Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 ÚTVARP/ SJÓNVARP -g tm • * * 17.jum Hátíðisdagar hafa löngum reynst sjónvarpinu þungir í skauti, þó hefir borið við að Ríkis- sjónvarpið færi bæjarleið til dæmis á 17. júní og beindi þá myndavélun- um að þjóðhátíðargestum og skemmtikröftum. En svo bregðast krosstré . . . Ríkissjónvarpið Kvikmynd Lofts Guðmundssonar frá Alþingishátíðinni 1930, sem er fannst nýlega eftir Qögurra áratuga leit og hefir nú verið endurgerð á kostnað Alþingis, vakti að vísu for- vitni mína og þótti mér vel við hæfi að sýna þetta merka heimild- arverk á þjóðhátíðardaginn. Mynd Lofts er að vísu ekki mjög fagmann- leg á nútímavísu en þó fannst mér meiga greina nið sögunnar þá menn stigu á stokk á Þingvöllum og minntust 1000 ára afmælis Al- þingis. Hversu mikilvægt er að sá niður þagni ekki alveg í bijósti uppvaxandi kynslóðar? En er þess að vænta að sú kynslóð, sem senn vex úr grasi, hafi áhuga á slíku myndefni, máski ef vönduð kennslu- bók fylgdi myndsnældunni og rækt yrði lögð við að sérmennta grunn- skólakennara á sviði íslandssög- unnar? Hér hefir og Kvikmyndasafn fslands miklu hlutverki að gegna við endurgerð gamalla íslenskra heimildarmynda er má nota til að styrkja tengsl uppvaxandi kynslóða við sögu lands og þjóðar! Ég hefði talið þjóðhátíðarmynd Lofts hið ágætasta inngönguvers að 17. júní-kveldi íslenska ríkissjón- varpsins. En klukkan 21.20 hefst Þjóðhátíðarsveifla í sjónvarpssal, þar sem áhugamenn um jass fengu nokkuð fyrir sinn snúð en hvað um alla hina er greiða afnotagjöldin? Og svo klukkan 22.00 hefst — ég þori vart að segja frá því — endur- sýning á Ringulreið, gamanóperu Flosa Olafssonar og Magnúsar Ingi- marssonar frá 1976. Reyndar hófst þjóðhátíðardagskráin líka á endur- sýndu barnaefni. Ég læt háttvirt- um lesendum eftir að ráða frekar í viðhorf undirritaðs til þjóðhátíð- ardagskrár íslenska ríkissjónvarps- ins en til hvers að hækka afnotagjaldið ef dagskrárstjóramir komast ekki uppúr plógfarinu? Stöö 2 AUt í ganni nefndist „þjóðhátíð- arskvetta" Stöðvar 2 en þar var Laddi að sjálfsögðu mættur til leiks ásamt hinum þekkta „grínara", Eggert Þorleifssyni, og svo voru á sviðinu landsþekktir galdrakarlar, þeir nafnamir Baldur Bijánsson og Baldur Georgs, og þótti mér einkar áhrifaríkt að sjá Baldur Bijánsson bryðja rakvélarblöðin . . . ÚFF! En heldur þótti mér lítill hátíðar- bragur að þessari dagskrá því einsog áhorfendur Stöðvar 2 vita manna best er þátturinn Allt í ganni fastur dagskrárliður og því á bak og burt nýjabrumið. A slaginu 10 hófst svo á stöðinni skrautleg dans- sýning er vakti nú fremur lítinn áhuga hjá undirrituðum enda löngu fullmettur af danskúnstum. Dag- skrá Stöðvar 2 lauk svo á djass- þætti. Að mínu mati er ekkert við því að segja þótt djass- og dansáhuga- fólk fái nokkuð fyrir sinn snúð í dagskrá sjónvarpsstöðvanna, rétt einsog þeir sem hafa áhuga á frí- merkjasöfnun, fimleikum, ralli eða öðru slíku, en á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn eiga sjónvarpsstöðvamar að leggja allan sinn metnað í semja vandaða, innlenda þjóðhátíðardag- skrá er höfðar til allrar alþýðu. Að iokum vil ég geta þess að kvikmynd- ir sjónvarpsstöðvanna á þjóðhátíð- arkveldið Hotel du Lac á RÚV 'og Hedda Gabler á Stöð 2 voru sannar- lega gersemar. Ólafur M. Jóhannesson UTVARP © FOSTUDAGUR 19. júní 6.4B Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaklin — Hjördís Finnbogadóttir og Oðinn Jónsson. Fréttir eru sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síöan lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. Tilkynn- ingar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Erlingur Sig- urðarson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagöar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna. 9.