Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 64
niBRunnBór raKT -Af ÖRYGGISÁSrÆÐUM Nýjungar Í70 ár ^t flf A* ^ A^ | <*LHLIÐAPRENTWÓNUSTA í 91-27233 FOSTUDAGUR 19. JUNI 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Stjórnarmyndun- arviðræður: Þorsteinn gerir tillögu jum upp- stokkun ráðuneyta ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins reifaði í gær við formenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hugmyndir sínar um róttækar breytingar og uppstokkun ráðuneytanna. Er jafnvel talið að þessar hugmynd- ir hans geti liðkað fyrir því að samkomulag geti tekist um skipt- ingu ráðuneyta á milli flokkanna þriggja. Heimildir Morgunblaðsins herma að hugmyndir þessar séu mjög rót- tækar. Jafnframt hefur Morgun- blaðið heimildir fyrir því að framsóknarmenn séu heldur já- kvæðir í garð þessara hugmynda, en þeir funduðu m.a. um þær á þingflokksfundi síðdegis í gær. Sömuleiðis ræddi þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins þessar hugmyndir á fundi sínum í gærkveldi og Al- þýðuflokkur gerir sama á fundi sínum í hádeginu í dag. Talsmenn flokkanna þriggja eru _ .sammála um að mikil vinna sé eftir áður en ný ríkisstjórn sér dagsins Ijós. Þeir telja ekki að ágreiningur- inn um forsætisráðuneytið sé óyfirstíganlegur en telja að tals- verðan tíma taki að ná samkomu- lagi um öll þau atriði sem ósamið er um. Sjá: Af innlendum vettvangi: Allir vflja verða forsætisráð- herra, á bls. 26. Morgunblaðið/KGA Nýttsæluhúsá Vatnajökli NÝJU sæluhúsi hefur verið komið fyrir á Eystri-Sviahnúk við Grímsvötn á Vatnajökli. Húsið er 60 fermetrar og vegur 11 tonn. Var það flutt í einu lagi úr Garðabænum á jökulinn og tók ferðin 30 klukkustundir. Komið var að jökulrótum að kvöldi þjóðhátíð- ardagsins og voru þá skiði sett undir húsið og það dregið upp á jökulinn af tveimur snjóbflum. Myndin var tekin yfir Vatnajökli í gær og er nýja húsið til hægri. Eldur í þurrkara SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var i gærkveldi kvatt að geðdeild Landsspítalans, en þar hafði komið upp eldur í þurrkara. Mótor í þurrkara hafði ofhitnað og brunnið yfir, en þegar slökkvilið- ið kom á vettvang hafði starfsfólkið slökkt eldinn. Grandi gjörbreytir verðlagningu á fiski Sérhæfir sig í vinnslu þriggja tegunda FISKIÐJUVERIÐ Grandi inn- leiðir í þessari viku nýtt fiskverð. Framvegis eru aðeins þrjár fisk- tegundir teknar til vinnslu: Karfi, ufsi og þorskur. Allur afli verður greindur í verðflokka og AlfreðFlóki látinn ALFREÐ Flóki lézt i Landsspít- alanum um kvöldmatarieytið i gærkvöldi, aðeins 48 ára að aldri. Hann var í hópi þekkt- ustu myndlistarmanna lands- ins, enda f fremstu röð hugmyndaríkra teiknara um sína daga og list hans slik að óhætt er að segja að hann hafi verið með sérstæðustu lista- mönniun þjóðarinnar. Hann þótti einstæður persónuleiki sem dró að sér athyglina hvar sem hann fór. Hann hafði gam- an af að leika hlutverk sitt í fjölmiðlum, en var þó hlédræg- ur i eðli sínu og annar maður en blasti við almenningi. Alfreð Flóki var fæddur í Reykjavík 19. des. 1938, sonur Guðrúnar Guðmundsdóttur og Alfreðs Nielsens. Hann kvæntist danskri konu, Annette Jensen, en þau skildu eftir nokkurra ára sam- búð. Þau eignuðust einn son, Axel Darra, sem lifir föður sinn. Hin síðari ár hefur Alfreð Flóki búið með Ingibjörgu Alfreðsdótt- ur. Alfreð Flóki veiktist af heila- blóðfalli að heimili sínu síðdegis í gær og var þá fluttur í Borg- arspítalann, en síðan í Landsspft- alann þar sem hann andaðist. Alfreð