voru aðstandendur þessa fjáröflunar- leiks ánægðir með hvernig tókst til. Strax að leik loknum afhenti Halldór Einarsson (HENSON) Jónu Gróu Sigurðardóttur, form- anni Verndar, ávfsun upp á þá upphæð sem safnaðist, en söfn- unin var í þeim tilgangi að bæta fþróttaaðstöðu fyrir fanga á Litla Hrauni. leik í ár í gærkvöldi, en fengu engu að síður sinn þriðja mesta skell í 1. deild. Þeir léku fyrst á meðal þeirra bestu 1977 og töpuðu þá 6:0 fyrir KR og 1981 töpuðu Þórs- arar 6:1 fyrir Val. Sem fyrr segir var leikurinn ekki eins ójafn lengi vel og tölurnar Hátíðin hófst með því að nýkjör- in Ungfrú ísland, Anna Margrét Jónsdóttir, kom svífandi í fallhlíf ásamt Rúnari Rúnarssyni. Þau lentu á Laugardalsvellinum og höfðu meðferðis knöttinn sem leik- ið var með. í leikhléi var spjótkastskeppni milli Einars Vilhjálmssonar og Unn- ars Garðarssonar. Einar kastaði 79,00 metra — aðeins tæpum fjór- um metrum styttra en Norður- landamet Svíans Dags Venlund, en það er 82,68 metrar. Aðstæður gefa til kynna. Bæði liðin náðu oft að byggja upp skemmtilegar sókn- ir og nokkrum sinnum komu góðar stungusendingar inn fyrir varnirn- ar, en markverðirnir áttu þá síðasta orðið og björguðu vel. Öll mörk KR komu eftir gott samspil. Boltinn gekk hratt á milli, þar sem Björn, Rúnar, Andri og Pétur komu ávallt við sögu. Pétur var samt í strangri gæslu hjá Nóa, en það nægði ekki til. Björn gaf tóninn eftir þríhyrn- ingaspil, Andri skoraði glæsilegt mark og þá brotnuðu Þórsarar, Pétur skoraði það þriðja með skalla eftir nákvæma sendingu Rúnars og vippaði síðan skemmti- lega yfir Baldvin, en Björn inn- siglaði stórsigur með glæsilegasta marki sumarsins, þrumuskot utan vítateigs vinstra megin í hornið fjær. Sóknarleikur KR gekk upp að þessu sinni, en varnarmennirnir gerðu mistök, einkum í fyrri hálf- leik, sem hefðu auðveldlega getað fyrir Einar voru ekki góðar, til að mynda var atrennubrautin léleg. Einar er í mjög góðri æfingu um þessar myndir, og sagðist raunar ætla að slá Norðurlandametið á Flugieiðamótinu um helgina. í leikhléinu brugðu þeir einnig á leik Albert Guðmundsson, Pétur Pétursson og Arnór Guðjohnsen. Tóku þátt í vítaspyrnukeppni með bundið fyrir augun, og í markinu stóð Ungfrú ísland, Anna Margrét. Arnór var sá eini sem náði að skora — hinum tveimur gekk illa að hitta knöttinn! kostað mörk. En liðið lék vel sam- an og uppskeran var eftir því — KR er í efsta sæti deildarinnar, ekki tapað leik og ekki fengið á sig mark á heimavelli. Þórsarar voru góðir í tæpa klukkustund, en síðan ekki söguna meir. Baldvin stóð sig vel í mark- inu, en miöjan og vörnin opnuðust óþarflega mikið undir lokin. Liðið hefur unnið tvo leiki, en næstu fjór- ir leikir Þórs verða á Akureyri og ef liðið leikur eins og fyrstu sexttu mínúturnar í gær, þurfa norðan- menn ekki að örvænta. Leikmenn léku prúðmannlega og Eysteinn dómari var ákveðinn, en var stundum of fljótur á sér. -S.G. KR - Þór 5 : 0 KR-völlur, 1. deild, fímmtudaginn 18. júní 1987. Mörk KR: Bjöm Rafnsson (8. og 87.), Andri Marteinsson (57.) og Pétur Pét- ursson (71. og 86.). Gult spjald: Þorsteinn Haildórsson KR (40.), Willum Þór Þórsson KR (53.) og Nói Bjömsson (74.). Áhorfendur: 968. Dómarí: Eysteinn Guðmundsson 7. Lið KR: Páll Ólafsson 3, Jósteinn Ein- arsson 2, Ágúst Már Jónsson 2, Þor- steinn Guðjónsson 3, Þorsteinn Halldórsson 3 (Sæbjöm Guðmundsson vm. á 80. mín., lék of stutt), Rúnar Kristinsson 4, Andri Marteinsson 4, Willum Þór Þórsson 2 (Júlíus Þorfínns- son vm. á 80. mín., lék of stutt), Gunnar Skúlason 3, Pétur Pétursson 4, Bjöm Rafnsson 4. Samtals: 34. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson 3, Jú- líus Tryggvason 2, Nói Bjömsson 2, Einar Arason 2, Guðmundur Valur Sig- urðsson 3, Jónas Róbertsson 2 (Sigur- bjöm Viðarason vm. á 46. mín. 1), Sveinn Pálsson 2 ( Ámi Þór Ámason vm. á 63. mín., 1), Siguróli Kristjánsson 3, Hlynur Birgisson 2, Halldór Áskels- son 3, Kristján Kristjánsson 3. Samt&ls: 27. 1. deild KR - ÞÓR 5:0 HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Lelkir U J T Mörk u J T Mörk Mörk Stig KR 6 3 0 0 10 : 0 1 2 0 3 : 2 13 : 2 14 VALUR 5 2 0 0 9 : 1 2 1 0 5: 2 14 : 3 13 ÍA 5 1 0 1 5: 5 2 0 1 4 : 3 9 : 8 9 KA 5 1 0 2 2 : 3 2 0 0 2 : 0 4: 3 9 ÍBK 5 1 1 0 3: 1 1 0 2 7 : 13 10 : 14 7 ÞÓR 6 1 0 1 2 : 2 1 0 3 3: 10 5 12 6 FRAM 5 0 1 2 2: 5 1 1 0 4: 2 6 : 7 5 VÍÐIR 5 0 2 1 2 : 3 0 2 0 0: 0 2 3 4 VÖLSUNGUR 5 0 1 2 3: 6 1 0 1 1 2 4 : 8 4 FH 5 0 1 2 1 : 4 0 0 2 1 5 2 9 1 Vel heppnuð söfnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.