Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 47 Minning: Anna Jónsdóttir frá Hvallátrum Fædd 22. desember 1895 Dáin 9. júní 1987 Anna Jónsdóttir var Vestfirðing- ur í báðar ættir, fædd í Haukadal í Dýrafirði og ólst þar upp. Foreldr- ar hennar voru Guðrún Sigurðar- dóttir og Jón Eggertsson. Hún var einkabam sinna foreldra. Anna missti föður sinn ung að aldri, en þær mæðgur Guðrún og hún, áttu samleið svo að segja alla tíð, meðan báðar lifðu. Anna fór til náms í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þar námi. Á námsárunum kynntist hún Daníel Eggertssyni frá Hval- látrum, sem þá var við nám i Verslunarskólanum. Þau Anna og Daníel voru raunar náskyld, þar sem feður þeirra voru hálfbræður. Fundum þeirra hafði þó ekki borið saman fyrr en þama í Reykjavík og varð fyrir tilstuðlan foðursystur þeirra beggja, Rannveigar Eggerts- dóttur. Þau Daníel og Anna felldu hugi saman og gengu í hjónaband þegar þau höfðu lokið námi. Fyrsta sam- eiginlega heimili sitt áttu þau í Reykjavík, þar sem Daníel stundaði skrifstofustörf. En bráðlega fluttu þau vestur að Hvallátmm og sett- ust þar að. Og þar áttu þau heimili sitt og lífsstarf eftir það. Það ætla ég að segja megi, án alls vafa, að hvomgt þeirra hafði óskað að setj- ast að á þeim einangraða og harðbýla stað sem Hvallátrar við Látrabjarg em og vom einnig þá, þó að nokkur munur væri, að því leyti að allar víkur vom þá full- byggðar, þannig að mannfæðin var ekki sú sama og nú er þar um slóð- ir. En lífsbjörgin var svo sannarlega harðsótt. Það var sigið eftir fugli og eggjum í Látrabjargi á vori hverju og fiskimiðin sótt að sumri til. Þó að fiskimiðin væm að vísu nærtæk, var höfn bókstaflega engin og löndun aflans mjög fmmstæð og erfið. Á vetuma var ekki um sjósókn að ræða — brimgarður hafsins svarraði við ströndina — landganga var óhugsandi. Sam- gönguleiðir á landi vom troðningar og vegleysur, yfir heiðar og hálendi að fara, ef komast átti til nærliggj- andi byggða. Hvað réði því þá að þessi ungu, vel menntuðu og fíngerðu hjón settust að á þessum harðbýla útkjálka? Ég tel engan vafa á að þar áttu óskir foreldra Daníels og ef til vill alveg sérstak- lega móður hans, Halldóm, mikinn þátt. Daníel var einkasonur hennar og henni mjög kær, eins og hann var raunar öllum sem kynntust honum náið. Dætumar, allar þijár, áttu sér heimili sín svo að segja í hlaðvarpanum hjá þeim hjónum Halldóm og Eggerti. Þannig vildi Halldóra, og sjálfsagt þau bæði, hafa það, og þannig varð það. Beri maður þessar staðreyndir saman við núverandi Qölskyldugerð, fjöl- skylduviðhorf og foreldravald finnst mér þetta lýsandi dæmi um þá gagngem breytingu sem orðin er í fjölskyldutengslum og valdi for- eldra gagnvart bömum sínum. En, sem sagt, þama á Latmm byggðu þessi ungu hjón sér lítið, snoturt hús og bjuggu þar allan sinn bú- skap. Fljótlega flutti Guðrún móðir Önnu til þeirra og dvaldi þar alla tíð sem hún átti eftir ólifað ásaint sambýlismanni sínum, sem þó fór jafnan til sumarvinnu á Þingeyri. Leiðrétting í minningargrein bekkjarsystk- ina um Guðmund Hannesson, ljósmyndara, hér í blaðinu 13. júní hefur nafn bekkjarbróður okkar Guðjóns Sigurjónssonar í Hafnar- fírði misritast og hann sagður Sigurðsson. Þetta leiðréttist hér með. Auk þess var ekki hikað við að taka fleiri og færri böm vina og vanda- manna, bæði frá Patreksfirði og Reykjavík til sumardvalar í lengri og skemmri tíma, auk þess sem einnig dvöldu þar aðkomuböm á vetuma, eins og við systkinin, sem ég kem síðar að. Það mátti því með sanni segja að hús þeirra væri lengst af fullnýtt og vel það. Þó var heimili þeirra jafnan hreint og fágað og allt virtist ganga þannig að þess