Morgunblaðið - 19.06.1987, Page 26

Morgunblaðið - 19.06.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Stj órnarmyndunarviðræðurnar: Vilja aUir verða forsætisráðherra Opinber heimsókn Svíakonungs setur strik í reikninginn ALLIR vildu Lilju kveðið hafa, en Eysteinn Ásgrímsson kvað hana einn. Sömu sögu er að segja um flokksformennina þrjá, sem nú reyna að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Þeir Þorsteinn Páls- son, Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson vilja allir verða forsætisráðherra, en aðeins einn þeirra kemur til með að hreppa hnossið, takist myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks á annað borð. Þó kann það að greiða fyrir því að samkomulag geti tekist um skiptingu ráðuneytanna á milli flokka að Þorsteinn Pálsson hefur, samkvæmt minum heimildum, reifað lauslega við formenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hugmyndir um mikla upp- stokkun ráðuneytanna og verulega breytingu á ráðuneytakerfinu. Framsóknarmenn munu ekki fráhverfir slíkum hugmyndum, en afstaða Alþýðuflokks er ókunn enn. Til stóð að ræða þessar hug- myndir á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks i gærkveldi. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir Agnesi Bragadóttur herrann. Jón Baldvin hefur væntanlega takmarkaðan áhuga á að gera tillögu um slíkt í þing- flokki sínum. Framsókn krefst ut- anríkisviðskiptanna Framsóknarflokkurinn gerir kröfu um að fá utanríkisráðuney- tið til handa Steingrími verði hann ekki forsætisráðherra og undir það heyri utanríkisviðskipti, sem heyra í dag undir viðskiptaráðu- neytið. Gera þeir auk þess kröfu um að ráðherraskipting í ríkis- stjóm, sem hugsanlega væri undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, verði jöfn, þ.e. þrír, þrír og þrír. Það er talið útilokað að Framsóknar- flokkurinn fallist á forsæti Jóns Baldvins, þó að eins konar sættir hafi tekist með Steingrími og hon- um á 17. júní, eftir að Steingrímur dró í Iand með fyrrgreinda yfírlýs- ingu sína. Er það talið næsta fráleitt af framsóknarmönnum að slík staða geti komið upp að þessum viðræðum um að hverfa frá kröfunni um utanríkisviðskipt- in, verði hann utanríkisráðherra. Hnífurinn stendur ekki síður í kúnni vegna kröfu Sjálfstæðis- flokks um forsætisráðuneytið og fjóra ráðherrastóla alls, því krafan um stólafjöldann mun vera mjög eindregin og samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er það almenn skoðun í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, að ekki komi annað til greina en Sjálfstæðisflokkurinn fái flóra ráðherra, að meðtöldum forsætisráðherranum. Er talið að Þorsteinn muni aldrei bera upp tillögu um aðild Sjálfstæðisflokks- ins að ríkisstjóm með Alþýðu- flokki og Framsóknarflokki, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fái ein- ungis þijá ráðherra, enda eru þingmenn nánast á einu máli um að slík tillaga yrði kolfelld. Innanhússvandamál fara að segja tii sín Þetta eru í grófum dráttum ástæður þess að biðstaða er kom- in upp í stjómarmyndunarviðræð- um, svo nú er bara að sjá hver flokksformannanna sér vinning í stöðunni. Ekki verða þó öll vandamál frá, þótt einn flokksformannanna tefli sig inn í forsætisráðuneytið, því þá fara innanhúsvandamál form- annanna að hijá þá. Steingrímur stendur þar best að vígi. Hann hefur haft þá Halldór Ásgrímsson og Guðmund Bjamason með sér í stjómarmyndunarviðræðunum og talið er sjálfgefíð að þeir ásamt