Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 46
tcki íwcn æi nn’öAmrra'OT .-QTOAjmTcrtOTC'M MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 ÞorbjörgK. Snorra- dóttir Minning Fædd 2. október 1940 Dáin 12. júní 1987 Ég vil hér í fáum orðum minnast frænku minnar, Þorbjargar Kar- ólínu Snorradóttur, eða Obbu Köllu eins og við kölluðum hana. Það er alltaf svoleiðis þegar ein- hver hverfur úr hópnum, að þeir sem eftir sitja eiga fá orð til og eiga erfitt með að trúa því að þessi persóna sé horfin úr hópnum. Þegar ég fékk þær fregnir að Obba Kalla væri mikið veik þá á einhvem hátt fannst mér að hún hlyti að hressast, hún Obba sem alltaf var svo hress og kát og til í „hlutina" gat ekki verið næst í röð- inni. Við tökum oft þannig til orða, að mennimir séu jafn misjafnir og þeir séu margir, Obba var í mínum augum svo „sérstök". Sérstök af því að hún fór sínu fram, hafði sínar skoðanir á hlutunum. Þar sem Obba var stödd var líf í tuskunum og hún tilbúin til að aðstoða þegar á þurfti að halda. En við getum víst ekki ráðið öllu hér í þessum „stóra heimi", því að föstudaginn 12. júní hringdi mamma og sagði að Obba Kalla frænka væri nú dáin. Þegar fólk er hrifsað burtu í blóma lífsins Þá finnst manni að guð hafí svikið, eða eins og Steinn Steinar segir í kvæðinu um Krist: „Það er svo undarlegt, finnst manni, þegar maður er ungur, að sólin skuli hverfa af himninum bak við §arlæg fjöll. Það er eins og framandi hönd hafi hrifsað frá manni leikföng manns." Með þessum orðum kveð ég Obbu Köllu og þakka henni allt. Ég, foreldrar mínir, systkini og unnusti, sendum Obbu Steingríms, Önnu, Pétri Steini og Eiríki innileg- ar samúðarkveðjur. Margrét Sigmarsdóttir „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska“, þau orð komu upp í huga minn er hringt var í mig og mér tilkynnt andlát tengdamóður minnar Þorbjargar Snorradóttur, þann 12. júní síðastliðinn. Þorbjörg var fædd 2. október 1940 á Akur- eyri og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Þá hugðist hún freista gæfunnar í höfuðborginni en foreldrar hennar Þorbjörg Steingrímsdóttir og Snorri Guðmundsson bjuggu í einn vetur á Akranesi á leið sinni til Reykjavík- ur. Ég hitti Þorbjörgu fyrst á vor- mánuðum ársins 1981 þegar hún kom til Reykjavíkur, en hún var þá búsett á Raufarhöfn. Það var mikið flökkueðli í henni og átti hún erfítt með að setjast að á einum stað. Til dæmis bjó hún í Bandaríkjunum um tíma og leit á þau sem sitt ann- að heimili. Ef það leið of langt á milli ferða hennar þangað var hún ekki í rónni fyrr en hún komst yfír hafið. „Hey Granny, viltu sandwich" voru fyrstu orðin sem ég heyrði hana segja fyrmefndt vor. Er ég kom með Önnu dóttur hennar og eiginkonu minni á heimili þeirra mæðgna á Hverfisgötunni. Á því augnabliki vissi ég að þama var á ferðinni kona sem munað yrði eftir, kona sem í þessu tilfelli var að bjóða mömmu sinni samloku að hætti Bandaríkjamanna. Þetta var dæmi- gert fyrir hana, hún hugsaði fyrst og fremst um hvemig næsta manni liði og hafði sífelldar áhyggjur af að geta ekki gert nógu mikið fyrir náungann. Alveg fram á seinustu stundu