Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Mikill munur á því hversu oft tölur hafa komið upp í Lottóinu Bendir til eðlilegrar dreif ingar Hljómsveit Siggu Beinteins Hljómsveit Siggn Beinteins í Broadway HLJÓMSVEIT Siggu Beinteins leikur um helgar í Broadway í sumar og spilar þar í fyrsta sinn i kvöld, föstudagskvöld. í frétt frá Broadway segir að Sigga Beinteins hafí fengið til liðs við sig úrvalsfólk, sem hafí áður leikið í þekktum hljómsveitum. A bassa leikur Birgir Bragason, Edda Borg sér um hljómborðsleik og syngur einnig, Guðmundur Jónsson leikur á gítar og Magnús Stefáns- son á trommur. Sjálf er Sigga þekkt fyrir söng sinn á hljómplötum og í sjónvarpi og ekki síst fyrir hlutverk sitt í rokksýningunni Allt vitlaust, sem verið hefur á Broadway í vet- ur. Hljómsveit Siggu Beinteins leikur bæði gömul og ný lög. (Fréttatilkynning) ÞEGAR dregið var um vinnings- tölur getspárinnar „Lottó 5/32“ síðastliðinn laugardag reyndist talan 6 þeirra á meðal. Þetta er í fyrsta skipti sem sex er ein af vinningstölunum frá þvi að talna- leikurinn hófst fyrir rúmu hálfu ári. Talan fjórir hefur á hinn bóginn komið upp í þriðja hverj- um drætti að meðaltali, þijár tölur hafa verið dregnar átta sinnum en sjö tölur aðeins einu sinni eða tvisvar. Þessi ójafna dreifing bendir ekki til þess að einhveijar tölur séu öðrum líklegri til þess að verða vinn- ingstölur leiksins að sögn dr. Helga Tómassonar tölfræðings. „I hvert sinn sem dregið er í getspánni eru allar tölur jafn líkleg- ar til vinnings. Leikurinn hefur að sjálfsögðu ekkert „minni“,“ sagði Helgi aðspurður um hversvegna svona mikill munur væri á tíðni talnanna fjórir og sex í getspánni. „A hveiju tímabili verður einhver tala með hæstu tíðni allra, en önnur með lægstu tíðnina og lögmál líkindareikningsins segja okkur hvað er eðlilegt að þær hafí komið oft upp. Það hefði þannig verið hægt að segja fyrir um það þegar Lottóinu var hleypt af stokkunum að eftir 29 vikur hefðu einhveijartölur aldr- ei komið upp eða aðeins einu sinni og nokkrar tölur verið dregnar allt að tíu eða ellefu sinnum, eins og raunin varð á. Hæfílega ójöfn dreifíng bendir til þess að alger hending ráði hvaða tölur koma upp og sýnir að eðlileg- um vinnubrögðum sé beitt við dráttinn. Ef tíðni vinnigstalna hefði verið mjög jöfn, eða mjög ójöfn til dæmis, og einhver tala komið upp 13 sinnum eða oftar eftir þennan skamma starfstíma, væri aftur á móti full ástæða til þess að rann- saka málið," sagði Helgi. Tölfræðingar geta með þessum hætti sagt fyrir um að eftir tíu ára starfrækslu Lottósins hafí einhver tala komið upp allt að 125 sinnum en önnur ekki nema 40-60 sinnum frá upphafi. Það er þó ekki þar með sagt að sömu tölur verði al- gengastar og sjaldgæfastar þá og nú. Hending mun áfram ráða drætti og tíðni talna sveiflast til og frá. „Ef við gefum okkur að tíminn sé óendanlegur rennur upp sú stund að talan sex verður algengust og talan fjórir með lægsta tíðni,“ sagði Helgi. Fyrirliggjandi í birgðastöð PRÓFÍL- PÍPUR DIN 2395-A/59411 □ [ □ ][ ] □ □□ Fjölmargir sverleikar. Lengd 6 m. SINDRA Broadway: Síðasta rokk- sýningin að sinni „ALLT vitlaust", rokksýningin á Broadway, verður í síðasta skipti að sinni á morgun, laugardag. Fyrirhugað er að hefja sýningar að nýju í haust. Nú hefur rokkskemmtun þessi verið rúmlega 30 sinnum á Broad- way, en í upphafi var reiknað með um tólf sýningum. Um þijátíu manns taka þátt í sýningunni, þar sem leikin eru lög frá gullöld rokks- ins, 1956-1962. Fjórir söngvarar sjá um flutninginn, þau Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir, en hljómsveit undir stjóm Gunnars Þórðarsonar sér um SLATTUVÉLAR STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 MARKAÐURINN t MVRARGÖTU 2. undirleik. Þá heldur að auki 17 manna danshópur, Rokk í viðlögum, uppi flöri á sviðinu. Síðasta sýning að sinni verður annað kvöld, laugar- dagskvöld. I haust verða nokkrar sýningar í viðbót á „Allt vitlaust", en að því loknu verður stórsýning, byggð á gullárum KK-sextettsins. Með sext- ettnum koma fram söngvaramir Ragnar Bjamason og Ellý Vil- hjálms, sem þá stígur aftur á svið eftir langt hlé. Ferming Ferming í Hrafnseyrarkirkju, sunnudaginn 21. júní kl. 14. Prestur sr. Gunnar Eiríkur Hauksson. Fermd verður: Guðrún íris Hreinsdóttir, Auðkúlu, Auðkúluhreppi. Ferming í Kolfreyjustaðar- kirkju sunnudaginn 21. júní. Fermdur verður: Steinn Friðriksson, Hafranesi. Ný þýsk gæðafilma frá Agfa Meó 3 myndir frítt 12 og 24ra mynda litfilmurnar frá Agfa eru í raun 15 og 27 mynda. Þú færð því alltaf 3 í kaupbæti. plúsa Sveigjanleiki í lýsingu Nýja Agfa litfilman hefur mikið svig - rúm frá réttri ljósnæmisstillingu. Mikilvæg mynd verður því ekki ónýt. Náttúrulegir litir Nýja Agfa litfilman skilar þér myndum í sömu litum og mannsaugað nemur þá. Samanburður er sannfærandi. AGFA+3 Alltaf Gæðamyndir Stefan Thorarensen Slðumúli 32, 108 Reykjavik - Sími 91- 686044
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.