Morgunblaðið - 19.06.1987, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987
Forsetaforvalið
í óvissu eftir
fall Gary Harts
Nafnfrægð og digur sjóður aðalatriðið
eftir Ivar
Guðmundsson
Gárungarnir kölluðu áttmenn-
ingahóp forsetaframbjóðenda
demókrata „Mjallhvít og dvergana
sjö“. Það var fyrir hrösun Gary
Harts. Einn frambjóðandi hefir
bæst í hópinn síðan Hart gafst upp.
Hann heitir Paul Simon, öldunga-
deildarþingmaður frá Illinois. Hann
telur sig vera arftaka Harry Tru-
mans og hefir, að eigin sögn, í
hyggju að feta í fótspor hans í
hvívetna. Honum hefir verið tekið
vel og er orðinn næsthæstur í skoð-
anakönnunum.
Enginn áttmenninganna hefir
enn sem komið er hlotið nafnbót
Mjallhvítar. Séra Jesse Jackson er
þó talinn fremstur þeirra félaga
hvað nafnfrægð snertir, en það er
talið þýðingarmesta atriðið á þessu
stigi forvalsins, að nafn forsetas-
pírunnar sé vel þekkt meðal
almennings. Garry Hart flaut á
nafnfrægðinni, sem veitti honum
aðstöðu forystusauðsins og Mjall-
hvítamafnbótina. Orðrómur gengur
hér í Washington um að von sé á
fleiri forsetaspírum í framboð úr
demókrataflokknum. Er þar fyrst
nefndur John Glenn öldungadeildar-
þingmaður og geimfari, sem ekki
stóðst prófraunina 1984. Kosninga-
sjóður hans skuldar um 2 milljónir
dollara frá síðustu forsetakosning-
um. Með framboði væri hugsanlegt,
að Glenn gæti, með lagi, safnað í
kosningasjóð og með ríkisframlagi
eflt sjóðinn nóg til að greiða skuld-
irnar.
Ríkið styrkir framboð-
in fjárhagslega
Það er ciltölulega auðvelt að
bjóða sig fram til forvalsins i for-
setakosningunum í Bandaríkjunum.
Það getur hver og einn, sem er
fæddur borgari og hefir kosninga-
rétt og kjörgengi. Þess er auk þess
krafist, að frambjóðandi hafí hlotið
ijárstyrk frá einstaklingum að upp-
hæð 5.000 dollarar (200 þús. kr.)
í hverju af samtals 20 ríkjum. Fram-
lög einstaklinga í þannan sjóð mega
ekki vera hærri en 250 dollarar (10
þús. kr.). Þegar þessi skilyrði hafa
verið viðurkennd af tandskjömefnd
á frambjóðandinn rétt á jafnvirði
sjóðs síns úr ríkissjóði og áfram-
haldandi á meðan fé safnast í
sjóðinn. Framlög í kosningasjóði
má aðeins greiða með bankaávís-
unum, ekki í reiðufé né með
greiðslukortum. Fyrir Watergate-
mál Nixons voru engin takmörk
sett fyrir upphæðum, sem einstakl-
ingar máttu gefa í kosningasjóði.
Kosningasjóðir frambjóðenda
nema tugum og jafnvel hundruðum
milljóna dollara. Walter Mondale
eyddi 20 milljónum í forvalið við
síðustu kosningar, Gary Hart 19
miljónum, John Glenn 9 milljónum.
Frambjóðendur ekki
persónulega ábyrgir
Það er ekki óalgengt, að kosn-
ingasjóðir skilji eftir skuldir, sem
oft greiðast seint. Skuldir frá kosn-
ingabaráttu H.H. Humphreys og
jafnvel Johns Kennedy voru ekki
greiddar fyrr en tíu árum eftir að
til þeirra var stofnað. Allmikil
skuldasúpa er ógreidd frá síðustu
forsetakosningum. Það er sagt, að
Gary Hart skuldi á aðra milljón
dollara frá síðustu kosningum og
að John Glenn skuldi annað eins.
Þetta er villandi að því leyti til, að
frambjóðendumir sjálfir em ekki
lagalega skuldunautamir og bera
því ekki persónulega ábyrgð á
skuldunum. Lánin vom tekin í nafni
stuðningsmanna frambjóðenda, t.d.
