Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 27 MorgunDiaoio/ porKen Frá ráðstefnu félagsmálaráðuneytisins inn burðarþol. Ráðstefna um burðarþol: Úrbóta þörf á flestum sviðum HERÐA þarf eftirlit með burðar- þoli bygginga, endurskoða þarf lög, reglugerðir og staðla, auka þarf rannsóknir á sviði burðar- þols og gefa i auknum mæli kost á endurmenntun fyrir tækni- og verkfræðinga, samfara auknum kröfum til þeirra. Segja má að þetta hafi verið niðurstaða ráð- stefnu, sem félagsmálaráðherra efndi til í gær um burðarþol bygginga og fór fram í Borgar- túni 6. I lok ráðstefnunnar sagði ráðherra frá því að endurskoðun stæði nú yfir á lögum og reglu- gerðum um byggingarmál og að færustu sérfræðingar yrðu fengnir til þess að yfirfara þau drög, sem nú lægju fyrir, með tilliti til niðurstaðna ráðstefn- unnar. Alexander Stefánsson félags- málaráðherra efndi í gær til ráð- stefnu með ýmsum aðilum er tengjast byggingariðnaðinum. Efni þessarar ráðstefnu var burðarþol bygginga og er aðdragandi hennar nefndarstörf á vegum ráðuneytisins sem benda til þess að burðarþoli bygginga sé víða áfátt. Nokkur gagnrýni kom fram á hina svokölluðu burðarþolsskýrslu, svo og að viðkomandi aðilum skuli ekki vera gefínn kostur á að kynna sér útreikningana, er að baki skýrsl- unni liggja. Ráðstefnugestir voru hins vegar flestir sammála um það, að þolhönnun bygginga væri ábóta- vant og að verulegt átak þyrfti að gera til þess að bæta úr. Hætta yrði öllum stéttaríg og persónuleg- um árásum, en taka þess í stað höndum saman. Töluverðar umræður urðu um staðla og sýndist sitt hveijum. Voru þó flestir á því að gera þyrfti gang- skör að því að koma á nýjum íslenskum burðarþolsstaðli. Sumir töldu eðlilegt að menn gætu einnig notað erlenda staðla samhliða, en það þyrfti þó að vera gert út í gegn. Aðrir töldu rétt að íslenskur staðall tæki mið af hinum danska og enn aðrir vöruðu við ofnotkun staðla; menn yrðu að læra að hugsa sjálfir. Ragnar Sigbjömsson forstöðu- maður Verkfræðistofnunar lagði til að sett yrði á laggimar framhalds- nám við Háskóla íslands i burðar- þolsverkfræði. Tölvumiðstöð fatlaðra: Knúið á um tölvu sem getur lesið íslenskan texta Yrði bylting fyrir sjónskerta, segir Arnþór Heigason AÐALFUNDUR Tölvumiðstöðv- ar fatlaðra skoraði nýlega á Öryrkjabandalag íslands og Try ggingastof nun ríkisins að beita sér fyrir því að þróaður verði „talgervill" sem lesið gæti islenskan texta upphátt fyrir sjónskerta og aðra leshamlaða. Tæki þetta myndi tengjast venju- legri einkatölvu og yrði sjón- skertum þá kleift að vinna ritvinnslu til dæmis. í stað þess að birta upplýsingar á skjá myndi tölvan lesa þær fyrir notandann. Að sögn Arnþórs Helgasonar formanns Öryrkjabandalagsins er i undirbúningi að leita eftir samstarfi við erlenda aðila til þess að þróa slíkt tæki. „íslenskur talgervill myndi valda gjörbyltingu fyrir alla þá sem ekki geta lesið prentað mál og að mínu mati er metnaðarmál fyrir þjóð sem státar af jafn ríkri bókmenntahefð að ráða yfir slíkri tækni,“ sagði Arnþór. Talgervill er tölva sem myndað getur eðlilegt tal eftir hljóðrituðum texta. Kjartan Guðmundsson raf- magnsverkfræðingur vann á fyrra helmingi síðastliðins árs rannsókn á talgervli í þessu skyni. Naut hann til þess styrkja frá IBM á íslandi, Eimskipafélaginu, Raunvísind- stofnun Háskólans og Blindrafélag- inu. Kjartan þróaði hugbúnað sem undirbýr texta undir lestur. Fluttar voru inn og reyndar ýmsar gerðir af talgervlum. Þeir eru miðar við ensku og önnur erlend tungumál og reyndust ekki skila íslensku máli með réttum framburði og hrynjandi. í samtali við blaðamann sagði Kjartan að á þessu hefði rann- sókn hans strandað, því hvorki var fyrir hendi fé né sérþekking til að smíða þann tölvubúnað sem til þarf. Sænskt fyrirtæki framleiðir nú talgervil sem les sænskan texta nær óaðfinnanlega. Hefur hann einnig verið aðlagaður öðrum norður- landatungum, að sögn Amþórs. Hann sagðist telja það fysilegan kost að kanna hvort hægt væri að laga þetta tæki að íslensku hljóð- kerfi. Yrði þá væntanlega hægt að nota hugbúnað Kjartans til þess að stjóma talgervlinum. Þegar upp verður staðið kemur íslenskur talgervill ekki aðeins fötl- uðum til góða, því eins og Arnþór benti á væri hægt að nota slík tæki í viðvörunarkerfum, í tengslum við símabúnað og önnur fjarskipti svo dæmi séu nefnd. .............. Graf ík í Gallerí Gangskör „Mörgum þykir þessir steinar hafa íslenskt yfirbragð, en