Flóki stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum, en fór síðan í Kúnstakademíið t Kaupmannahöfn og lagði stund á myndlist hjá Hjorth Nielsen pró- fessor sem var þekktur kennari og listmálari. Hann fluttist heim að námi ioknu, en var með annan fótinn í Danmörku. Fyrir nokkrum árum dvaldist hann tæpt ár í Bandaríkjunum. Hann hélt fyrstu sýningu sína í Bogasalnum 1959 og sýndi þar oft síðan, en einnig annars staðar, bæði hér á landi og erlendis, t. a. m. í Bandaríkjun- um þar sem Museum of Modern Art keypti mynd eftir hann, Stríðsfugl. Tvær bækur hafa kom- ið út um Alfreð Flóka, hin fyrri, Teikningar, með formála eftir Jóhann Hjálmarsson skáld, en AlfreðFlóki Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing- ur skrifaði um hann í síðari bókinni sem kom út fyrir jólin. Alfreð Flóki teiknaði einatt við ljóð og sögur í Lesbók og var það Morgunblaðinu mikils virði, svo mikilhæfur listamaður sem hann strangari krðfur gerðar um dagstimplun og hámarksþyngd ísaðs fisks í hverjum kassa en áður. Að sögn Brynjólfs Bjarna- sonar framkvæmdastjóra stefnir fyrirtækið að sérhæfingu í vinnslu þessara fisktegunda. Með því að einskorða sig við þrjár tegundir og greiða hæsta verð fyrir þann fisk sem gef ur mestan arð vonast stjórnendur Granda til þess að auka nýtingu mann- afla og véla. Aðrar fisktegundir en þessar verða settar á markað og seldar hæstbjóðanda. Fyrir það hráefni sem talið er henta vinnslunni best er f flestum tilvikum greitt hærra verð en gilti samkvæmt síðustu ákvörðun Verðlagsráðs. Sem dæmi má nefna að fyrir þorsk sem vegur meira en 2 kg er greitt um 20% hærra verð en áður tfðkaðist. Létt- ari fiskur lækkar hinsvegar í verði með sömu viðmiðun og eykst sá munur eftir því sem vogin fellur. Undirmálsfiskur verður aðgreindur og greitt fyrir hann þriðjungur af verði í efsta flokki. „Með innreið frjáls verðs og fisk- markaða hafa skapast algjörlega nýjar aðstæður sem hver vinnslu- stöð verður að laga sig að," sagði Brynjólfur. „Nú þurfa stjórnendur fiskvinnslufyrirtækja að setjast nið- ur og reikna dæmið upp á nýtt, taka tillit til þess hvaða fiskur henti þeim best og hvað þeir geti greitt Stjórn Granda tók nýverið þá veigamiklu ákvörðun að sérhæfa frystihúsið á Grandagarði f vinnslu karfa, en vinna þorsk og ufsa á hefðbundinn hátt í Norðurgarði. Við þurfum að nýta fjárfestinguna og tryggja að okkur berist hag- kvæmt hráefni fyrir stærstu markaðina sem eru í Bandaríkjun- um, Japan og Frakklandi." Brynjólfur benti á að Grandi væri einn af stærstu hluthöfunum í Faxamarkaðinum sem tekur til starfa innan tfðar og kvaðst trúa því að allur fiskur yrði í framtíðinni seldur f gegnum fískmarkaðina. Þeir tímar væru liðnir að Verðlags- ráð ákveddi verðlista sem þjóna ætti hagsmunum allra útvegs- manna. „Það má vel vera að lögbundið lágmarksverð hafi ekki verið nægi- legur hvati fyrir stjórnendur fisk- vinnslufyrirtækja og útgerðirnar til þess að stefna að bestu nýtingu aflans innanlands," sagði Brynjólf- ur aðspurður. „Ég hef trú á því að það verð sem við bjóðum nú geti keppt við gámaútflutninginn, en ákveðnar tegundir og stærðir af fiski verða áfram seldar úr landi sem ísfiskur." Grandi gerir út sjö togara. Gert er ráð fyrir því að þeir komi með um 2.000 lestir að landi í júní- mánuði sem jafngildir um 800 tonnum af fullunnum fiski. Óvenju mikið var ráðið af sumarfólki í frystihúsið, eða 100 manns. Sumar- lokun hefst 24. júlí, eins og á síðastliðnu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.