Morgunblaðið - 19.06.1987, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987
Morgunblaðið/Bjami
Nýja útvarpshúsið við Efstaleiti.
Morgunblaðið/Einar Falur
Iðnaðarmenn lögðu í gær síðustu hönd á tækjabúnað nýja útvarps-
hússins.
Nýja útvarpshúsið vígt í dag
NÝJA útvarpshúsið við Efsta-
leiti verður vígt í dag. Nú hafa
allar deildir útvarpsins flutt
þangað, en sá hluti hússins sem
hýsa mun sjónvarpið verður
tekinn í notkun eftir 2-3 ár.
í gær var unnið hörðum hönd-
um að því að ljúka flutningi hinna
ýmsu deilda útvarpsins í nýja
húsið. Fréttastofan hefur starf-
semina þar í dag, en húsið verður
vígt síðdegis. Vígsluathöfninni
verður útvarpað og sjónvarpað í
dag og hefst útsending kl. 17.30.
Menntamálaráðherra flytur
ávarp, síðan fulltrúar stofnunar-
innar og starfsmanna hennar,
formaður útvarpsráðs og formað-
ur Bandalags íslenskra lista-
manna. Húsið verður formlega
tekið í notkun með ávarpi forseta
íslands, Vigdísar Finnbogadóttur,
sem síðan gengur í hljóðstofu og
hefur útsendingu.
Kostnaður við byggingu út-
varpshússins að Efstaleiti verður
um einn milljarður króna þegar
öll starfsemi Ríkisútvarpsins-
sjónvarps verður flutt þangað.
Toyota-
umboðið
afturkallar
ellefu bíla
TOYOTA-verksmiðjurnar hafa
ákveðið að láta kalla inn til við-
gerðar bifreiðir af gerðinni
Toyota Camry, árgerð 1982-85,
vegna hugsanlegra galla. Sam-
kvæmt upplýsingum Toyota-
umboðsins munu ellefu
bifreiðir verða kallaðar inn
hérlendis.
„Þetta er gert vegna lítils
stykkis í kveikjunni, sem gefur
neista inn á kerfíð, en talið er
möguleiki á að það geti bilað í
sumum bílum og því ákveðið að
kalla inn þá bíla sem um er að
ræða og skipta um stykkið," sagði
Bogi Pálsson, framkvæmdastjóri
Toyota-umboðsins við Morgun-
blaðið.
„Við munum nú afla okkur
þeirra varahluta sem til þarf og
ég geri ráð fýrir því að við munum
geta kallað inn bílana í kringum
mánaðamótin ágúst-september.“
VEÐURHORFUR í DAG, 19.06.87
YFIRLIT á hádegi í gœn Um 500 km suðaustur af Hvarfi er hæg-
fara 994 millibara djúp lægð. Dálítill hæðarhryggur er yfir íslandi.
SPÁ: Hæg breytileg átt. Víðast bjart veður inn til landsins en
skýjað með köflum og sums staðar þokubakkar við ströndina. Hiti
á bilinu 9 til 17 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
LAUGARDAGUR og SUNNUDAGUR: Hæg breytileg átt. Víöast
þurrt og bjart veður. Hiti á bilinu 8 til 15 stig.
TÁKN:
O• Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* ■* *
* * * * Snjókoma
* * *
} Hitastig:
10 grádur á Celsíus
1 Skúrir
1 Él
E Þoka
= Þokumóða
’ Súld
0 Mistur
[- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri hlti 12 veóur lóttskýjað
Reykjavík 14 léttskýjað
Bergen 12 lóttskýjað
Helsinki 16 skýjað
Jan Mayen 3 skýjað
Kaupmannah. 12 rignlng
Narssarssuaq 18 skýjað
Nuuk 4 þoka
Osló 12 rignlng
Stokkhólmur 13 hálfskýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Algarve 24 heiðskfrt
Amsterdam 13 skýjað
Aþena 27 léttskýjað
Barceiona 20 þokumóða
Berlín 11 rigning
Chicago 23 skýjað
Feneyjar 20 iéttskýjað
Frankfurt 15 skýjað
Hamborg 10 skúr
Las Palmas 23 skýjað
London 16 skýjað
Los Angeles 16 þokumóða
Lúxemborg 13 skúr
Madrfd 28 léttskýjað
Malaga 26 léttskýjað
Mallorca 24 léttskýjað
Miami 29 skýjað
Montreal 17 skýjað
NewYork 20 alskýjað
Parfs 17 skýjað
Róm 22 skýjað
Vfn 16 skýjað
Washington 21 léttskýjað
Winnipeg 17 helðskfrt
Lóðsinn dró Álafoss, skip Eimskipafélags íslands, suður fyrir Bjarna-
rey, á auðan og öruggan sjó.