verkin vann ég áður en ég kom til íslands," segir Maijatta. Morgunblaðið/KGA „Hver og einn verður að leggja sinn skilning í verk mín,“ segir Heikki. FINNSKIR grafíklistamenn sýna um þessar mundir nokkur verka sinna í GaUerí Gangskör við Amtmannsstíg í ReykjavR. Þetta eru þau Heikki Jussi Arppo og Maijatta Nuerova. Þau hafa bæði átt verk á fjölda alþjóðlegra sýn- inga, en sýna nú í fyrsta skipti á Islandi. Við ræddum stuttlega við þau um aðbúnað Hstamanna í Finnlandi og sýningu þeirra í Gallerí Gangskör. Sýningunni lýkur sunnudaginn 21.júní. Marjatta Nuoreva var fyrst tekin tali. Hún lagði stund á myndlist- amám við Konstindustriella láro- verket í Helsinki í 5 ár. Þar kenndi henni meðal annarra Pentti Kaskip- uro, sem er þekktur grafíklistamað- ur í heimalandi sínu. Síðastliðin 5 ár hefur Maijatta starfað sem svæðislistamaður (lánskonstnár) í Mellersta í Finnlandi. Finnska ríkið rekur launakerfi fyrir listamenn, en samkvæmt þessu kerfi er landinu skipt í svæði eða lén og á hveiju svæði fær ákveðinn fjöldi listamanna greidd laun frá ríkinu auk aðstöðu til list- iðkunar. Hægt er að sælq'a um til eins árs eða nokkurra ára í senn, en listamennimir verða að skila 40 stunda vinnuviku. Að sönnu er nokkur ásókn í að komast inn í þetta kerfi en sérstök dómnefnd skipuð af listamönnum og ríkinu sér um að velja úr umsóknum. Þeir einir hljóta starfslaun sem sýnt hafa hvað í þeim býr. „Ég starfaði í Jyváskylá," segir Maijatta. „Þar setti ég upp vinnu- stofu fyrir grafíklistamenn í nýju húsi sem ríkið hafði keypt undir starfsemina. Til okkar kemur fjöldi kennara og heldur námskeið, til dæmis var Jóhanna Bogadóttir með námskeið hjá okkur árið 1983. Við fáum marga gesti erlendis frá en að jafnaði starfa 10—15 manns á vinnustofunni. Það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri til þess að sýna á íslandi, ekki síst í þessu fallega gallerí. Mér hafði verið sagt að Island væri engu líkt og ég hef svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum. Islensk náttúra er einstök og áhrif hennar á mig eiga örugglega eftir að koma fram í myndum mínum.“ Aðspurður sagði Heikki J. Arppo að erfitt væri að skýra hvað hann væri að segja með verkum sínum. „Verk mín lýsa helst einhverri til- finningu fyrir rúmi og litum, annars er ekki hægt að lýsa þessu ná- kvæmlega, hver og einn verður að upplifa þetta fyrir sig. Ég lauk námi árið 1973 og fékkst fyrst í stað við kennslu og svolitla auglýs- ingagerð. Núna er ég á 5 ára starfslaunum frá finnska ríkinu eins og Maijatta. Þetta er gott kerfi sem gefur listamönnum tækifæri til þess að sinna hugðarefnum sínum án þess að hafa stöðugar fjárhags- áhyggjur." Heikki telur það mjög mikilvægt fyrir listamenn að fá tækifæri til þess að sýna verk sín annars staðar en í heimalandi sínu. „Það hefur verið ómetanleg reynsla fyrir mig að fá tækifæri til að koma til ís- MARGEIR Petursson og Johann Hjartarson gerðu báðir jafntefli í 6. umferð á Alþjóðlega skák- mótinu í Moskvu i gær. Jóhann er nú með fjóra vinninga en Margeir tvo og hálfan og á eftir að tefla eina biðskák. Margeir tefldi við Rússann Mal- anjuk, sem er alþjóðlegur meistari og stigahæsti maður mótsins. Jó- hann tefldi við landa hans Gurevich stórmeistara. Að sögn Margeirs Péturssonar ávarpaði yfirdómari mótsins þáttek- endur við upphaf 5. umferðar sem tefld var á miðvikudaginn, 17. júní. Hann óskaði íslendingunum til hamingju og talaði um góð sam- skipti þjóðanna á skáksviðinu. Eftir 6. umferð eru Rússamir Dolmatov og Romanishin efstir og jafnir með fjóra vinninga. lands og hitta hér að máli fólk sem er að fást við sömu hluti og ég,“ Sjöunda umferð verður tefld í dag og er þá eftir að tefla sex umferðir. Leiðrétting Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Sverri Hermannssyni, mennta- málaráðherra: „í grein minni um Jón forseta og Vestfirðinga slæddist inn sú meinlega villa að Gísli Hjálmarsson var talinn læknir á ísafirði. Hann var að vísu mikill vinur Jóns for- seta, en hann var íjórðungslæknir í Austfirðingaíjórðungi og sat í Vallarnesi og síðar í Höfða á Völl- um.“ Alþjóðlega skákmótið í Moskvu: Jafntefli hjá Islendingunum W I $ % t>- & $ $ LORÉAL PARIS Hárgreiðslusýning verður haldin á Hótel Sögu sunnudaginn 21. júní. Húsið opnað kl. 20.00. Miðar seldir við innganginn. aouf 'ammsLmGxw a ©©. Laugaveg 178 — P.O. Box 338 — 105 Reykjavik — Iceland 1 «jL M 1 § i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.