Morgunblaðið - 19.06.1987, Page 21
f
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987
21
sjónarmið ráði ákvörðunum manna
í þessum efnum, það fyrra er arð-
sernin, hið seinna neyðin.
Ekki verður um gámafiskinn
fjallað nema skoða þátt sölusamtak-
anna sjálfra í þessari þróun. I rúmt
ár hafa seljendur í Verðlagsráði
sjávarútvegsins boðið fiskkaupend-
um upp á frjálsa verðlagningu á
fiski og þar með tækifæri til að
jafna aðstöðumun íslenskra fisk-
framleiðenda í samkeppninni um
fiskinn. Þessu boði hefur nú loks
verið tekið. í skjóli stærðar sinnar
og sambanda í stjómkerfinu hefur
þeim verið í lófa lagið að flýta fyr-
ir uppboðsmarkaðatilrauninni, sem
nú er fyrirhuguð, en þvert á móti
hafa þau dregið lappimar. Þegar
talað er um uppboðsmarkaðina t.d.
í Hafnarfirði og Reykjavík, finna
margir ráðamenn innan sölusamta-
kanna þeim allt til foráttu.
Flóttinn úr fisk-
vinnslunni
Magnús Gunnarsson bendir rétti-
lega á þá staðreynd að fískvinnslu-
fólk flýi nú atvinnugreip sína og
leiti í önnur störf. Einhvem veginn
snýr Magnús orsakasamhenginu
við, því gámaútflutningurinn er
m.a. sprottinn af skorti á fisk-
vinnslufólki. Það sem knýr fisk-
vinnslufólkið nú til flótta, er svo
annað mál. Miðstýring og bein opin-
ber afskipti af útflutningi fersks
físks leysa þann vanda þó ekki.
Hugsanleg skýring á fólksflótt-
anum frá sjávarplássum út um land
getur allt eins legið í ofstjómun
sjávarútvegsmála. Þegar öllum ák-
vörðunum í sölumálum, hagsmuna-
gæslu og stefnumörkun fískvinnsl-
unnar er miðstýrt frá Reykjavík og
það verk eitt eftir að láta hendur
standa fram úr ermum úti í fyrir-
tækjunum, þá sér fólk (því miður)
að í fískvinnslu em takmörkuð
tækifæri til starfsframa. Þrátt fyrir
aukna tæknivæðingu og meiri verð-
mætasköpun, bæði til sjós og lands,
verður nú stöðugt erfiðara að halda
hæfu og stöðugu vinnuafli hjá físk-
vinnslufyrirtækjum. Aðrar atvinnu-
greinar sælcjast eftir hug og hönd
til að starfa við alla þætti reksturs-
ins, á meðan fískvinnslufyrirtækin
þurfa einungis hendur til að fram-
kvæma ákvarðanimar sem teknar
em í Reykjavík. Ástæðan fyrir
fólksflóttanum, fiskskortinum í
Bandaríkjunum og á saltfiskmörk-
uðunum er ekki gámafískur heldur
frekar sú stefna að reka íslenskan
sjávarútveg eins og rússnesk sam-
yrkjubú.
Við þurfum „glasnost" í íslensk-
an sjávarútveg, en ekki enn „ein
samtök sj ávarútvegsins". Við
þurfum að opna fyrirtækjunum leið-
ir til fjölbreytni og vaxtar, í stað
þess að loka þau innan dyra sér-
leyfa og miðstýringar.
Frjáls samkeppni
Engin fyrirtæki á íslandi em í
betri aðstöðu til að mæta sam-
keppninni við ferskfiskútflutning-
inn en sölusamtökin. Með „bókun
6“ í farteskinu, sem tryggir í flest-
um tilfellum að enginn tollur er
lagður á hefðbundnar íslenskar
sjávarafurðir í EB-löndunum, og
alla möguleika á mun ferskari fiski
til vinnslu í hinar hefðbundnu afurð-
ir, hafa sölusamtökin strax yfir-
burðaforskot. Markaðsstarf í
áratugi og góð kynning íslensks
fisks undir vömmerkjum sölusam-
takanna kemur þeim einnig til góða.
