Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 37 Morgunblaðið/Einar Falur Lögreglan ánægð Tveir nýstúdentar bárufram blómsveiginn sem forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lagði á minnisvarða Jóns Sigurðssonar. með hátíðarhöldin „VIÐ ERUM ánægðir með fram- komu fólks á 17. júní, hátíðar- höldin fóru mjög vel fram og gengu áfallalaust fyrir sig í blíðskaparveðri. Tugþúsundir manna voru samankomnir í mið- bænum um daginn og hafa menn haft á orði að mannfjöldin hafi verið allt að eins mikill og á af- mæli Reykjavíkurborgar á síðasta ári“, sagði Magnús Einarsson, aðstoðar yfirlögregluþjónn við Morgunblaðið. „Fólk fór að hverfa úr miðbænum um sexleytið en um kvöldið voru skemmtanir bæði í Laugardalshöll og á Lækjartorgi, þar safnaðist sam- an töluvert af fólki, þó verulega færri en um daginn. Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig og þurftum við einungis að hafa lítilleg afskipti af örfáum einstaklingum vegna ölvunar um kvöldið. Umferð á þjóðhátíðardeginum gekk mjög vel fyrir sig þó mikil væri. Ekkert umferðarslys varð og einungis átta árekstrar, en þess má geta að oft eru um tuttugu árekstrar á venjulegum degi. Ég held að menn séu almennt sammála um að þessi hátíðarhöld hafi verið Reykvíkingum og gestum til sóma“. Á Tjarnarbrú fór fram einvígi milli góðu aflanna og hinna illu. Á myndinni sjást fulltrúar hins góða sem að lokum báru sigur úr bítum í baráttunni við eldspúandi dreka hins illa. Þessir ungu þjóðhátíðargestir létu sig ekki muna um að skreppa upp á fótstall styttunnar af Kristjáni X fyrir utan stjórnarráðið til þess að spóka sig í sólinni og virða fyrir sér mannfjöldann í miðbænum. Mun minna um glerbrot í miðbænum en venjulega „UMGENGNI í Reykjavík á 17. júní var eftir atvikum sæmileg. Það var gífurlegur mannfjöldi samankominn í bænum og því auðvitað mikið rusl. En þetta var samt auðveldara en oft áður þar sem Iítið var um glerbrot, menn virtust sem betur fer nota meira af einnota ílátum", sagði Pétur Hannesson, hjá Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar við Morgun- blaðið. „Fólk virðist líka hafa notað sorpílátin mun meira en venjulega. Við byijuðum klukkann Ijögur um morguninn og vorum að mestu leyti búnir klukkann tíu. Við fengum líka mjög góðan starfskraft um hálfsex leytið því þá kom Bryndís Schram og bauð fram aðstoð sína og vann þarna með köllunum fram eftir morgninum," sagði Pétur. Grænland: Haldið upp a 17.junn fyrsta sinn Þjóðhátíðardagur íslendinga var nú í fyrsta sinn haldinn hátið- legur á Grænlandi. Hendrik Lund, ræðismaður íslands og borgar- stjóri í Julianeháb, stóð fyrir hátíðarhöldunum. íslenski fáninn var dreginn að húni og haldið var opið hús þar sem komu saman íslendingar og danskir og græn- lenskir lslandsvinir. Við upphaf hátíðahaldanna flutti Hendrik Lund eftirfarandi ávarp: „Til hamingju með daginn í dag, þjóðhátíðardag íslendinga. Það er mjög ánægjulegt að við getum nú haldið þennan dag hátíðlegan hér á Grænlandi, við erum hreykin af því að geta flaggað þjóðfána íslands í okkar landi og mér mikill heiður að vera útnefndur ræðismaður íslands hér. Ég mun gera mitt besta til að þjóna því landi sem mörgum okkar þykir mjög vænt um. Á þessari stundu er hugur okkar á Islandi, með íslendingum, og við óskum þjóð- inni góðs gengið. Til hamingju með dagjnn". Nú hafa öll fyrri SS-pylsumet verið slegin SLATURFELAG O O =1 s >' SUÐURLANDS Ijúflega niöur Islenska hálsa en nokkru sinni fyrr. Öll fyrri met eru slegin og ef marka má vinsældir SS pylsunnar um þessar mundir mun núgildandi SS-pylsiimet eiga jafnfáa lífdaga fyrir höndum og hin fyrri. Betri meömæli eru vandfundin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.