var þetta viðkvæðið. Hún átti aðeins þessa einu dóttur, Önnu Toher, og var mjög stolt af henni. Anna var það dýrmætasta sem hún átti. Fyrir um ári síðan gekkst hún undir mikla skurðaðgerð og lá á sjúkrahúsi á þriðja mánuð. Þegar hún kom út hresstist hún fljótt og fór að vinna. Eftir allar þær rann- sóknir sem hún hafði farið í á meðan á sjúkrahúsvistinni stóð og þær sem á eftir komu, hvarflaði það ekki að nokkmm manni að svo sksimmt væri í að hún kveddi okkur. Á öðr- um degi páska var hún flutt á Landspítalann og átti ekki aftur- kvæmt. Hún var komin með krabbamein sem ekki hafði sést fyrir um. Daginn eftir þurfti ég að fara erlendis og er ég kom heim viku seinna var mér brugðið. Hún lést síðan á Landspítalanum 12. júní. Þeir sem þekktu Þorbjörgu minnast hennar sem mikils fjör- kálfs. Hún var alltaf til í að gantast og aðeins nokkrum dögum áður en hún lést sat ég á sjúkrastofu henn- ar og létum við gamminn geysa. Það er erfitt að kyngja því að svona sé komið, en ég veit að henni líður vel þar sem hún er nú. Öll höfum við tilgang með veru okkar hér á jörðu og hún hefur verið köll- uð til annarra starfa. Lífið hér heldur áfram, því megum við ekki gleyma. Þorbjörg verður jarðsungin í dag, föstudag í Fossvogskirkju. Aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur, Guð veri með ykkur. Pétur Steinn Guðmundsson Kveðja frá samstarfsfólki. Æ, sof í friði, þrautum þjakað hold. Við þjáning lífsins hlífir gröfín létta, svo hvíl í friði. Miskunasama mold, þú mátt hér engan grátvið láta spretta. (Stefán G.) Það er alltaf nokkur viðburður þegar nýr maður bætist í hópinn á tiltölulega fámennum vinnustað. Hvemig er þessi einstaklingur? Hvemig mun honum ganga að semja sig að okkur sem fyrir emm og því starfi sem honum hefur ver- ið falið. Starfsfólkið allt er andlit vinnustaðarins út á við og hver ein- staklingur er einn af dráttunum í því andliti. Þessar hugsanir leita óhjákvæmi- lega á okkur sem vinnum í Inn- heimtu Símstöðvarinnar í Reykjavík, núna þegar við kveðjum einn eða öllu heldur, eina úr hópn- um. Það er Þorbjörg Snorradóttir, en hún andaðist á Landsspítalanum þann 12. júní sl. eftir þungbær veik- indi, sem hún bar með slíku þreki og æðmleysi, að það vakti ekki ein- ungis aðdáun, heldur og undmnm þeirra sem til þekktu. Þorbjörg Snorradóttir var fædd á Akureyri þann 2. október 1940. Foreldrar hennar vom þau Þorbjörg Steingrímsdóttir og Snorri Guð- mundsson. Árið 1956 flutti Þor- björg suður til Reykjavíkur ásamt móður sinni og þremur systkinum. Næstu árin stundaði Þorbjörg ýmis störf, en þó aðallega verslunar- og skrifstofustörf bæði hér sunnan- lands og vestan hafs, en þann 14. mars 1960 eignaðist hún dóttur sem heitir Anna Þorbjörg Toher. Árið 1970 giftist Þorbjörg eftirlifandi manni sínum, Eiríki Þorsteinssyni frá Blikalóni á Melrakkasléttu og bjuggu þau sér heimili á Raufar- höfn. Þar setti Þorbjörg á stofn verslun sem hún rak með miklum dugnaði og atorku. Þá tók hún einn- ig mikinn þátt í félagsmálum þar sem áhugi hennar og lífskraftur nutu sín vel. Þorbjörg Snorradóttir kom til vinnu hér í Innheimtu Símstöðvar- innar í