Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Enoch Powell féll af þingi Le Pen hjónin meðan allt lék í lyndi. Jean-Marie Le Pen frið- laus vegna nektarmynda ENOCH Powell, hinn litríki þing- maður brezka íhaldsflokksins og síðar Sambandsflokk Ulster, féll i þingkosningunum í Bretlandi í síðustu viku. Hann hafði setið á þingi í 37 ár að undanskildum 6 mánuðum árið 1974. Powel vantaði 761 atkvæði til að hljóta kosningu í kjördæminu South Down á Norður-írlandi á dögunum. Hann sat lengst af á þingi fyrir íhaldsflokkinn sem þing- maður kjördæmisins Suðvestur- Wolverhampton. Síðustu 13 árin hefur hann hins vegar verið þing- maður Sambandsflokksins (Ulster Unionists) í South Down. Powell varð prófessor í grísku aðeins 25 ára gamall og þótti efni- legur fræðamaður. Árið 1945, þá 33 ára, tók Powell við starfí í rann- sóknadeild íhaldsflokksins og þaðan lá leiðin út í stjómmálabar- áttuna. Var hann kosinn á þing árið 1950. Powell er sagður hafa afþakkað ráðherrastarf í stjóm Winston Churchill, en hann varð fyrst ráð- herra árið 1955. Hann var umdeild- ur vegna yfirlýsinga sinna um kynblendinga og þeldökka innflytj- endur og var m.a. látinn víkja úr skuggaráðuneyti íhaldsflokksins af þeim sökum árið 1968. Hann barð- ist ákaft gegn því að Bretar gerðust aðilar að Evrópubandalaginu. Þeg- ar aðildin var samþykkt ákvað hann að hætta þingmennsku fyrir Íhalds- flokkinn. Powell er sagður hafa ýms jám í eldinum og m.a. hefur hann í hyggju að ljúka þýðingu á Nýja testamentinu. (Úr Daily Telegraph) París, Reuter. JEAN-MARIE Le Pen, forystu- maður öfgamanna í Frakklandi, laut í lægra haldi fyrir rétti í gær. Le Pen vildi láta gera viku- blaðið Le Canard Enchaine upptækt, en á forsíðu þess var birt mynd af honum með buxurn- ar á hælunum. í úrskurði réttarins sagði að blað- ið hefði ekki brotið nægjanlega af sér til að réttlæta slíkar aðgerðir. Sagði að ljósmyndin væri aðeins brandari, sem reyndar væri hneykslanlegur og ættu útgefendur blaðsins að sjá eftir gerðum sínum. Rétturinn hafnaði einnig kröfu Le Pens um að fá fímmtíu þúsund franka skaðabætur. Lögmaður samtaka hans, Front National, sagði að birting myndarinnar væri brot á friðhelgi einkalífsins og stjómmálamaður á borð við Le Pen gæti ekki liðið slíkt. Blaðið Le Canard sagði að frið- helgi einkalífs Le Pens hefði ekki verið rofin. Myndin hefði verið tek- in þegar Le Pen fór til Nýju Kaledóníu árið 1985 á baðströnd, þar sem lendaskýlur eru sjaldséðar. Nýjasta útgáfa blaðsins kom á sölustaði í gær og mátt líta mynd af fyrrum konu Le Pens berrass- aðri á fjórum fótum við skúringar. Konan heitir Pierrette og er fimm- tug. Fleiri myndir em af henni fáklæddri í blaðinu. Myndimar birt- ust fyrst í frönsku útgáfu banda- ríska blaðsins Playboy. Pierrette Le Pen ákvað að sitja fyrir á mynd- unum eftir að fyrrverandi maður hennar sagði að hún geti tekið til við heimilisstörf ef hana vantaði peninga. Raunir sovésks bifreiðareiganda: Fjögurra mánaða bið eft- ir þriggja mánaða viðgerð 26 verksmiðjugalla var að finna í Volgunni SOVÉSKA dagblaðið Izvestia birti í síðustu viku ítarlega frétt um Sovétborgara einn sem var svo stálheppinn að komast yfir nýja Volga-bifreið, sem er við- urkennt stöðutákn eystra. Maðurinn reiddi fram 17.000 rúblur fyrir ökutækið og þótti sem hann hefði himin höndum tekið ekki síst sökum þess að á svarta markaðinum er gagn- verð Volga-bifreiða um 40.000 rúblur. En er hann tók við Iykl- unum hófust raunir hans sem stóðu linnulitið í heilt ár. Fréttaritari breska dagblaðsins The Independent í Moskvu rekur raunasögu herra Osipovs í blaði sínu síðasta mánudag. Daginn sem Osipov keypti bif- reiðina var honum tjáð að hann gæti því miður ekki ekið henni lengra þar sem kveikjukerfíð væri ónýtt og rafallinn brotinn. I þá mund féll útblástursrörið af bif- reiðinni. Volgan var dregin á næsta bifreiðaverkstæði en fjórir mánuðir liðu þar til bifvélavir- kjamir hófu að gera við hana. Osipov var tjáð að í bifreiðinni hefðu fundist 26 verksmiðjugall- ar. Volgan var enn í ábyrgð og því voru viðgerðimar Osipov að kostnaðarlausu. Þær tóku hins vegar óratíma. Fjórum sinnum var skipt um afturoxulinn, þrisvar um kveikjukerfí og tvívegis um blönd- unginn. Einn viðgerðarmaðurinn sagði við Osipov:„Raunir þínar em rétt að hefjast, lagsi". Vélvirkjanum brást ekki spá- dómsgáfan. Þremur mánuðum síðar var viðgerðinni lokið. Af ein- hveijum dularfullum ástæðum sýndi hraðamælirinn að bflnum hafði verið ekið 3.500 kílómetra. Eitt framsætið var rifíð og ein- hver hafði atað það olíu. Einkenni- legast var þó að afturendi bílsins var nú grár en hann hafði verið skjannahvítur þegar Osipov tók við honum. Osipov tjáði yfírmanni verk- stæðisins að hann gæti ekki fallist á þessi málalok. Sá síðamefndi féllst loks á að fjarlægja gráa lit- inn og var það gert með því að aka bifreiðinni í gegnum bíla- þvottastöð svo klukkustundum skipti. Efri þvottaburstinn vann hins vegar starf sitt af þvflíkri elju að þak bflsins líktist einna helst bámjámsplötu þegar þeim hamfömm lauk. Vélvirkjarnir kváðu upp þann dóm að öll yfirbygging Volgunnar væri ónýt. Liðu enn tveir mánuðir þar til Osipov var sagt að nú væri bflinn tilbúinn. í þá mund sem hann var að aka út af bif- reiðaverkstæðinu kom dmkkinn vélvirki að bílnum, rak illa lykt- andi ásjónu sína inn um bflgluggann og heimtaði far. Osipov sagði að það kæmi ekki til greina. Sá dmkkni skeytti þá skapi sínu á þaki bifreiðarinnar og gat þar að líta fjórar myndar- legar beyglur er Osipov ók á brott. Óður af bræði skýrði Osipov fréttamönnum Izvestia frá raun- um sínum. Blaðið lagði tvo dálka á baksíðu undir fréttina og sagði þar: „Ótrúlegt - en dæmigert".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.