Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 7
MEÐALEFNIS í KVÖLD (Starman). Iþessarí Ijúfu ævin- týramynd rekur framandi mann á land nálægt heimili ungrar ekkju. Hann reynist vera afannarri plánétu og nemur konuna á brott til leitar að geimskipi hans. ÁNÆSTUNNI po.4p. Laugardagur EYJAN (The Island). Afkomendur sjó- ræningia á Karabíska hafinu ræna rannsóknarblaðamanni nokkrum og syni hans til að nota tilkynbóta. Myndln er stranglega bönnuð bömum. Laugardagur 2215 ÍLAOANNA ..... NAFNI (HotStuff). Tveir leynilögreglu- menn hafa ekki haft árangur sem erfiði i baráttu sinni við inn- brotsþjófa. Til stendur að skera niður fjárveitingar til deildar þeirra vegna frammistöðunnar, en þá gripa þeir til sinna ráða. STÖÐ2 A uglýsingasími Stöðvar 2 er 67 30 30 LykKllnn færð þú hjá Heimilístsekjum <8> Heimilistæki hf S:62 12 15 _________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987_7 Ovíst hvenær bifreiðaeftir- litsmenn taka til starfa á ný Bifreiðaeftirlitsmenn notuðu gærdaginn til að ráða ráðum sínum. Fundur haldinn með dómsmála- ráðherra í dag BIFREIÐAEFTIRLIT ríkisins verður lokað í dag og er óvíst hvenær bifreiðaeftirlitsmenn taka þar aftur til starfa. Telja þeir að verið sé að brjóta stór- lega á þeim með framkvæmd þess sem kallað hefur verið „rekstrarátak 1987“ en það felur m.a. í sér að dregið verður úr yfirvinnu þeirra og að vegaeftir- iiti og slysarannsóknum verði ekki sinnt nema i dagvinnu. Astæða þessa átaks er sú að illa horfir með rekstrarafkomu Bif- reiðaeftirlitsins, en reiknað er með að gjöld verði 18 milljónum króna yfir tekjum. Eftirleiðis verður Bifreiðaeftirlit- ið einungis opið frá klukkan 8.00-15.00 í stað 8.00-16.00 áður, og að sögn Hauks Ingibergssonar, forstjóra Bifreiðaeftirlitsins, er um að ræða fjárhagslega nauðvöm til að ná endum saman. „Það er verið að lækka launa- kostnað, fækka viðfangsefnum og reyna að hagræða rekstrinum eins og kostur er,“ sagði Haukur í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði þó að eftir sem áður yrði um einhvetja eftirvinnu að ræða hjá bifreiðaeftirlitsmönnum. „Þetta em einhliða aðgerðir gegn okkur bifreiðaeftirlitsmönnum; ver- ið er að fella niður störf sem hér hafa verið unnin í fjölda ára, og allt er þetta gert án nokkurs sam- ráðs við okkur,“ sagði Gunnar Jónasson, formaður Félags bifreiða- eftirlitsmanna, í gær. „Það á til dæmis að þvertaka fyrir allar slysa- vaktir utan dagvinnutíma og það emm við mjög óhressir með. Það er eins og verið sé að segja okkur að við höfum einungis unnið þar óþarfaverk. Það vita það hins vegar þeir sem komið hafa nálægt slíkum störfum að ekki er hægt að ætlast Fundaðmeð fulltrúum Evrópu- bandalagsins FUNDUR sameigínlegra nefnda íslands og Evrópubandalagsins var haldinn í Reykjavík nú í vik- unni. Á fundinum var rætt um viðskipti og tengsl íslands og Evrópubandalagsríkjanna, en bandalagið er stærsti viðskipta- aðili íslands, með yfir 50% hlutfall bæði í útflutningi og inn- flutningi. Fulltrúar bandalagsins áttu einnig viðræður við Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra, Matthías Bjarnason viðskiptaráð- herra og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Á fundi nefndarinnar lögðu full- trúar íslands áherslu á afnám sérstakra tolla á útflutningi salt- físks til Evrópubandalagsins. Is- lendingar geta flutt út 31 þúsund tonn tollfrjálst, en Evrópubandalag- ið hefur lagt 5% toll á 40 tonn sem flutt em út til viðbótar og vilja Is- lendingar að sú tollheimta verði aflögð. Á fundinum var ennfremur rætt um þá tillögu, sem fram- kvæmdastjórn Evrópubandalagsins hefur lagt fram, að leggja skatt á lýsi og jurtaolíu. Tillagan hefur verið harðlega gagnrýnd, bæði inn- an og utan bandalagsins, og gæti, ef hún yrði samþykkt, stefnt út- flutningi á lýsi frá Islandi í hættu. Engar ákvarðanir liggja þó fyrir í þessum efnum. til að hægt sé að kveða upp úr- skurð um ástand bifreiðar fyrir slys nema með því að skoða hana á slys- stað. Við höfum því í dag fundað um þessi málefni og hér verður ekki opnað fyrr en samkomulag hefur náðst,“ sagði Gunnar. Eins og gefur að skilja veldur þetta mörgum talsverðum óþægind- um. Nýskráningar á bifreiðum fást til dæmis ekki, og sagði Gísli Guð- mundsson, formaður Bílgreinasam- bandsins, að þetta kæmi ákaflega illa við allan rekstur hjá bifreiðaum- boðunum, og ekki hvað síst við viðskiptavinina sem ekki fengju númer á nýju bílana sina. „Það er undarlegt að Bifreiðaeft- irlitið fái ekki að nota sínar eigin tekjur; því er skammtað fé af fjár- lögum, og það einfaldlega dugir ekki. Á sama tíma eru umsvif þess að aukast því bílainnflutningur hér hefur margfaldast á skömmum tíma og því eðlilegra að vinnan aukist fremur en minnki,“ sagði Gísli. Þá kvað Gísli það einnig ein- kennilega ráðstöfun að draga úr vegaeftirliti í sömu andrá og og mesti ferðatíminn hér innanlands færi í hönd. í gærdag unnu bifreiðaeftirlits- menn að því að semja ályktun og funda um deiluefnið, en í dag munu þeir ganga á fund dómsmálaráð: herra. VINNUPALLAR Á GÓÐU VERÐI! Ef öryggi, réttar vinnustellingar og mikil vinnuafköst skipta þig möli, þö vœri margt vitlausara en að líta við hjö okkur... Sérlega góó greiðslukjör * •• BYGGINGAVÖRUR«KAUPFELOGIN 32 OO KRÓKHÁL5I S UM LAND ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.