Morgunblaðið - 19.06.1987, Page 22

Morgunblaðið - 19.06.1987, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Laun, tekjur, tekju- skipting og réttlæti eftírÞórólf Matthíasson í tengslum við almenna þjóð- málaumræðu, kosningabaráttu og stjómarmyndunartilraunir hefur átt sér stað umfangsmikil umræða um tekjuskiptingu og réttlæti. Þessi umræða hefur gengið svo langt að næsta víst má telja að ný ríkis- stjóm verði að taka tillit til háværra réttlætiskrafna með einum eðá öðr- um hætti. Laun ogtekjur Laun eru greidd fyrir vinnufram- lag. Laun (launataxtar) eru því verð þess starfs eða þjónustu sem keypt er og seld. Tekjum má skipta í launatekjur og aðrar tekjur. Launatekjur eru heildargreiðslur til ákveðins ein- staklings fyrir sölu vinnuafls yfir ákveðið tímabil. Heildarlaunatekjur einstaklings geta samanstaðið af greiðslum frá einum eða fleiri vinnuveitendum. Aðrar tekjur eru af ýmsum toga. Mikilvægastar eru fjármagnstekjur (vaxtatekjur og arðgreiðslur frá fyrirtækjum) og tilfærslutekjur (elli- og örorkulífeyrir, atvinnuleys- Sýnir í FIM-salnum BJÖRGVIN Pálsson er með ljós- myndasýningu um þessar mundir í FÍM-salnum, Garðastræti 6. Á sýningunni eru myndir unnar með Gum bícrómat-tækni á vatnslitapappír. Björgvin Pálsson er 32 ára gam- all og starfar sem ljósmyndari hjá sjónvarpinu. Hann hefur fengist við ljósmyndun í 20 ár og titlar sig myndasmið. Björgvin hefur starfað við hefðbundna ljósmyndun hjá dagblöðum og tímaritum auk sjón- varpsins. Á sýningunni eru fuglar helstu mótívin en einnig eru nokkur port- rett og kyrralífsmyndir. Myndimar eru alls 41 og gerðar á síðustu fjór- um árum og hafa margar þeirra verið sýndar áður í Evrópu en aldr- ei hér á landi. Sýningin í Garða- stræti 6 mun standa til sunnudags- ins 28. júní. istiyggingabætur o.s.frv.). A milli launataxta og tekna er því visst samhengi. Ætla má að hækkun launataxta leiði til aukn- ingu tekna. Þetta samhengi er þó ekki algilt og finna má dæmi um hið gagnstæða. Ekki er heldur einhlítt að álykta um tekjur fólks útfrá töxtum. Fólk á lágum töxtum getur haft hærri telqur en fólk á háum töxtum sé vinnuframlag þeirra á lágu töxtun- um nægjanlega miklu meira en vinnuframlag þeirra á háu töxtun- um. Ráðstöfunartekjur eru heildar- tekjur að frádregnum beinum sköttum til ríkis og sveitarfélaga. Skv. gildandi skattalögum eru tekjuskattar háðir tekjum skatt- greiðandans. Skatthlutföll hækka með hækkandi tekjum. Sé allt með felldu varðandi skattframtöl hækka ráðstöfunartekjur einstaklings hægar en heildartekjur hans. Áhrif skatta- og tilfærslukerfa eru þau að jafna skiptingu ráðstöf- unartekna samanborið við dreifingu launataxta og launatekna. Það er síðan háð nánari útfærslu skatta- og tilfærslukerfa hversu mikil jöfn- unaráhrifin eru. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar leitað er lausna átekjudreifingarvandamálum. Vera kann að tilætluðum áhrifum megi ná með endurskipulagningu og styrkingu opinberu kerfanna. Láglaunavandamálið Upp á síðkastið hefur sérstaklega verið rætt um vandamál svokallaðra láglaunahópa. Framfærsluerfíðleik- ar þeirra eru lág laun og lágar tekjur hafa hlotið mesta athygli. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að rétta hlut þeirra lægst laun- uðu í kjarasamningum. Þrátt fyrir það virðist almenn eining um að allt of hægt hafi miðað uppávið. Menn virðast einnig nokkuð sam- mála um að bilið milli þeirra lægst iaunuðu og annarra hafi lítið breyst. Kjarasamningamir í desember voru tilraun til að snúa þeirri þróun við. Kaupmáttur lægstu launa er nú verulega hærri en þekkst hefur um árabil. En þær breytingar sem orð- ið hafa síðan kjarasamningar voru undirritaðir hafa þó að nokkru end- urvakið fyrra launabil. Einnig má ætla að kaupmáttur lægstu launa muni fara lækkandi nái