Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 28 Reuter. Bernhard Götz (með gleraugun) fylgt úr réttarsalnum, eftir að kvið- dómurinn hafði kveðið upp úrskurð sinn. Hann var fundinn sekur um ólöglega vopnaeign, en sýknaður af öðrum ákæruatriðum. Bandaríkin: Felur dómurimi yfir Götz í sér leyfi til að skjóta svertingja - eða er hann til vitnis um sigur réttvísinnar? Vopnasölumálið: North ofursti neitar leynilegum vitnaleiðslum gætu lekið til Walsh og gert honum að kleift að lögsækja North. North er talinn höfuðpaurinn að baki ólöglegrar vopnasölu til klerkastjórnarinnar í íran og til- raunum til að beina gróðanum af sölunni til kontra-skæruliða í Nic- aragua. Framburður hans er álitinn geta skipt sköpum varðandi málið allt og sérstaklega þátt Reagans forseta í því. Forsetinn hefur neitað að hafa vitað um fjársendingarnar til kontra-skæruliðanna sem beijast gegn stjórn Sandinista i Nicaragua. Bandaríska þingið hafði áður sam- þykkt lög sem bönnuðu fjárhags- lega aðstoð við skæruliðana. Inouye öldungadeildarþingmaður sagði í fyrradag að nefnd hans yrði að fá „pottþétta tryggingu" fyrir því að North vitnaði opinberlega í næsta mánuði annars myndu þing- mennirnir beita ölium ráðum til að þvinga fram vitnisburð. Til greina kæmi að ákæra hann fyrir að sýna þinginu lítilsvirðingu. Washington, Reuter. LÖGFRÆÐINGAR Olivers Norths ofursta segja nú að hann muni ekki bera leynilega vitni frammi fyrir sérstakri rannsókn- arnefnd þingmanna undir for- ystu Daniel Inouyes frá Hawaii. Sögðu lögfræðingarnir að yfir- heyrslurnar yrðu að vera opin- berar sem merkir m.a. að þeim yrði sjónvarpað. Markmiðið með þessari kröfu Norths er talið vera það að neyða þingmannanefndina til að hlusta á allan framburð sinn fyrir opnum tjöldum. Þannig gæti hann mögu- lega sloppið við ákærur af hendi Lawrence Walsh sem annast sér- staka rannsókn á vopnasölumálinu og er sú rannsókn óháð rannsókn þingmannanna. Samkvæmt banda- rískum lögum má Walsh ekki nota opinberan vitnisburð Norths gegn honum. North mun óttast að einhver at- riði í leynilegum vitnisburði hans Reuter North ofursti á leiðinni út úr skrifstofu lögfræðinga sinna. Þeir segja nú að ofurstinn muni bera opinberlega vitni í næsta mánuði. Belgía: Yfirmaður Bamahjálpar SÞ handtekinn fyrir bamaklám New York. Reuter. SÝKNUDÓMURINN yfir Bern- hard Götz, hvíta manninum sem sætt hefur ákæru fyrir morð- tilræði við fjóra svarta unglinga, mælist misjafnlega fyrir meðal Bandarikjamanna. Sumir telja, að dómurinn, sem kveðinn var upp á miðvikudag, marki upphaf þess tíma, að menn telji sér leyfi- legt að drepa svertingja, en aðrir segja, að hann sé til vitnis um, að réttvísin hafi sigrað í málinu. Götz, sern er 39 ára gamall raf- magnstæknifræðingur, skaut á ungmennin í yfirfullri neðanjarðar- lest í New York 22. desember 1984. í fyrradag var hann sýknaður af ákærum um morðtilræði, árás, víta- svert tillitsleysi og beitingu vopns, en fundinn sekur um ólöglega vopnaeign. Síðastnefnda ákæruat- riðið getur í mesta lagi haft í för með sér sjö ára fangelsisdóm. Lög- fræðingar Götz telja, að hann muni að öllum líkindum fá skilorðsbund- inn dóm, þegar mál hans kemur til lokaúrskurðar í september. „Ég tel, að dómur þessi feli í sér upphaf þess, að hvítir telji sér heim- ilt að drepa svört ungmenni," sagði Hazel Dukes, forseti New York- deildar NAACP (Samtaka um framsókn meðal litaðs fólks). „Þetta er hneyksli." En blökkumannaleiðtoginn Roy Innis, formaður CORE (Samtaka um jafnrétti kynþáttanna), sagði: „Ástæðan fyrir því, að atburðurinn átti sér stað, var sú, að talið er leyfi- legt að ráðast á heiðarlega borgara. Dómurinn er til vitnis um, að íbúar New York, svartir og hvítir, heiðar- legu borgaramir, ætla ekki að að standa aðgerðarlausir frammi fyrir glæpamönnum." Brussel, Reuter. YFIRMAÐUR UNICEF, Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna í Belgiu, var handtekinn sautjánda júní, sakaður um klám og að hvetja til ósiðsemi gagnvart börn- um, að sögn