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Mér eru fornu minnin kær. Umsjón: Einar Krist- jánsson frá Hermundarfelli og Steinunn S. Siguröar- dóttir. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.0B Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. (Þáttur- inn verður endurtekinn að loknum fréttum á miðnætti.) 11.BB Útvarpið í dag. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir" eftir Zolt von Hársány. Jó- hann Gunnar Ólafsson þýddi. Ragnhildur Steingrímsdóttir les (6). 14.30 Þjóðleg tónlist. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 1B.20 Lesið úr forystugreinum landsmálablaöa. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síödegistónleikar: a. Kúbanskur forleikur eftir George Gershwin. Sinfóniu- hljómsveitin í Dallas leikur; Eduardo Mata stjórnar. b. Þættir úr „Miklagljúfur- svitunni" eftir Ferde Grofé. Sinfóníuhljómsveitin f Detroit leikur; Antal Dorati stjórnar. 17.40 Útvarp frá Efstaleiti 1. Hús Ríkisútvarpsins form- lega tekiö í notkun og útsendingu lýkur frá Skúla- götu 4. Umsjón: Sverrir Gauti Diego. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöidsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem ErlingurSigurð- arson flytur. Náttúruskoð- un. 20.00 Islensk tónlist. a. „Eldur", balletttónlist eftir Jórunni Viöar. Sinfóníu- hljómsveit Islands leikur; Karsten Andersen stjórnar. b. Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur lög eftir Karl O. Run- ólfsson og Árna Thorstein- son með Sinfóníuhljómsveit íslands; Páll P. Pálsson stjórnar. c. „Davíð 116“ eftir Mist Þorkelsdóttur. William H. Sharp syngur með Islensku hljómsveitinni; Guðmundur Emilsson stjórnar. d. „Fimm lög fyrir kammer- sveit" eftir Karólínu Eiríks- dóttur. Islenska hljómsveitin leikur; Guðmundur Emils- son stjórnar. 20.40 Sumarvaka. a. Heimsókn minninganna. Edda V. Guðmundsdóttir byrjar að lesa minningar Ingeborgar Sigurjónsson, konu Jóhanns skálds, sem Anna Guðmundsdóttir þýddi. b. Heimþrá. Sigríður Schiöth les Ijóð eftir Ingi- björgu Bjarnadóttur á SJÓNVARP FOSTUDAGUR 19. júní 17.25 Útvarpshúsið vígt. Bein útsending frá hátíðar- samkomu i nýja Útvarps- húsinu við Efstaleiti. Ávörp flytja menntamálaráðherra, útvarpsstjori, formaður byggingarnefndar og fleiri. 18.30 Nilli Hólmgeirsson. 20. þáttur. Sögumaöur: örn Árnason. Þýöandi: Jóhanna Þráinsdóttir. 18.65 Litlu Prúðuleikararnir. Sjöundi þáttur. Teikni- myndaflokkur í þrettán þáttum eftir Jim Henson. Þýðandi: Guðni Kolbeins- son. 19.15 Á döfinni. Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Rokkarnir. Sniglabandið leikur lög af nýjustu plötu sinni. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Þorskur á stöng. (Cod Peace — lceland Fish- ing Competition). Breskur sjónvarpsþáttur um (slandsferð vonglaðra veiði- manna sem kepptu í sjó- stangveiði við Suöurnes. Þýðandi: Guöni Kolbeins- son. 21.15 Derrick. Sjötti þáttur. Þýskur saka- málamyndaflokkur f fimmt- án þáttum með Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýöandi: Veturliði Guðnason. 