Morgunblaðið - 19.06.1987, Síða 32

Morgunblaðið - 19.06.1987, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 33 fMfagtntftbifrffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftárgjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Landbúnaðar- stefnan Offramleiðsla á landbúnað- arvörum er vandamál í öllum þeim ríkjum, sem talin eru hafa náð hæsta þróunar- stigi, ef notaður er mælikvarði lífskjara almennings og hag- vaxtar. Við íslendingar höfum lengi glímt við þann vanda, að bændur framleiða meira en við getum sjálfir torgað og á erlendum mörkuðum getur enginn eða vill enginn greiða svo hátt verð fyrir afurðir íslensks landbúnaðar, að þær séu seldar með hagnaði. Mörg ráð hafa verið smíðuð í því skyni að minnka vand- ræðin vegna offramleiðslu á íslenskum landbúnaðarafurð- um. Þau hafa gefist misjafn- lega vel. Oft og tíðum hefur mikil harka hlaupið í umræður um málið, eins og eðlilegt er, þegar rætt er um framtíð byggðar í landinu öllu. Þegar á því öllu er tekið er meira í húfi, en það sem verður mæit í krónum og aurum. Enda hef- ur náðst almenn samstaða um það meðal meirihluta þjóðar- innar, að nota ekki þá mæli- stiku eina í umræðum um framtíð landbúnaðar, þrátt fyrir háværar raddir þeirra, sem telja hagkvæmast að flytja inn landbúnaðarafurðir og láta það einfaldlega ráðast, hvort innlendir framleiðendur gætu staðist erlendum snún- ing. Víða um heim og einkum í ríkjum marxista hefur átt að breyta landbúnaði með einu pennastriki. Slíkar skrifborðs- ákvarðanir hafa hvergi gefist vel. Talið er að tveir tugir milljóna manna hafi orðið fóm- arlömb landbúnaðarstefnu Stalíns og í Eþíópíu hafa marx- istar staðið fýrir „umbótum" í landbúnaðarmálum á síðustu árum, sem hafa kostað hundr- uð þúsunda ef ekki milljónir manna lífíð. Oftrú á getu hins opinbera til að stjóma fram- leiðslu á því, sem náttúran gefur, leiðir yfírleitt til rangrar niðurstöðu og meiri vandræða en við blöstu, þegar af stað var farið. Almennt em forráðamenn íslensks landbúnaðar og stjómmálamenn sammála um, að offramleiðslu í landbúnaði varð að minnka með einhverj- um ráðum. í því skyni vom svonefnd búvömlög samþykkt á Alþingi vorið 1985. Síðan hefur verið unnið samkvæmt þeim og á gmndvelli þeirra var í mars síðastliðnum gerður búvömsamningur til fjögurra ára eða fram á haustið 1992. Þessum samningi vom gerð ítarleg skil hér í blaðinu á þjóð- hátíðardaginn. Eins og sjá má af því yfirliti minnkar fram- leiðsla á kindakjöti ekki, en þróunin í mjólkurframleiðsl- unni verður á þann veg, að hún lagar sig tiltölulega vel að markaðnum. Þegar fram- leiðslutölumar em skoðaðar hlýtur sú spuming óhjákvæmi- lega að vakna, hvort rétt hafi verið að málum staðið miðað við þau markmið, sem menn hafa sett sér í þessum efnum. Er samningurinn viðurkenning á því, að nýju búvömlögin skila ekki tilætluðum árangri að því er varðar kindakjötið? Allt umrót í landbúnaði er sársaukafullt fyrir þá, sem þar starfa, og breytingar á bú- skaparháttum hafa áhrif langt út fyrir viðkomandi sveitir, þannig er framtíð ýmissa