Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 21
f MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 21 sjónarmið ráði ákvörðunum manna í þessum efnum, það fyrra er arð- sernin, hið seinna neyðin. Ekki verður um gámafiskinn fjallað nema skoða þátt sölusamtak- anna sjálfra í þessari þróun. I rúmt ár hafa seljendur í Verðlagsráði sjávarútvegsins boðið fiskkaupend- um upp á frjálsa verðlagningu á fiski og þar með tækifæri til að jafna aðstöðumun íslenskra fisk- framleiðenda í samkeppninni um fiskinn. Þessu boði hefur nú loks verið tekið. í skjóli stærðar sinnar og sambanda í stjómkerfinu hefur þeim verið í lófa lagið að flýta fyr- ir uppboðsmarkaðatilrauninni, sem nú er fyrirhuguð, en þvert á móti hafa þau dregið lappimar. Þegar talað er um uppboðsmarkaðina t.d. í Hafnarfirði og Reykjavík, finna margir ráðamenn innan sölusamta- kanna þeim allt til foráttu. Flóttinn úr fisk- vinnslunni Magnús Gunnarsson bendir rétti- lega á þá staðreynd að fískvinnslu- fólk flýi nú atvinnugreip sína og leiti í önnur störf. Einhvem veginn snýr Magnús orsakasamhenginu við, því gámaútflutningurinn er m.a. sprottinn af skorti á fisk- vinnslufólki. Það sem knýr fisk- vinnslufólkið nú til flótta, er svo annað mál. Miðstýring og bein opin- ber afskipti af útflutningi fersks físks leysa þann vanda þó ekki. Hugsanleg skýring á fólksflótt- anum frá sjávarplássum út um land getur allt eins legið í ofstjómun sjávarútvegsmála. Þegar öllum ák- vörðunum í sölumálum, hagsmuna- gæslu og stefnumörkun fískvinnsl- unnar er miðstýrt frá Reykjavík og það verk eitt eftir að láta hendur standa fram úr ermum úti í fyrir- tækjunum, þá sér fólk (því miður) að í fískvinnslu em takmörkuð tækifæri til starfsframa. Þrátt fyrir aukna tæknivæðingu og meiri verð- mætasköpun, bæði til sjós og lands, verður nú stöðugt erfiðara að halda hæfu og stöðugu vinnuafli hjá físk- vinnslufyrirtækjum. Aðrar atvinnu- greinar sælcjast eftir hug og hönd til að starfa við alla þætti reksturs- ins, á meðan fískvinnslufyrirtækin þurfa einungis hendur til að fram- kvæma ákvarðanimar sem teknar em í Reykjavík. Ástæðan fyrir fólksflóttanum, fiskskortinum í Bandaríkjunum og á saltfiskmörk- uðunum er ekki gámafískur heldur frekar sú stefna að reka íslenskan sjávarútveg eins og rússnesk sam- yrkjubú. Við þurfum „glasnost" í íslensk- an sjávarútveg, en ekki enn „ein samtök sj ávarútvegsins". Við þurfum að opna fyrirtækjunum leið- ir til fjölbreytni og vaxtar, í stað þess að loka þau innan dyra sér- leyfa og miðstýringar. Frjáls samkeppni Engin fyrirtæki á íslandi em í betri aðstöðu til að mæta sam- keppninni við ferskfiskútflutning- inn en sölusamtökin. Með „bókun 6“ í farteskinu, sem tryggir í flest- um tilfellum að enginn tollur er lagður á hefðbundnar íslenskar sjávarafurðir í EB-löndunum, og alla möguleika á mun ferskari fiski til vinnslu í hinar hefðbundnu afurð- ir, hafa sölusamtökin strax yfir- burðaforskot. Markaðsstarf í áratugi og góð kynning íslensks fisks undir vömmerkjum sölusam- takanna kemur þeim einnig til góða. Á móti háir það sölusamtökunum meira en nokkuð annað, hvað allt starf þeirra hér á íslandi er tryggi- lega vemdað. Talað er um fijáls félagasamtök, en samt er séð svo um að enginn geti unnið þær afurð- ir sem þau selja. Nú í seinni tíð, eða eftir að raddir um aukið frelsi í útflutningi sjávarafurða fóm að heyrast, hafa framleiðendur í nokkmm tilfellum verið kallaðir saman til að rétta upp hönd fyrir málsvara sérleyfanna. Þetta er framkvæmt eins og kosningar í Rússlandi og síðan blásið út í fjöl- miðlum, sem allra vilji. Þeir sem hins vegar dirfast að andmæla ófrelsinu, em jafnan sakaðir um niðurrif áralangra markaðsstarfa og að bjóða íslensku efnahagslífi í helför. Ég hef oft nefnt þetta „Kremlarfrelsi", enda búa Rússar við svipað ástand í landi sínu. Við á Vesturlöndum teljum okkur um- burðarlynda og veitum minnihluta- hópum frelsi og svigrúm til jafns við meirihlutann. Aðeins í einræð- inu og alræðinu er minnihlutanum úthýst, og í sölu sjávarafurða á Is- landi. Í þessari umræðu er athyglis- vert, að málið snýst um ósköp eðlilega samkeppni milli útflyijenda sjávarafurða, en þeir kvarta mest, sem em með sérleyfi á eftirsóttustu mörkuðum okkar íslendinga og einkasölu á þeim vömflokkum sem þeir selja fyrir framleiðendur. Und- irtónninn er að binda hendur þeirra fáu og litlu, sem selja hver í kapp við annan og án nokkurrar opin- berrar vemdar, en að því er virðist með betri árangri. „Klisjan" sem oftast er höfð sem rök fyrir viðhaldi þessa ástands er sú, að alveg eins og fijáls sam- keppni er innflutningsversluninni hagstæð vegna möguleikanna á lækkun vömverðs, þá hlýtur hún að vera útflutningsversluninni óhagstæð af sömu ástæðum. Reynslan sýnir hið gagnstæða, enda horfa neytendur á fleiri atriði en verðið í innkaupum sínum. Vöm- gæði, þjónusta og fjölbreytni em ekki slður veigamiklir þættir. Þeim er mikið til fómað fyrir hina mið- stýrðu samræmingarvinnu og jafnaðarstefnu, sem sölusamtökin búa við. Lausnin á vandamálum sölusam- takanna og sjávarútvegsins er fijáls samkeppni. Kasta þarf vemdarbrynjunni og mæta til leiks í venjulegum vinnugalla. Þannig mæta hinir, sem nú keppa um hilli vinnuaflsins, fiskframleiðenda og erlendra fiskkaupenda. Höfundur er framkvæmdastjóri fiskvinnslu í Vogum. V/SA kyi\ii\iin GARVERÐ delsey/ visa DELSEY PARIS Útsölustaðir: GEYSIR, Aðalstræti • PENNINN, Hallarmúla • BÓKABÚÐ BRAGA, Laugaveg • PENNINN, Austurstræti • HAGKAUP, Skeifunni • MIKLIGARÐUR, v/HoItaveg • BÓKABÚÐ KEFLA- VÍKUR, Keflavík • BÓKAVERSLUN ANDRÉSAR NÍELSSONAR, Akranesi • KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA, Borgarnesi • KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA, Blönduósi • TÖLVUTÆKI BÓKVAL, Akureyri • VERSLUNIN VÍK, Ólafsvík • KASK, Höfn. íslenskar Brrruður! - því það er stutt úr bökunarofnunum okkar á borðíð tíl þín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.