Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 FRUMVARPSDRÖG 17 MANNA NEFNDAR UM ENDURSKOÐUN LÍFEYRISKERFISINS: Almennur lífeyr- isréttur skertur Rætt við forsvarsmenn nokkurra lífeyrissjóða Á ÁRINU 1976 skipaði fjármálaráðherra nefnd til að vinna að endurskoðun lífeyriskerfis lands- manna. Sú nefnd var skipuð 17 fulltrúum og var meginhlutverk hennar að vinna að frumvarpi um starfsemi lífeyrissjóða. Nefndin lauk meginverk- efni sínu 29. maí sl. er frumvarpið var samþykkt. Allir nefndarmenn stóðu að því nema fulltrúi BHM. Formaður 17 manna nefndarinnar var Jó- hannes Nordal og skilaði hann frumvarpinu til fjármálaráðherra 5. júní. í frumvarpinu er lagt til að sett verði samræmd löggjöf um starfsemi allra lífeyrissjóða í landinu, þann- ig að þeir lúti allir sömu starfsskilyrðum og starfsskyld- um. Er þá gert ráð fyrir að lögfest verði ákvæði um lágmarksskyldur og réttindi lífeyrissjóða og sjóðfélaga, þ.e. um greiðslu iðgjalda, ávöxtun þeirra og tryggingu og myndun' lífeyrisréttinda, en jafnframt taki löggjöfín til skipulags, reikningshalds og opinbers eftirlits með sjóðunum. Frumvarpið byggir á þeirri meginreglu að sjóðir verði jafnan að geta staðið undir lífeyrisloforðum með ávöxtuðum iðgjaldstekjum. Það lífeyriskerfí sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi, er í meginatriðum byggt á endurbótum á núverandi kerfi lífeyristrygg- inga hér á landi. Tillögur frumvarpsins um lágmarksiðgjald til lífeyr- issjóðs miðast við það iðgjaldshlutfall sem nú er yfírleitt samningsbundið á vinnumarkaðnum, 10%. Sú breyting er hins vegar gerð á greiðslufyrirkomulagi, að greitt skal af öllum launum í stað þess að greiða eingöngu af dagvinnutekjum eins og nú er í flestum sjóðum. Tillögur nefndarinnar um lágmarksréttindi byggjast á athugunum á því hvaða réttindum megi að jafnaði ná fyrir 10% iðgjald, þegar litið er til mögulegrar ávöxt- unar eigna langs tíma og gert ráð fyrir að hið nýja kerfí nái strax til allra manna, sem hafa tekjur af atvinnu. Niðurstaða nefndarinnar er sú að fyrir lífeyris- sjóðakerfið í heild standi 10% iðgjald ekki undir lífeyris- loforðum eins og þau eru nú. Með tillögum sínum telur nefndin hins vegar að gefin sé raunhæf mynd af sam- hengi iðgjalds og réttinda. í frumvarpinu er kveðið á um lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs. í þessu felst að heimilt verður að semja um hærra iðgjald og þar með tilsvarandi meiri réttindi en gert er ráð fyrir í frumvarpinu. I frumvarpinu felst sú meginbreyting, að gert er ráð fyrir að lífeyrir verði tryggður miðað við lanskjaraví- sitölu í stað þess að fylgja breytingum kauptaxta eða launa eins og nú er algengast. Um makalífeyri varð nefndin sammála að hjá flest- um lífeyrissjóðanna felist nú í mörgum tilvikum töluverð oftrygging vegna stóraukinnar þátttöku giftra kvenna í atvinnulífinu. Af þessum sökum lagði nefnd- in til að dregið yrði mjög úr makalífeyri til þeirra, sem nú eru innan við miðjan aldur, svo fremi sem þeir hafí ekki mikla framfærslubyrði eða eigi við örorku að stríða. í frumvarpinu er á hinn bóginn lagt til að bamalífeyrir hækki til mikilla muna. Margháttaðar tillögur em gerðar um skipulag, rekst- ur, reikningsskil og eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða. Meðal annars er gert ráð fyrir að sérstakri stofnun sem nefnd er lífeyrissjóðaeftirlitið skuli falið að hafa reglubundið eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða, veita