22.20 Giftu konurnar í Step- ford. (The Stepford Wives). Bandarísk bíómynd frá 1974. Leikstjóri: Brian Forb- es. Aðalhlutverk: Katharine Ross, Paula Prentiss, Nan- ette Newman, Peter Masterson og Patrick O’Neal. Myndin fjalla á gamansam- an hátt um samskipti kynjanna og verkaskiptingu kvenna og karla. Eiginmenn f svefnbænum Stepford hafa leyst öll ágreiningsmál á þessum sviðum með all- nýstárlegum hætti sem nýgræðingar í bænum átta sig ekki á í fyrstu. Þýöandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 00.20 Dagskrárlok. 6 0 STOD2 FOSTUDAGUR 19. júní i 16.46 Martröðin (Picking Up The Pieces). Bandarísk sjónvarpsmynd frá CBS-sjónvarpsstöðinni með Margot Kidder og Ja- mes Farentino f aðalhlut- verkum. Tilveru ungrar konu er splundrað þegar afbrýði- samur og reiður eiginmaður fjarlægir öil húsgögn úr húsi þeirra og lokar bankareikn- ingnum. 18.20 Knattspyrna — SL- mótið — 1. deild. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 20.00 Heimsmetabók Guin- nes (Guinnes Book of Records). I heimsmetabók Guinnes er sérkennilegum heimsmet- um safnað saman á einn stað. ( þessum þætti gefst áhorfendum tækifæri til að kynnast þeim sérkennilegu uppátækjum sem þar má finna. Þess má geta að tveir islendingar hafa komist í Guinnes Book Of Record, þeir Þorkell Gunnar Guð- mundsson, sem smíðaði stærsta stól heims og Jón Páll, sem er sterkasti maður heims. ) 20.50 Hasarleikur (Moonlighting). Spennandi bandarískur framhaldsmyndaflokkur með Cybill Sheperd og Bruce Willis í aöalhlutverk- um. Kona er með afskræmt and- lit af manna völdum og hún ræður Maddie og David til að hafa upp á þeim seka. i 21.40 Aökomumaöurinn (Starman). Bandarísk kvikmynd frá 1984 með Jeff Bridges, Kar- en Allen, Charles Martin Smith og Richard Jaeckel í aðalhlutverkum. Leikstjóri er John Carpenter. I þessari Ijúfu ævintýramynd rekur framandi mann á land nálægt heimili ungrar ekkju. Hann reynist vera af annarri plánetu og nemur konuna brott til langrar ferðar í leit að geimskipi hans. Ferðin verður hin viðburðaríkasta og í lokin er konan ekki leng- ur ónæm fyrir töfrum geimmanna. 5 23.30 Einn á móti milljón (Chance In A Million). Breskur skemmtiþáttur með Simon Callow og Brenda blethyn í aðalhlutverkum. Ekkert í þessum heimi fær hindrað Tom Chance í því að hringja í viöskiptabanka sinn og segja sína meiningu hreint út nema hamstur f símaklefanum. } 23.56 Geðveikur morðingi (Through Naked Eyes). Bandarísk sjónvarpsmynd með David Soul, Pamm Dawber, Fionnula Flanagan og William Schallert í aðal- hlutverkum. Leikstjóri er John Llewellyn Moxey. Will- iam Parrish er flautuleikari í symfóníuhljómsveit Chicagoborgar. Dag einn þegar hann kemur heim af æfingu bíöur lögreglan eftir honum. Morð hafa verið framin i húsinu og hann er einn hinna grunuöu. Þegar hann er búinn að jafna sig tekur hann upp sjónauka og fer að fylgjast með ná- granna sínum. Brátt er hann kominn á kaf í dularfullan leik og morðunum fækkar ekki. Myndfn er stranglega bðnnuð bðrnum. 101.25 Elsku mamma (Mommie Dearest). Bandarísk kvikmynd frá 1981 með Faye Dunaway, Diana Scarwid, Steve Forr- est of Howard da Silva i aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sann- sögulegum heimildum og fjallar um stjörnuna, þjóð- sagnapersónuna, og móðurina Joan Crawford. Hún var virt og dáð sem ein helsta kvikmyndaleikkona síns tíma og imynd hins ameriska draums en fóstur- dóttir hennar hafði aöra, og óhugnanlegri, sögu að segja. 03.25 Dagskrárlok. Gnúpufelli i Eyjafirði. c. Tveir róðrar. Úlfar Þor- steinsson les frásöguþátt úr bókinni „Sagnagestur" eftir Þórð Tómasson í Skóg- um. 21.30 Tifandi tónar. Haukur Ágústsson leikur létta tón- list af 78 snúninga plötum. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Gömlu danslögin. 