yrði ekki vart hvort, eða hvenær verkin voru unnin. Kom þar vitanlega til hinir margvíslegu góðu hæfileikar húsmóðurinnar, sem Anna var gædd í ríkum mæli, svo sem verkhyggni og verklagni. Hún vann störf sín fumlaust og án háv- aða, í rauninni þannig að maður tók vart eftir því að gengið væri að störfum. Snyrtimennska hennar og hreinlæti í verkum var þannig að ekki varð á betra kosið. Hún var jafnvíg á almenn hússtörf, matseld, saumaskap og hannyrðir, en ef til vill var þó öllu öðru drýgra skap- stilling hennar og ljúft viðmót, og var mér þó kunnugt um að skap- laus var hún ekki, ef því var að skipta. Þeim Onnu og Daníel varð ekki bama auðið. En fljótlega eftir að þau fluttust að Latmm tóku þau að sér ungt barn, sem einstæð vin- kona Önnu átti. Drengurinn, Guðmundur Jón Óskarsson, kom til þeirra á fyrsta eða öðru ári og ólst upp hjá þeim eins og þeirra eigið barn. Guðmundur fór sem unglingur tit náms að Núpi í Haukadal og eftir dvölina þar lærði hann loft- skeytafræði og gerðist loftskeyta- maður á togumm í síðari heimsstyijöldinni. Guðmundur Jón var hinn mesti efnis- og manndóms- maður. Hann var reglumaður í öllum háttum, vandlátur að vinum, þó kurteis og hlýr í allri umgengni. Skömmu fyrir stríðslok ákvað Guð- mundur að hætta störfum á sjónum og hugði á menntaskólanám. Hafði hann látið af störfum og skýrt fóst- urforeldrum sínum frá ákvörðun sinni. Munu þau hafa verið mjög ánægð með þessa ákvörðun hans, því auðvitað var engum rótt sem átti aðstandanda í siglingum til Englands á stríðsárunum. En atvik ráðast á ýmsa vegu. Rétt eftir að Guðmundur hætti á því skipi sem hann hafði verið á, leitaði til hans starfsbróðir og bað hann leysa sig af einn túr, hann hafði veikst snögglega og skipið að leggja af stað. Þetta var afráðið í skyndingu og fór Guðmundur án þess að láta fósturforeldrana vita um þessa breytingu. Þetta átti líka aðeins að vera ein ferð. en sú ferð var aldrei farin til enda. Til skipsins spurðist aldrei framar, né áhafnar þess. Lát hins kæra fóstursonar með svo svip- legum hætti var sá beiskasti kaleik- ur sem þau hjón Anna og Daníel á Latrum þurftu að bergja um ævina. í hönd fóru döpur ár — sár harm- ur, þann harm báru þau með sér æ síðan, en sú líkn sem þeim var lögð með þessari þraut birtist í bón ungr- ar konu, ættaðrar frá Látrum, sem átti við heilsuleysi að stríða, eftir erfiða tvíburafæðingu. Anna hafði alltaf lagt fram sitt lið þar sem hún gat greitt götu samferðarfólks síns og brást ekki heldur að þessu sinni — þó henni væri um þetta leyti dimmt fyrir augum vegna sonar- missis og sorgar. Svo fór að móðirin endurheimti, sem betur fór, lífsþrótt sinn á ný, en mál skipuðust þannig að telpan ílentist hjá þeim Önnu og Daníel. Betur held ég að hafí aldrei verið launaður vinargreiði og aðstoð en þessi kona, Unnur Er- lendsdóttir, gerði þegar hún ákvað að dóttir sín yrði í áframhaldandi fóstri hjá þeim hjónum — þeirri ákvörðun var aldrei riftað. Þessi telpa, Gyða Guðmundsdóttir, varð þeim hjónum því hjartfólgnari sem samvistimar urðu lengri. Þau gáfu henni öryggi og gott uppeldi og hún launaði þeim með ástúð og tryggð, svo sem best varð á kosið. Má segja að leiðir þeirra Önnu og Gyðu hafi ekki skilið fyrr en nú við dauða Önnu, ef undan eru skilið þau ár sem Gyða var vio nám og störf áður en hún gifti sig. Þegar aldurinn færðist yfir varð Önnu og Daníel illa kleift að búa áfram á Látrum — enda var það litla samfélag sem þar hafði verið í gegn um tíðina að leysast upp og íbúamir að hverfa á braut. Þau keyptu þá íbúð í Reykjavík í félagi við Gyðu og hennar fjölskyldu og fluttu suður, þar hafa þau svo átt sitt athvarf það sem þau áttu ólif- að, enn