kauptúna og kaupstaða, sem veita sveitum þjónustu, í óvissu, ef framtíð landbúnaðar er óviss. Með þetta allt í huga er eðilegt, að menn hafi viljað gera búvömsamning til langs tíma við ríkið. Á gmndvelli hans geta þeir gert áætlanir, lagað sig að breyttum aðstæð- um og sitja ekki uppi með skyndilegan skell vegna ákvarðana fyrir sunnan. Hvorki nýju búvömlögin né búvörusamningurinn til 1992 hafa leyst vanda íslensks land- búnaðar. Raunar er vitleysa að líta á þessi mál, sem eitt- hvert sérstakt vandamál bænda, hér um málefni að ræða er snertir einn viðkvæm- asta strenginn í íslenskri þjóðarsál. Það er hluti af því að vera Islendingur og búa á íslandi, að hér sé unnt að hafa mannsæmandi laun fyrir að rækta jörðina og nýta gæði hennar. Ef til vill þarf að bijóta viðjar vanans af þeim, sem ræða um framtíð íslensks land- búnaðar, til að leysa þann kraft úr læðingi, sem getur snúið langvinnri öfugþróun inn á rétta framtíðarbraut. Land- búnaðarmálin em og verða í deiglunni svo lengi sem landið er byggt. Landinusj álfu má aldrei gleyma Ávarp Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra 17.júní Góðir íslendingar. Þjóðhátíðardagurinn er mér, og ég vona öllum íslendingum, einna kærastur allra hátíðisdaga. Þá sameinumst við í þeim ásetn- ingi að treysta þann grundvöll, sem við byggjum á sjálfstæði og velferð hinnar íslensku þjóðar. Með það að markmiði flytur for- sætisráðherra ávarp sitt við fótstall styttu Jóns Sigurðssonar. Fyrir íslensku þjóðinni ber ég þá virðingu, að mér er að sjálf- sögðu bæði heiður og ánægja að ávarpa ykkur enn, kæm vinir, á þessum þjóðhátíðardegi. Þó hefði ég kosið, að í þessum sporum stæði í dag leiðtogi ríkisstjómar, sem við völdum væri tekin, og hefði svarið forseta vorum þann eið að annast vel um landsins byggð og bú. Svo er þó ekki, og ég get ekki varist þeirri hugsun, að við stjómmálamennirnir bregðumst þjóðinni með því að sinna ekki þeirri ábyrgð, sem þið hafið falið okkur. A meðan ríkis- stjóm er ekki mynduð er þjóðar- búið ekki með þá gæslu, sem því er mikil nauðsyn. Eg get því ekki nú mælt fyrir munn nýrrar ríkis- stjómar eða lýst þeirri hugsjón, sem landstjórnin byggist á. Eg mun leitast við að lýsa því, sem ég, sem íslendingur, tel þjóðinni mikilvægast. Því verður ekki neitað, að Is- lendingar hafa lyft Grettistaki á undanförnum áratugum. Þessi fámenna þjóð hefur skapað sér lífskjör, sem em meðal þeirra bestu, sem þekkjast. Það hefur verið gert með mikilli vinnu til lands og sjávar. Það hefur byggst á dugnaði og atorku einstaklings- ins. Þótt því verði ekki neitað, að oft sé kappið fullmikið og ekki gætt þeirrar forsjár sem skyldi, hefur þjóðin þó sýnt, að hún get- ur staðið saman um nauðsynlegar forsendur eigin velferðar. Þannig unnust sigramir í landhelgismál- inu, þannig var óðaverðbólgunni bægt frá. Þrátt fyrir kappið hafa menn þó sameinast um að skapa það kerfi velferðar, sem veitir ein- staklingnum öryggi, þegar á móti blæs, enda á slíkt að vera metnaðarmál hverri þjóð, ekki síst þeirri, sem efnuð er. Fyrir framtíð þessarar