Morgunblaðið - 19.06.1987, Side 13

Morgunblaðið - 19.06.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Þorgeir Eyjólfsson góðir hlutir. Það er fyrir löngu orðið tímabært að setja löggjöf um samræmingu lífeyrisréttinda, þannig að sjóðirnir starfi eftir samræmdum reglum,“ sagði Þor- geir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyris- sjóðs Verslunarmanna í samtali við Morgunblaðið. „Jafnframt er gert ráð fyrir því í þessu frumvarpi, að sérstakir aðilar muni hafa eftirlit með sjóðunum, hvemig þeir ávaxta sitt fé og standa við sínar skuldbindingar. Ég held að það séu það miklir fjármunir og það miklir hagsmunir sem í kerfinu eru að það sé sjálfsagt að eftirlit sé haft með því. Það er auðvitað eitt og annað sem menn eru ekki á eitt sáttir um, en ég álít ekki tímabært að fara að rekja það hvað menn greinir á, enda eru þau atriði flest smávægileg. Ég var búinn að bíða lengi eftir að nefndin lyki störfum og mér finnst sérlega ánægjulegt að menn skuli nú loks hafa komist að niðurstöðu," sagði Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyris- sjóðs Verslunarmanna. Teljum okkur hafa náð eins langt o g unnt er - segir Kristján Thorlacius, form- aður BSRB „ÁÐUR EN ég geri grein fyrir skoðun minni á hinu nýfram- komna frumvarpi vil ég að fram komi að áður en gengið var frá þvi fór fram mikil umræða innan 17 manna nefndar um endurskoð- un lífeyriskerfisins," sagði Kristj- án Thorlacius, formaður BSRB, en hann átti sæti i nefndinni fyrir hönd bandalagsins. Kristján Thorlacius „Að þessu máli hafa starfað nokkrar undimefndir en það væri of langt mál að rekja starf þeirra í stuttu viðtali. Hvað varðar opinbera starfs- menn er höfuðatriðið það að á síðastliðnu ári kom fram frumvarp í nefndinni sem byggðist annars vegar á samningum Alþýðusambandsins, Farmannasambandsins og hins vegar Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands Samvinnufé- laga. Við í BSRB vomm mjög andvígir þessu fmmvarpi, því að þar var gert ráð fyrir að þau réttindi yrðu skert er okkar samtök hafa náð fram í löggjöf til handa lífeyrissjóð- um opinberra starfsmanna síðustu áratugi. Þetta er forsaga sem býr að baki því samkomulagi sem nú hefur náðst. Það hafa verið mikil átök við aðra aðila, meðal annars Alþýðusambandið og Vinnuveitenda- sambandið um þessi mál í 17 manna nefndinni. Um tíma var ágreiningur- inn var það mikill að lá við að fulltrúi BSRB segði sig úr nefndinni. Það sjónarmið varð þó ofan á innan stjómar félagsins að betra væri að ég sæti áfram fyrir BSRB og reyndi að þoka málum áleiðis til hagsbóta fyrir samtökin en að segja mig úr nefndinni 1 mótmælaskyni. Eftir að þetta frumvarp lá fyrir frá Alþýðu- sambandinu beindum við öllu okkar starfi í BSRB og ég sem fulltrúi fé- lagsins í nefndinni að fá því fram- gengt, að þau réttindi héldust er við höfðum fengið með samningum og löggjöf á undanfömum áram. Astæða þess að við stöndum að þessu framvarpi er sú að við teljum okkur hafa náð eins langt og unnt verður að komast í því að halda þess- um réttindum og nánast tel ég að réttindi okkar séu tryggð, miðað við núverandi löggjöf. Ég vil í þessu sambandi benda á að áður en þessi lög taka gildi er gert ráð fyrir samn- ingaumleitunum af hálfu opinberra starfsmanna sem eiga að tryggja það að jafnmiklir fjármunir frá vinnuveit- endum, ríki, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum komi inn í þessa lífeyrissjóði og nú er. Þetta er nánast umreikningur í iðgjöld á þeim uppbótum sem við fáum til verð- tryggingarsjóðanna í dag. Þessu höfum við náð fram og álítum það svo mikilvægt atriði að við teljum það nánast lausn á málinu. Kostir þessa frumvarps era þeir að við náum fram í bráðabirgða - ákvæði þessa frumvarps að í fyrsta lagi raski það ekki áunnum réttind- um opinberra starfsmanna. I öðra lagi að heimilt sé að semja um breyt- ingar á réttindum og iðgjöldum. Þeir samningar eiga að fara fram alllöngu áður en gert er ráð fyrir að fram- varpið taki gildi. Ef samningar takast ekki skal málinu skotið til gerðar- dóms og hann á einnig að hafa lokið störfum fyrir gildistöku laganna. Aðilar að viðkomandi lífeyrissjóði mega þá setja sjóðunum nýja reglu- gerð í samræmi við aðalsamninga eða úrskurð gerðardóms. Sú hækkun iðgjalds sem um semst eða gerðar- sómur ákveður á að greiðast af viðkomandi launagreiðendum. Það era ríkissjóður, sveitarfélög, bankar eða sjálfseignarstofnanir. Þetta þýðir einfaldlega að starfsmenn munu þá greiða áfram 4% eins og þeir gera í dag, og launagreiðendur mótframlag sem svarar til 6% iðgjalds að við- bættri hækkun. Tryggingafræðingar hafa lauslega áætlað að sú hækkun þurfi að vera allt að 15-20%, til þess að sjóðimir geti staðið undir þeim réttindum sem lögin gera ráð fyrir að opinberir