þeim starfsleyfí, annast skráningu lífeyrisréttinda og skera úr um í ágreiningsmálum. í fmmvarpinu em sérstök ákvæði um lífeyrismál opinberra starfsmanna og annarra er nú njóta hlið- stæðra réttinda og ábyrgðar atvinnurekanda á þeim. Þessum ákvæðum er ætlað að tryggja að opinberir starfsmenn og aðrir þeir sem hér eiga hlut að máli haldi rétti sínum óskertum. Þetta á bæði við um þá sem þegar em lífeyrisþegar og einnig um hina er ekki em famir að taka lífeyri. Ef fmmvarpið verður að lögum verða samtök þessara launþega og atvinnurek- endur þeirra að semja sérstaklega um hvemig meta skuli núverandi lífeyrisréttindi og kostnaðarhluta at- vinnurekenda í þeim svo og hvemig réttindum og iðgjöldum skuli komið fyrir í framtíðinni. Ef samning- ar takast ekki skal skipaður gerðardómur og á hann að meta til iðgjalds launaréttindi þau er launagreiend- ur hafa ábyrgst. Jafnframt er kveðið á um að launa- greiðandi skuli bera iðgjald þetta að frádregnum hinum samningsbundna hluta starfsmanna sem nú er 4%. Haraldur Hannesson Meg-um þokkalega við una - segir Haraldur Hannesson, stjórn- armaður í Lífeyris- sjóði starfsmanna Reykj avíkurborgar LÍFEYRISSJÓÐUR starfsmanna Reykjavíkurborgar er einn stærsti lífeyrissjóður landsins. Haraldur Hannesson, formaður Starfs- mannafélags Reykjavikurborgar er einn stjómarmanna og var hann inntur álits á hinu nýja frum- varpi. „Mín skoðun er sú að við megum þokkalega við una. Það hefur verið mikið unnið í þessu máli á undanföm- um árum, þannig að þetta frumvarp, sem felur í sér samræmingu á lífeyr- issjóðakerfí landsmanna þarf engum að koma á óvart. Það er vitað mál að starfsmenn borgarinnar hafa ver- ið á lægri launum vegna lífeyrissjóðs- ins. Ég tel hins vegar að þau ákvæði sem þama vom sett inn, verði fmm- varpið samþykkt óbreytt, tryggi starfsmönnum borgarinnar þau rétt- indi er þeir hafa haft. Einnig er kostur við fmmvarpið að þau áunnu réttindi sem starfsmenn hafa nú skerðast ekki,“ sagði Haraldur. „Lífeyrissjóðurinn er verðtryggður núna, en í fmmvarpinu er gert ráð fyrir að iðgjöld félagsmanna hækki. Þetta breytir þó ekki málinu í sjálfu sér. Það er ljóst að sú staða getur komið upp þegar búið verður að sam- þykkja þetta fmmvarp, að menn fari að semja um lífeyrisréttindi, fái að velja milli þess hvort þeir verði á hærri launum meðan þeir em í starfí eða geyma hluta launanna til elliá- ranna og fá þannig hærri eftirlaun. Eins og fmmvarpið liggur fyrir nú er gert ráð fyrir að hið opinbera ábyrgist að greiða þau iðgjöld sem þarf til þess að opinberir starfsmenn tapi ekki í launum á þessari breyt- ingu. Ef ekki verða gerðar breytingar á þessu ákvæði er ég sáttur við það. Hitt er svo annað mál að það er möguleiki á að sú staða komi upp að ungt fólk missi áhugann d að greiða reglulega í lífeyrissjóði, kom- ist á þá skoðun að betra sé að fá hærri laun en greiða reglulega í þá.“ Haraldur kvaðst ekki sjá fyrir miklar breytingar á starfsemi Lífeyr- issjóðs starfsmanna Reykjavíkur- borgar þrátt fyrir frumvarpið. „Þessi lífeyrisjóður er með talsvert öðmm hætti en er hjá öðmm opinbemm sjóðum. Lífeyrissjóðurinn er í raun í vörslu borgarinnar og hún hefur staðið við allar skuldbindingar hans en reikningslega séð er lífeyrissjóður- inn ekki til sem slíkur.