verðbólgan sér á strik nú á seinni hluta ársins. Það er því réttmætt að spyija hvort hækkun lægstu launa hafi tilætluð áhrif. En látum þá spum- ingu liggja milli hluta í bili. Spyijum þess í stað um hagfræðilegt inni- hald þeirrar aðgerðar að hækka lægstu laun. Álit margra hagfræð- inga er þetta: Veruleg hækkun lægstu launa jafngildir yfirlýsingu þeirra er að standa þess efnis að framleiðslustarfsemi með fram- leiðni undir gefnum mörkum skuli útlæg úr hagkerfinu. Þessi skoðun er studd þeim rökum að sé fyrir- tæki ætlað að greiða hærri laun en svarar til þess verðmætis sem starfsmaðurinn skapar hljóti þetta fyrirtæki annað tveggja að fara á hausinn eða taka upp breytta fram- leiðsluhætti er geri því kleift að standa undir hærri launagreiðslum. Ef raunhækkun lægstu launa er étin upp af verðbólgunni kjarasam- ing eftir kjarasamning er það merki um að ekki sé raunverulegt sam- komulag um að úthýsa lágframleið- inni starfsemi úr hagkerfínu. Verðbólgan verður jú til þess að jafna framleiðslukostnað og fram- leiðni hjá láglaunafyrirtækjunum þannig að hvorki kemur til gjald- þrots þeirra eða endurskipulagning- ar. Það er gjaman sagt að lágu laun- in hjakki sífellt í sama farinu. Verulega einfölduð geti atburðarás- in verið eitthvað á þessa leið: Aðilar vinnumarkaðarins semja um veru- lega hækkun lægstu launa. Afleið- ing þess er að ýmis lágframleiðin starfsemi fer að ganga illa og at- vinnuöryggi á viðkvæmum svæðum er stefnt í hættu. Stjómvöld bregð- ast við með aðgerðum á borð við gengisreytingar, fjármagnstilfærsl- ur úr ríkissjóði o.þ.h. Þessar aðgerðir valda gjaman þenslu sem að lokum kemur fram í aukinni verðbólgu. Afleiðing verðbólgunnar er almenn lækkun raunlauna. Framleiðnari hluti fyrirtækjanna getur hæglega borið hærri launa- greiðslur. Starfsmenn þessara fyrirtælqa þrýsta á um leiðréttingar launa vegna verðbólgunnar. Fyrir- tækin reyna einnig að svara aukinni þenslu í hagkerfínu með því að auka framleiðslu sína. Til þess þarf fleiri starfsmenn og samkeppni um vinnuaflið eykst. Afleiðingin er launaskrið sem m.a. sér um að end- Búnaður til að flytja óökufærabíla Stað í Ilrútafirði. BÍLALEIGA Akureyrar er með fullkominn búnað til að sækja þá bíla út á landsbyggðina sem verða fyrir umferðaróhöppum sem gera þá óökufæra. í viðtali við fréttaritara Morgun- blaðsins sagði starfsmaður frá Bílaleigu Akureyrar að af og til væri um einhver óhöpp að ræða á bflum í leigu þannig að þeir yrðu ekki í ökuhæfu standi. Svo var með bifreið sem farið hafði veltur á veg- arkafla sunnan við Brú í Hrútafírði, meiðsl urðu ekki teljandi á öku- manni sem var einn í bflnum. Bifreiðin var þó mjög illa farin. Ekki var langt liðið frá því að bflaleigan varð að senda eftir bif- reið sem farið hafði veltur ofarlega’ í Norðurárdal, þar slapp ökumaður sem var einn í bflnum án teljandi meiðsla. Er ástæða til að minna ökumenn á malarveg. Væri vert að beina hvers vegna ekki sé betur varað á hættu þá sem skapast við að þeirri spumingu til þeirra sem taka við því þegar slitlag endar. koma af vegi með bundnu slitlagi ákvarðanir um merkingar á vegum — m.g. Morgunblaðið/MagnÚ8 Gíslason Illa farin bifreið sótt í Hrútafjörð. Þórólfur Matthíasson „Lægstu laun í kjara- samningum má nota til að ákveða lágmarks- framleiðni þeirrar starfsemi sem á lífsins rétt í hagkerfinu. Nota má skatta- og tilfærslu- kerf i hins opinbera til að ráða bót á afmörk- uðum tekjuskiptingar- vandamálum. Það er því ekki endilega nauð- synlegt að leysa vanda- mál hinna tekjulægstu með hækkun lágmarks- launa. Aðrar úrlausnar- aðferðir kunna að skila varanlegri árangri.