Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 25 ég var að staulast fyrstu skrefín á braut hins unga kennara, sem verð- ur stundum svo þymum stráð. Fyrst kenndi ég dæmatíma í námskeiðum þar sem hann flutti fyrirlestra. Síðarmeir tók ég við fyrirlestrunum en naut þá handleiðslu hans áfram. Er mér til dæmis minnisstætt þegar ég tók við kennslu af honum er gosið varð í Heimaey árið 1973. Það var strangur skóli en býsna skilvirkur. Ég held að ég hafí hvorki fyrr né síðar lært eins mikið í eðlisfræði á jafnstuttum tíma og á þessum árum, og mest af því af Þorbimi, leynt eða ljóst. Einnig fékk ég að fara í smiðju til hans um kennslu- hætti og próf, enda komst ég fljótlega að því að hann lagði meiri hugsun í prófaðferðir sínar en aðr- ir. Hygg ég að þar hafí sagt til sín samviskusemi hans og bjargföst réttlætiskennd. Ég beiti þessum aðferðum enn þegar við á og held þeim einnig fast fram við aðra. Þannig er mér nær að halda að ég hafi af fáum mönnum lært eins mikið um ævina og af Þorbimi, og hefur hann þó aldrei verið „kenn- ari" minn í venjulegum skilningi. Ég þykist raunar vita að margir samstarfsmenn Þorbjöms hafi svip- aða sögu að segja: „Öllum kom hann til nokkurs þroska," sagði Snorri um Erling Skjálgsson forð- um. Sú hugsun leitar á mig að Þor- bjöm sé í rauninni eins konar faðir íslenskrar eðlisfræði, þó að öðmm beri þá kannski nafnbót afanna. Hvað sem því líður hefur Þorbjöm um langt skeið verið óumdeildur leiðtogi íslenskrar eðlisfræði. Það þótti því ekkert áhorfsmál að hann yrði fyrsti formaður Eðlisfræðifé- lags íslands þegar það var stofnað fyrir tíu ámm, enda var hann einn af fmmkvöðlum þess. Þannig var það að verðleikum sem félagið gerði hann að fyrsta heiðursfélaga sínum fyrir nokkmm ámm. Og það er með sama hugarfari þakklætis og virðingar sem samstarfsmenn Þor- bjöms gangast nú fyrir því að á þessum dögum kemur út afmælis- ritið, Hlutarins eðli, en þar er meðal annars að fínna ýmsan fróðleik um hin margvíslegu störf Þorbjöms gegnum tíðina. Þorbjöm er einn af þeim raunvís- indamönnum sem skilja að raunvís- indi em hluti menningarinnar, og íslensk raunvísindi em hluti íslenskrar menningar (en því miður skortir oft á skilning á þessu bæði meðal raunvísindamanna, hugvís- indamanna og jafnvel annarra svokallaðra menningarvita). Hafa störf Þorbjöms að eðlisfræði og raunvísindum ævinlega verið þessu marki brennd. Þannig hefur hann til dæmis gert sér far um að skrifa um fræðin á íslensku og kynna þau almenningi. Mér er til að mynda (næstum) í bamsminni fróðleg grein sem hann skrifaði um eðlis- fræði í bókina Vísindi nútímans frá 1958. Sú grein og aðrar slíkar hafa vissulega orðið til að glæða áhuga íslenskra ungmenna á raunvísind- um. Af áhugasviðum Þorbjöms sem tengjast öðmm þáttum menningar- innar má einnig nefna orðasmíð um fræðileg efni. Ég man glöggt að ég lærði af honum íslensk orð um öll helstu hugtök aflfræðinnar fyrir tuttugu ámm. Ég veit ekki hver þeirra hann hafði smíðað sjálfur enda mundi hann verða síðastur manna til að hampa því. Hitt veit ég af eigin raun að orðin sem hann notaði og mælti með vom valin af þeirri smekkvísi og gerhygli sem nauðsynleg er til þess að ný orð standist prófraunir tungunnar. Vakandi vitund Þorbjöms um tengsl vísinda og samfélags og um samfélagslega ábyrgð vísinda- manna sést einnig af þeim áhuga sem hann hefur sýnt friðar- og af- vopnunarmálum bæði fyrr og síðar. Þótt unglingur væri, þykist ég muna að hann gekk fram fyrir skjöldu á opinberum vettvangi