Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 60
fg ?aef "UPAÍWTgíýíT 60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 • Jóhann Ingi Gunnarsson verður leiðbeinandi á nám- skeiðinu um helgina. Handbolti: Þjálfara- námskeið um helgina HSÍ efnir til tveggja nám- skeiða fyrir handknattleiks- þjálfara um helgina. Fyrra námskeiðið verður á Akureyri á morgun, 20. júnf, og það seinna í Reykjavfk daginn eft- ir. Leiðbeinendur verða Jóhann Ingi Gunnarsson og Dietrich Spathe. Markmið námskeiðanna er að kynna nýjungar í taekniþjálf- un og nútímasóknarleik og er þá tekið mið af leikaðferðum frá síðustu heimsmeistarakeppni í Sviss. Jóhann Ingi Gunnarsson er þjálfari Þýskalandsmeistara Tusem Essen, sem kunnugt er, og hann var valinn besti hand- knattleiksþjálfari Vestur-Þýska- lands 1987. Dietrich Spathe er ritstjóri tímaritsins Handballtraining, menntar þjálfara fyrir þýska handknattleikssambandið og starfar fyrir IHF í sambandi við þjálfaraefni og þjálfaramál. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðinu eru beðnir að hafa samband við skrifstofu HS( í dag og fyrir hádegi á morgun. í kvöld ÞRÍR leikir verða í 1. deild karla f knattspyrnu í kvöld og tveir í 2. deild. Víðir og ÍBK leika á Garðs- velli, KA og Völsungur á Akureyri og FH og Fram á Kaplakrikavelli. í 2. deild leika KS og Selfoss á Siglufirði og Þróttur og Víkingur í Laugar- dalnum. í 1. deild kvenna verða tveir leikir. KR og ÍA leika á KR-velli og UBK og Stjarnan á Kópa- vogsvelli. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Sundmót í Bolungarvík BOLVÍKINGAR halda sundmót helgína 20. og 21. júnf n.k. og er það opið öllum og gefur stig til bikarkeppni einstakl- inga. Keppt verður um 10 veglega bikara sem byggingarfyrirtækið J.E.F. í Bolungarvík gefur til keppninnar. Keppt verður í 34 greinum. Nánari upplýsingar gefur Hugi Harðarson í síma 94-7381. Sérstakir Ólympíuleikar þroskaheftra: íslendingar hlutu tíu gullverðlaun í sundi á mótinu Já, lesandi góður. Það er von að þú veltir þessu fyrir þór þegar þú lest þessar Ifnur. „Hvað eru sórstakir Ólympfuleikar þroska- heftra"? Leikarnir voru fyrst haldnir í Bandaríkjunum, þar sem nokkrir milljónamæringar tóku sig saman um að halda íþróttaleika fyrir þroskahefta af sömu stærðar- gráðu og venjulega Ólympíuleika. Þróunin hefur orðið sú, að nú eru haldnir samskonar leikar um allan heim. í Bandaríkjunum hafa verið stofnuð samtök fjársterkra aðila sem áhuga hafa á þessu málefni og er markmið samtakanna að fjár- magna „sérstaka Ólympíuleika" í sem flestum þjóðlöndum. í ár var íslendingum í fyrsta skiptið boðin þátttaka á leikum sem þessum. Leikana átti að halda í sumarparadís Breta á eyjunni Wight við suðurströnd Bretlands. Leikarnir eru opnir öllum og þar sem engar lágmarkskröfur eru gerðar um getu þátttakenda ákváðu íþróttafélagið Gnýr á Sól- heimum Grímsnesi og Iþróttafé- lagið Ösp í Reykjavík að slá til og taka þátt í þessum leikum. Undirbúningur hófst i mars Undirbúningur hófst í byrjun mars og var æft reglulega þrisvar til fjórum sinnum í viku. Við æfðum stíft bæði í sundi og frjálsum, og einnig æfði íþróttafélagið Ösp tvö lið í innanhússhokkí. Jæja, nú var dagurinn stóri runn- inn upp. Allir voru saman komnir í nýju flugstöðvarbyggingunni að morgni 8. maí og nú skyldi haldið í hann. Ferðin gekk eftir áætlun og við vorum komin á eyjuna kl. 17.00, þreytt en spennt og full eftirvæntingar. Mótsstjórinn tók á móti okkur, hlýlegur maður að nafni Bob Foxall, sem sýndi okkur staðinn sem við áttum eftir að eyða þessari viku á. Þessi staður er paradís á jörð, þar sem allt var til alls. Hver þátttakandi hafði t.d. sérherbergi með baði og í öllum herbergjum var sjónvarp. Þar var stór og mikill samkomusalur og risastór matsalur þar sem jafnvel morgunmaturinn var fjórréttaður og þjónar á hverju strái. Við vorum vægast sagt orðlaus. Öll dagskrá var ævintýri líkust, skemmtanir hvert kvöld og það engar smáveg- is skemmtanir. Eitt kvöldið var haldið „karnivar á strandlengju þarna í grenndinni, með hljóm- sveitum, alls kyns uppákomum og klukkustundar langri flugeldasýn- ingu í lokin. Annað kvöld kom Elvis Presley nokkur frá London og skemmti. Hið þriðja var ekkert minna en sirkus og svona mætti áfram telja. Dagarnir voru heldur ekki síðri. Ef ekki var verið að keppa var boðið upp á dagskrá eins og t.d. siglingar, kanó-róður, keilu, reið- mennsku, klettaklifur og margt fleira. Þeir sem svo ekki nenntu því gátu einfaldlega lagst í sólbað við sundlaugina eða niðri á strönd- inni. Af öllu þessu má sjá að ekki var mínúta aflögu til að láta sér leiðast eða fá heimþrá. • íslenska liðíð f sundi vann 10 gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og 7 bronsverðlaunn á mótinu. • Hópurinn frá íþróttafélaginu Ösp sem fór til Englands og tók þátt í Ólympíuleikum þroskaheftra í maí í vor. Góður árangur í sundi [ fyrstu vorum við ekki vongóð um mikinn árangur, miðað við að við þreyttum keppni við 2200 aðra þátttakendur. En gæfuhjólið fór að snúast og peningunum rigndi inn. Árangur okkar í sundi vakti at- hygli, enda fengum við í þeirri grein 10 gull, 7 silfur og 6 brons, og í frjálsum íþróttum fengum við 4 gull, 6 silfur og 7 brons, sem þótti mjög gott. Rúsínan í pylsuendan- um var þó að A-lið Asparinnar varð ólympíumeistari í innanhúss- hokkí — sannarlega glæstur árangur, sérstaklega vegna þess hve ung íþróttagreinin er hér heima. Á þessu má sjá að íslendingar eiga stórgott keppnisfólk í röðum þroskaheftra sem á fullt erindi á leika sem þessa. Nú er að sjálfsögðu mikill hugur í mönnum og þegar stefnt á að sækja aðra Olympíuleika sem fyrst. Draumurinn er þó sá að geta staðið að samskonar leikum hér heima. Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem gerðu þessa ferð okkar að veruleika. Guðjón Sigmundsson og RagnhMdur Jónsdóttir. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.