Morgunblaðið - 19.06.1987, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987
TRYGGÐU GÆÐIN
-TAKTÁ KODAK...
Mazda
eigendur
Bestu kaupin eru hjá okkur!
Hjá okkur fáiö þið original pústkerfi í allar gerðir
MAZDA blla. Við veitum 20% afslátt ef keypt eru heil
kerfi með festingum. Kaupiö eingöngu
EKTA MAZDA pústkerfi
eins og framleiðandinn mœlir meö
— þau passa í bílinn.
BÍLABORG HF.
FOSSHÁLSI 1.S.68 12 99.
Samkeppni í
sjávarútvegi
eftirSigurð Tómas
Garðarsson
í kjölfar ummæla forustumanna
stóru sölusamtakanna SH og SÍF á
ársfundum sínum, sem haldnir voru
nýlega með stuttu millibili, hefur
nokkur umræða orðið í fjölmiðlum
um meinta óstjóm útflutnings á
sjávarafla. Því miður gafst mér
ekki tækifæri til að sitja þessa
fundi, þrátt fyrir réttindi til þess,
og því er skilningur minn á mál-
flutningi þeirra byggður á ummæl-
um í fjölmiðlum undanfarið.
Tvö atriði hnýt ég helst um og
langar að gera hér að umræðuefni.
Annað er óskin um ein samtök
sjávarútvegsins og hitt er umræð-
an um orsök og afleiðingu hins
svokallaða „gámaútflutnings".
Einhvern veginn leggst þetta í
mig, eins og verið sé að fara í öfuga
átt. Menn hanga í pilsfaldi opin-
berrar vemdar og þora ekki að
sleppa. Hins vegar krefjast þeir
þess, að fá ekki aðeins betra hald
í pilsfaldinum, heldur vilja hengja
alla aðra í hann líka, í stað þess
að sleppa og standa á eigin fótum.
Sölumenn í hags-
munagæslu
Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna,
hittir naglann á höfuðið þegar hann,
í ræðu sinni á ársfundi SH, minnti
á reikula hagsmunagæslu innan
sjávarútvegsins. Það gefur augaleið
að þegar söludeild fyrirtækisins, í
þessu tilfelli SH og SÍF, er sett í
launasamninga, vöruinnkaup og
fjárfestingaskipulag, svo dæmi séu
tekin, þá situr eitthvað á hakanum.
Mér er ekki kunnugt um hve
mörgum nefndum og ráðum þeir
félagar Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri SÍF, og Friðrik sitja
í fyrir okkur fiskframleiðendur, en
vel má leiða líkur að því að sölu-
störf þeirra líði fyrir nefndimar.
Þeir sitja kannski ekki í hverri nefnd
og ráði, en þeim er ætlað að fylgj-
ast með og gæta hagsmuna okkar
víðast hvar, þó svo að í flestum til-
fellum séu félagsmenn samtaka
þeirra einnig félagar í Vinnuveit-
endasambandi íslands eða Sam-
bandi fiskvinnslustöðvanna, þar
sem þessi hagsmunagæsla ætti að
fara fram. Reyndar vill svo til, að
þar sitja sérstakir fulltrúar sö-
jusamtakanna eins og fulltrúar fyrir
þvem annan hagsmunahóp. Já, þeir
hafa í mörg hom að líta, og eðlilegt
að ræður þeirra um starf liðins árs
séu skrautlegar.
Það skal engan undra þótt fyrr-
greind vandamál kalli fram
hugmyndir um ein stór heildarsam-
tök til lausnar, því okkur sem emm
Sigurður Tómas Garðarsson
„Ekki veröur um g’áma-
fiskinn fjallað nema
skoða þátt sölusamtak-
anna sjálfra í þessari
þróun. I rúmt ár hafa
seljendur í Verðlags-
ráði sjávarútvegsins
boðið fiskkaupendum
upp á frjálsa verðlagn-
ingu á fiski og þar með
tækifæri til að jafna
aðstöðumun íslenskra
fiskframleiðenda í sam-
keppninni um fiskinn.
Þessu boði hefur nú
loks verið tekið.“
úti í litlu fískvinnslufyrirtækjunum,
er yfirleitt hlíft við því að hugsa
um hagsmuni okkar eða taka sjálf-
stæðar ákvarðanir í rekstrinum.
Sölumennimir sjá um þetta eða
stóru félagar okkar í bransanum,
eftir því hvort við á.
