Morgunblaðið - 19.06.1987, Page 19
T8Bi TOði Æi TnTOAairrgð^i .t3TUAjawcroHcm
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987
Er séra Jón Sveins-
son kominn heim?
Stutt hugleiðing
eftir Bernharð
Haraldsson
Stórar gjafir
Miðvikudaginn 10. júní birtist í
Morgunblaðinu frétt þess efnis, að
Haraldur Hannesson, hagfræðing-
ur, hefði afhent íslensku þóðinni
allt hið mikla bóka- og skjalasafn
séra Jóns Sveinssonar, Nonna, við
hátíðlega athöfn í ráðherrabústaðn-
um. Við sama tækifæri afhenti
Jóhann Salberg Guðmundsson,
fyrrverandi sýslumaður, nokkur
bréf séra Jóns Sveinssonar.
Menntamálaráðherra, Sverrir Her-
mannsson, sem veitti gjöfunum
viðtöku, lét þess getið við þetta
tækifæri, að þeim yrði valinn staður
í Þjóðarbókhlöðunni.
Þessar gjafir báðar eru vafalaust
einstakar í sinni röð og það er
tvímælalaust mikill fengur að þeim.
Haraldur Hannesson, hagfræðing-
ur, á sérstakan heiður skilinn fyrir
áratuga þrotlaust starf að söfnun
og varðveislu muna, sem á einn
hátt eða annan snerta séra Jón
Sveinsson, ævi hans og starf, heima
og erlendis. Það hefur greinilega
engin fyrirhöfn verið spöruð og
vafalaust miklu til kostað til að ná
þessu takmarki. Þau eru ekki mörg
dæmin, nú á tímum auðsöfnunar
og peningahyggju, að lagt sé ævi-
starf að hugðarefni án annarra
launa en ánægjunnar einnar.
Jón Sveinsson — Nonni
Jón Sveinsson fæddist á Möðru-
völlum í Hörgárdal 16. nóvember
1857. Fluttist til Akureyrar með
foreldrum sínum árið 1865. Fór
utan árið 1870, þar sem franskur
aðalsmaður bauðst til að kosta hann
til náms í Frakklandi. Las Jón auk
guðfræði heimspeki og bókmenntir.
Gekk ungur í Jesúítaregluna og tók
prestsvígslu. Stundaði kennslu um
áratugaskeið auk trúboðsstarfa.
Afkastamikil rithöfundur og fyrir-
lesari. Jón Sveinsson lést í Köln í
Þýskalandi 16. október 1944.
Jón Sveinsson, Nonni, heimsótti
ísland árið 1894 og árið 1930 kom
hann á Alþingishátíðina í boði ríkis-
stjómarinnar. I þeirri ferð var hann
gerður heiðursborgari Akureyrar.
Bækur sínar, Nonnabækumar, sem
eru 12 talsins, skrifaði hann flestar
á þýsku, sú fýrsta kom út árið 1906.
Bækur hans hafa verið þýddar á
allt að 40 tungumál.
Heimili Nonna, meðan hann bjó
á íslandi, voru aðeins tvö, á Möðru-
völlum í Hörgárdal og á Akureyri.
Beggja þessara æskuheimila
minnist hann í bókum sínum.
Nonnasafnið á
Akureyri
í Fjörunni á Akureyri stendur
lítið, svart timburhús með litlum
sexrúðu gluggum í hvítri umgjörð.
Þetta hús, númer 54 við Aðal-
stræti, var bernskuheimili Nonan
og hefur verið varðveitt í lítt
breyttri mynd.
Arið 1949 stofnuðu nokkrar kon-
ur á Akureyri Zontaklúbb Akur-
eyrar. Fljótlega kom fram sú
hugmynd að eignast þetta gamla
bemskuheimili Nonna við Aðal-
stræti og að koma þar upp safni.
Sú hugmynd varð að veruleika og
á 100 ára afmæli Nonna, hinn 16.
nóvember 1957, var húsið opnað
sem safn til minningar um hann.
Allar götur síðan hefur rekstur
Nonnahúss verið aðalverkefni
Zontaklúbbs Akureyrar. Margir
hafa lagt konunum lið og skal þar
fyrstan nefna Harald Hanhesson,
hagfræðing. Akureyrarbær og
ríkissjóður hafa veitt þeim árlega
nokkra fjárhæð, en fyrst og fremst
hafa konumar fjármagnað rekstur-
inn með sjálfboðavinnu. Þær hafa
skipst á um gæta safnsins um helg-
ar, þótt þær hafi safnvörð á launum
virka daga. Kartöflur rækta þær í
brekkunni ofan við húsið og selja,
auk ýmissa annarra fjáröflunar-
leiða. Auk þess hafa þær haft
nokkrar tekjur af aðgangseyri gesta
og sölu minjagripa. Safnið er opið
yfir sumartímann og hafa gestir
verið allt að 5.000 á sumri.