á sjötta tug aldarinnar þegar tilraun- ir risaveldanna með kjamorkuvopn keyrðu um þverbak og geislavirkni í lofti og vatni varð ógnvekjandi. Síðar varð sem betur fer minna til- efni til að sinna þessum málum um sinn þar til nú er tilvera sjálfra vopnabúranna er orðin að ógnvaldi. Og þá hefur ekki heldur staðið á því að Þorbjörn legði fúslega lóð sitt á vogarskál skynsemi og mann- hyggju- Enn er ótalið frægasta dæmið um það, hvemig Þorbjöm skilur tengsl vísinda og samfélags sínum skilningi og hlýðir kallinu þegar á reynir. Ég á að sjálfsögðu við starf hans að kælingu hraunsins í Heima- ey. í þeirri sögu er að mínu mati ýmislegt sem vert er umhugsunar á þessum missemm, þegar sumir þykjast vilja þau vísindi ein sem látin verði í askana í dag eða á morgun, en aðrir láta sér fátt um fínnast og vilja ekki heyra minnst á neina aska. Milliröddin í þessum kór fær hins vegar varla að heyrast. Hér kynni mörgum að vera hollt að hugleiða feril prófessorsins sem stóð fyrir hraunkælingunni — manns sem lagði stund á torskilin og flarlæg vísindi nútímans við fremstu háskóla heims og hefur siðan unnið íslenskum grunnrann- sóknum meira en margur annar. Hver veit hvað honum hefði orðið ágengt í baráttunni við hraunið ef hann hefði ekki verið búinn að heyja sér alla þessa „óhagnýtu" þekk- ingu? Hvar eru þá mörkin? En nú er mál að linni og því ekki rúm til að rifja upp persónuleg kynni á ferðalögum, í leikfími og víðar, og er þó margs að minnast af þeim vettvangi líka. Ég slæ botn- inn í með kærum kveðjum og heillaóskum til afmælisbamsins og Þórdísar konu hans. Þorsteinn Vilhjálmsson Tveir brun- ar á Aust- urlandi ÍBÚÐARHÚSIÐ að Gróarseli í Hlíðarhreppi eyðilagðist í eldi aðfararnótt síðasta þriðjudags. Aðeins veggir hússins, sem var úr steini, stóðu uppi er að var komið um morguninn. Ekki var búið í húsinu, en unnið að endur- bótum á því með gistiaðstöðu fyrir ferðamenn í huga. Þetta er annar húsbruninn á þess- um slóðum á einni viku. Fyrir nokkrum dögum brann íbúðar- húsið að Hvammi í Helgustaðar- hreppi fyrir utan Eskifjörð. Þar eyðilagðist allt innbú. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Libbystómatsósa567gr. kr. 47,90 Leni WC pappír 8 rúllur kr.125,- Marineruð síld, íslensk matvæli, 850 gr. kr.119,- Kopral djúpnæring kr.69,- AFMÆUSTILBOÐ 9 ÆKkJLt^JÆm kPHM kannfólan Roukiax/ílmr nn nánrannic hplrii ir FYRIR FRAMTÍÐINA KRON, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis heldur áfram með afmælistilboð i tilefni hálfrar aldar starfsemi Freyjulakkrísdraumur3ípk. kr.59,- Milda þvottaduft 5 kg. kr.349,- félagsins. Hér er AFMÆLISTILBOÐ 2, óvenju hagstætt tilboð á matvælum og hreinlætisvörum. Hreinn og klár sparnaður fyrir heimilin. Reykt áleggssíld, íslenskmatvæli, kg/verð kr.220,- Kopralsjampó kr.69,- Milda mýkingarefni 2 Itr. kr.89,- Miida uppþvottalögur 2 Itr. kr.98,- Móar kjúklingur kg/verð kr.285,- Ritz saltkex 200 gr. kr. 44,90 Heinzbakaðarbaunir1/2dós kr.49,- Freyju rískubbar kr.79,- Kauptu inn í KRON, það er hagstætt. v/Norðurfell v/Stakkahlíð Stórmarkaður, v/T unguveg v/Dunhaga Skemmuvegi v/Langholtsveg v/Furugrund, Kóp. Kaupstaður í Mjódd. Goða pylsur kg/verð kr. 265,- Myllu ræktar, sólkjarnabr. kr. 29,90 Kopral næringarsjampó kr.79,- Kopraljurtasjampó kr.79,- Myllufrönsksmábrauðl pk. kr.79,- Ágætiskartöflur2kg. kr.85,- Myllu normal, malt kr. 24,90 Emmesshnetutoppar4stk. ípk. kr.99, Pepsi 11/2 Itr. kr.74,- Pepsi 6 dósa pakki kr. 134,- KKN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.