Morgunblaðið - 19.06.1987, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987
43
Stiörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri stjörnuspekingur! Ég
er Vatnsberi, fædd 22. janúar
1970 kl. 15.01 á ísafirði. Mig
langar að vita helstu per-
sónueinkenni mín og hvaða
starfssvið gæti hentað mér.
Með fyrirfram þökk.“
Svar:
Þú hefur Sól, Venus og Mið-
himin í Vatnsbera, Tungl í
Ljóni, Merkúr í Steingeit,
Mars í Fiskum og Krabba
Rísandi.
Kraftur
Kort þitt gefur til kynna mik-
inn kraft og orku sem á hinn
bóginn er bundin. Sól, Ven-
us, Tungl, Júpíter og Satúm-
us mynda spennuferhyming
á milli föstu merkjanna. Það
táknar að í þér býr töluverður
metnaður og þörf fyrir að
færa út sjóndeildarhringinn,
en jafnframt að þú ert á viss-
an hátt þung og það föst
fyrir, að þú getur átt erfitt
með að breyta til og drífa
þig áfram í það sem þig lang-
ar til.
Kröfuhörö
Sterkur Satúmus táknar að
þú er metnaðargjöm og vilt
aga þig og ná ákveðnum
árangri. Þú hefur sterka full-
komnunarþörf og vilt tjá orku
þína og tilfinningar á form-
fastan og yfirvegaðan hátt.
Þetta gefur þér skipulags-
hæfíleika og sjálfsaga, en því
fylgir sú hætta að þú bælir
sjálfa þig og finnist þú aldrei
nógu góð. Þú þarft því að
varast að vera of kröfuhörð
við sjálfa þig eða gera of
mikið úr hveiju verki. Sa-
túmusarfólk fær stundum
minnimáttarkennd vegna
þess hvem miklar kröfur það
gerir til sjálfs sín og þess hve
vel allt á að vera af hendi
leyst. „Nei, ég get þetta ör-
ugglega ekki. Eg hef ekki
nógu mikla hæfileika."
Þekkingarleit
Júpíter táknar að þú hefur
þörf fyrir að ferðast og sjá
heiminn, að læra og víkka
sjóndeildarhringinn. Til að
læra og ferðast þarftu ákveð-
ið frelsi. Baráttan í korti
þínu, milli Júpíters og Sa-
túmusar, er sú að taka á sig
ábyrgð og verða frjáls til að
læra. Þú þarft að gæta þess
að sinna hvoru tveggja, en
varast að láta annan ráða,
t.d. að ferðast ekki eða læra
ekki vegna þess að ábyrgð
vegna bama, vinnu eða íjöl-
skyldu kallar.
AÖrir þœttir
Merkúr í Steingeit táknar að
þú hefur skipulagða, raun-
sæja og jarðbundna hugsun.
Mars í Fiskum táknar að þú
átt til að vera utan við þig
og gleymin hvað varðar ein-
staka framkvæmdir en einnig
að starfsorka þín liggur á
listrænum og tilfinningaleg-
um sviðum. Krabbi Rísandi
táknar að þú ert heldur hlé-
dræg og varkár í framkomu,
jafnvel feimin, en einnig
íhaldssöm og umhyggjusöm.
StarfssviÖ
Aðalatriði er að þér takist
að yfirvinna kröfuhörkuna til
sjálfrar þín, þ.e. slaka á full-
komnunarþörfinni, bæla þig
ekki og þora að beita þér.
Spurðu þig: Hvað langar mig
sjálfa til að gera? Og gerðu
það, án þess að draga úr
sjálfri þér. Við getum svo til
allt ef við trúum á getu okk-
ar. Meðal sviða sem gætu
komið til greina má nefna
stjómunarstörf á félagsleg-
um og listrænum sviðum.
verkfræði, arkitektúr eða
stjómunarstörf, t.d. á við-
skiptasviði. Formskyn þitt
gæti einnig nýst á hönnunar-
sviðum. Aðalatriði er þó trú
á sjálfa þig og þinn eigin vilji.
GARPUR
5/dPU 5TIWP' \LOFAÓU HONU/U
SöNUR! EO ae I AD EAJ2A AÐ
ESK/ 8Ö/NN AE> / F/NNA UOPNA,
TAla OT! ____p' PAuNDÓP.-ADÁA{
l, ER. FU-LUHAf U/LJA
, , ,' GEPPUR. ÞAB> EG.
ÞillHl enkert audubltae>
alast UPP í SKL/ó&A
ovmv/ \ konungs.
AF STAO, P þA£> UED/ST AÐ ?
l/epa—þao >/viír.sa6R.uNue. a&
EP AFru/? < HANN sé EKKI AÐTAL
mu/PADOKpjP\ UM ADBoRDA!
GRETTIR
DYRAGLENS
UÓSKA
EPDniMAMn
rcKUIIMMIMU
SMAFOLK
THE AN5WER 15..
UM..IS...UH..I5...
Já, kennari, ég veit svar-
ið...
Svarið er.
uhh ... er .
mmin.
uhhh...
Eignm við ekki bara að
eiga það saman sem
leyndarmál?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Flestir bridsspilarar vita að
hálitaspumingin tvö lauf eftir
grandopnun er kölluð „Stay-
man“ í höfuðið á bandarískum
spilara, sem kom henni á fram-
færi. Þótt Sam Stayman sé
orðinn roskinn maður spilar
hann keppnisbrids enn af mikl-
um móð, aldrei betri. En alvitur
er Stayman ekki, eins og spilið
hér að neðan ber með sér, en
jar gengur hann í gildru fyrmrn
samheija síns til margra ára,
Victors Mitchell. Spilið kom upp
nýlega í keppni 10 úrvalssveita
á vegum Cavendish-klúbbsins í
New York.
Norður gefur; NS á hættu.
Noröur
♦ 104
¥ 96
♦ 8743
♦ ÁKDG2
Vestur
♦ 96
♦ ÁD82
♦ G95
♦ 10875
Austur
♦ KD72
♦ G1074
♦ D106
♦ 93
Suður
♦ ÁG853
¥ K53
♦ ÁK2
♦ 64
Vestur Norður Austur Suður
Pass Pass 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Mitchell var sagnhafí í spilinu,
en Stayman hélt á spilum aust-
urs. Útspilið var spaðanía.
Mitchell sá að hann gat tekið
átta slagi í fljótheitum, og sótt
þann níunda á spaða, svo fremi
sem vömin tæki ekki 4—5 slagi
á hjarta í millitíðinni. Eftir út-
spilið var ljóst að Stayman átti 4
spaðahjónin. Hann kæmist því
inn til að spila hjarta.
Nema auðvitað að spaðasókn-
in liti betur út. Mitchell ákvað
að koma því svo fyrir. Hann lét
spaðagosann heima í drottningu
Staymans!! Lét með öðmm orð-
um líta svo út sem hann ætti
ÁG tvíspil.
Stayman trúði honum og spil-
aði áfram spaða, og spilið var
unnið.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á móti fyrir unga meistara í
Genf í Sviss í vor kom þessi staða
upp í skák þeirra Gerbers,
Sviss, sem hafði hvítt og átti
leik, og Adrians, Frakklandi.
32. Hxd5! - exd5, 33. Hxd5 -
Ke8, 34. Hd8+! - Dxd8, 35.
Bc6+ - Dd7, 36. Bxd7+ -
Kxd7, 37. Dxf7+ og svartur
gafst upp nokkmm leikjum
síðar.