þjóðar er mikilvægt, að einstaklingurinn njóti frelsis til athafna. Þess verð- ur þó ætíð að gæta, svo sem unnt er, að ekki sé á þeim troð- ið, sem minna mega sín, að laga sé gætt, að öryggi, jafnræði og jafnrétti ríki, m.a. í heilsugæslu og til mennta, óháð aldri og kyni og hvar sem menn búa í þessu landi. Oft er hann vandrataður sá hinn gullni meðalvegur á milli þess frelsis, sem veitir orku ein- staklingsins útrás til athafna, en gætir þó jafnræðis og velferðar. Að vísa þann veg er, að mínu mati, ein meginskylda ríkisvalds- ins. Allt mun slíkt þó reynast til einskis ef rætumar fúna. Þá fell- ur tréð. Heilbrigt efnahags- og þjóðlíf er forsenda þess, að vel megi takast. Það er frumskylda hinna kjömu leiðtoga þjóðarinnar að gæta þess, að rætumar séu heilbrigðar. í raun má fátt láta ógert til þess að svo sé. Það sem við eigum er arður mikillar vinnu. Það hefur verið byggt með hörðum höndum kyn- slóðanna. Á þann mátt trúði þjóðin, enda segir máltækið, að bókvitið verði ekki í askana látið. Þetta var e.t.v. rétt, þegar fyöld- inn átti engan kost á menntun. Svo er sem betur fer ekki leng- Skrautlega klætt og fagurlega málað fólk gekk um meðal gesta. V estmannaeyjar: Iðandi mannlíf í miðbæn- um á þjóðhátíðardaginn Vestmannaeyjum. í HREINT himneskri veðurblíðu héldu Vestmannaeyingar þjóðhá- tíðardaginn hátíðlegan. Mið- bærinn beinlínis iðaði af fjörlegu mannlífi og hitinn fór yfir 20 gráður í forsælu. Félagið Þroskahjálp stóð fyrir hátíðar- höldunum í ár, skfuðgöngu og útiskemmtun á Stakkagerðis- túni. Þá voru konur úr Kvenfé- laginu Líkn með sína árlegu karnivalhátíð í miðbænum. Farin var skrúðganga frá íþróttamiðstöðinni niður á Stakka- gerðistún. Þar flutti Ragnar Oskarsson, forseti bæjarstjómar, hátíðarræðu og flutt var ávarp fjall- konunnar. Lúðrasveit Vestmanna- eyja lék og Ámi Johnsen tók góða syrpu með gítarinn í fanginu. Hljómsveitin 7und lék nokkur lög við góðar undirtektir. Hið árlega Hásteinshlaup bama fór fram og sigurvegarar í hinum ýmsu aldurs- flokkum voru verðlaunaðir. Margt var um manninn á Stakkagerðis- túninu og undi fólk sér þar vel í blíðviðrinu. Dansleikir fyrir böm og fulloma sem vera áttu innanhúss vom fluttir út í sólina. Kvenfélagið Líkn hefur undafar- in ár efnt til nokkurskonar kamival- hátíðar á þjóðhátíðardaginn á Klettsplaninu við Strandveg. Þar settu konurnar upp borð og stóla á fagurlega skreyttu planinu og buðu gestum og gangandi upp á heitt kakó, vöflur með ijóma, grillaðar pylsur og fleira góðgæti. Var hreinasta örtröð hjá þeim Líknarkonum því bæjarbúar fjöl- menntu á planið til þess að njóta góðra veitinga og skemmtilegrar uppákomu um leið og þeir styrktu gott málefni. Skrautlega klæddar og fagurlega málaðar konur gengu um meðal gesta og spjölluðu við þá um allt og ekkert. Lúðrasveitin kom marserandi ofan af Stakka- gerðistúni og lék fyrir gestina. — hkj. Selfoss: Veðurblíðan einstök o g vel heppnuð hátíð Selfossi. SELFOSSBÚAR fjölmenntu á hátiðahöldin 17. júní enda veður með eindæmum gott, sólskin, logn og hiti. Hvarvetna mátti