„Vinir Gary Harts“, „Stuðnings-
menn Johns Glenn“ o.s.frv. Hitt er
annað mál, að margir frambjóðend-
ur telja sig siðferðilega ábyrga og
Gary Hart
gera sitt til að skuldimar séu
greiddar, sérstaklega ef frambjóð-
andi er kjörinn forseti. Fyrir eina
tíð var það regla, að demókrata-
flokkurinn greiddi skuldir frambjóð-
enda úr demókrataflokknum, en
það er ekki gert íengur. Sjálfur
má frambjóðandinn ekki leggja
fram meira en 50 þúsund dollara
(2 millj. króna) af eigin fé. Hafi
hann tekið þá upphæð að !áni er
hann að sjálfsögðu ábyrgur fyrir
þeirri skuld. Aðeins einn frambjóð-
andi til forsetakjörs hefir aafnað
ríkisstyrk, það var John Connally
milljónamæringjur fra Texas.
Ríkisstyrkur er greiddur til fram-
bjóðenda í forvali. Þegar kemur að
sjálfum forsetakosningunum greiðir
alríkið allan kostnaðinn. Það er tal-
ið, að forsetakosningar í Banda-
ríkjunum kosti ríkið um 500
milljónir dollara.
Ahrifamiklar söfnunar-
aðferðir
Fáar þjóðir em gjöfulli í allskon-
ar fjársafnanir en Bandaríkjamenn.
Ein ástæða til þess kynni að vera
sú, að gjafir til góðgerðarstarf-
semi, trúarsafnaða og margskonar
annarra fyrirtækja em dregnar frá
skattskyldum tekjum, svo em og
gjafir til stjómmálafélaga, þegar
vissum skilyrðum er fylgt. Fjársafn-
arar til stjómmálastarfsemi em
stétt útaf fyrir sig, sem hefur kom-
ið sér upp aðferðum til að safna fé
fyrir kosningaj- og einkum fyrir
forsetaforval. Á dögunum fékk ég
tækifæri til að rabba við sérfræðing
í kosningasjóðssöfnun, hann heitir
James D. Winnel og var einn af
frammámönnum í kosningasveit
Gary Harts á ámnum 1983-1985.
Hann er nú ritstjóri og útgefandi
tímarits, sem fjallar um kosninga-
mál.
Winnel segir að til séu skrár yfir
150 milljónir Bandaríkjamanna, þar
sem finna megi venjur þeirra og
aðstæður. Hvað þeir hafa gefið
áður til stjómmálmanna og hvers
sé að vænta af þeim í þeim efnum
í framtíðinni. Skrár yfir fólk, sem
er vel statt, á innfluttan bíl, er
meðlimur í einkaklúbb, ferðast mik-
ið og heldur sig ríkmannlega.
Kosningasjóðasafnarar gera sér
leik að því, að finna fólk, sem stund-
ar líkar lifsvenjur og leitar svo til
þess um framlög í kosningasjóð.
Þeir verða sjaldan fyrir vonbrigð-
um. Ein aðalástæðan fyrir því, að
Jesse Jackson
forvalsundirbúningurinn er eins
langur og raun ber vitni, er einmitt
fjársöfnun í kosningasjóðina. Pen-
ingar, digrir sjóðir, em stjórnmála-
mönnunum lífsnauðsyn. Öldunga-
deildarþingmenn viðurkenna, að
þeir noti að minnsta kosti‘/3 af vinn-
utíma sínum til þess að safna fé til
styrktar þingmennsku sinni og end-
urkjöri. Álgengasta og áhrifamesta
söfnunaraðferðin em „betlibréfin".
Þau bera ótrúlega mikinn árangur,
einnig á öðmm sviðum. Nýlega
safnaði írúflokkur rúmlega átta
milljónum dollara á tveimur vikum
með því að skora á fólk í sjónvarpi
að senda fé í pósti til safnaðarins,
sem væri í fjárþörf vegna þess, að
fyrrverandi forstjóri safnaðarins
hefði dregið sér fé svo tugum millj-
óna skipti. Þá er fræg sagan um
Bandaríkjamanninn, sem lifði góðu
lífi af auglýsingu, sem hann setti í
dagblaðið: „Nú em síðustu forvöð,"
sagði auglýsingin, „að senda doll-
araframlagið, sem þú varst búinn
að lofa!“
„Hvaða Jimmy?“
Velgengni forvalsframbjóðenda
varðandi söfnun í kosningasjóði er
mikils virði, segir James Winnell,
vegna þess, að fjölmiðlar gera mik-
ið mál úr, ef söfnun gengur vel eða
illa. Þegar söfnunin gengur vel
bendir það til þess að viðkomandi
frambjóðandi sé vinsæll, á uppleið
og eigi mikið fylgi. Þegar Jimmy
Carter sótti í forsetaembættið
hristu menn höfuðið og spurðu:
„Ha, hvaða Jimmy?" Óþekktur
baunahnetubóndi frá smáþorpi, sem
enginn kannaðist við. Honum tókst
það sem aðrir hafa hrasað um, en
það var að gera sig nafnfrægan.
