Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Afmæliskveðja: Þorbjörn Signr- geirsson prófessor Aðalfrumkvöðull Raunvísinda- stofnunar Háskólans, Þorbjöm Sigurgeirsson, professor emeritus, er sjötugur í dag. Fyrir hönd stofn- unarinnar vil ég flytja honum heillaóskir um leið og þökkuð eru störf hans í hennar þágu. Að loknu námi og starfi í Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi kom Þorbjöm til íslands í stríðslok 1945. Tók hann fljótlega við starfí fram- kvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins og gegndi hann því í hart- nær áratug. Brátt eftir heimkom- una vatt Þorbjöm sér að því að koma af stað rannsóknum í eðlis- fræði við Háskóla íslands. Helstu áhugamál og viðfangsefni hans á þessu sviði vom segulmælingar, bæði á segulsviði jarðar svo og á bergi, og geislamælingar hvers kon- ar. Þorbjöm átti þátt í stofnun kjamfræðanefndar er starfaði ötul- lega að kynningu á atómvísindum og möguleikum þeirra á ámnum 1956—1964. Tímamót urðu þegar Þorbjöm var skipaður prófessor í eðlisfræði við verkfræðideild Há- skólans fyrir tæpum 30 ámm, 1. október 1957. Upp úr því tókst Þorbimi að fá fé til að koma á fót geislamælingastofu er hlaut síðar nafnið Eðlisfræðistofnun Háskól- ans. Varð sú stofnun skjótt að þróttmikilli háskólastofnun. Arið 1961 var Þorbjöm Sigur- geirsson formaður nefndar er gerði tillögur um eflingu rannsókna á sviði raunvísinda við Háskólann. Á gmndvelli þeirra tillagna var Raunvísindastofnun Háskólans komið á fót á árinu 1966. Eðlis- fræðistofnunin varð að eðlis- og jarðeðlisfræðistofum á Raunvís- indastofnun og veitti Þorbjöm þeirri fyrmefndu forstöðu og sat þá um leið í stjóm hinnar nýju stofíiunar, allt þar til hann kaus að draga sig í hlé frá stjómsýsluamstri árið 1979. Þar er ekki á neinn hallað þótt Þorbjöm sé nefndur faðir Raunvís- indastofnunar. Kemur þar margt til: ofangreint nefndarálit sem lagði gmnninn að stofnuninni, uppbygg- ing hans á Eðlisfræðistofriun, undanfara Raunvísindastofnunar- innar, og fleira sem sumpart verður getið á eftir. Þorbjöm er hæglátur maður og hefur sig ekki mikið í frammi. Þrátt fyrir það, eða kannski þess vegna, hefur honum orðið ótrúlega vel ágengt við að koma fótunum undir rannsóknir á sviði eðlis- og jarðeðl- isfræða. Ifyrir utan eigin rannsóknir á því sviði hef ég hér í huga þær stofnanir og þá starfsemi sem hon- um hefur auðnast að koma á laggimar. Á áratug, 1957—66, verða til stofnanir á sviði eðlis- og jarðeðlisfræði þar sem starfsliði fjölgar úr einum manni í nokkra tugi. Okkur, sem höfum tekið við, fínnst ærinn bamingurinn fyrir hverri nýrri stöðu. Og þótt staða fáist er þrautin þar með ekki unn- in. Það hefur löngum viljað brenna við hér á landi að stjómvöld telja sig hafa nóg að gert þegar veitt hefur verið fé til að greiða laun fyrir nýjan starfsmann við rann- sóknir. Síðan reynist oft hálfu erfíðara að afla fjár til tælqakaupa svo að nýliðinn fái eitthvað annað að gera en að horfa í gaupnir sér. Þorbjöm hefur haft ráð við þessum vanda. Finnist hvorki íjárveiting né styrkir til að kaupa nýtt tæki er það einfaldlega smíðað. Hug- kvæmni Þorbjamar og nýtni við slíkar smíðar er orðlögð. Reyndar var tækjasmíðin ekki einvörðungu sprottin af fjárskorti heldur og smíðuð tól er ekki fengust á mark- aði. Þannig var smíðaður segulmæl- ir er ekki átti sinn líkan í heiminum. Ég leyfði mér að ofan að nefna Þorbjöm föður Raunvísindastofn- unar Háskólans. Vil ég