Á móti háir það sölusamtökunum
meira en nokkuð annað, hvað allt
starf þeirra hér á íslandi er tryggi-
lega vemdað. Talað er um fijáls
félagasamtök, en samt er séð svo
um að enginn geti unnið þær afurð-
ir sem þau selja. Nú í seinni tíð,
eða eftir að raddir um aukið frelsi
í útflutningi sjávarafurða fóm að
heyrast, hafa framleiðendur í
nokkmm tilfellum verið kallaðir
saman til að rétta upp hönd fyrir
málsvara sérleyfanna. Þetta er
framkvæmt eins og kosningar í
Rússlandi og síðan blásið út í fjöl-
miðlum, sem allra vilji. Þeir sem
hins vegar dirfast að andmæla
ófrelsinu, em jafnan sakaðir um
niðurrif áralangra markaðsstarfa
og að bjóða íslensku efnahagslífi í
helför. Ég hef oft nefnt þetta
„Kremlarfrelsi", enda búa Rússar
við svipað ástand í landi sínu. Við
á Vesturlöndum teljum okkur um-
burðarlynda og veitum minnihluta-
hópum frelsi og svigrúm til jafns
við meirihlutann. Aðeins í einræð-
inu og alræðinu er minnihlutanum
úthýst, og í sölu sjávarafurða á Is-
landi.
Í þessari umræðu er athyglis-
vert, að málið snýst um ósköp
eðlilega samkeppni milli útflyijenda
sjávarafurða, en þeir kvarta mest,
sem em með sérleyfi á eftirsóttustu
mörkuðum okkar íslendinga og
einkasölu á þeim vömflokkum sem
þeir selja fyrir framleiðendur. Und-
irtónninn er að binda hendur þeirra
fáu og litlu, sem selja hver í kapp
við annan og án nokkurrar opin-
berrar vemdar, en að því er virðist
með betri árangri.
„Klisjan" sem oftast er höfð sem
rök fyrir viðhaldi þessa ástands er
sú, að alveg eins og fijáls sam-
keppni er innflutningsversluninni
hagstæð vegna möguleikanna á
lækkun vömverðs, þá hlýtur hún
að vera útflutningsversluninni
óhagstæð af sömu ástæðum.
Reynslan sýnir hið gagnstæða, enda
horfa neytendur á fleiri atriði en
verðið í innkaupum sínum. Vöm-
gæði, þjónusta og fjölbreytni em
ekki slður veigamiklir þættir. Þeim
er mikið til fómað fyrir hina mið-
stýrðu samræmingarvinnu og
jafnaðarstefnu, sem sölusamtökin
búa við.
Lausnin á vandamálum sölusam-
takanna og sjávarútvegsins er
fijáls samkeppni. Kasta þarf
vemdarbrynjunni og mæta til leiks
í venjulegum vinnugalla. Þannig
mæta hinir, sem nú keppa um hilli
vinnuaflsins, fiskframleiðenda og
erlendra fiskkaupenda.
Höfundur er framkvæmdastjóri
fiskvinnslu í Vogum.
V/SA
kyi\ii\iin
GARVERÐ
delsey/ visa
DELSEY
PARIS
Útsölustaðir:
GEYSIR, Aðalstræti • PENNINN, Hallarmúla • BÓKABÚÐ BRAGA, Laugaveg • PENNINN,
Austurstræti • HAGKAUP, Skeifunni • MIKLIGARÐUR, v/HoItaveg • BÓKABÚÐ KEFLA-
VÍKUR, Keflavík • BÓKAVERSLUN ANDRÉSAR NÍELSSONAR, Akranesi • KAUPFÉLAG
BORGFIRÐINGA, Borgarnesi • KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA, Blönduósi • TÖLVUTÆKI
BÓKVAL, Akureyri • VERSLUNIN VÍK, Ólafsvík • KASK, Höfn.
íslenskar Brrruður!
- því það er stutt
úr bökunarofnunum okkar
á borðíð tíl þín.