Jimmy Carter gerði það með
„Jimmy“-nafninu og með því að
gista hjá „almúga“fjölskyldum í
stað þess að búa á bestu gistihús-
um, eins og hinir frambjóðendumir.
Gary Hart tókst einnig að vekja
athygli á sér, m.a. með því að
breyta nafni sínu úr „Hartpence"
og telja sig árinu yngri en hann
var. Þetta vakti athygli og umræð-
ur, jafnvel deilur. Aður en langt
leið könnuðust allir við Hart, en
Hartpence var gleymdur.
Vonaraugum mænt til
Iowa og New Hamp-
shire
Um leið og Gary Hart dró sig til
baka úr forvalinu kom ferðahugur
í frambjóðenduma, sem eftir voru
og allir stefndu þeir að sama nætur-
stað, Iowa og New Hampshire.
Þegar þetta er ritað fyrstu dagana
í júni eru 14 þeirra komnir á
áfangastaðinn til þess að gera hos-
ur sínar grænar fyrir kjósendum í
tveimur af smæstu ríkjum Banda-
ríkjanna, sem með engu móti hafa
atkvæðamagn til þess að hafa úr-
slitaáhrif á forsetakosninguna
sjálfa, en geta með forvali sínu, sem
fer fram eftir tíu mánuði, ráðið
hvetjir em líklegastir til að verða
kjörnir forsetaframbjóðendur á
landsfundum flokkanna að ári. Það
er staðreynd, að það hefir enginn
verið kjörinn forseti Bandaríkjanna
sl. 35 ár, sem ekki var efstur í forv-
alinu í New Hampshire. Þetta er
hefð, sem enginn getur gefið skýr-
ingu á hversvegna komst á. New
Hampshire varð fyrst til að gang-
ast fyrir forvali þetta snemma. Iowa
George Bush
kom inn í myndina tiltölulega seint,
eða ekki fyrr en Jimmy Carter lagði
leið sína þangað.
Ibúar beggja ríkjanna em að
sjálfsögðu hreyknir af að verða
fyrstir til að velja og hafna forseta-
efnum. Þeir, sem verða aftarlega í
forvalinu, heltast fljótt úr Iestinni.
Sumir telja, að það hafi stigið íbú-
unum f þessum ríkjum til höfuðs
og að peir eigi til að snúa upp á
sig gagnvart oðrum, eða setji sig á
háan hest í þessu sambandi. Saga
gekk á dögunum um atvik, sem á
að hafa gerst í lowa. — Nokkrir
lowa-búar standa undir húsvegg
er frambjóðanda ber að, sem kastar
kveðju á hópinn og segir: „Góðan
daginn, piltar. Ég heiti Paul Stone
og er frambjóðandi í íorsetaforval-
inu. „Já,“ svarar þá einn úr
hópnum, „okkur er kunnugt um
það. Við vomm einmitt að hlæja
að því þegar þig bar að.“
Drjúg tekjulind,
kotríkjanna
Forvalið er kotríkjunum hin besta
tekjulind. Frambjóðendur og starfs-
lið þeirra, blaðamenn og forvitnir
ferðalangar þyrpast á hælana á
frambjóðendunum hvert sem þeir
HÆKKUN á fargjöldum í milli-
landaflugi hjá Arnarflugi tekur
gildi 1. júlí næstkomandi. Hækk-
unin nær einungis til farmiða,
sem eru keyptir hér á landi.
Um er að ræða 7,5 prósenta
hækkun á eins og þriggja mánaða
„pex“ fargjöldum og fargjöldum
fyrir fólk í viðskiptaerindum. Einnig
hækka svokölluð IT fargjöld, eða
fara. Gístihús og veitingastaðir fá
ærið að gera, auglýsingar í sjón-
varpi, útvarpi og í blöðum. Minja-
gripasala og annað, sem fylgir í
kjölfar forvalsins. Allt kostar þetta
ærið fé fyrir frambjóðendurna, sem
setja á stofn skrifstofur og hafa
fjölda starfsfólks á staðnum. Kosn-
ingalögin setja frambjóðendum
takmörk fyrir hve miklu fé þeir
mega eyða í áróðurinn í þessum
tveimur ríkjum. Nemur það 450
þúsund dollurum á hvern frambjóð-
anda í New Hampshire (18 millj.
kr.) og 700 þúsund dollurum í Iowa
(30 millj. kr.).