bæta við einni ástæðu fyrir þessari nafngift: Þorbjöm hefur fóstrað stóran hluta af starfsmönnum stofnunarinnar með því að veita þeim vinnu, og þar með þjálfun, á námsárum sínum. Strax á fyrstu árum Eðlis- fræðistofnunarinnar voru stúdentar dijúgur hluti starfsliðins. Hygg ég að nær allir íslenskir stærð- og eðlisfræðistúdentar, er þá voru í námi, hafí komið þar við sögu og ekki aðeins háskólastúdentar heldur og nokkrir menntaskólanemar sem stefndu að námi í þessum fræðum. Þessir sömu menn komu síðan margir til starfa við Háskólann og Raunvísindastofnun á vaxtarskeiði raunvísindanna í kringum 1970. Fyrmefnd árátta Þorbjöms, að láta smíða rannsóknatæki, stuðlaði mjög að því að stúdentar fengu störf. Tækjasmíðin veitti þeim §öl- breytt, verðug og leysanleg verk- efni. Hitt er ekki síður mikilvægt að með þessu fyrirkomulagi glæddi Þorbjöm áhuga margra ungra manna á stærð- og eðlisfræðilegum vísindum og renndi þannig stoðum undir vöxt og viðgang þessara fræða hérlendis. Raunvísindastofn- un hefur reynt að viðhalda þessari stefnumótun Þorbjöms og veitt stúdentum viðfangsefni bæði með námi svo og í námsleyfum. Ég persónulega á Þorbimi margt að þakka enda tel ég mig vera einn þeirra sem hann fóstraði í fræðun- um. Fyrstu kynni mín af starfí hans eru frá menntaskólaárunum. Kjam- fræðinefndin, sem mnnin er undan ri§um Þorbjöms, efndi á þeim árum til samkeppni meðal menntaskóla- nema, bæði um ritgerðir á sviði atómvísinda svo og um smíði tækja og tók ég þátt í hvoru tveggja. Tækið smíðaði ég ásamt skólabróð- ur mínum, Magnúsi Jóhannssyni, nú prófessor við læknadeild, og var það Geiger-teljari. Fengum við ein- hvem verðlaun fyrir en ekki glæddi það síður sjálfstraustið að virt rann- sóknastofnun falaðist eftir tækinu til kaups, og hygg ég að þar höfum við Magnús selt í fyrsta (og eina?) sinn okkar eigin framleiðslu! Skömmu síðar fékk ég sumarstarf á stofnun Þorbjöms, Eðlisfræði- stofnuninni, og var þar alls þijú sumur. Margs er að minnast frá þessum ámm. Meðal embætta minna var að fara í reglulegar ferðir að sækja kolsýrugeyma vestast í vesturbæ- inn. Hafði ég til þessara ferða gamla og mikla ameríska drossíu, sem hollvinur Eðlisfræðistofnunar og síðar Raunvísindastofnunar, Vestur-íslendingurinn Eggert V. Briem, hafði gefið. Drossía þessi gengdi margþættu hlutverki. hún var jafnhliða notuð sem sendibifreið sem og eins konar akandi segul- mælir. Nú gerðist það eitt sinn er ég var að koma á áfangastað að bremsumar á ferlíkinu gáfu sig fyrirvaralaust og staðnæmdist bfllinn ekki fyrr en hann skall á kyrrstæðum bfl sem varð svo bilt við að stuðarinn féli til jarðar við skellinn. Hófst nú píslarvættis- ganga mín til að finna eigandann í hjáliggjandi húsi. Var mér þar vísað frá manni til manns þar til ég, táningsstauli, stend frammi fyr- ir sjálfum forstjóra Landhelgis- gæslunnar _ sem reyndist vera eigandinn. Ég stundi upp erindinu en við því var ljúftnannlega brugð- ist. Stuðarinn skelkaði hefði reyndar ekki verið uppá marga físka og fyrir löngu að faili kom- inn. En vandræðum mínum var ekki lokið. Næst þyrfti ég að skýra yfírmanni mínum, Þorbimi, frá málavöxtum. Óttaðist ég að verða sviptur kjóli og kalli, a.m.k. að missa réttinn til að stjóma þessu mikilvæga ökutæki Eðlisfræði- stofnunar. En ég hefði mátt betur vita. Þorbjöm skiptir aldrei skapi nema þá til að brosa út að eyrum og það var einmitt það sem hann gerði að heyrðri frásögu minni. Landhelgisdeila við Breta var þá í hámælum og átti Landhelgisgæslan í fullu tré við þá á miðunum. Þótti Þorbimi það spaugilegt að flagg- skip hans litlu stofnunar, ameríska drossían, skyldi kollsigla þessari forystufreigátu Landhelgisgæsl- unnar. Þorbjöm hætti formlegum störf- um við Raunvísindastofnun fyrir nokkru en hann er ekki sestur í helgan stein. Hann er títt á stofnun- inni til að huga að rannsóknarverk- efnum sínum. Óska ég þess að honum megi sem lengst endast ald- ur og heilsa til þess ellegar til að sinna sínum fjölmörgu áhugamál- um, hvort sem það er nú flugvél- asmíð eða mótorhjólaakstur! Ég óska Þorbimi, konu hans, Þórdísi, og sonunum mörgu ham- ingju og heilla á þessum tímamót- um. Þorkell Helgason, for- maður stjómar Raunvís- indastofnunar Háskólans. Einn af ötulustu brautryðjendum íslenskra raunvísinda er sjötugur í dag, prófessor Þorbjöm Sigurgeirs- son. Brautryðjandastarf hans er fjölþætt. Rannsóknir hans ná til bæði grunnrannsókna og hagnýtra verkefna, en starf hans við upp- byggingu rannsókna við Háskólann og kennslu f raungreinum er ekki síður mikilvægt. Við þetta má svo bæta áhrifum hans á íjölda ungra vísindamanna um aldarfjórðungs skeið. Það krafðist mikillar áræðni og framsýni hjá ungum Húnvetningi að he§a nám í eðlisfræði mitt í kreppunni miklu. Þorbjöm innritað- ist í eðlisfræði við Niels Bohr stofnunina haustið 1937 og lauk þaðan magisterprófí 1943. Undir lok styijaldarinnar komst hann til íslands en hélt skömmu síðar til Bandaríkjanna fyrir tilstilli dr. Bjöms Sigurðssonar á Keldum til að kynna sér notkun rafeindasmá- sjáa. Um þessar mundir voru vísindarannsóknir að færast í eðli- legt horf og farið var að veita miklu fé í margvíslegar gmnnrannsóknir, sem höfðu legið niðri á stríðsárun- um. Þetta fékk Þorbjöm ekki staðist og sótti hann um og fékk styrk til geimgeislarannsókna. Hann sneri sér að mjög áhugaverðu verkefni, sem var að kanna eigin- leika físeinda í geimgeislum og náði stórmerkum niðurstöðum á þessu sviði. Árangur þessara rann- sókna hefði vafalítið getað tryggt honum álitlegt starf við hinar bestu aðstæður í Bandaríkjunum. Þetta virðist lítið hafa freistað hans því vorið 1947 hélt hann heim til ís- lands. Þar sneri hann sér í fyrstu að stundakennslu við Menntaskól- ann í Reykjavík og Háskólann, en í árslok 1947 tók hann við starfí framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins. Enda þótt þetta starf væri að meginhluta skrifstofuvinna gaf það nokkurt svigrúm til rannsókna og hófst nú áratugar starf við að plægja grýttan jarðveg fyrir rann- sóknir í eðlisfærði og jarðeðlisfræði. Veturinn 1952—53 dvaldist Þor- bjöm við rannsóknir við Niels Bohr stofnunina. Hann notaði þá tímann m.a. til að undirbúa skipulegar rannsóknir á segulsviði jarðar á íslandi. Við val á þessu verkefni kom vel fram hið einstæða vísinda- lega innsæi hans, því rannsóknir á segulsviði jarðar áttu eftir að valda byltingu í jarðeðlisfræði og hefur hópur íslenskra vísindamanna skil- að þar stórmerkum niðurstöðum. Þegar Þorbjöm kom heim sneri hann sér að þessu verkefni og fékk hann prófessor Trausta Einarsson í lið með sér. Trausti hélt þessum rannsóknum áfram svo lengi sem honum entust kraftar, en ný verk- efni tóku fljótlega æ meiri tíma hjá Þorbimi, sem tók að vinna að undir- búningi segulmælingastöðvar og eftir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf 1955 vann hann með fleirum að því að leita leiða til að skapa