starfsmenn hafi nú í sjóðum sínum. Með þessu er verið að tryggja að eftir gildistöku laganna renni jafnmiklir fjármunir frá ábyrgðaraðilum sjóðanna, vinnuveit- andanum til sjóðanna og verið hefði að óbreyttu ástandi. Þetta er höfuðá- stæða þess að við höfum talið rétt að semja um þetta við aðra hags- munaaðila í þessari 17 manna nefnd og þetta er ástæðan fyrir því að við teljum að nánast fullur árangur hafí náðst í að halda þeim réttindum er opinberir starfsmann hafa nú sam- kvæmt lögum,“ sagði Kristján. Hann kvað því þó ekki að leyna að í fram- varpinu væra nokkur atriði sem hann teldi hefðu öðra vísi mátt fara, en bætti því við að eðlilegt væri að eng- inn fengi sínum öllum sínum kröfum fullnægt í nefnd 17 manna. „Agnú- amir era hins vegar ekki það stórir að þeir hafi hindrað samkomulag." Kristján sagði að þrátt fyrir þá skoðun sína að opinberir starfsmenn mættu vel við una, væra almenn ákvæði í framvarpinu er hann væri ekki sáttur við. „Þessi ákvæði snerta að váu ekki okkar samtök. En stað- reyndin er sú að þama era hreinlega rýrð lífeyrisréttindi almennt. í frum- varpinu era ákvæði þess eðlis að hver sjóður skuli standa undir öllum sínum skuldbindingum með iðgjöld- um og vaxtatekjum af þeim. Samkvæmt gildandi reglugerðum flestra almennu sjóðanna er þetta þannig nú að menn vinna sér inn 1,8% fyrir hvert ár. Fulltrúar VSÍ og ASI hafa talið að sjóðimir gætu ekki staðið undir svo miklum réttind- um og þetta hefur hefur verið minnkað niður í 1,45%. Þetta tel ég mjög mikinn galla á framvarpinu. Okkar sjóðfélagar vinna sér inn 2% á ári. Þeim réttindum höfum við náð fram á nokkram áratugum. Það er því ljóst að við getum með engu móti hugsað gefa það eftir. En ég harma það að iðgjöldin skuli ekki frekar hækkuð í stað þess að minnka réttindin. Þetta er einn af þeim göll- um sem ég sé á þessu frumvarpi, almennt séð.“ Kristján sagði að sér þætti þetta frumvarp ekki mikið stökk fram á við. „Ég tel að framvarp sem lá fyr- ir frá öðram starfshópi árið 1983 hafi verið meira í samræmi við mínar skoðanir. Þar var stefnt að því að aðlaga löggjöf um þessa sjóði því sem nú er. Ég tel það alls ekki stökk fram á við að rýra lífeyriskjör. Ég tel einn- ig að best hefði verið að láta endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu og tryggingakerfinu fara saman. Grannlífeyririnn á að koma frá al- mannatryggingunum og til viðbótar eiga að koma greiðslur frá lífeyris- sjóðunum. Þess vegna er það mín skoðun að þessa málafiokka hefði átt að skoða í samhengi," sagði Kristján Thorlacius að lokum. Jón Sigurjónsson Anægður með frumvarpið - segir Jón Sigur- jónsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bygg- ingamanna „I HEILDINA litið list mér vel á frumvarpið og tel að það sé til bóta fyrir launþega. Búast má við nokkrum byijunarörðugleikum en þeir eru tæknilegir og á engan hátt óyfirstíganlegir," sagði Jón Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs byggingamanna í samtali við Morgunblaðið. „Samræming á starfsemi allra lífeyr- issjóða er nauðsynleg og mun koma launþegum til góða. Þá er ég þeirrar skoðunar að ákvæði frumvarpsins um eftirlit með lífeyrissjóðum séu til bóta og framför frá því sem nú er,“ sagði Jón Siguijónsson. Um áhrif á sjóðakerfi landsmanna sagði hann að vafalítið myndi sjóðum fækka nokkuð. „Sumir lífeyrissjóðir era litl- ar rekstrareiningar sem oft og tíðum hafa óhagstæða aldursdreifingu. I framtíðinni mun þessum sjóðum fækka og þeir renna saman. Þannig munu fást hagkvæmari rekstrarein- ingar og jafnframt verður allri áhættu dreift á fleiri herðar," sagði Jón Siguijónsson að lokum. Margir lífeyris- sjóðir ekki heppileg- asta rekstr- arformið - segir Jón Ágústs- son, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs bókagerðamanna „ÉG hef ekki séð frumvarpið en hef um árabil verið þeirrar skoð- unar að það ætti að vera einn lífeyrissjóður fyrir alla lands- menn,“ sagði Jón Ágústsson, framkvæmdastjóri Lifeyrissjóðs bókagerðamanna, er hann var spurður um skoðun sina á frum- varpsdrögum 17 manna nefndar- innar. Hann bætti við að sér virtist sem margir lífeyrissjóðir væra ekki heppi- legasta rekstrarformið og því væri samræming lífeyrisréttinda til mik- illa bóta. I framvarpinu er gert ráð fyrir að opinber stofnun, lífeyris- sjóðaeftirlitið, muni sjá um eftirlit með sjóðunum. „Að vissu marki hef- ur verið um ópinbert eftirlit með eftirlit að ræða með lífeyrissjóðum. Fjármálaráðuneytið hefur haft starfsmann á sínum snæram sem hefur haft eftirlit með starfsemi þeirra. Ég tel að lífeyrissjóðimir hafi ekkert að fela og því er sjálfsagt að opinbert eftirlit sé haft með þeirn," sagði Jón Ágústsson um þær greinar framvarpsins. Jón Ágústson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.