“ Haraldur kvaðst ekki reiðubúinn til að benda á neinn ljóð á frumvarpinu. Hann sagðist þó ekki geta neitað því að sér þætti þeir er unnið hefðu að fmm- varpinu af hálfu stéttafélaganna gjaman mátt beita sér fyrir því að lífeyrisréttindi yrðu aukin en ekki skert, eins og gert er ráð fyrir um almennu lífeyrissjóðina. Þorsteinn A. Jónsson Frumvarp- ið afturför fyrir félaga ÍBHMR - segir Þorsteinn A. Jónsson formaður Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins ÞEGAR frumvarp til laga um starfsemi lífeyrissjóða var kynnt skilaði fulltrúi BHMR í 17 manna nefndinni séráliti þar eð hann gat sem fulltrúi samtakanna ekki fellt sig við tiltekin ákvæði þess. Þor- steinn A. Jónsson er formaður Lífeyrissjóðs starfsmanna rikisins og fulltrúi BHMR í stjórn hans. Hann hefur átt þátt i stefnumótun í lífeyrissjóðsmálum innan sam- takanna. Þorsteinn lýsti sig sammála skoðunum Birgis Björns Sigutjónssonar fulltrúa BHMR í 17 manna nefndinni, er Morgun- blaðið innti hann álits á hinu nýja frumvarpi. „I stuttu máli má segja að við tökum undir þau sjónarmið er virð- ast liggja til grundvallar tillögum fulltrúa ASÍ, VSÍ og fleiri, að nauð- syn sé að setja lög um starfsemi þeirra lífeyrissjóða sem ekki eru lög- bundnir í þeim tilgangi að tryggja réttarstöðu sjóðfélaga og eðlilega starfsemi þessara lífeyrissjóða. BHMR getur einnig fallist á það sjón- armið fulltrúa ASI, VSÍ og fleiri að setja beri fremur rammalöggjöf um starfsemi almennra lífeyrissjóða án þess að setja lög um hvem sjóð fyr- ir sig. Við teljum hins vegar að slík rammalöggjöf eigi aðeins að taka til almennra atriða eins og samsetning- ar lágmarksréttinda, skipulags einstakra sjóða, bókhalds og upp- gjörs, eftirlits og meðferðar ágrein- ingsmála. BHMR getur hins vegar ekki fallist á að rammalöggjöf af þessu tagi eigi að taka til lögbubund- inna lífeyrissjóða. Þeir lífeyrissjóðir sem lög hafa verið sett um, einkum lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, skera sig úr hvað varðar réttindamál sjóðfélaga, skipulag starfseminnar og bókhald, þar sem um þá þá gilda lög sem taka til allra þessara þátta á skýran hátt. Við teljum fráleitt að almenn rammalöggjöf af því tagi sem hér er rædd þurfi að koma í stað gild- andi laga til að koma á góðu skipu- lagi,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að með gildistöku frumvarpsins yrðu þijár veigamiklar breytingar á stöðu opinberra starfs- manna sem þeir gætu ekki fellt sig við.„í fyrsta lagi er lagt til að lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins verði breytt þannig að aðeins megi fjármagna lífeyrisréttindi með ið- gjöldum," sagði hann. Þorsteinn bætti við að stór hluti lífeyris opin- berra starfsmanna væri nú greiddur með beinum framlögum launagreið- anda. Sú skipan mála væri árangur áratuga samningastarfs stéttarfé- laga opinberra stafsmanna. „Ef þessi lagabreyting nær fram að ganga eru þessi réttindi afnumin að verulegum hluta og opinberir starfsmenn settir að nýju við samningaborðið um at- riði sem hefur tekið langan tíma að ná fram og Kjaradómur hefur metið til Jaunalækkunar í dómum sínum. í öðru lagi er lagt til að ákvæði núgildandi laga um ábyrgð launa- greiðanda opinberra starfsmanna á lífeyrisgreiðslum sjóðafélaga verði niður felld. Þetta ákvæði er einnig árangur áratuga samninga við hið opinbera og hefur gert starfskjör þeirra álitlegri en ella þrátt fyrir lág laun. Þetta er okkur augljóslega í óhag. í þriðja og síðasta lagi er gerð tillaga um að komið verði á laggim- ar stofnun, lífeyrissjóðaeftirlitinu, er lúti framkvæmdastjóm ASÍ og VSÍ ásamt einum fulltrúa ráðherra. Þess- ari stofnun er ætlað eftirlitshlutverk eins og stjómvald með framkvæmd laga um starfsemi lífeyrissjóðanna og úrskurðarhlutverk eins og dóms- vald í öllum mikilvægum ágreinings- efnum og jafnvel vald til að gefa efnislega fullnaðarúrskurði. BHMR getur ekki treyst þessum aðilum fyr- ir því hlutverki sem þeim er ætlað samkvæmt þessu frumvarpi. Það er og skoðun okkar að slíkt sé í hróp- andi ósamræmi við almennt réttar- far, þar sem framkvæmdavald fer með almennt eftirlitshlutverk af þessu tagi og almennir dómstólar með úrskurðarhlutverk," sagði Þor- steinn. Hann sagði að enn ætti eftir að meta hvaða áhrif frumvarpið hefði á kjör félaga í BHMR ef að lögum yrði. „Að svo stöddu er mjög erfitt að fullyrða um langtímaáhrif þessa frumvarps. Það er hins vegar alveg ljóst að ákveðin réttindi sem menn hafa í dag verða ekki til staðar, ekki í sama mæli að minnsta kosti. f þessu frumvarpi eiga iðgjöld alfarið að standa undir skuldbindingum sjóð- anna. Þó þama sé gert ráð fyrir að ríkið borgi hærri iðgjöld til Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins en gert er í dag, hafa áhrif þess ekki verið metin." Þorsteinn sagði að sumarið yrði notað til skrafs og ráðagerða. í haust yrði þeirri vinnu lokið og þá mætti búast við að BHMR kynnti sín sjónar- mið betur. Hrafn Magnússon Styð frum- varpið heils hugar - segirHrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands al- mennra lífeyris- sjóða „ÉG ER mjög ánægður með niður- stöður 17 manna nefndarinnar, styð heils hugar þær hugmyndir er þar koma fram og vona að frumvarpið verði að lögum sem fyrst. Ég álít að vandað hafi verið til frumvarpsgerðar f alla staði og tel mikilvægt að það nái fram að ganga. Þarna eru mörg atriði sem skipta verulega miklu máli“, sagði Hrafn Magnússon, fram- kvæmdasfjóri SAL. „Það sem ég á við er ekki síst lögbinding lágmarksréttinda og einn- ig lögbundið eftirlit með sjóðakerf- inu. Einnig er mikill kostur að nú er gert ráð fyrir að iðgjöld og ávöxt- un standi undir skuldbindir.gum sjóðanna." Um langtíma áhrif frumvarpsins sagðist Hrafn þess fullviss að líf- eyrissjóðum myndi fækka og að sú breyting væri til hins betra að sínu mati. Hann sagðist ekki geta bent á nein grundvallaratriði sem hann væri ekki sáttur við í frumvarpinu. „Ef eitthvað er, má kannski segja að frumvarpið sé of vel unnið. Þar er farið ofan í saumana á lágmarks- réttindum sem getur orkað tvímælis. Kostir frumvarpsins eru á hinn bóg- inn margir. Meginkosturinn er auðvitað sá að nú eiga tveir plús tveir að vera fjórir, þannig að iðgjöld og ávöxtun eiga að standa undir öll- um skuldbindingum sjóðanna. Af því leiðir að ekki er heimilt að auka skuldbindingar þeirra án þess að hækka iðgjöld eða bæta ávöxtun. Það hefur borið við að Alþingi og hagsmunasamtök hafi samið um lífeyrisréttindi til lausnar á kjaradeil- um og þannig velt vandanum yfír á sjóðina. Sem betur fer er sú tíð vænt- anlega liðin. Af öðrum atriðum er ég tel til bóta eru ákvæði um skipt- ingu lífeyrisréttinda hjóna við skilnað og hækkun bamalífeyris," sagði Hrafn Magnússon að lokum. Löngu tímabært - segirÞorgeir Eyjólfsson, for- stjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna „í HEILDINA litið er mjög ánægjulegt að 17 manna nefndin skuli hafa lokið störfum og kom- ist að niðurstöðu. t tillögum nefndarinnar eru margir mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.