úr þéttbýlinu. Þetta er þó ekki talið stór þröskuldur fyrir Jón Baldvin að vippa sér yfir, þar sem hann mun hafa mjög sterka stöðu í flokk sínum og dyggan stuðning þeirra Jóns Siguðrssonar og Jó- hönnu. Hann hefur enda marglýst því yfír að það séu hæfustu menn- imir sem eigi að verða ráðherrar - búseta skipti ekki nokkru máli í því efni. Þá er aðeins eftir að doka örlí- tið við vanda þann sem Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðis- flokksins verður á höndum þegar hann þarf að gera tillögu um ráð- herra Sjálfstæðisflokksins í næstu ríkisstjóm. Hans vandi virðist vera sýnu stærstur í þessum efn- um. I þingflokki Sjálfstæðis- flokksins eru margir kallaðir og fáir útvaldir og verða enn færri í næstu ríkisstjóm. Raunar munu allir ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins í núverandi ríkisstjóm, að Matthíasi Bjamasyni undanskild- um, líta á það sem nokkum veginn sjálfgefínn hlut að þeir verði ráð- herrar í nýrri ríkisstjóm. Það em þau Þorsteinn Pálsson, Matthías Á. Mathiesen, Ragnhildur Helga- dóttir og Sverrir Hermannsson. Jafnframt þykir mörgum sjálfsagt að Friðrik Sophusson varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður Reykvíkinga verði ráð- herra. Birgir Isleifur Gunnarsson er einnig af ýmsum talinn ákjós- anlegt ráðherraefni. Auk ofan- greindra eru þeir Ólafur G. Einarsson, Halldór Blöndal, Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráð Jóns- son allir sagðir renna hýru auga Talsmenn flokkanna eru sam- mála um að mikil vinna sé eftir áður en hægt verður að und- irrita nýjan stjómarsáttmála. Það var í gær, sem nefnd skipuð einum fulltrúa frá hveijum flokki hóf samningu nýs stjómarsáttmála og er talið að drög að honum muni ekki liggja fyrir, fyrr en um eða eftir helgi. Þeir segja einnig að útfærsla á tæknilegum hliðum fyrstu aðgerða í efnahagsmálum þurfí nánarí skoðunar við, en þar sé ekki um pólitískan ágreining að ræða lengur. Enn er þó ágrein- ingur á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks um byggingu kaup- leiguíbúða. Auk þess segja framsóknarmenn að mikil vinna sé eftir í að móta efnahagsstefnu næstu ára. Þá telja menn einnig að opinber heimsókn Svíakonungs hingað til lands, sem hefst á þriðjudag, muni setja strik í reikn- inginn og tefja. fyrir stjómar- myndun. Þeir sem svartsýnni em halda jafnvel að það geti dregist út næstu viku, að ný stjóm geti tekið við völdum, og reikna þeir þá jafnframt með því að á endan- um komi flokksformennimir og þingflokkamir sér saman um stólaskipti, sem allir geti sætt sig við. Formennirnir bjart- sýnir þrátt fyrir örðugleika Eins og komið hefur fram í fréttum funduðu þeir Þorsteinn, Jón Baldvin og Steingrímur á þjóðhátíðardaginn og var gott hljóð í þeim að þeim fundi lokn- um. Þar ræddu þeir m.a. stóla- skiptin, en komust ekki að neinni niðurstöðu. Steingrímur mun þar hafa dregið til baka þá yfirlýsingu sína að Framsókn yrði aldrei aðili að ríkisstjóm undir forsæti Jóns Baldvins, og Þorsteinn mun hafa látið að því liggja að krafa Sjálf- stæðisflokksins um að fá forsætis- ráðherraembættið í sinn hlut væri ekki jafn skýlaus og talið hefur. verið hingað til. Steingrímur hefur ekki farið dult með það að hann og Framsóknarflokkurinn ætlast til þess að forsætið verði hans áfram í nýrri ríkisstjóm. Það kom skýrt fram í máli hans að þing- flokksfundi Framsóknarflokksins loknum að afstaða framsóknar- manna í þessu efni er óbreytt, því hann sagði: „Því er