Hópkosningaf yrir-
komulagið í Iowa
Forvalið í einstökum sambands-
ríkjum er gert til þess að velja
fulltrúa á landsþing stjórnmála-
flokkanna, þar sem endanlega
verður ákveðið hver verður fram-
bjóðandi flokksins í sjálfum forseta-
kosningunum, sem fara fram fyrsta
þriðjudag í nóvembermánuði 1988.
Nýkjörni forsetinn verður settur inn
í embættið í janúarbyijun árið eftir.
Kosningin í Iowa er svokölluð
„caucus“-kosningaaðferð, sem
tíðkaðist áður en leynileg kosning
komst á. Kjósendur hittast í hópum,
oft á heimilum, _eða í kirkjum og
félagsheimilum. Á kosningafundin-
um skiptast kjósendur í hópa og
standa á bak við frambjóðandann,
sem þeir kjósa. Til þess að fulltrúi
nái kosningu verður hann að hafa
ákveðið hlutfall viðstaddra kjósenda
til að komast í fulltrúastöðu. Ef t.d.
Jesse Jackson fær aðeins þrjú at-
kvæði af 20 á fundinum fær hann
engan fulltrúa kjörinn úr þeim hóp
á flokksþingið. Iowa á rétt á 16
fulltrúum á landsþingið þar sem
verða 3.900-4.000 atkvæðisbærir
fulltrúar frá öllum 50 bandaríkjun-
um. í Iowa eru kjósendur ekki
bundnir stjómmálaflokki, þ.e.a.s.
skráður repúblikani getur kosið með
demókrötum og öfugt. Þetta fyrir-
komulag verður oft til þess, að
menn „lána“ hver öðrum atkvæði
milli kjördeilda þar sem flokk skort-
ir hlutfallstölu til að fá fulltrúa á
flokksþing. Í forsetaforvalskosning-
unum 1984 var tjöldi repúblikana
„lánaður" demókrötum, þar sem
Reagan var viss um framboð og
þurfti ekki á forvali að halda.
í New Hampshire fer forvalið
fram eftir venjulegum og leynileg-
um kosningaaðferðum með kosn-
ingaseðlum.
Það verður að sjálfsögðu engu
spáð hér hvort út úr f'orvalinu koma
risavaxnir dvergar, eða dvergvaxnir
risar. Forsetaefnin, sem kosið verð-
ur um, verða valin ú landsþingum
flokkanna tveggja, sem haldin
verða á miðju næsta ári. Fleiri
kunna að vera í boði, t.d. fjölæring-
urinn í forsetaframboði, Gus Hall,
formaður Kommúnistaflokksins, an
annar fjölæringur, zem var Harold
Stasser fyrrum ríkisstjóri í Minne-
sota, er nú ioks úr cögunni í því efni.
Síðustu skoðanakannanir raða
frambjóðendum eftir vinsældum á
þessa leið: Demókratar: Jesse Jack-
son fremstur, næstur honum kemur
Michael S. Dukakis, ríkisstjóri í
Massachusetts, bá Paul Simon,
Richard A. Gephardt. Bush er enn
fremstur í hópi repúblikana, en
Dole öldungadeildarþingmaður hef-
ir unnið á frá síðustu skoðanakönn-
un í marsmánuði. John Kemp er
þriðji með 11 prósent, Marion G.
Robertsson, trúboðinn, 7 prósent.
Alexander Haig hershöfðingi 5%,
en þeir Pierre S. du Pont og Paul
Laxalt reka lestina með 3 prósent
hvor.
pakkafargjöld.
Fyrir hækkunina kostar þriggja
mánaða „pex“ fargjald til Amster-
dam 21.300 krónur, en 22.910
krónur eftir hækkun. Eins mánaða
„pex“ fargjald hækkar úr krónum
16.240 í 17.460 krónur. Fargjald
fyrir fólk sem ferðast í viðskiptaer-
indum t.d. til Amsterdam hækkar
úr 23.920 krónum í 25.720 krónur.
Arnarflug hækkar fargjöld