sjá fólk léttklætt líkt og gerist á suðlægari breiddargráðum. Varð mörgum á orði að þetta væri ein- stakt enda flestir vanir roki og rigningu eða þurrum þræsingi á þessum hátíðisdegi. Hátíðahöldin hófust fyrir hádegi með opnun sýninga í Fjölbrauta- skólanum og Safnahúsum. Þá var opið hús hjá lögreglu, brunavöm- um, og slysavamardeild. Að lokinni guðsþjónustu var farin skrúðganga frá Selfosskirkju til íþróttahússins þar sem var hátíða- dagskrá og fíölskylduskemmtun. Á meðan sú dagskrá fór fram héldu margir kyrrn fyrir utandyra og nutu góða veðursins enda heitt í veðri. Hefðbundin kaffisala var hjá kvenfélagskonum og á íþróttasvæð- um var farið í leiki og bmgðið á glens. Um kvöldið var skemmtidag- skrá í íþróttahúsinu og loks var dansað um kvöldið. Yngsta kynslóð- in lét sér nægja diskótek en þeir eldri dönsuðu undir bemm himni framan við Hótel Selfoss, nokkuð sem ekki hefur verið unnt að fram- kvæma í mörg ár vegna veðurs. Strætisvagnar gengu um bæinn og margir bmgðu sér í útsýnisflug með flugklúbbsfélögum. Þá glöddu myndir Olafs Lámssonar myndlist- armanns auga þeirra sem lögðu leið sína í sýningarsal í Safnahús- inu. Það var Ungmennafélag Selfoss sem sá um hátíðahöldin að þessu sinni og tókust þau mjög vel. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fyrir skrúdgöngunni sem var mjög fjölmenn fóru hestamenn meö fána. ur. Líklega eigum við nú engan auðinn meiri en hugvitið og það mun unga kynslóðin virkja til nýrrar sóknar á framfarabraut- inni. Að því ber ríkisstjóm skylda til að hlúa með góðri menntun, aðstöðu og heilbrigði æskunnar. Þessi auðlind, sem í æskunni býr, má aldrei glatast. Og landinu sjálfu má aldrei gleyma. Við höfum farið illa með það um aldirnar, það verður að bæta. Með hveiju ári og því víðar sem ég kem skil ég betur hví skáldið spyr: „Hver á sér fegra föður- land?“. Tengslin á milli lands og þjóðar méga aldrei rofna. Án lands er engin þjóð. Fleira hefur breyst en efna- hagurinn. Landið hefur flust inn í miðja hringiðu heimsmálanna. Island er orðið miðstöð ákvarð- ana, sem varða framtíð alls mannkyns. Landið er að ýmsu leyti vel til slíks fallið. Það er vel staðsett og mátulega fjarri ólg- andi mannhafi ijöldans. Nýi báturinn á siglingu. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Stór dagur hjá slysavarnadeild- Helgistund utan- dyra í 20 stiga hita Syðra-Langholti. Þjóðhátíðardagurinn var hald- inn hátíðlegur hér í Hruna- mannahreppi að venju. Nú var hinsvegar þessi einstaka veður- bliða sem verið hefur ríkjandi og rnn 20 stiga hiti. í fögrum skógræktarreit á Flúð- um sem kvenfélag sveitarinnar hefur komið upp og annast af mik- illi prýði frá upphafi fór fram helgistund sem séra Halldór Reyn- isson í Hruna annaðist. Kirkjukórar sóknanna beggja, Hruna- og Hrepphólasafnaða, sungu. Frú Ást- hildur Sigurðardóttir í Birtingaholti flutti ræðu og fjallkonan flutti ávarp sitt. Þá fóru fram ýmsir leik- ir við félagsheimilið og keppt var í sundi í hinni gömlu en ný-endur- bættu sundlaug, en þar hafa einnig verið byggð ný sundskýli. Menn