Daníel dó fyrir tveimur ámm. Milli þeirra hjóna og Gyðu og dætra hennar ríkti gagnkvæm ástúð alla tíð. Áður en ég lýk þessari minning- argrein um mína kæm frænku, Önnu Jónsdóttur, vil ég að lokum geta lítils háttar um samband henn- ar og minnar fjölskyldu. Faðir minn, Sigurður og Daníel vom hálfbræður og bræðmngar við Önnu, svo sem áður er getið. Var rík vinátta með föður mínum og ættingjum hans á Látmm og ekki síður með stjúp- móður hans Halldóm, sem hann bæði unni og mat. Strax eftir að faðir minn andaðist frá sex ungum bömum, hóf Daníel reglulegt bréfa- sambad við móður mína og fylgdist með afkomu hennar og högum. Eins og þá var títt til sveita var einungis um ófullkomna og stopula bamakennslu að ræða af hendi sveitarfélagsins, svokallaða far- kennslu, því buðu þau hjón, Anna og Daníel, móður okkar að senda eitthvert okkar barnanna til vetr- ardvalar og kennslu hjá þeim. Varð úr að Halldór bróðir minn var þar í einn vetur fyrir fermingu. Þorkell bróðir minn var hjá þeim nokkra mánuði til náms í stærðfræði og tungumálum, en ég, sem þetta rita, dvaldi þar þijá vetur fyrir ferm- ingu. Þau kynni sem ég fékk þá af föðurfólki mínu, bæði þeim eldri og yngri, voru mér mjög ljúf og á allan hátt mikils virði. Þó er í mínum huga hlutur Önnu þar langstærst- ur. Ég vil í þessu sambandi aðeins nefna hér hve góður kennari hún var. Á Látmm var, svo sem annars staðar til sveita á þeim tímum, ein- ungis forskóli — reglulegt skólahald sex 'til átta vikur á vetri. Hlutur heimilanna var því afgerandi í því hve vel böm fengu tileinkað sér námsefnið. Þetta skipti þó litlu máli hvað varðaði okkur, sem nut- um heimakennslu þeirra Daníels og Önnu. Þau vom ekki síður fær um að kenna okkur heldur en hinn skip- aði farkennari. En þar við bættist að Anna, sem kenndi okkur flestar námsgreinamar, nema reikning, var það sem kallað er ,. kennari af Guðs náð“. Hún ræddi námsefnið við okkur, útskýrði það, fræddi okkur um staðreyndir því viðkom- andi, bæði almennt og um einstaka þætti þess. Hún sat ekki með bók og hlýddi yfir, heldur ræddi efnið á meðan hún ef til vill lauk venjuleg- um heimilisstörfum, eða sat með handavinnu sína að kvöldi dags, þar tit allt varð lifandi og áhugavert, auðvelt og skemmtilegt. Minningin um Önnu frænku mína er mér í öllum myndum ljúf og kær, þó er mér ef til vill þessi sérstæða kennsla hennar minnisstæðust. Nú er hún öll. Frá því ég þekkti hana best og umgekkst mest, þegar ég var unglingur á heimili hennar og þar til nú að að augu hennar ljúkast til hins eilífa svefns, er vita- skuld mikill munur á útliti hennar og orku, og þó var hún alltaf sú sama. Ég sat hjá henni litla stund á sjúkrahúsinu fyrir nokkrum dög- um. Þá losaði hún svefninn, leit upp, brosti, lyfti hendi sinni og strauk ofur létt mína og sagði: „Ert það þú Magga mín.“ Það var hennar kveðja, hún var ennþá sjálfri sér lík. Að sögn Gyðu fósturdóttur hennar, ríkti ró og friður á dánar- stund hennar, lífsvitund hennar hvarf án átaka — kyrrð og birta hinnar blessuðu sólar ríkti ein. „Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir,“ eru orð norska skálds- ins Björnstjeme Bjömsson. Á þann hátt sem ég skilgreini Guð, sem ósk og þrá mannanna eftir því algóða, er í mínum huga enginn vafi á að Anna Jónsdóttir frá Hvallátrum gekk á Guðs vegum. Margrét Sigurðardóttir Nýtt símanúmer hefur tekið gildi fyrir alla starfsemi Iðnaðarbankans í Lækjargötu 12. • Lækjargötuútibú • Erlendviðskipti • Lánasvið • Rekstrarsvið • Markaðssvið • Lögfræðisvið • Endurskoðun • Fjármálasvið • Bankastjórn • Iðnlánasjóður 0 .jSii Bfi Iéií&i Lækjargötu 12. Sími 6918 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.