23.00 Andvaka. Umsjón Pálmi Matthíasson. (Frá Akureyri.) 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. (Endur- tekinn þáttur frá morgni.) 01.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. á FOSTUDAGUR 19. júní 00.10 Næturútvarp. Magnús Einarsson stendur vaktina. 6.00 ( bítið. — Guðmundur Benediktsson. Fréttir á ensku eru sagðar kl. 8.30. 0.06 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Lög unga fólksins. Val- týr Björn Valtýsson kynnir. 22.05 Snúningur. Umsjón: Vignir Sveinsson. 00.10 Næturútvarp. Óskar Páll Sveinsson stendur vakt- ina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Inga Eydal rabbar við hlust- endur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. FOSTUDAGUR 19. júní 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpoppiö á sinum stað, afmæliskveðjur og kveðjur til brúðhjóna. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og föstudagspoppiö. Ásgeir hitar upp fyrir helg- ina. Fréttir kl. 14.00, 15.00 og 16.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir i Reykjavík síödeg- is. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.00—18.10 Fréttir. 19.00—22.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 22.00—03.00 Haraldur Gísla- son nátthrafn Bylgjunnar kemur okkur i helgarstuð með góðri tónlist. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Ólafur Már Björnsson leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina serri snemma fara á fætur. / FWl 102,2 FÖSTUDAGUR 19. júní 7.00— 9.00 Þorgeir Ást- valdsson. Morgunstund gefur gull í mund og Þor- geir er vaknaður fyrir allar aldir með þægilega tónlist, létt spjall og viðmælendur koma og fara, semsagt, þægilegt að vakna við. Stjörnufréttir kl. 8.30. Fréttir einnig á hálfa tímanum. 9.00—12.00 Gunnlaugur Helgason. Jæja, Helgason mætturl Það er öruggt að góð tónlist er aöalsmerki Gulla Helga. Strákurinn fer með gamanmál, gluggar í stjörnufræöin og bregöur á leik með hlustendum í hin- um ýmsu getleikjum, siminn er 681900. Stjörnufréttir kl. 11.55. Fréttir einnig á hálfa tímanum. 12.00—13.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið er hafiö. Pia athugar hvað er að ger- ast á hlustunarsvæöi Stjörn- unnar, umferðarmál, sýningar og uppákomur. Góðar upplýsingar í hádeg- inu. 13.00—16.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Lagalistinn er fjölbreyttur á þessum bæ. Gamalt og gott leikið af fingrum fram með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Helgi fylgist vel með því sem er að gerast. 16.00—19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Ykkar einlægur. Þessi hressi sveinn fer á kostum með kántrý-tónlist og aðra þægilega tónlist þegar þið eruð á leiöinni heim. Spjall við hlustendur er hans fag og verölauna- getraun er á sínum stað. Síminn er 681900. Stjörnu- fréttir kl. 17.30. 19.00—20.00 Tha Shadows, Fats Domino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eva, Connie Francis, Sam Cooke, Neil Sedaka, Paul Anka. Ókynntur klukkutími með því besta, sannkallaður Stjörnufími. 20.00—22.00 Árni Magnús- son. Ámi er kominn í helgarskap og kyndir upp fyrir kvöldið. Stjörnufréttir kl. 23.00. 22.04— 2.00 Jón Axel Ólafs- son. Og hana nú. Það verður stanslaust fjör í fjóra tíma. Getraun sem enginn getur hafnað, kveðjur og óskalög á vísl. Hafðu kveikt á föstudagskvöldum. 2.00— 8.00 Bjarni Haukur Þórsson. Þessi hressi tón- haukur vaktar stjörnurnar og gerir ykkur llfið létt með tónlist og fróðleiksmolum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.