Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 fífUffiMW ást er... . . . aö rata rétta veg- inn TM Reg. U.S. Pat. Off —all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Því miður er blessuð kon- an mín ekki heima! Með morgunkaffinu Einhverjum virðist hafa misheyrst, því þetta er Tanger — ekki Stavang- er. HÖGNI HREKKVÍSI Enn er gamla „gufuradíóið“ best Til Velvakanda. Nú getum við valið um 4 út- varpsrásir á höfuðborgarsvæðinu svo úrvalið ætti að vera nóg. En mikið skelfing er þetta nú allt keimlíkt, Bylgjan, rás 2 og þetta nýja, Stjarnan. Enn er gamla „Guf- uradíóið“ best og á ég þar við Ríkisútvarpið, rás 1. Þar halda þeir sér við gömlu góðu dagskráratriðin, bæði í tónlist og töluðu máli, auk ágætra fréttaþátta. Svo að eitthvað sé nefnt á rás 1 sem sérstaka at- hygli hefur vakið að undanfömu vil ég nefna þættina um Hannes Hafstein, ráðherra og skáld, sem voru bæði fróðlegir og skemmtileg- ir. Þar áttu hlut að máli Gils Guðmundsson rithöfundur og Klemenz Jónsson leikstjóri, sem báðir stóðu að gerð þessara þátta. Vonandi heyrum við meira til þeirra á næstunni, því þeir kunna sannar- lega vel til verka við vinnslu á dagskrárefni fyrir útvarp, og nógur er efniviðurinn í íslenskum sögnum og sögum og frásagnir af merkum einstaklingum sögunnar. Þá minnist ég ágætra þátta um Einar Benediktsson og Sólborgarmálin, sem fiuttir voru rétt eftir síðustu áramót í útvarpinu. Þeir voru at- hyglisverðir og vel gerðir. Leikritin fínnst mér hafa verið fremur leiðinleg á þessum síðasta vetri. Allt of mikið af þessum sífelldu vandamálaleikritum. Mín ósk er sú að meira verði flutt af Þættirnir um Hannes Hafstein voru bæði fróðlegir og skemmti- legir. vandaðri dagskrá um sögulegt efni, þar sem sagt er frá merkum persón- um og sögulegum atburðum. Þórður Pálsson Kvennalist- inn haldi hátíð Til Velvakanda. Stórsigur frú Margrétar Thatc- her í Bretlandi ætti að gefa ærið tilefni til hátíðahalda í herbúðum kvennalistans. Sé það rétt skilið að konur hafi stofnað flokk hér á landi til að opna augu almennings fyrir kostum og hæfileikum kvenna, þá ætti frú Thatcher að vera heiðursmeðlimur vegna sinna forystú. Frúin hefur verið sá brautryðjandi sem sýnt hefur, svo eftir er tekið, að forystuhæfileikar Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánu- daga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. kvenna eru óumdeildir. Að sjálfsögðu eru konur jafnt sem karlar undir það mæliker sett, að þær verða að sætta sig við að allar konur eru ekki sjálfskipaðar í forystusveit, eingöngu vegna þeirrar staðreyndar að þær eru konur. Kvennalistakonur, haldið hátíð og gerið frú Thatcher að heiðurs- félaga! Kæri Velvakandi. Eg hef lesið um það í blöðum að heilgrillað lamb sé hið mesta lostæti. Upp á síðkastið hef ég gert ítrekaðar tilraunir til að finna út hvar hægt sé að kaupa grill til að heilgrilla. Ég hef þó ekki haft erindi sem erfiði. Nú vil ég biðja þig, kæri Velvakandi, að beina eft- irfarandi fyrirspurn til lesenda þinna. Margaret Thatcher Veit einhver hvar hægt er að kaupa „heilgrill"? Eru þau fram- leidd hér á landi? Ef svo er ekki, er þá eitthert fyrirtæki með á pijónunum að smíða heilgrill fyrir íslenska úallalambið? Ég er viss um að það eru fleiri en ég sem vildu eignast slík grill. Gunnlaugur Sveinsson rithöfundur Sigurður Herlufsen Hvar fást „heilgrill“? Víkverji