Gestir í Nonnahúsi
Greinarhöfundur var mörg sum-
ur leiðsögumaður erlendra ferða-
manna. Nær eingöngu var þar um
Þjóðveija að ræða eða þýskumæl-
andi fólk. Flestar ferðimar vom
famar um Norðurland, hófust eða
enduðu á Akureyri. í hverri ferð
var farin hringferð um Akureyri,
oft var farið í Akureyrarkirkju og
Lystigarðinn og ef ferðinni lauk á
Akureyrarflugvelli, sem oftast var,
þá var ekið inn Aðalstræti, numið
stuttlega staðar við Laxdalshús,
elsta hús bæjarins frá 1795, síðan
ekið að Minjasafni og Nonnahúsi.
Þar var jafnan sagt frá Jóni Sveins-
syni, Nonna, æviferli hans og
bókum. í flestum eða jafnvel nær
öllum tilvikum vom með í förinni
gestir, sem höfðu einhver kynni
haft af Nonna, lesið bækur hans,
eina eða fleiri. Alloft vom með gest-
ir, sem höfðu kynnst Nonna per-
sónulega, dáðu hann og ritverk
hans og höfðu jafnvel tékist þessa
ferð á hendur vegna kynna sinna
af honum, vóm í eins konar
Nonnahús á Akureyri.
„Séra Jón á ekki heima
í horni hárra sala, hann
verður að fá að standa
einn og sér. Rétt eins
og blágrýtinu er best
borgið í hrúgunni verð-
ur silfurbergið fegurst
eitt sér.“
pílagrímsferð á þessar norðlægu
bemskuslóðir vinar síns. Oft varð
af þessum ástæðum dvölin við
Nonnahús lengri en ráð hafði verið
fyrir gert. Ég minnist líka eldri
manns, sem ég fór með í matarhléi
okkar inn í Nonnahús til þess eins
að hann gæti gengið um æskuheim-
ili Nonna, gengið um sömu herbergi
og Nonni hafði sagt honum frá, lit-
ið út á Pollinn út um litla gluggann
undir norðurstafninum og í lok
heimsóknarinnar féllu nokkur tár á
slitnar gólffjalimar, sem geymdu
sögu löngu genginna spora.
Er séra Jón
kominn heim?
í áðumefndri Morgunblaðsgrein
er haft eftir utanríkisráðherra, sem
var viðstaddur athöfnina: „Og hér
er séra Jón kominn heirn." En það
er eitt að vera kominn heim og
annað að vera heima. Vissulega er
séra Jón kominn heim og það eigum
við Haraldi Hannessyni öðmm
mönnum fremur að þakka. En séra
Jón — Nonni — drengurinn ungi,
sem hélt út í hinn stóra heim fyrir
meira en eitt hundrað ámm og bar
með lífsstarfi sínu hróður síns
heimalands um víða veröld, hann á
ekki heima í Þjóðarbókhlöðunni,
hans heima er miklu frekar á
Möðmvöllum í Hörgárdal og í lág-
reista húsinu á Akureyri, sem ber
nafn hans og er tengt minningu
hans órofa böndum. Séra Jón á
ekki heima í homi hárra sala, hann.
verður að fá að standa einn og sér.
Rétt eins og blágrýtinu er best
borgið í hrúgunni verður silfurberg-
ið fegurst eitt sér.
Ef til vill verður séra Jón heima
í haust, þegar 125 ár em liðin frá
því, að Akureyri fékk kaupstaðar-
réttindi og 139 ár frá fæðingu hans.
Hver veit?
Höfundur er skólameistari Verk-
menntaskólans á Akureyri.
Margir skólar eru reyklausir:
„Það er eins og unga
fólkið hér kunni vel
við reyklausa loftið“
Krabbameinsfélag'ið hefur um árabil gefið út viðurkenn-
ingarskjöl fyrir reyklausa bekki i grunnskólum og birt
skrá yfir þá í blaðinu Takmarki en að þessu sinni hefur
Morgunblaðið tekið hana til birtingar. Miðað hefur verið
við 6. bekk og þar fyrir ofan.
Seinni hluta síðasta vetrar var í
fyrsta sinn spurst fyrir um reyk-
lausa skóla, þ.e. skóla þar sem alls
enginn nemandi reykti. Jafnframt
var óskað eftir að tekið væri fram
ef þetta ætti líka við kennara skól-
ans eða jafnvel allt starfslið hans.