lok september á sl. hausti. Samvinna hennar og okkar varði því ekki nema tæpa sjö mánuði. Víst er það ekki mikill hluti af mannsævi og öll hefðum við vilja að sú samfylgd hefði orðið lengri, því að hún var góður samstarfsmað- ur. Hún leysti störf sín vel og samviskusamlega af hendi og við- mót hennar var eins og best var á kosið, því að hún var bæði ljúflynd og geðþekk með jákvætt lífsvið- horf. Alltaf var hún í góðu skapi og aldrei heyrðist hún kvarta þótt hún hljóti oft að hafa verið sárþjáð. Það vitum við nú, þegar sjúk- dómurinn hefur loks farið með sigur af hólmi. Hins vegar tókst honum aldrei að vinna bug á kjarki henn- ar, þrautseigju og lífsgleði. Hún fór óbuguð af þessum heimi, þegar uppi voru dagamir. Við kveðjum Þorbjörgu með ein- lægri virðingu og þakklæti fyrir góð kynni. Samstarf manna þarf ekki alltaf að hafa verið langt, til þess að verða minnisstætt þeim sem eft- ir standa, þegar hinir sem brott eru kallaðir hverfa af vettvangi. Við sendum öllum aðstandendum Þor- bjargar Snorradóttur innilegar samúðarkveðjur. Starfsfólk Innheimtu Símstöðvarinnar í Reylgavík. Minning: Jón Guðmundsson framkvæmdastjóri Minning: Borge Kjerrumgárd Fæddur 20. apríl 1904 Dáinn 9. júní 1987 í dag, föstudaginn 19. júní, verð- ur gerð frá Akraneskirkju útför Jóns Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra og fyrrum bæjar- gjaldkera á Akranesi. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 9. júní sl. eft- ir stutta legu þar. Jón var fæddur að Vatni á Höfða- strönd í Skagafjarðarsýslu 20. apríl 1904. Foreldrar hans voru Guð- mundur Ellert Jónsson sjómaður frá Sæborg, Hofshreppi og Björg Jón- atansdóttir frá Mannskaðahóli, Skagafj arðarsýslu. Þegar Jón var sjö ára gamall fluttu foreldrar hans til Siglufjarðar en Jón varð um kyrrt í Skagafirði hjá afa sínum, Jónatan á Vatni. Eftir fermingu réðst hann í vinnu- mennsku í Skagafirðinum og fór að sjá um sig sjálfur. Hugur hans hneigðist snemma til mennta, en inn á þá braut var ekki auðhlaupið í þá daga. En með dugnaði og elju tókst honum að öngla saman þeim krónum sem þurfti til þess að kom- ast í Samvinnuskólann árið 1929, þá orðinn 25 ára gamall, og lauk hann prófi fráþeim skóla árið 1931. Þá gerðist hann verslunar- og skrif- stofustjóri hjá Kaupfélagi Borgar- fjarðar eystra og gegndi því starfi til ársins 1932. Síðan starfaði Jón hjá Gísla Vilhjálmssyni síldarkaup- anda og sfldarsaltanda bæði á Siglufirði og Sauðárkróki. Með Gísla, sem var Akumesingur, flutt- ist hann svo til Akraness árið 1934 með fjölskyldu sína. Fyrst í stað vann hann þar hjá Gísla en réðist síðla árs 1934 sem skrifstofustjóri hjá Ytri-Akraneshreppi. Því starfi gegndi hann þar til í ársbyijun 1942, er Akranes fékk kaupstaðar- réttindi. Þá tók hann við skrifstofu- stjóra- og bæjargjaldkerastarfínu en lét af því árið 1951, er hann gerðist framkvæmdastjóri Bæjarút- geðar Akraness og gegndi því starfi til ársins 1954. Þá tók Jón við fram- kvæmdastjóm Sjúkrasamlags Akraness, og gegndi því allt til árs- ins 1978, er hann lét af störfum vegna aldurs. Rétt er að geta þess að þrátt fyrir mikil og annasöm störf þá hafði Jón annast sjúkrasamlagið frá 1934, er hann hóf störf hjá sveitar- félaginu. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Sigríður Steinsdóttir, fædd í Bakka- gerði, Borgarfirði eystra. Þau Jón og Sigríður eignuðust 10 börn. Tvær telpur létust ungar. Á lífi em: Eysteinn, vélstjóri, búsettur í Reykjavík, kvæntur Jónu Þorgeirs- dóttur. Unnur, húsmóðir og skrif- stofumaður, Akranesi, gift Svavari Karlssyni. Bjöm, verksmiðjustjóri Akranesi, kvæntur Sigríði Ketils- dóttur. Steinn Þór, skipa- og húsasmiður, búsettur í Keflavík, kvæntur Evu Þorkelsdóttur. Elsa, húsmóðir, Þómstöðum í Grímsnesi, gift Joni Hauki Bjamasyni. Guð- mundur, vélvirki, búsettur á Vopnafirði, kvæntur Þorbjörgu Bjömsdóttur. Ólafur, verkstjóri, búsettur í Mosfellssveit, kvæntur Kristínu Sigurðardóttur. Siguijón, verkamaður, búsettur a Akranesi, ókvæntur. Jón Guðmundsson var harðdug- legur maður og var með ólíkindum hvað honum tókst að afkasta i sínum stöi-fum, lengst af með fáu starfsfólki. Hann var mikill skapmaður og ekki allra við fyrstu kynni. En þótt hann virtist stundum hijúfur á yfir- borðinu, þá var gmnnt á milda strengi. Hann var maður tilfínning- aríkur en flíkaði því lítt. Ég átti margvísleg samskipti við Jón, einkum á þeim ámm sem hann hafði með Bæjarútgerðina að gera og ég var þar starfsmaður. Þá kynntist ég vel þessum dula en trausta manni. Fyrir góð kynni skal nú þakkað að leiðarlokum og einnig leyfi ég mér að þakka fyrir þau miklu störf sem Jón Guðmundsson innti af hendi fyrir Akranes á langri starfs- ævi. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, bömum og öðmm aðstandendum samúð mína. Valdimar Indriðason Fæddur 7. desember 1910 Dáinn 13. júní 1987 Hann Borge er dáinn, hann lést í Danmörku 13. júní og langar okk- ur að minnast hans. Borgi eins og við kölluðum hann munum við fyrst eftir er við vorúm litlar stelpur. Alltaf þótti okkur gaman er Borgi birtist úti á hlaði í Snekkjuvogi þar sem við bjuggum, þá var hlaupið út beint í fang Borga, hann gaf sér tíma til að segja okkur sögur og leika við okk- ur. Aldrei gleymdi Borgi að hafa eitthvað góðgæti í poka handa okk- ur öllum þremur. Borgi var kvæntur Þuríði Érlendsdóttur föðursystur okkar, en þau slitu samvistir fyrir mörgum ámm. Alltaf munum við eftir er Borgi fluttist út til Danmerkur aftur, það var erfitt fyrir þijár litlar stelpur að skilja. Var mikið grátið, því okk- ur fannst við eiga Borga, sem alltaf var okkur svo góður. Árin liðu og ekkert höfðum við heyrt í Borga þar til hann kom til íslands árið 1980. En þá ákvað Borgi að flytjast til íslands aftur. Hóf hann störf sem kjötiðnaðar- maður og bjó hér til ársins 1984, er hann flutti ásamt syni sínum og fjölskyldu hans til Danmerkur aft- ur. Bálför Borge Kjerrumgárd fer fram i Danmörku í dag föstudaginn 19. júní. Minningin um Borga mun alltaf lifa í huga okkar og langar okkur að þakka honum fyrir allt. Sonum hans og fjölskyldum þeirra sendutn við samúðarkveðju. Blessuð sé minning Borga. Jóhanna Erlendsdóttir Sigurrós Erlendsdóttir Ragnheiður Erlendsdóttir Birting' afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.