ekki að neita, að hjá mér er krafan mjög skýr um að við höfum forystuna." Þannig em allir kappamir í kapp- hlaupi um forsætið. Keppnin fer þannig fram, að flokksformenn- imir skiptast á upplýsingum um það hvað eitt stykki forsætisráð- herra kostar í pólitískum gjald- miðli. Sjálfstæðisflokkurinn hefur, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, lýst sig reiðubúinn til viðræðna um að láta af kröfunni um forsætið, gegn því að helming- ur allra ráðuneytanna komi í hlut Sjálfstæðisflokksins og fjögur ráðherraembætti. Þessa hugmynd eru talsmenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks ekki einu sinni tilbúnir til þess að ræða, heldur hafna henni með öllu, enda stæðu alþýðuflokksmenn hugsanlega frammi fyrir því, gerðu þeir kröfu til forsætisráðuneytisins á þessum grundvelli að þeir fengju einungis tvo ráðherra, þ.e. forsætisráð- Steingrímur beri upp þá tillögu á þingflokksfundi, að ekki sé talað um miðstjómarfundi Framsóknar, að flokkurinn gerist aðili að ríkis- stjóm undir forsæti Jóns Baldvins. Framsóknarmenn eru ekki á einu máli um það hvemig slíkri tillögu myndi reiða af í atkvæðagreiðslu í þingflokknum, en það er sam- dóma álit þeirra að slík tillaga yrði kolfelld á miðstjómarfundi Framsóknar. Jón Baldvin vill óbreytt viðskiptaráðu- neyti Eigi Alþýðuflokkurinn á hinn bóginn að láta af kröfunni um forsætið, þá gerir hann einnig skýlausa kröfu um jafna skiptingu ráðherra á milli flokka og óbreytt viðskiptaráðuneyti, til handa Jóni Baldvin. Þar stendur hnífurinn í kúnni, að minnsta kosti um stund- arsakir, því Steingrímur mun hafa reynst með öllu ósveigjanlegur í Steingrími verði ráðherraefni flokksins. Steingrímur sjálfur hef- ur útilokað að Alexander Stefáns- son og Jón Helgason verði ráðherrar í nýrri ríkisstjóm, en einhveijum erfiðleikum mun Steingrímur þó lenda í þegar hann ákveður að sniðganga Jón Helga- son, standi Framsókn frammi fyrir því að fá landbúnaðarráðu- neytið í sinn hlut. Vandi Jóns Baldvins er af öðr- um toga spunninn - hann er nefninlega landfræðilegs eðlis. Það er að segja að allir ráðherrak- andídatar Alþýðuflokksins em þingmenn Reykvíkinga, þau Jón Baldvin, Jón Sigurðsson og Jó- hanna Sigurðardóttir. Alþýðu- flokkurinn í Reykjaneskjördæmi telur fráleitt að eitt ráðherraemb- ættanna komi ekki í hlut þing- manns þeirra kjördæmis og landsbyggðarþingmenn eins og Sighvatur Björgvinsson, Karvel Pálmason og Eiður Guðnason munu þeirrar skoðunar að fráleitt sé að allir ráðherrar flokksins séu til ráðherrastóls. Það er því viðbúið að andrúms- loftið á þingflokksfundinum, þar sem greidd verða atkvæði um ráðherralista formannsins, verði rafmagnað. Helst er talið að Þor- steinn geti náð tökum á óánægð- um fallkandídötum með því að endumýja með öllu ráðherralið Sjálfstæðisflokksins, að honum sjálfum undanskildum að sjálf- sögðu. Því hallast menn að því að hann muni gera tillögu um þá Friðrik Sophusson og Birgi ísleif Gunnarsson sem samráðherra sína, en enn er sett stórt spuming- armerki við það hver yrði fjórði kandídatinn. Þó er talið að erfítt geti reynst að ganga fram hjá Reykjaneskjördæmi og halda menn jafnvel að gerð verði tillaga um Ólaf G. Einarsson sem fjórða manninn. Telja menn raunar að ekki yrði vinnandi vegur að ná friði og sáttum í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins, nema endumýj- unarleið væri farin, hver svo sem ijórði kandídatinn yrði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.