Yfirlýsingar, staðfestar af hlutað-
eigandi skólastjómm, bámst um 43
reyklausa skóla. Skrá yfír þá fer
hér á eftir. Líklegt er að enn fleiri
skólar séu reyklausir þó að upplýs-
ingar um það hafi ekki komið fram.
Reyklausir skólar:
Andakílsskóli, Borgarfjarðar-
sýslu; Árskógarskóli, Eyjaijarðar-
sýslu; Ásaskóli, Arnessýslu;
Barnaskóli Akureyrar; Barnaskól-
inn á Eyrarbakka, Árnessýslu;
Bamaskólinn á Selfossi; Bamaskóli
Staðarhrepps, Vestur-Húnavatns-
sýslu; Brúarásskóli, Norður-Múla-
sýslu; Fossvogsskóli, Reykjavík;
Gerðaskóli, Gullbringusýslu;
Grenivíkurskóli, Suður-Þingeyjar-
sýslu; Gmnnskóli Akrahrepps,
Skagafjarðarsýslu; Gmnnskólinn á
Bíldudal, Vestur-Barðastrandar-
sýslu; Grunnskólinn á Borðeyri,
Vestur-Húnavatnssýslu; Gmnn-
skóli Djúpárhrepps, Rangárvalla-
sýslu; Gmnnskóli Eyrarsveitar,
Gmndarfirði, Snæf.; Gmnnskóli
Fljótshlíðar, Rangárvallasýslu;
Gmnnskóli Geiradalshrepps, Vest-
ur-Barðastrandarsýslu; Gmnnskóli
Hofshrepps, Austur-Skaftafells-
sýslu; Gmnnskólinn Hólum Hjalta-
dal, Skagafjarðarsýslu; Gmnnskól-
inn á Kópaskeri, Norður-Þingeyjar-
sýslu; _ Gmnnskóli Mýrahrepps,
Vestur-ísafjarðarsýslu; Grannskól-
inn í Reykjanesi, Norður-ísafjarðar-
sýslu; Gmnnskóli Staðarhrepps,
Skagafirði; Gmnnskóli Stöðvar-
fjarðar, Suður-Múlasýslu; Gmnn-
skóli Svalbarðshrepps, Norður-
Þingeyjarsýslu; Gmnnskóli
Svalbarðsstrandar, Suður-Þingeyj-
arsýslu; Hafnarskóli, Austur-
Skaftafellssýslu; Hrollaugsstaða-
skóli, Áustur-Skaftafellssýslu;
Húnavallaskóli, Austur-Húnavatns-
sýslu; Hvolsskóli, Rangárvallasýslu;
Klúkuskóli, Strandasýslu; Lauga-
landsskóli, Holtum, Rangárvalla-
sýslu; Laugargerðisskóli; Snæfells-
nesi; Ljósafossskóli, Árnessýslu;
Seljalandsskóli, Vestur-Skaftafells-
sýslu; Síðuskóli, Akureyri; Skútu-
staðaskóli, Suður-Þingeyjarsýslu;
Varmalandsskóli, Mýrasýslu; Vest-
urhópsskóli, Vestur-Húnavatns-
sýslu; Villingaholtsskóli, Ámes-
sýslu; Víkurskóli, Vestur-Skafta-
fellssýslu; Þelamerkurskóli,
Eyjafjarðarsýslu.
Reyklausir bekkir:
Frá 22 skólum öðmm bámst yfir-
lýsingar um 109 reyklausa bekki.
