Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 35 Morgunblaðið/Börkur Sonný Þorbjörnsdóttir, Guðrún G. Gröndal og Daníel Þorkell Magnús- son sýna skúlptúra í Hafnargalleríi. Skúlptúrsýning í Hafnargalleríi í Hafnargalleríi, galleríi ungra myndlistarmanna, stendur yfir sýning þriggja skúlptúrlista- manna, Daniels Þorkels Magnús- sonar, Sonný Þorbjörnsdóttur og Guðrúnar G. Grönal. Hafnargallerí, sem er á hæðinni fyrir ofan bókabúð Snæbjamar, er opið á verslunartíma. Sýningin stendur til laugardagsins 27. júní. Lélegt í Kjósinni Það er léleg veiði í laxá í Kjós um þessar mundir, á hádegi í gær voru aðeins 45 laxar komnir á land og í gærmorgun veiddust aðeins tveir laxar á tíu stangir. „Þetta hafa verið þetta 3 á dag síðustu daga, alls ekki nógu gott, og nær eingöngu veitt fyrir neðan Laxfoss,“ sagði Sigrún Hreiðars- dóttir í veiðihúsinu við Laxá í samtali við Morgunblaðið í gær. Af þeim 45 löxum sem um ræðir veiddust 11 stykki fyrsta morguninn þann 10. eins og frá var greint. Þannn dag veiddust 20 og 21 punds laxar, en sams konar boltar hafa ekki bæst við og 15 punda fiskar hafa verið þeir stærstu síðustu daga. Svo virðist sem stórlaxagangan ætli að verða í daufara lagi í Laxá þótt of snemmt sé kannski að slá því föstu. Það lifnaði ekki við síðasta straum þrátt fyrir smá- vætu og dumbungsveður. Spum- ing hvað næstu dagar bera í skauti sér. Fjarar út í Miðfirði Það hefur aðeins fjarað út mesta stórveiðin í Miðfjarðará, en fyrsta hollið lenti þar í fádæma veiði og að sögn manna hefði mátt búast við enn meiri laxa- mokstri ef veiðiveður hefði verið hagstætt. Það kom hins vegar næstu veiðimönnum til góða að opnunarhollið fékk ekki nógu gott veður til að tæma ána og hefur Lífleg byrjun í Haffjarðará Veiði hófst í Haffjarðará þann 15. og hafa fregnir borist af býsna 18 punda hæng sem hann veiddi á Breiðunni í Langá á fyrsta veiðidegi þar vestra. líflegri veiði, en alls veiddust 9 vænir laxar fyrsta daginn og síðan hefur eitthvað bæst við þótt lítil- lega hafi dofnað eins og gengur.' Laxamir voru allir 8—15 punda, en menn sáu stærri físka á sveimi. Var veiðin tekin víða í ánni og öil á flugu eins og lög gera ráð fyrir í þessari á. verið prýðilega viðunandi veiði síðan, miðað við sumartíma. En sem fyrr segir hefur aðeins dofnað yfír fískeríinu. Á hádegi í gær voru komnir 80 laxar á land og er ekki farið að bóla á smælki í aflanum enn. Þetta er allt 8—9 punda og upp í 25 punda, en Bjami í Brauðbæ veiddi einn slíkan bolta í Austuránni fyrsta daginn eins og frá hefur verið greint. Er sá mikli hængur enn sá stærsti sem Morgunblaðið hef- ur frétt af í sumar. Veiðidagnr fjölskyldunnar Á sunnudaginn verður haldinn veiðidagur fyölskyldunnar undir slagorðinu „Utivist og ánægja í öndvegi" og er þetta þriðja árið í röð sem Landssamband stanga- veiðifélaga heldur þennan dag, enda hefur hann mælst alveg hreint sérstaklega vel fyrir og verið sóttur af fleiri þúsundum. Veðurguðimir hafa hingað til lagt blessun sína yfír atburðinn og hjálpað til að gera hann ógleym- anlegan. Víða um land fá nú allir sem kæra sig um að renna án endur- gjalds og sums staðar hafa stangveiðifélög skipulagt daginn með það fyrir augum að þátttak- endur geti notið leiðsagnar kunnáttumanna í sportveiði. Hef- ur það ævinlega verið í boði á veiðidegi fjölskyldunnar og verið vel þegið og nýtt. í nágrenni Reykjavíkur geta menn rennt ókeypis og notið leiðsagnar við Kleifarvatn, Elliðavatn og Þing- vallavatn, en önnur vötn sem geta má um eru Langavatn