Sérleyfin
Þrátt fyrir ofangreinda gagnrýni
á málflutning forustumanna sölu-
samtakanna, veit ég að þeim
gengur gott eitt til. Vandamálin em
mörg og flókin. Það atriði sem þeir
em sérstaklega bundnir af em sér-
leyfín í útflutningi. Vegna þeirra
liggja þeir undir stöðugu ámæli, ef
eitthvað bjátar á, þó svo að ekki
verði annað betra gert í stöðunni.
Leiðir allra fiskframleiðenda liggja
að samtökum þeirra með einum eða
öðmm hætti, út af þessum sérleyf-
um, og því eðlilegt að leiðir
vandamálanna liggi um skrifstofur
þeirra líka. Af alkunnri þjónustu-
lund og greiðvikni ganga þeir í
málin, án þess að hafa raunvemlega
þann tilgang að leysa þau. Stjóm-
völd á hverjum tíma hafa falið
sölusamtökunum ýmis erindi, sem
réttilega ættu að vera í höndum
VSÍ eða Sambands fiskvinnslu-
stöðvanna. Með þá hættu yfir höfði
sér að missa sérleyfin, ef þau neita
eða vísa á aðra, taka þau öllum
erindum stjórnvalda eins og hverri
annarri þegnskyldu.
Sá alkunni misskilningur margra
manna í sjávarútvegi að sölusam-
tökin þurfi sérstaka starfsvemd til
að halda velli er, eins og hér hefur
verið rakið, keyptur dým verði.
Afskipti sölusamtakanna af fisk-
verðsákvörðunum, starfsemi opin-
berra fjárfestingasjóða og
launasamninga, binda samkeppnis-
stöðu þeirra og sveigjanleika í
starfi. Þau verða stöðugt að gæta
hagsmuna og ábyrgðar samtak-
anna í þessum málaflokkum.
Sölumennimir hafa ekki starfsfrið
og eyða kröftum sínum í allt annað
en til stendur. Tilfinning þeirra fyr-
ir samkeppni slævist, því þeir
komast aldrei í sama návígi við
aðra og keppinautar þeirra erlendis.
Að lokum leggja sérleyfin sölu-
mönnunum þær skyldur á herðar,
að taka við öllu sem framleitt er,
án tillits til þarfar. Eins verða þeir
að millifæra og jafna allar greiðsl,-
ur, þó svo að mikill munur geti
verið á gæðum og verði milli fram-
leiðenda innbyrðis og kaupenda á
mörkuðunum.
Gámaútflutningnr
Gámaútflutningurinn er líklega
undirrótin að öllum þessum vanga-
veltum og þá fyrst og fremst vegna
þess að íslensku fiskvinnslufyrir-
tækin hafa staðið berskjölduð
gagnvart þessari þróun. Jafnaðar-
verð fyrir fiskinn hefur verið hærra
erlendis en greitt er hér á landi.
Skiptaprósenta til áhafna er hærri.
Skortur er á vinnuafli í fiskvinnslu-
fyrirtækjum og margar tegundir
sem sendar hafa verið í gámum
hafa skilað svo lélegri afkomu í
vinnslunni hér heima að besti kost-
urinn hefur verið að senda þann
físk á uppboðsmarkaði. Eins er það
svo að á stórhátíðum og yfír sum-
artímann, þegar verð hefur verið
hvað lægst á „gáma“-fískinum, er
oft ekki aðeins erfitt að fá fólk til
vinnu heldur eru kjarasamningar
og vinnulöggjöfín svo stíf að físk-
vinnslufyrirtæki eiga erfitt með að
taka við miklum afla vegna tak-
markana á vinnutíma og óhagstæð-
um launakostnaði ef unnt er. Af
þessari upptalningu má sjá að
margt kemur hér við sögu, en fyrst
og fremst eru það okkar innri mál
sem hamla en ekki einhver belli-
brögð útlendinga, eins og gefíð er
til kynna í umræðunni.
Meirihluti íslenska fískiskipaflot-
ans er með einum eða öðrum hætti
tengdur fískvinnslufyrirtækjum.
Eignarhald er á sömu hendi og jafn-
vel misjafnt hvort gámafiskur hefur
verið seldur í nafni útgerðar eða
fiskvinnslu. Eigendur gámafísksins
skoða jafnan þá kosti sem fyrir eru
í sölumálum og meta stöðuna með
tilliti til margra þátta. Verðlag veg-
ur væntanlega þungt við ráðstöfun
aflans. Erfítt mannahald, miklar
birgðir, fjármagnskostnaður og
aðrar aðstæður koma þama oft til
sögunnar. Reyndar má segja að tvö
Hefjið veiðiferðina
hjá Veiðimanninum
HAFNARSTRÆTI 5 SÍMAR 16760 og 14800