“ urvekja fyrir launabil. Nýr hringur getur hafíst með hækkun lágmarks- launa í næstu samningalotu. Einkenni þeirrar atburðarásar sem að ofan er rakin er að hver einstakur aðili bregst rétt við m.v. þá hlutverkaskiptingu sem hann hefur kosið sér; þ.e. að aðilar vinnu- markaðarins ákveði lágmarkslaun en stjómvöld ábyggist atvinnu- öryggi. Leiðir til úrbóta Hvað er til ráða? Að mínu áliti er nauðsynlegt að aðilar vinnu- markaðarins og stjómvöld komi sér saman um hvort lágframleiðin starfsemi eigi að eiga sér þegnrétt í hagkerfínu eða hvort réttara sé að beina slíkri starfsemi til Austur- Asíu (svo vísað sé til alþekktra dæma). Setjum sem svo að niður- staðan verði sú, t.d. með tilvísun til áhrifa á atvinnuástand og byggðaþróun, að rétt sé að halda þessari starfsemi í landinu. Þá verða báðir aðilar að sætta sig við að þessi fyrirtæki geta ekki greitt há laun. En hvað með framfærsluvand- ann? Er þá nauðsynlegt að svo og svo stór hópur þjóðarinnar búi við „smánarkjör" svo vitnað sé til um- mæla úr stjómmálaumræðunni? Ef vilji er fyrir hendi að halda lágfram- leiðinni starfsemi innan lands verðum við að sætta okkur við þau launakjör sem þessi starfsemi getur boðið uppá. Til að bæta tekjur þeirra sem í hlut eiga verður þá að beita öðrum ráðum en lögbundinni eða umsaminni hækkun lágmarks- launa. T.d. mætti notast við ein- hvers konar tilfærslur frá hinu opinbera. Að gefínni þeirri forsendu að lág- framleiðinni starfsemi skuli haldið innan hagkerfísins má álykta að allar tilraunir til að koma á hækkun lægstu launa með aðstoð kjara- samninga muni enda með verðbólgu og tilheyrandi öldugangi kaup- máttar lægstu launanna. Niðurstöður em þessar helstar: Lægstu laun í kjarasamningum má nota ti! að ákveða lágmarksfram- leiðni þeirrar starfsemi sem á lífsins rétt í hagkerfinu. Nota má skatta- og tilfærslukerfí hins opinbera til að ráða bót á afmörkuðum tekju- skiptingarvandamálum. Það er því ekki endilega nauðsynlegt að leysa vandamál hinna tekjulægstu með hækkun lágmarkslauna. Aðrar úr- lausnaraðferðir kunna að skila varanlegri árangri. Aðilar vinnumarkaðarins og stjómvöld þurfa að fara yfír ábyrgðarskiptingu sín á milli. Spyija má hvort rétt sé að aðilar vinnumarkaðarins ákveði launin en stjómvöld ábyrgist atvinnuöryggi. Eða eiga stjómvöld að gera auknar kröfur til atvinnurekenda og laun- þegasamtaka hvað þetta varðar? Einnig má spyija hvort sú miðstýr- ing kjarasamninga sem nú tíðkast sé heppilegt fyrirkomulag. í mið- stýrðum samningum er lítið tillit tekið til staðbundinna vandamála. Slík vandamál komu einmitt upp í síðustu samningum hjá fiskverkun- arfólki. Einnig má ræða breytingar á launakerfum þeim sem þorri laun- þega býr við. Því hefur t.d. verið haldið fram að aukin notkun ágóða- skiptingar eða hlutaskipta gæti haft jákvæð áhrif á atvinnuöryggi og dregið úr verðbólgu. Umfjöllun um efnið á þessum nótum ætti að verða fijórri en skeggræður um launabil í Mesópótamíu fyrr og nú. Höfundur er hagfræðingur t\já Fjárlaga- oghagsýslustofnun. Erlendur Halldórsson flugmaður við þyrluna TF-FIM á hæsta tindi íslands, Hvannadalshnjúki. Á þyrlu á Hvannadals- hnjúk og skíðum niður Á HVÍTASUNNUDAG fór hópur manna í fyrsta sinn í þyrlu_ á Hvannadalshnjúk, hæsta tind ís- lands, og á skíðum niður. Daginn áður var farið á Eyjafjallajökul. Þar var á ferð 17 manna hópur undir forystu fjallamannanna Am- órs Guðbjartssonar og Helga Benediktssonar. Hópurinn sem fór á Eyjafjallajökul var undir forystu Bjöms Ingólfssonar. Það voru flug- mennimir Erlendur Halldórsson og Erlingur Gunnarsson, sem flugu með fólkið á jöklana í þyrlu Albínu Thordarson. Hvannadalshnjúkur er 2.112 metra hár. Þaðan renndi fólkið sér niður á Svínafellsjökul þar til komið var í 250 metra hæð. Skíðaferðir af þessu tagi eru bæði erfiðar og vandasamar, en ólíkar öðrum skíða- ferðum. Áður hefur skíðafólk verið flutt á Heklu og Botnsúlur. (Úr fréttatilkynningu.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.