Þeir vom: 6.H og 6.0 Barnaskólan-
um í Hveragerði; 6. bekkur Barna-
skóla Ólafsfjarðar; 6.A og 6.B
Breiðagerðisskóla, Reykjavík; 6.A,
6. B, 7.R og 8.X Breiðholtsskóla,
Reykjavík; 7.A, 7.B, 7.C, 7. D, 7.E,
7. F, 7.G, 8.A, 8.B, 8.C, 8.D, 8.E,
8. F, 8.G, 8.H, 9.A, 9.B og 9.L Gagn-
fræðaskóla Akureyrar; 6.Á, 6.F,
6. G, 6.H, 6.S, 7.Á, 7.E, 7.F, 7.G,
7. H, 7.Ó, 8.E, 8.G og 8.R Garða-
skóla, Garðabæ; 6.-22, 6.-23, 7.E,
7. H, 7.J, 8.H og 8.S Glerárskóla,
Akureyri; 6.A, 6.B, 7.A, 7.B, 8.A,
8. B og 9.A Grannskólanum í Borg-
amesi; 6. bekkur og 8. bekkur
Gmnnskólanum Raufarhöfn; 6.X,
6.Y, 7.X, 7.Y og 9.S Gmnnskóla
Siglufjarðar; 6. bekkur og 7. bekk-
ur Grannskólanum á Stokkseyri;
6. bekkur, 7. bekkur og 8. bekkur
Gmnnskólanum í Þorlákshöfn;
Bekkir 61, 62, 63, 64, 65, 72 og
73 Hólabrekkuskóla, Reykjavík;
6.G, 6.K, 7.G, 7.K, 8.G og 8.K
Hvassaleitisskóla, Reykjavík; 6.A,
6.B og 6C Kársnesskóla, Kópavogi;
6. A, 6.F, 7.B, 8.E, 9.H og 9.L Kópa-
vogsskóla; 6.L og 6.N Laugarnes-
skóla, Reykjavík; 6.G og 6.H
Nesskóla, Neskaupstað; 7.A S Þ
Tjarnarskóla, Reykjavík; 7.A, 7.C,
8.A og 8.C Þinghólsskóla, Kópa-
vogi; 6.ÁE, 6.BÁ, 6.GG, 6.II, 6.SÁ,
7. GH, 7.IÓ, 7.SÞ og 7.VH Öldusels-
skóla, Reykjavík; 6.K og 6.L
Öldutúnsskóla, Hafnarfirði.
Ljóst er að víða hefur ekki verið
kannað hvort bekkir væm reyklaus-
ir. Bent skal á að fmmkvæði um
það getur komið hvort heldur er frá
nemendum, kennumm eða skóla-
stjómm.
Reyklaust starfslið
eða kennaralið
í 14 skólum var þess getið að
enginn starfsmaður þeirra reykti,
hvorki kennarar né annað starfslið.
Þrettáh þeirra em á skránni hér á
undan yfir þá skóla þar sem enginn
nemandi reykti. Þeir hafa því verið
með öllu reyklftusar stofnanir. Skól-
amir em þessir: Barnasköli Staða-
hrepps, Grenivíkurskóli, Gmnnskóli
Akrahrepps, Grurthskólinn á Borð-
eyri, Gmnnskóíi Hofshrepps,
Gmnnskóli Mýrahrepps, Gmnnskóli
Staðarhrepps, Gmnnskóli Stöðvar-
fjarðar, Gmnnskóli Svalbarðs-
strandar, Hrollaugsstaðaskóli,
Seljalandsskóli, Skútustaðaskóli,
Vesturhópsskóli og hinn fjórtándi
Tjamarskóli, Reykjavík.
Um 8 aðra skóla var það tekið
fram að enginn kennari eða enginn
fastráðinn kennari reykti. Það vom:
Árskógarskóli, Ásaskóli, Gmnn-
skóli Fljótshlíðar, Gmnnskólinn
Hólum, Hjaltadal, Gmnnskóli Sval-
barðshrepps, Hvolsskóli, Ljósafoss-
skóli og Víkurskóli.
Þá hefur komið fram, að sums
staðar þar sem reykingamenn em
í starfsliði hefur verið samkomulag
um að reykja alls ekki í skólanum.
Svo er um Andakílsskóla, Bama-
skólann á Selfossi, Brúarásskóla,
Gerðaskóla og Hvassaleitisskóla.
Þessi afstaða er f lofsverðu sam-
ræmi við tóbaksvarnalögin (sem
heimila að vísu að reykingar séu
leyfðar í hluta af húsnæði starfs-
fólks) og eðli þess starfs sem unnið
er í skólunum.
Geta má þess sem segir í bréfi
frá skólastjóranum í Grannskóla
Svalbarðshrepps: „íbúar sveitarinn-
ar bera það mikla virðingu fyrir
skóla sínum að þeir reykja ekki
innan veggja hans á fundum eða
öðmm samkomum nema smávegis
í forstofu." Loks skal vitnað til eftir-
farandi ummæla í bréfi frá skóla-
stjóra Grenivíkurskóla, en hann
sagði: „Reyndar er víst sá yngsti
sem reykir í okkar sveitarfélagi
kominn yfir tvítugt. Það er eins og
unga fólkið hér kunni bara vel við
hreina loftið."
Krabbameinsfélagið vill þakka
skólunum fyrir allar framangreind-
ar upplýsingar og öllum gmnnskól-
um landsins fyrir samstarfið á
liðnum vetri.
(Frétt frá Krabbameinsfélaginu.)