Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 59 Þessar ungu stúlkur söfnuðu 1050 krónum og afhentu Rauða krossi íslands peningana. Þær heita Jóhanna Bjarnadóttir og íris B. Helga- dóttir. Þessir krakkar héldu hlutaveltu og afhentu ágóðann, 3480 krónur, Samtökum um kvennaathvarf. Þau heita: Vigdís Hrefna, Eygló Rós, Kolbrún Ýr og Óskar. Til Velvakanda. Ferðasöguþulan sem birtist í blaðinu föstudaginn 5. júní sl. er eftir Guðbjörn Bjömsson, Tungu- gröf, Kirkjubólshreppi, Stranda- sýslu. Hann dó 1912. Foreldrar hans bjuggu á Gróustöðum í Geira- dal áður en þau fluttu að Tungu- gröf. Frá ferð til fyrri átthaga þeirra og e.t.v. hans greinir fyrr- nefnd þula. Hún mun svona rétt vera með skýringum. Fór ég að fmna frændur mína sólardaginn í sultardyrum. Sól er sunna öðru nafni. Sultur er fasta, dyr em inngangur. Þetta er því sunnudaginn í föstuinngangi. Skundaði eftir skipsbotni Skipsbotn er kjölur, sem er ör- nefni á milli Kirkjubólshrepps og Geiradals. eftir það ofan öfuga rófu. Öfug rófa er Ranghali, einnig ömefni á sömu leið. kom um bakhlut til kunningjanna Bakhlut er aftan. Kom því síðla dags eða um kvöldið. hitti þá óskerta á hestfæti. Heila á hófi. Gisti á bæ þeim er greiðir ull nefnist Ull var kembd á þeirri tíð. Bæjar- heitið er Kambur. hafði þar nægar hjúastöður. Hjúastöður em vistir. Var þar einn réttur af vatni ströngu samnefndur fiskimiði Sunnlendinga. Sunnlenska miðið er Svið. Vatnið stranga er á. Hann hefur því feng- ið ærsvið. Fugla klyfjar og fjöldi af skottum Klyfjar em baggar. Þetta hafa Verðlauna- verð skilvísi Kæri Velvakandi. Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti til bamsins sem fann budduna mína, með peningum og ávísun í, og hafði fyrir því að skila þessu ósnertu, en ég missti budduna við stoppistöðina við Engjasel. Svona skilvísi er verðlaunaverð en ég hitti bamið ekki þegar það skil- aði buddunni og gat ekki gefíð því fundarlaun. Berglind Berghreinsdóttir verið lundabaggar. Fjöldi af skott- um hafa verið rófur. einnig andvana afkvæmi sálar. Sálin er önd, afkvæmið egg. Þetta hafa verið andaregg. Fékk ég þar eftir ferðlítið pláss og svo þeyttist ég ofarlega. Ferðlítið er hægt, þeyttist er hraut. Hann hefur fengið þægilegt rúm og hrotið hátt því ofarlega er hátt. Dignuðu drengir er dags-svört litu Að digna er að vökna. Svart er oft nefnt brúnt. Þeir hafa vaknað er þeir litu dagsbrún. strax fór ég þá í stórar tunnur. Stórar tunnur em oft nefnd föt. Frændur mér buðu byltu sauðar Bylta er fall. Sauðarfall. en ég hafði ei íþrótt á öðru en húsum. íþrótt er oft list (lyst). Hús em stundum kofar. Afkvæmi lundans heitir kofa. Hann hefur því ekki haft lyst á öðm en kofum. Hélt ég svo þaðan, er hafði ég brýnt Talað var um að hvetja ljái og önnur eggjám. Hann hefur því að góðum sveitasið kvatt áður en hann hélt heim á leið. fór eftir sætum, svörtum og tijám. Sæti em bekkir. Svart er brúnt sem áður segir. Svörtum er því brúnum. Tré geta verið ásar. Hann hefur gengið eftir bekkjum, brúnum og ásum. Streymdi þar oft á stórum nagla Það sem streymir rennur. Stór nagli er líka nefndur gaddur. Hann hefur því flýtt för sinni með því að renna sér á gaddi, þ.e. harðfenni. uns fann ég tóman fataspilli. Tómur getur verið auður. Fata- spillir er mölur, einnig nefndur melur. Hann hefur fundið auðan mel. Flýtti sá fyrir ferðum mínum heim að málfæris hinsta rúmi. Málfæri er tunga. Hinsta rúm flestra er gröfín. Hann var kominn heim að Tungugröf. Guðfinnur Finnbogason Miðhúsum, Strandasýslu. Tryggið öryggi þeirra sem aka dráttarvélum ykkar. Dráttarvélar og stórvirk vinnutæki eru hættuleg í meðförum, ef ekki er farið að öllu með gát. Hugsið ykkur tvisvar um áður en þið látið slík verkfæri í hendur unglingum eða jafnvel börnum. Þessar stúlkur héldu hlutaveltu og gáfu ágóðann til Rauða kross íslands, 665 krónur. Þær heita Elísa Margrét, íris Eik, Lovisa Rut og Ragnheiður. Þessar ungu stúlkur söfnuðu 5.936 krónum og gáfu samtökunum Vimulaus æska. Þær heita Líf Sigurðardóttir og Fríða Maria Harðar- dóttir. Þessar ungu stúlkur, Ólafía og Guðbjörg, héldu tombólu og söfnuðu 250 krónum sem þær gáfu Ferðasjóð íbúa Hátúni 12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.