róma mjög veðurblíðuna og hitann en gróðri jarðar færi óneitanlega betur fram ef hæfilegir skúrir kæmu öðru hvoru. Morgunblaðið/Sig.Sigm. Frú Ásthildur Sigurðardótir í Birtingaholti flutti ræðu. Hrunamannahreppur: Helgistund, sem séra Halldór Reynisson í Hruna annaðist, fór fram í fögrum skógræktarreit á Flúðum. Kirkjukórar Hruna- og Hrepphóla- safnaða sungu. Bjóðum þá velkomna, sem vilja leita leiða til að treysta friðinn og bæta mannlífið. Ánægjulegt væri að skapa hér á landi sem besta aðstöðu til slíkra gerða. Góðir íslendingar. Undanfarin íjögur ár hafa orð- ið mér lærdómsrík. Mér þykir sem ég hafi kynnst þjóðinni vel. Það hefur aukið mína ást og virðingu fyrir landi og þjóð. Það hefur sannfært mig um, að við íslend- ingar getum, ef við stöndum saman, náð því, sem við setjum okkur. Eg óska þjóðinni þess, að ekkert glatist af því, sem áunnist hefur, en margir nýir og stórir sigrar vinnist. inni á Skagaströnd Skagaströnd. Slysavarnadeildin á Skaga- strönd tók formlega í notkun nýjan björgunarbát á sjómanna- daginn. Báturinn er norskur með 195 hestafla Ford Mermaid-dísilvél og water-jet-drifi. Þessi tegund af drifi var valin í bátinn því að þá er eng- in skrúfa heldur rör sem sjó er dælt í gegnum af miklu afli. Þetta hefur í för með sér að hægt er að renna bátnum upp í fjöru án þess að hafa áhyggjur af að reka skrúfuna nið- ur. Einnig er báturinn liprari því hægt er að snúa honum á punktin- um. Á bátnum er álbotn og í stað hinnar hefðbundnu loftfylltu gúmmíslöngu, sem oft er utan um björgunarbáta af þessari gerð, er polyurethan sem á að þola hnjask betur en gúmmíslöngumar. Bátur- inn er með dýptarmæli, talstöð og siglingartækjum en lóran verður keyptur í hann bráðlega. Einnig er báturinn útbúinn með sjálfréttibún- aði sem gerir það að verkum að ef honum hvolfir þá er hægt að blása upp blöðm efst á bátnum sem kem- ur honum á réttan kjöl. Báturinn á að geta gengið um 30 mílur en kaupverðið var 2.750.000 kr. Á sjómannadaginn blessaði séra Ámi Sigurðsson bátinn og Guð- mundur Jóhannesson og Þórbjöm Jónsson, sem báðir voru heiðraðir á sjómannadaginn gáfu bátnum nafnið Þórdís, en Þórdís spákona var landnámsmaður á Skagaströnd. - ÓB Keflavík: Fjölmenni í blíðviðri Keflavík. Þj óðhátí ðar skemmt- unin í Keflavík tókst ákaflega vel og voru bæði menn og veðurguð- ir í hátíðarskapi. Hátíðin hófst fyrir hádegi með ratleik og stóðu skemmt- iatriði linnulítið fram eftir nóttu. Fjölmenni var við hátíðarhöldin og var vel til dagskrár van- dað. Hátíðin var sett í Keflavíkurkirkju og flutti Guðfínnur Sigurvinsson, forseti bæjarstjómar, hátí- ðarræðuna. Að lokinni messu fór skrúðganga frá kirkjunni að skrúðgarðin- um. Þar söng Karlakór Keflavíkur, Fjallkonan flutti ávarp og Konráð Lúðvíksson læknir flutti ræðu. Að því loknu hófust skemmtiatriði, fyrst í skrúðgarðinum og síðan á íþróttasvæðinu. Um kvöldið var síðan safnast saman á Hafnar- götunni við verslunina Stapafell þar sem hljóm- sveit lék og skemmtikraft- ar komu fram. BB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.