á Mýmm, Ölvevatn á Skaga, Kringluvatn nærri Húsavík og fleiri. Síðustu tvö sumrin hefur veður verið ein- staklega gott og margir upplifað frábærar stundir á veiðidegi fjöl- skyldunnar. Aftur er veðurspáin góð þótt slíkt sé oft fljótt að breyt- ast. Sunnudagurinn er því fullur fyrirheita og væntanlega bætast margir nýir við í vaxandi hóp stangveiðimanna á íslandi. Fóstbræður aðeins að „hita upp“ á keppnisstað daginn fyrir keppni. Morgunblaðið/Sigrún Bjomsdótdr Söngf ör Fóstbræðra um Evrópu er lokið Budapest, frá Sigrúnu Björnsdóttur fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÁ HEFUR Karlakórinn Fóst- ________________________ Karlakórinn Fóstbræður í alþjóðlegri söngkeppni „Harmonie Festiv- al 87“ í Lindenholzhausen. bræður haldið þrenna tónleika í Ungveijalandi á einni viku. Fyrstu tónleikana héldu þeir i gamalli kirkju í Sopron, fyrsta áfangastað kórsins í Ungverjalandi. Þar er höfuðklerkur gamall kaþólskur biskup, mikill tónlistarunnandi sem kunni sér ekki læti að fá svo ágæta listamenn í kirkju sína. Aðra tónleikana héldu þeir svo við það undurfagra Balaton-vatn. Þeir siðustu fóru fram á sunnudags- kvöld í Lizt-safninu í Budapest. Allstaðar hefur verið sama sagan, kórinn hefur fengið frábærar við- tökur og verið lokið miklu lofsorði á alla frammistöðu hans. Einkum hafa menn látið í ljósi undrun yfír hreinum söng, björtum, tærum tenórröddum og djúpum og fögrum tón bassanna. Hér í Búdapest lét tónlistargagnrýn- andi blaðs nokkurs i ljósi þá skoðun sína í hófí sem haldið var á Hótel Royal eftir tónleikana að söngmenn- imir hlytu að vera að megninu til atvinnusöngvarar. Virtist hann viija trúa því að það væri ekki fjarri lagi. Svo virðist sem hver kórakeppnin ætli að reka aðra. Þeir ungversku virðast ekki vilja sleppa Fóstbræðrum úr landi án þess að taka af þeim það loforð að kórinn taki þátt í alþjóð- legri kórakeppni sem tileinkuð er Béla Bartók og verður haldin hér í landi að ári. Einsöngvarar í ferðinni hafa verið Bjöm Emilsson, Eirikur Tryggvason og Gunnar Guðbjömsson sem einnig hefur sungið nokkur einsöngslög á tvennum tónleikum í kórsöngshléi og nú síðast við píanóundirleik Ragnars Bjömssonar. Tveir hinir fyrmefndu hafa sungið með kómum Qölda ára. Gunnar Guðbjömsson er komungur tenórsöngvari sem hyggur á frekara söngnám erlendis í náinni framtíð. Útflutningsráð íslands: 466 tillögur í hug- myndasamkeppni Hugmyndasamkeppni Útflutn- ingsráðs íslands sem efnt var til 1. apíl sl. um merki og vígorð er nú um það bil að ljúka. Dóm- nefndir hafa Iokið störfum og niðurstöður liggja fyrir. Alls bár- ust 466 tillögur, 260 að merki og 206 að vígorði. Tvær tillögur voru ógildar. Niðurstöður verða kynntar fostu- daginn 19. júní. Veitt verða verð- laun að upphæð kr. 400.000, 250.000 fyrir merki og 150.000 fyrir vígorð. Sýning á tillögum verð- ur opin almenningi laugardag og sunnudag kl. 14.00 til 18.00 og mánudag kl. 9.00 til 18.00 í Gallerí Borg í Pósthússtræti. Úr Gallerí Kirkjumunum þar sem Sigrún Jónsdóttir er með sýn- ingu á batik-Iistaverkum, höklum og glermyndum. Sigrún Jónsdóttir sýnir í Gallerí Kirkjumunum SIGRÚN Jónsdóttir listakona myndir. Sigrún hefur áður verið er með sýningu í Gallerí Kirkju- með sýningar, bæði hér á landi munum i Kirkjustræti 10 í og erlendis. Reykjavík. Gallerí Kirkjumunir er opið alla Sigrún sýnir þar batik-lista- virka daga frá kl. 9.00 til kl. verk, flest unnin á þessu ári. 18.00. Einnig sýnir hún hökla og gler-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.