Morgunblaðið - 19.06.1987, Síða 41

Morgunblaðið - 19.06.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 41 Kléberc Heígafell MosfellsjH^ sveit Úlfarsfell ' f Laugarncs; Úlfarsfell ,Árbaer\L*> msvatn .Garðabær Vífilsstaða■ ) vatn Hafnarfjörður "//ii/'_*_______ Gálgahraun 0 1000m i_________________i BRENNA Hrakhólmi \ Kasthúsa- \ 21:00 Bakkaból Bcssastaðagrandi Grásteinn 20:00 Breiðabólsstaðir "■ Skansinn Bessastaðir Músarnes Kjalames \9:00 Borganik • Brautarholts- \ borg /’ Brautarholtsnes SOLSTOÐUGANGAN LAUGARDAGINN 21. JÚNÍ 1987 Hot 1000 m Sólstöðu- göngunni lýkur með brennu á Breiðabóls- staðaeyri nær miðnætti á laugardags- kvöld Grótta Horft á sólarupprás *TW> Seltjörn 'v< Mýrarhúsa- / Nesstofa <*’»<v%tangi Valhúsahæð « W FToo' \00?^ Sk; V % 500 m . 11:00 Skraut- hólar Gangan hefst á Vaihúsahæð aðfararnótt laugardagsins kl. 00:04 Mosfell Um þessar mundir er að hefjast fjársöfnun meðal ibúa i Breiðholtssókn til kaupa á stólum i hinni nýju Breiðholtskirkju. Ungu stúlkurnar á myndinni eru að afhenda sóknarprestinum sr. Gísla Jónssyni kr. 1.100 sem var ágóði af hluta- veltu sem þær héldu í hverfinu. Upphæðin rennur til stólasöfnunarinnar. Stúlkurnar heita, talið frá vinstri: Hjördís Óskarsdóttir, Lilja Vald- imarsdóttir, Karen Jóhannsdóttir og Heiða Óskarsdóttir. Þær eiga heima við Núpabakka og Ósabakka í Breiðholti. SÓLSTÖÐUGANGAN1987 Þriðja sólstöðugangan verður farin á sunnudaginn 21. júní. Hefst gangan á Valhúsahæð á Seltjamar- nesi á miðnætti. Klukkan eitt verður kveikt fjörubál í Bakkavík. Þar verður spilað og sungið. Horft verð- ur á sólina koma upp á þessum lengsta degi ársins. Farin verður söguferð um Reykjavík síðla nætur og síðan farið út í Viðey og snædd- ur þar árbítur. Þannig verður haldið áfram til miðnættis. í samvinnu við ýmsa aðila á Sel- tjamamesi, í Kjalameshreppi og Bessastaðahreppi, mun Náttúm- vemdarfélag Suðvesturlands standa fyrir gönguferðum umhverf- is meginbyggðakjama þessara sveitarfélaga. Forsvarsmenn Sól- stöðugöngunnar 1987 munu svo tengja þessar „umhverfisgöngur“ saman með fjölbreyttum ferðamáta og fá ýmsa aðila þar til aðstoðar. En aðaláhersla verður lögð á að þátttakendur í göngunni móti þenn- an þátt Sólstöðugöngunnar sjálfír. Áhugahópur um byggingu Náttúm- fræðihúss mun leggja til „safn- verði“ til að kynna ýmislegt forvitnilegt úti í náttúmnni sem fyrir augun ber á leiðinni. Dagskráin, sem flutt verður og dreifst yfír allan sólarhringinn verð- ur geysifjölbreytt, stutt ávörp, kynningar á sögu og ömefnum þeirra svæða sem farið er um, stutt- ir fræðsluþættir, áhugaverðir staðir skoðaðir, farið í kirkju og fleira sem of langt væri upp að telja. Áhersla verður lögð á að fólk njóti sem best að vera með í göngunni. Oft verður stansað og bmgðið á leik. Tónlist verður flutt og mikið verður sungið. Hægt verður að koma í gönguna hvar sem er og hvenær sem er. Þátttaka er öllum opin og allir em velkomnir. Fargjald þarf að greiða í bifreiðar og báta. Frá kl.12 til 19.40 um daginn verða stöðugar ferðir frá BSÍ til og frá göngunni. Lagt verður af stað frá BSI á eftirtöldum tímum: K1 11.40,13.25,15.10,16.25, 17.40 og 19.40 og ekið strax til baka með þá sem vilja yfírgefa gönguna. (Sjá ennfremur tímatöflu). Náttúmvemdarfélag Suðvestur- lands stendur fyrir ferðunum í Bessastaðahreppi, Kjalameshreppi og á Seltjamamesi. Stjómir sveitar- félaganna sjá um dagskrá og göngustjóm ásamt ýmsum félaga- samtökum. Öðmm félögum, hópum og einstaklingfum er velkomið að kynna sína starfsemi í göngunni. Tilgangur göngunnar er að vekja athygli á að 21.júní er lífsorka náttúmnnar í hámarki. Kynnast umhverfi okkar og njóta þess sem það hefur uppá að bjóða. Stuðla að skemmtilegri ferð fyrir alla fjöl- skylduna og fá sem flesta til að vera úti og ganga sér til skemmtun- ar á þessum sérstaka degi. Þetta á að vera meðmælaganga með lífinu og menningunni. Tímatafla Kl. 00.04 Sólstöðugangan hefst með næturgöngu um Seltjamames. Farið verður frá Valhúsahæð. Kl. 1.00 Fjömbál kveikt við Bakkavík. Kl. 2.54 Horft á sólampprás við Bygggarðsvör Kl. 4.00 Ekið af stað frá Val- húsahæð í stutta gönguferð um gamla Víkur— og Laugamesl- andið. Kl. 5.00 Siglt frá Sundahöfn út í Viðey og þar snæddur árbítur. Kl. 7.00 Siglt frá Viðey upp á Kjalames. Kl. 8.00 Hefst morgunganga frá Klébergi um Kjalames- hrepp. Kl. 9.00 Lífríki Borgarvíkurfjöm skoðað. Kl. 9.45 Morgunstund í Brautar- holtskirkju. Kl. 11.00 „Opið ljós“ á Skrauthól- um. Bændabýli skoðað. Kl. 11.50 Ekið af stað frá Klébergi að Mosfelli Kl. 12. 00 Lagt af stað í göngu frá Mosfelli til Bessa- staðahrepps. Kl. 13.00 Farið frá Reykjalundi. Kl. 13.45 Farið frá Úlfarsfelli, Býlinu. Kl. 15.30 Farið frá Árbæ. Kl. 16.45 Farið frá Borgarholti í Kópavogi Kl. 18.00 Farið frá Vífilsstöðum. Kl. 20.00 Kvöldganga hefst um Bessastaðahrepp frá Bessastaðagranda. Kl. 21.00 Gengið út í Hrakhólma. Kl. 22.11 Sólstöðumínútan við Lambhús. Kl. 24.05 Sólstöðugöngunni lýkur við Breiðabólstaðareyri. (Fréttatilkynning frá aðstandend- um Sólstöðugöngunnar).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.