saksóknara í Brussel. Talsmaður UNICEF staðfesti að hinn ákærði væri Jozef Veerbeck, hinn 63 ára gamli yfirmaður stofn- unarinnar. „Eg er sem steini lostinn. Þetta kemur manni til að velta því fyrir sér, hveijum maður geti treyst í þessum heimi. Ég á erfitt með að trúa þessu, við höfum öll orðið fyrir miklu áfalli," sagði talsmaðurinn. Handtaka Veerbecks siglir í kjöl- far handtöku níu manna í mars síðastliðnum, sem lögreglan sagði ábyrga fyrir rekstri meiriháttar al- þjóðlegs barnaklámhrings. A meðal níumenninganna var Michel Felu, sem unnið hefur sem sjálfboðaliði á vegum UNICEF. Er Felu var hand- tekinn í höfuðstöðvum UNICEF í Brussel, sagði lögreglan að hann hefði notað kjallara byggingarinnar til að framkalla klámmyndir af tólf til sextán ára börnum. Myndimar voru síðan seldar. Gengi gjaldmiðla GENGI Bandaríkjadollars var með þeim hætti á gjaldeyris- markaði í London á hádegi í gær að sterlingspundið kostaði 1,6340 dollara. Fyrir dollara fengust: 1,3405 kanadískir dollarar 1,8230 vestur-þýzk mörk 2,0545 hollenzk gyllini 1,5140 svissneskir frankar 37,79 belgískir frankar 6,0925 franskir frankar 1.317 ítalskar lítur 144,45 japönsk jen 6,3430 sænskar krónur 6,6975 norskar krónur 6,8575 danskar krónur Gullúnsan kostaði 450,30 doll- ara. Ólgan í Panama: „Mikil óvissa, en ekki uppreisnarástand“ -segir Miriam Óskars- dóttir, trúboði EINRÆÐISSTJÓRN herfor- ingja i Panama hefur þurft að kljást við óánægju og mótmæla- aðgerðir almennings í landinu í rúma viku. Óeirðirnar hófust er Roberto Diaz Herrera, ofursti og fyrrum næst-æðsti maður hersins, ásakaði Manuel Noriega, hershöfðingja og yfir- mann hersins, um ýmis afbrot m.a. hefði hann átti aðild að tveim pólitiskum morðum og staðið fyrir kosningasvindli árið 1984. Noriega er í reynd valdamesti maður landsins og forsetinn, Del- valle, er leikbrúða í höndum hans. Hefur Noriega áður verið ásakað- ur um eiturlyfjasölu og fleiri misgerðir en tekist að hrista allt af sér. í viðtölum við fréttamenn hefur hann sagt að hvítir ríkis- bubbar standi á bak við óeirðimar og vilji þeir kljúfa þjóðina í tvennt. Helsti foringi stjómarandstöð- unnar, Ricardo Calderon, segir að 12 manns hafi fallið í óeirðunum undanfama daga og glæpaflokkar á vegum herforingjastjómarinnar hafi rænt pólitískum andstæðing- um Noriega. Yfirvöld neita því að mannfall hafi orðið og Noriega harðneitar kröfum stjómarand- stæðinga um að hann segi af sér stöðu yfirmanns heraflans. Miriam Óskarsdóttir, trúboði, hefur í nær þijú ár stjómað bama- heimili í sveitahéraði skammt frá Colon sem er önnur stærsta borg landsins. í samtali við Morgun- blaðið sagði. hún ástandið vera að færast í eðlilegt horf t.d. væri ætlunin að skólar opnuðu aftur á mánudaginn. „Ströng ritskoðun ríkir og fjöl- miðlar þora nánast ekki að segja neitt frá eigin bijósti um ástand- ið. Fjöldi fólks safnaðist saman á götum úti í höfuðborginni og hafði uppi mótmæli gegn stjórninni. Sumir börðu saman pottum og pönnum og kölluðu vígorð. Neyð- arástandslögin hafa þó hrætt marga frá opinberum aðgerðum en því meira er talað á bak við tjöldin. Herrera ofursti hefur dregið ákærur sínar að nokkru leyti til baka en vill þó ekki draga að öllu leyti í land. Fólk veit því ekki leng- ur hveiju það á að trúa og eru margir ruglaðir í ríminu. Sagt er að Herrera hafí nú fengið land- vistarleyfi á Spáni og hafi heimtað að fá flugfar þangað í vél með kaþólskum presti og um fjörutíu öðrum farþegum. Líklega óttast hann morðtilræði," sagði Miriam Óskarsdóttir. Hún bætti við að útgöngubanni hefði verið aflétt í borgunum og ekki væri hægt að tala um upp- reisn í landinu þótt mikil óvissa ríkti og fólk kvartaði undan rit- skoðun og öðrum takmörkunum á mannréttindum. Vv Á myndinni sést Noriega hers- höfðingi í hópi stuðningsmanna sinna. Miriam Óskarsdóttir, kafteinn i Hjálpræðishernum, sést hér ásamt nokkrum skjólstæðing- um sínum og aðstoðarstúlku á barnaheimilinu í Panama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.