aðstöðu hér á landi til að nýta geislavirk efni við margvíslegar rannsóknir. Bæði þessi verkefni tókst að leiða til farsælla lykta á skömmum tíma. Segulmælingastöð reis 1956—57 í Leirvogi og kjamfræðanefnd ís- lands var stofnuð í ársbyijun 1956, en að frumkvæði hennar var sett á laggimar við verkfræðideild Há- skólans rannsóknastofa til mælinga á geislavirkum efnum og hlaut hún nafnið Eðlisfræðistofnun Háskól- ans. Jafnframt var stofnað nýtt prófessorsembætti við verkfræði- deildina í eðlisfræði og var Þorbjöm skipaður í starfíð haustið 1957, og var hann jafnframt forstöðumaður hinnar nýju rannsóknastofu. Segul- mælingastöð Rannsóknaráðs flutt- ist nú til Háskólans. Eftir tíu ára þrotlaust brautryðjandastarf Þor- bjöms og margra mætra vísinda- manna, sem veittu honum lið, var nú loks fengin föst en frumstæð aðstaða til rannsókna í eðlis- og jarðeðlisfræði og betri staða til frek- ari sóknar. Eðlisfræðistofnun var í fyrstu í tveimur herbergjum í kjallara há- skólans og fjárveiting gerði litlu betur en að hrökkva fyrir launum. Vemlegur skriður komst fyrst á rannsóknimar þegar rausnarlegur styrkur fékkst hjá Alþjóðakjam- orkustofnuninni í Vín til umfangs- mikilla gmnnrannsókna með beitingu ísótópa. Nokkm síðar hóf- ust skipulegar rannsóknir á tvívetni, sem Bragi Amason veitti forstöðu, og á þrívetni, sem undir- ritaður sá um. Um svipað leyti tókst svo að fá fasta stöðu fyrir Þorstein Sæmundsson, sem hafði þá í reynd tekið við rekstri segulmælinga- stöðvarinnar. Á þessum ámm mótaði Þorbjöm rannsóknimar og vil ég þar einkum nefna tvö atriði sem hafa allt fram til þessa dags haft farsæl áhrif. Að fmmkvæði Þorbjöms var strax í upphafi ráðist í smíði flókinna mælitækja og var fyrsta stórverk- efnið á þessu sviði nýtt afbrigði segulmæla sem Öm Garðarsson, raftnagnsverkfræðingur, hannaði og smíðaði. Þá var strax á öðm ári Eðlisfræðistofnunar ráðinn ungur menntaskólapiltur með brennandi áhuga á eðlisfræði til að aðstoða við rannsóknimar. í kjölfar hans kom á næstu ámm fy'öldi ungra nemenda og hlutu þeir á Eðlis- fræðistofnun og síðar Raunvísinda- stofnun örvun og dýrmæta reynslu. Árið 1961 var Þorbjöm formaður nefndar, sem lagði gmndvöll að Raunvísindastofnun Háskólans, en nefndin var skipuð að fmmkvæði Ármanns Snævarr, þáverandi há- skólarektors. Þegar Raunvísinda- stofnun tók til starfa 1966 var Eðlisfræðistofnun Háskólans lögð niður og verkefni hennar skiptust á tvær stofur í hinni nýju stofnun, Eðlisfræðistofu og Jarðeðlisfræði- stofu, en Þorbjöm var forstöðumað- ur Eðlisfræðistofu. í framhaldi af þessu var tekið að efla mjög kennslu i raungreinum við Háskólann og átti Þorbjöm dijúgan þátt í því starfí. Erlendis vann Þorbjöm að vís- indarannsóknum við Niels Bohrs Institut í Danmörku og við Prince- ton í Bandaríkjunum, eins og ég hef þegar getið. Þegar Þorbjöm sneri heim frá Kaupmannahöfn 1953, vísindalega endumærður, sneri hann sér að jarðsegulrann- sóknum og komst á skömmum tíma í fremstu röð vísindamanna á þessu sviði ásamt félögum sínum, Trausta Einarssyni og Ara Brynjólfssyni. Á þessum tíma vann hann einnig að uppsetningu segulmælingastöðvar- innar í Leirvogi og tók hún til starfa 1957. Þorbjöm þróaði árið 1959 nýtt afbrigði segulmæla, sem nýta pólveltu vetniskjama til að fínna styrk segulsviðs jarðar úr flugvél, en hann hafði ákveðið að kort- leggja allt segulsvið landsins. Með ótrúlegri áræðni, þolinmæði og hug- vitssemi réðst Þorbjöm á þetta