skrifar Blessuð sólin getur haft ótrúleg áhrif. Hún skein glatt á Sunn- lendinga á þjóðhátíðardaginn og áhrifin létu ekki á sér standa. Met- þátttaka var í hátíðahöldum dagsins og í miðbæ Reykjavíkur voru jafn margir staddir og á afmæli borgar- innar í fyrra, enda veðrið svipað. Víkvetji sá ekki betur en allir væru í sólskinsskapi og ekki bar á öðni en ölvun væri með minna móti í miðbænum um kvöldið. Aðeins var hljómsveit á einum palli og finnst Víkveija það afturför frá í gamla daga, þegar hljómsveitir léku á þremur pöllum a.m.k., á Lækjar- torgi, við Vesturver í Aðalstræti og við gamla Miðbæjarskólann. Þetta varð til þess að mannfjöldinn dreifð- ist um bæinn en hnappaðist ekki á einn stað eins og núna. Þjóðhátí- ðarnefnd ætti að athuga fyrir næsta ár að fjölga hljómsveitunum. Eitt setti ljótan blett á samkomu- haldið og á Víkveiji við þann mikla sóðaskap sem því fylgdi. Slæmt var t.a.m. ástandið við Tjömina, perlu Reykjavíkur. Við hana og á henni var mikið drasi. Ömurlegt var að sjá mörg hundruð áldósir undan gosdrykkjum í einu horni Tjarnar- innar. Margir óttast að þessar dósir eigi eftir að verða mikil bölvun fyr- ir íslenzka náttúru og sá ótti er vissulega á rökum reistur. Lottóið hefur slegið í gegn og margar skemmtilegar sögur hafa orðið til í sambandi við vinn- ingshafa. Víkveiji þekkir eina ágæta frú í bænum, sem var í heim- sókn hjá ættingjum á laugardags- kvöldið. Þar á heimilinu er venja að taka þátt í lottóinu og eftir tals- verðar fortölur féllst konan á að verða með í leiknum. Hún týndi til nokkra afmælisdaga og fyllti út seðil. Þegar tölumar birtust í sjón- varpinu fór ungur drengur á heimilinu yfir seðilinn og skar úr um að á honum væru fjórar réttar tölur. Uðra allir viðstaddir mjög ánægðir við þessi tíðindi. Eftir helg- ina fór konan í söluturn til að aðgæta hve mikið hún fengi fyrir §óra rétta en þá kom hinn ánægju- legi sannleikur í ljós. Konan hafði fimm tölur réttar og var þar með 550 þúsund krónum ríkari! Og Víkveiji veit að í þetta sinn kom vinningurinn á réttan stað. XXX Uppfyllingin við Elliðaárnar út í Elliðavoginn er hið ákjósan- legasta útivistarsvæði og tveir hópar manna hafa greinilega helgað sér tangann. Þeir sem fljúga fjar- stýrðum litlum flugvélum eru þarna mjög oft á vesturbakkanum og hundaeigendur nota svæðið mikið til að viðra hunda sína og ræða við aðra, sem þama koma í sömu er- indagjörðum. Flestir hundaeigend- ur leggja bílum sínum syðst á svæðinu og rölta svo um eða skokka. Það hefur þó vakið athygli að sumir stíga ekki fæti út úr bílun- um. Hundunum er sleppt lausum og síðan keyrir bílstjórinn eins og einn hring um tangann áður en hundurinn er á ný settur inn í bílinn. Ekki beint útivist hjá þessum hundaeigendum, sem frekar ætti að titla sem bíleigendur. XXX Imyndatexta á forsíðu Morgun- blaðsins fyrir skömmu var sagt frá ferðalangi nokkram, sern átti næturstað í Kanastaðagili. í fram- haldi af því hafa ýmsir spurt hvað orðið kani þýði. Víkveiji fletti upp í orðabók til að kanna málið. Svar orðabókar Menningarsjóðs fer hér á eftir: „1 smáaskur, ílát undir spónamat. 2 tijóna; trýni, skoltur, munnur; stefni á bát. 3 sleði. 4. síðari liður fuglaheita: hrokkink., roðak.; kanaætt (pelica- nidae). 5 Kani (stytting úr ?Amerík- ani) Bandaríkjamaður.“. _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.