Vestmannaeyjar:
Alafoss dreginn
vélarvana til hafnar
Vestmannaeyjum.
ALVARLEG vélarbilun varð I
Álafossi, skipi Eimskipaf élags
íslands, skammt utan við hafnar-
minnið í Vestmannaeyjum árla
morguns á miðvikudag. Lóðsinn
var að setja hafnsögumann um
borð í skipið rétt í þann mund
sem aðalvélin bilaði og dró Lóðs-
inn Álafoss suður fyrir Bjarnar-
ey, á auðan og öruggan sjó.
Álafoss var að koma til Eyja á
leið sinni til Englands, háhlaðinn
gámum. Skipið var nýkomið í gegn-
um Faxasund, að Klettsnefí, þegar
aðalvél skipsins bilaði. Dexel,
stimpill og slíf brotnaði og sprunga
kom í blokkina. Hafnsögumaður,
Þórður Rafn Sigurðsson, var ný-
kominn um borð og Lóðsinn var við
skipshlið.
Ágúst Bergsson, skipstjóri á
Lóðsinum, sagði að þeir hefðu þeg-
ar sett spotta yfir í Alafoss og
dregið hann suður fyrir Bjamarey.
„Við biðum þama nokkra stund
meðan kannað var hvað gera ætti.
Um klukkan 7 var ákveðið að fara
með skipið inn til hafnar og fengum
við Kap og Léttir til að aðstoða
okkur. Kapin var á eftir og hélt í
við hann en við drógum skipið inn
og Léttir hjálpaði til. Þetta gekk
allt saman alveg frábærlega vel,
öll skilyrði vom mjög hagstæð, en
ansi var þetta þungur dráttur,“
sagði Ágúst Bergsson.
Gísli G. Guðlaugsson, umboðs-
maður Eimskips í Eyjum, sagði að
um alvarlega vélarbilun væri að
ræða og ljóst væri að skipið yrði
stopp á marga daga. Annað skip
frá Eimskip kemur til Eyja í dag
og tekur farminn.
— hkj.
Verkfall vegagerðar-
manna hófst á miðnætti
VERKFALL hófst á miðnætti hjá
Verkalýðsfélögunum Rangæingi
og Þór á Selfossi. Nær verkfallið
aðeins til starfsmanna Vegagerð-
ar ríkisins sem eru í f élögunum.
í kvöld skellur á verkfall hjá
vegagerðarmönnum _ í Verkalýðs-
félögunum Jökli á Ólafsvík, Val í
Dalasýslu, Boðanum í Hveragerði
og nágrenni og Verkalýðsfélögum
Borgamess og Akraness. Þá hafa
fjögur verkalýðsfélög boðað verk-
föll vegagerðarmanna næsta þriðju-
dag og tvö á miðvikudag. Fundur
með ríkissáttasemjara hefur verið
boðaður næsta þriðjudag.
Samninganefndir vegagerðar-
manna og starfsfólks Skógræktar
ríkisins sátu á fundum með ríkis-
sáttasemjara í gær. Fundunum lauk
um klukkan níu í gærkvöld án þess
að samkomulag tækist. Skógrækt-
arfólk hefur enn ekki boðað verk-
fall, en næsti fundur þeirra hjá
ríkissáttasemjara verður einnig á
þriðjudaginn.