flókna verkefni og þegar hann lét af störfum við Raunvísindastofnun hafði hann kortlagt segulsvið nærri alls landsins og unnið að mestu úr niðurstöðunum. Samhliða þessu meginrann- sóknaverkefni vann Þorbjöm að ýmsum öðrum verkefnum, m.a. að ýmsum jarðeðlisfræðilegum rann- sóknum í Surtseyjargosinu. Hann fór þá að velta því fyrir sér hvort mögulegt væri að hafa áhrif á rennsli hraunkviku með kælingu og fékk Landhelgisgæsluna í lið með sér. Stór vatnsdæla var flutt úr varðskipi í land á Surtsey, en hún lenti allnokkuð frá rennandi hraun- kvikunni. Einn af þremur aðstoðar- mönnum Þorbjöms í þessari frumtilraun til hraunkælingar hefur sagt mér að hann hafi ekki lent í meira erfíði en að færa dæluna að hraunstraumnum, og var pilturinn þó vanur slíkum átökum. Þama kom innsæi Þorbjöms vel í ljós. Áratug síðar varð þetta brennandi spuming í gosinu á Heimaey, var mögulegt að draga úr sókn hraun- straums á bæinn? Þá sögu er óþarfí að rekja frekar hér. Síðar átti hann dijúgan þátt í því að leggja gmnd- völl að hraunhitaveitu í Vestmanna- eyjum. íslenskt þjóðfélag stendur í mik- illi þakkarskuld við menn sem Þorbjöm, sem hafa með óeigin- gjömu starfí sínu átt dijúgan þátt í að leggja grundvöll að þeirri hag- sæld sem við búum nú við. Islenskir eðlisfræðingar eiga honum mikið að þakka og sýna þeir það í af- mælisriti sem Menningarsjóður gefur út og kemur út í dag. Mest eiga þeir Þorbimi að þakka sem notið hafa handleiðslu hans. Iðulega hefur viðræða við Þorbjöm flýtt mjög fyrir lausn á vísindalegum vandamálum. Vonandi eigum við enn eftir að njóta lengi þeirrar handleiðslu. Ég sendi Þorbimi og fjölskyldu hans hjartanlegar hamingjuóskir með daginn og þakka honum að beina áhuga mínum að eðlisfræði með lifandi kennslu sinni og fyrir nærri þriggja áratuga langt sam- starf við vísindarannsóknir. Páll Theodórsson Þótt ég hafí byijað að sniglast í kringum íslenska eðlisfræði á menntaskólaámnum kringum 1958, liðu 10 ár þar til ég fór að kynnast Þorbimi Sigurgeirssyni að marki. Vegna framhaldsnáms og síðan heimferðar þurfti ég þá að leita til hans um marga hluti og hann reyndist mér sem öðmm bæði holllráður og hvetjandi. En þegar heim kom að lokum síðsumars 1969, vom veður válynd á slóðum raunvísinda vestur á Há- skólalóð. Ungir menn og reiðir höfðu allt á homum sér um stjóm verkfræði- og raunvísindadeildar og Raunvísindastofnunar. Mátti sum- part rekja uppsteitinn til þeirrar hreyfíngar sem kennd er við árið 1968 og fór sem eldur í sinu um Vesturlönd á þessum ámm. Ýfíng- amar mæddu ekki síst á Þorbimi því að hann var þá deildarforseti. Þó að ég fyllti að sjálfsögðu flokk hinna ungu og reiðu, man ég glöggt prúðmennsku og þrautseigjuna sem Þorbjöm sýndi í þessum deilum, enda bám hinir ungu í rauninni óskorað tráust til hans þrátt fyrir reiðina. Og víðsýni hans og farsæld áttu mikinn þátt í að þessar deilur sjötluðust að lokum svo að nú man þær varla nokkur maður, enda má heita gróið um heilt. Þegar ég hóf störf við Háskól- ann, hafði ég ekkert fengist við hefðbundna eðlisfræði síðan á fyrstu ámm háskólanáms, og f rauninni hafði hún aldrei mnnið mér nægilega í merg og bein. Engu að síður átti ég að geta kennt þess- ar greinar eðlisfræðinnar umyrða- Iaust. Þegar slíkt ber að höndum, er eins gott að eiga góða að. Ég tel það því eitthvert mesta lán starfsævinnar að hafa haft Þorbjöm Sigurgeirsson innan seilingar þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.